Þjóðviljinn - 28.09.1965, Síða 1

Þjóðviljinn - 28.09.1965, Síða 1
Þriðjudagur 28. septeinber 1965 — 30. árgangur — 218. tölublað Alvarlegt ástand í Gagnfræðaskóla verknáms: Ekki hægt að hef ja kennslu í verklegum greinum pilta! Morgunblaðið fer með vísvitandi ósannindi er það segir að nýja húsið verði tilbúið í haust I Arthur Miller aíþakkar heimboú Johnsons forseta t Bandaríska leikskáldið ArthuT Miller afþakkaði um helgina boð Lyndons B. Johnsons Bandaríkja- forseta að koma til Hvíta hússins á miðvikudag og kvaðst hann ekki geta þegið boðið vegna þess að hann væri andvígur hern- aði Bandaríkjamanna í Vietnam. Arthur Miller, sem nýlega var kjörinn forseti hins al- þjóðlega rithöfundasambands PKN, hafði verið boðið til Hvíta hússins til að vera við- staddur þegar Johnson forseti undirritar lög um menningar- sjóð Bandarikjanna. í skeyti sem hann sendi Arthur ivxuier Johnson forseta segir hann að stofnun þessa sjóðs sé upphaf að auknum og bættum sam- skiptum listamanna og stjórn. arvaldanna, en harmleikurinn í Vietnam muni varpa skugga á hina hátíðlegu athöfn þegar lögin um sjóðinn verða und- irrituð. Síðan segir Arthur Miller: „Hálft ár er nú liðið síðan Hanoistjórnin birti þau fjög- ur skilyrði sem hún setur fyrir samningaviðræðum um frið, en Bandaríkjastjórn hef- ur enn ekki svarað henni op- inberlega. Bandarískar flug- vélar gera daglega árásir á Norður-Vietnam og sprengju- flugvélar fljúga í mikilli hæð yfir Suður-Vietnam og valda dauða kvenna og barna. List. in kafnar í fallbyssudrunun- um. Þetta lífsins lögmál er langtum sterkara en þau lög sem menn setja,“ segir Arth- ur Miller. I Sleifarlagi íhaldsins í skólamálum hefur áður verið^ lýst hér í blaðinu. Við einn skólh a.m-k. er ástandið svo alvarlegt að ekki verður unnt að kenna heilli bekkjardeild fyrr en breytingum er lokið á jámsmíða- stofu. Á föstudaginn fer svo Morgunblaðið vísvitandi með ósannindi er það segir að Gagnfræðaskóli verknáms í Hallarmúla verði fullbúinn f haust. Sannleikurinn er sá að til stóð að taka þar í notkun fjórar stofur fyrir verklegar greinar, en það verður ekki einu sinni hægt og því ekki kleift að byr'ja kennslu í verklegum grein- um pilta í skólanum þegar í stað og óvíst hvenær það verður. Morgunblaðið birti á föstudag- inn heilsíðugrein þar sem lofað- ar voru framkvæmdir íhaldsins í skólamálum í Reykjavík, en til þess virðist þó harla lítil ástæða, þegar þess er gætt, eins og bent hefur verið á hér í blaðinu, að aðeins er lokið við 6 af 13 skól- um, sem lofað hafði verið að Ijúka við áður en kennsla hæfist nú í haust. Meðal annars var sagt í Morg- unblaðinu að nú í haust yrði húsnæði Gagnfræðaskóla verk- náms í Hallarmúla fullbúið til notkunar. Er þetta haft eftir Birgj Gunnarss.,er hann svaraði beinskeyttri ræðu Guðmundar Vigfússonar, þar sem Guðmund- ur gagnrýndi harðlega sleifarlag íhaldsins í skólamálum. Blaða. maður Morgunblaðsins hefur þetta eftir Birgi um Gagnfræða- skóla verknáms við Hallarmúla: „Sá skóli yrði nú fullbúinn í haust og yrði allur tekinn til notkunar". Sannleikur þessa méls er sá, að aðeins er byrjað á fyrsta á- fanga af þrem við Gagnfræða- skóla verknáms við Hallarmúla. í þessum fyrsta áfanga átti að taka í notkun fjórar stofur fyrir Framhald á 12. síðu. Egill Sigurgeirsson sagði fyrir félagsdómi í gær: Enginn vafí á um lagalega heimild Trésmiðafélagsins □ Egill Sigurgeirs- son, lögíræðingur tré- smiða í málinu vegna verkíallsins í Árbæjar- hverfi, sagði í viðtali við blaðið í gær að heimild Trésmiðafélags- ins til að g$ia verkfall á þessu eina tiltekna svæði væri skýlaus sam- kvæmt lögum um verk- Hefur plægt öll heimshöf Sovézk vísinda- skúta í Reykjavík V ið landfestar í Reykjavík liggur nú sovézkt rann- sóknarskip frá Leníngrad og heitir það „Zarja“, sem þýðir dögun. Það hefur nú um tíu ára skeið plægt heimshöfin í tímafrekri leit að réttum staðreyndum um segulsvið jarðar. Um 1920 gerði Carnegiestofnunin út skip sem hafði svipuðu hlutverki að gegna, en það brann í hafi eftir fjögurra ára starf. Síðan þá hafa segulmælingar vita- skuld verið stundaðar af ýmsum aðilum, bæði úr lofti og frá skipum. En „Zarja“ mun fyrsta og eina skipið sem hefur verið sérstaklega byggt til að ann- ast þessar rannsóknir: það er gert úr viði og þeim málmi og málmblöndum