Þjóðviljinn - 04.09.1965, Page 8

Þjóðviljinn - 04.09.1965, Page 8
3 StBA — ÞJÓÐVTLJTKN — Laugardagur 4. september 1965. heyrt • Hver vill árbít í Tíbrá? • Þegar íréttamenn komu og skoduftu sumardvalarhéimilið i Rejikjadal, sem Styrktarfélag lámaðra og fatláðra starfræk- ir í Reykjadal, þá settust öll bornin á bekk og sungu fyrir gestina og songkennari þeirra Sigursveinn D. Kristinsson stjómaði eins og sést hér á myndinni. Bömin sungu mörg gamal- kunn og falleg lög en auk þess sungu þau tékkneskt þjóðlag, sem hér hefur ekki heyrzt áð- ur við skemmtilegan texta eft- ir.Þorstein Valdimarsson. Text- inn er þannig tilkominn að Sigursveinn bað Þorstein að semja fyrir sig texta við þetta lag. Þorsteinn var að velta þessu fyrir sér dag einn er hann gekk niður Laugaveg og sá auglýsingaskilti sem snér- ist í sífellu, svo að ýmist mátti lesa nafn verzlunarinnar Tíbrá eða öfugt — árbi'T. Og textinn var kominn: Bömin eru sð baka drullukökur og setja upp verzlun með þessa lostætu vöru sina, og auglýsingin er eirimitt ljóðið. sem börnin sungu fyrir okkur á heimilinu í Reykjadal um daginn. Gam- an væri að fleiri böm gætu lært lagið og mundi hann Sig- ursveinn vafalaust vera þeim hjálplegur með það, en text- inin er svona: Arbít í Tibrá. Árbít í Tíbrá. er vor auglýsing. Svangir gestir syngja stöku sélin hakar moldarköku. Árbít í Tíbrá, Árbít í Tíbrá. allan árslns hring. Sigupsveinn og börnin. 9 Freymóður opnar málverka- sýningu • 1 dag, laugardag opnar Freymóður Jóhannesson mál- • Eitt verka Freymóðs á sýn- ingunni í Listamannaskálanum. Er myndin máluð 1938 og er i eigu Listasafns ríkisins. Hún er af Handóri Vilþjálmssyni, fyrrum skólastjóra á Hvann- eyri. verkasýningu í Listamanna- skálanum. Sýnir hann um 70 olíumálverk, eru þetta myndir frá síðustu áratugum, allt frá 1920, fram til síðustu ára. Hann hefur áður haldið nokkr- ar sjálfstæðar sýningar, en síðasta sjálfstæða sýning hans var 1943. Sýningin verður opin í hálfan mánuð og er opin á degi hverjum frá kl. 1 til kl. 10. Hluti myndanna er til söhu, en allmargar eru í eigu ein- staklinga og stofnana. Meðan sýningin stendur yf- ir á málarinn sjötugsafmæli, eða hinn 12. september. • Þættir • 1 dag sér ekki þáttaskil i útvarpinu. Fyrst óskalög sjúk- linga, þá umferðarþáttur, í £ugene O'UeiU vikulokin, um sumardag, þetta vil ég heyra . . . Þessir þættir eru misjafnir að gæðum, eins og, allt efni útvarpsins. Þátturinn 1 viku- lokin er að þrem fjórðu hlut- um heldur bágborinn, en þar ber mest á hlátri ákveðins út- varpsmanns. Er þeirri ósk hér með komið á framfæri við hann, að flissið verði klippt úr upptökunni. Leikrit kvöldsins er '„Menn- irnir mínir þrír“ eftir O’Neil. Leikritið hefur áður verið leikið í útvarpið, reyndar fyr- ir fjórum árum, en verið get- ur að hollt sé að rifja það upp, þó óneitanlega gefi end- urtekningar leikrita með stuttu millibili tilefni tii að gruna útvarpsmenn um værukærð — eða hvað veldur? 13.00 Öskalög sjúklinga. Kristín Anna Þórarinsdóttir kynnir lögin. 14.20 Umferðarþáttur. Pétur Sveinbjarnarson hefur um- sjón á hendi. 