sem ekki geta truflað við- kvæm mælitæki skipsins. Að vísu er skipið ekki al- gjörlega ,,hreint“, en þeir vélahlutir sem geta oröið réttum vísindum háskasamlegir eru niður settir sem fjarst mælitækjunum. ★ E r blaðamenn skoðuðu skipið í gær voru þeir Púsj- kof leiðangursstjóri og Klíménko aðstoðarmaður hans spurðir að því. hvort þær upplýsingar sem skipsmenn safna hefðu aðeins gildi fyrir „hrein" vís- indi, eða hvort þær gætu einnig haft beina hagnýt- ingu. Þeir kváðu svo vera. þeir menn er gera kort fyrir farmenn og fiskimenn tækju tillit til starfa Framhald á 12. síðu. föll. Með kröfu sinni færu meistarar hins veg- ar fram á að verkföll yrðu sem víðtækust, næðu til sem flestra á sem stærstu svæði. □ Að loknum mál- flutningi fyrir félags- dómi í gær var málið dómtekið og hafði dóm- urinn ekki lokið störfum er blaðið fregnaði síðast. í gærdag stóð yfir í röskan klukkutíma dómþing í félags- dómi í máli Trésmiðafélags Reykjavíkur og húsameistara. Fluttu lögfræðingar hvors aðila sitt mál, en síðan var málið tekið fyrir í félagsdómi. Hann skipa fimm menn, sem að þessu sinni eru þessir: Rágnar Ólafs- son, hrl., tilnefndur ai Alþýðu- sambandi Islands, Guðmundur V. Jósepsson, tilnefndur af Vinnuveitendsambandinu og Ragnar Jónsson, hrl, pg Bjarni Guðmundsson, borgardómari til- nefndir af ríkisstjóminni en Hákon Guðmundsson er formað- ur dómsins. Blaðið hafði að dómþingi loknu samband við Egil Sigur- geirsson, og innti hann eftir helztu atriðum, sem hann hefði lagt á- herzlu á í þessu efni fyrir dómnum. Enginn lagabókstafur Egill sagði, að x íslenzkum lögum væri enginn stafur til fyrir því. hve víðtækt verkfall þyrfti að vera, hve margra það þyrfti að ná til né heldur á hve stóra svæði það þyrfti að vera. Áður en lögin 1938 vora sett vora engar takmarkanir um verkföll, en í þeim lögum er hins vegar kveðið á um fyr- ixvara fyrir verkföll og * þess háttar. Lögfræðingur Meistara- félagsins hefði fyrir dómi alls ekki bent á nein lagaákvæði máli sínu til stuðnings. Hefði hann byggt afstöðu sína á þvi, að með þessu vopni verklýðsfé- laganna væri hægt að mismuna atvinnurekendum jafnvel leggja einn í einelti. Egill kvað sig hins vegar hafa haldið því fram, að það væri engin hætta á slíku þar sem það bryti algjörlega í bága við tilgang verkfalla. Egill sagði, að félli dómur í þessu máli atvinnurekendum í vil myndi það hafa mjög víð- tækar afleiðingar. Verkföllin, sem gerð hefðu verið í sumar, Framhald á 12. síðu. Heildarsíldarafíinn orðinn mál og tn. Mikil og góð síldveiði var vikuna sem Ieið. Aðfaranótt fimmtudags fékkst mesti sólarhringsafli sumarsins. — Veiðisvæðin voru að mestu leyti í Norðfjarðar- og Reyð- arfjarðardýpi, 40—70 sjóm. frá landi. Vikuaflinn, sem er sá mesti, sem af er vertíðinni, nam 232.363 málum og tunnum og heildaraflinn á miðnætti s.l. laugardags orðinn 2.100.006 mál og tunnur. Vikuafl- inn á sama tí.ma í fyrra var 71.642 mál og tunnur. og heildarájiö^á orðinn 2.413.737 mál og tunnur. Aflii verið hagnýttur þannig: í salt upps. tunnur 287.515 í fyrra 335.795 í frystingu unpm. tu. 15.000 í fyrra 35.484 í bræðslu mál ,1.797.491 í fyrra 2.042.458 A (Frá Fiskifélag íslands.). Rósinkranz Á. ívarsson lézt á laugardaginn Rósinkranz Á. ívarsson lézt í fyrradag, 85 ára að aldri. v Rósinkranz dvaldist í sumar hjá bróður sinum ívari ívars- syni að Kirkjuhvammi í Rauða- sandshreppi eins og undanfarin sumur. I fyrradag var hann á gangi úti við og fann þá kind að dauáa koinna niðri i skurði. Flýtti hann sér heim að segja tiðindin en hefur þá reynt of mikið á sig, því þegar hann settist leið hann út af og var þegar örendur. Rósinkranz var sjómaður framan af ævi og áhugamaður um sjómannakjör, átti um skeið sæti í stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur. Hann 'var einlæg- ur og heitur sósíalisti og bar- áttumaður fyrir málstað verka- lýðshreyfingarinnar. Rósinkranz var einn þeirra er stofnuðu Kommúnistaflokk íslands 1930 og var síðar félagi í Sósíalista- flokknum frá stofnun þess flokks 1938 Hann var prýðisvel að sér i ættfræði og öðrum þjóðlegum fræðum o;g vann að þeim áhugamálum sínum á elli- áram allt fram á þetta ár. Rósinkranz Ivarsson Þjóðviljinn mun minnastþessa mæta félaga bráðlega. »

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.