16.00 Um sumardag. Andrés Indriðason kynnir fjörug lög. 16.30 Söngvar í léttum tón. 17.00 Þetta vil ég heyra: Matt- hías Ólafsson málari velur sér hljómplötur. 18.00 Tvítekin lög. 20.00 Leikrit: Mennirnir mfnir þrír (Strange Interlude) eftir Eugene O'Neill — Fyrsti hluti. Þýðandi: Árni Guðna- son magister. Leikstjóri: Gísli Halldórsson. Leikendur: Her- dís Þorvaldsdótþir, Indriðí Waage. Þorsteinn Ö. Step- hensen, Róbert Amfinnsson, Helga Valtýsdóttir og Rúrik Haraldsson. (Áður útv. 16. des. 1961.). 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. • „ . . . og voru þar gefin sam- an í hjónabönd þrjú af bömum Vilhjálms bónda í Möðmdal.‘‘ (Clr grein í Tímanum 2. sept.) • „Hann er alþýðuforingi í stil við Jón Baldvinsson og Einar Gerhardsen . . . “ (Sigurður Guðmundsson, form. SUJ um Eggert G.* Þorsteinsson í Alþýðublaðinu í gær) 9 Nýr fyrripartur — hver botnar? • Mikið er nú rætt um ráð- herraframa Eggerts Þorsteins- sonar og framtíð hans-í ráð- herrastól, hver verða muni. Nassti fyrripartur er þsri svona: Engu skal ég um það spá. hvort Eggert verði að matuii. Við hlökkum til að heyra botnana. Síminn er 17800. 9 Síðbúinn botn • Margir urðu til að bótna fyrstu vísuna, eins og frarn kom í blaðinu í gær. Eftirfsrr- andi botn barst okkur ekki' fyrr en búið var að ganga frá síðunni og komst hann því' ekki með, en birtist hér í stað- inn ásamt fyrripartinum. Konstantín mun bráðum fara að bó» ef blaðafregnum nokknð er aé trúa. í „sexmannanefndinnl" sæti gæti hann hlotið síðari orðið stórkrati og bitlinganna notið. „Ökunnur höfundnr". 9 Brúðkaup • 21. ágúst sl. vom gefin sasn- an í Neskirkju af séra Jóni Thorarensen ungfrú Stefanía Magnúsdóttir og Guðjón Torfi Guðmundsson Hagamel 17. Höluöpaurinn, Adolf Hitlcr, hcldur æsingaræðu. „Hann var einn bezti nation- alsósíalistinn. einn ákafasti verjandi hinnar þýzku ríkishug- myndar. einn harðasti andstasð- ingur óvina ríkisins‘'j sagði Adolf Hitler 1942. ,,Sem foringi flókksins og liins þýzka ríkis faéri ég þér, kæri félagi Heyd- rich, æðsta viðurkenningarvott- inn sem ég get veitt þér, æðsta heiðursmerki hinnar þýzku orðu.“ Meðalmaður Nú má kannski segja sem svó, að þessi sjónarmið. séu hlútdrásg og ýkt. Ekki getur hjá þyí fárið, að maður spyrji sig þessarar spumingar: Hvemig gat svo íarið, að þessi maður, méðalmaður að flesfeu. sem ekki þáfði sérstakar gáfur eða mermtun til að bera, gat orðið einn mikilvægasti maðurinn í einu voldugasta riki aldarinn- ar? Hvemig gat staðið á því, að hatrm skyldi eiga eftir að hafa örlagaþýðingu fyrir fjölda manns, sem allir stóðu honum ofar, já örlagaþýðingu fyrir heilar þjóðir? Það var ekkert sem bent gat til þess, að slíkur yrði ferill Heydriehs. Ferill hans hófst á einkar algengan hátt. Heydrich fæddist 1904 í Kalle ari der Saale. Aftur í grárri fornesfcju átti Heydrich forföður sem var Gyðingur — smáatriði sem hann reyndi mikið til að fela. Heydrich ólst upp í smáborg- aralegri, heiðarlegri fjölskyldu. Hann tók stúdentspróf, hafði gaman af að spila á fiðlu og gerði það bara vel. En ekki gerðist hann þó fiðluleikari að atvinnu. Árið 1922 var hann kvaddur í flotann og varð sjó- liðsforingi. A þessum árum var hann um borð f tundurspillin- um „Berlm", en skipstjóri var Canaris, sera sfðar varð aðmír- áll og 1935 var skipaður yfir- maður leyniþjónustu og njósna- miðstöðvar hersins. Canaris varð keppinautur Heydrichs. Heydrich hafði nefnilega ekki haldið áfram á flotaforingja- brautinni, 1931 var hann lækk- aður í tign og rekinn úr flotan- um. Hann hafði brotið gegn „siðareglum liðsforingja.‘' Hann varð nú atvinnulaus, 27 ára gamall, án nokkurrar fót- festu í tilverunni. Hann gekk í nazistaflokkinn, en kjami hans samanstóð þá af slíkum og þvílfkum mönnum. Heydrich gerðist félagi í stormsveitum nazistanna. Hann tók nú að að- hyllast foringjakenninguna, sem einmi'tt hæfði metnaði hans. Hann tók að vinnafyrir Himml- er, og hlaut það verkefni, að koma á fót öryggislögreglunni, SD. Það var ekki til það svið þjóðfélagsins að SD ætti þar ekki fulltrúa sína. Slíkur var starfsárangur öryggislögregl- unnar, að bæði Hitler og Himmler litu til hennar í náð og velþókknun og þessi ósým- lega lejmiþjónusta stóð að lok- um ofar ríki og flokki. örygg- islögreglan hafði leyfi til þess að yfirheyra starfsmenn ríkis og flokks og höfða mál á hend- ur þeim. Allir óttuðust þessa öryggislögreglu, sem var alls- staðar nær og vakti yfir öllu. Þessi stofnun hafði þann megintilgang að fylgjast með öllu sem kallað gæti fram and- stöðu eða óánægju. Heydrich. sem frá tipphafi hafði sýnt af sér dugnað ,,í skipulags- og á- róðursþjónustunni, á fundum í ýmsum rauðum úthverfum" í Hamborg, hélt jafnframt áfram starfsemi sinni á öðru sviði ekki síður hættulegu. Á leið sinni til valda höfðu nazistam- ir þegar frá byrjun reynt að kúga kommúnistahreyfinguna, og þetta var jafnframt eitt mik- ilvægasta verkefni öryggislög- reglu Heydrichs. 1 skýrsium sínum tók SD kommúnista- hreyfinguna ætíð mjög alvar- lega, en aðrir andstöðuhópar vofu virtir á misjafnan hátt. Skýrslur frá þessum tíma tala t.d. um liðsforingja sem ,,her- lausa herforingja1’, eða jafnvel ,ÆÍrkustrúða“. Um kaþólska andstæðinga sína reit SD: ..Geðbilunarsamtök. Félagar prenta dreifiblöð þar sem hvatt er til bænar og þess beðið, að guð refsi Hitler." Hinsvegar skoðaði öryggislögreglan komm- únistahreyfinguna hættuleg- asta andstæðinginn og hafði því á henni nánar gætur. Lög- reglan lýsir þannig hverju því skrefi sem stigið er gegn kommúnistum nákvæmlega og telur mjög mikilvægt. Heydrich var ætíð eitthvað við mikilvæga atburði Þriðja ríkisins riðinn. Einn og óþekkt- ur gat hann—'í leyni safnað upplýsingum um allt og alla og að endingu framkvæmt þær fyrirskipanir, er hann vildi. ,,Nótt hinna löngu hnífa“ Á því leikur enginn vafi, að Heydrich var einn grimmasti þátttakandinn í atburðunum aðfaranótt 30. júní, 1934, en sú nótt hefur verið „Nótt hinna löngu hnífa“. Það var þá sem Hitler lét til skarar skríða gegn ýmsum af þeim, sem áður höfðu verið henuwi handgengnir. Meðal þeirra, sem myrtir wru þessa nótt, var Ernst Röhm, yfiranaður stormsveitanna SA. Ásaiwt honum voru allir helztu menn SA myrtir. Þetta var þá nótt sem Heydrich var — að þvi er Hitler sagði síðar meir — í nokkrar klukkustundir „aéðsfi dómari Þýzkalands". á 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.