Þjóðviljinn - 28.09.1965, Side 3
Þriðjudagur 28. september 1965 — ÞJÓÐVELJINN — SlÐA 3
Indverjar saka Pakistana um
að rjúfa vopnahléssamninginn
'ÍÝJU DELHI 27/9 — Talsmaður indverska landvarna-
iðuneytisins sagði í kvöld að pakistanskar hersveitir sem
iðizt hefðu yfir vopnahlésmörkin í Lahore-héraði í Pak-
dan hefðu verið hraktar til baka og hefðu þær orðið
yrir miklu manntjóni.
Talsmaðurinn sagði að Pakist-
uiar hefðu gert mörg minni-
'áttar skyndiáhlaup á stöðvar
dverja á öllum vígstöðvunum,
1 þeim hefði verið hrundið.
idverjar væru nú að treysta
Tstöðu sína með því að grafa
otgrafir þar sem hersveitir
°irra voru þegar vopnahlés-
amningurinn gekk í gildi.
Pakistanar hafa áður sakað
tndverja um að hafa rofið
vopnahléssamninginn.
Stjórn Pakistans tilkynnti í
dag formlega að hersveitir henn-
ar myndu ekki hörfa úr þeim
stöðvum' sem þær tóku á vald
sitt í bardögunum, a.m.k. ekki
fyrr en Indverjar hefðu gert
slíkt hið ’ sama. f ályktun Ör-
yggisráðsins sem leiddi til
vopnahlésins var þess krafizt að
báðir aðilar hörfuðu til þeirra
stöðva sem þ«'r höfðu áður en
ófriðuri.nn hófst.
Indverska stjórnin sakaði í
dag Kínverja um að hafa hand-
tekið þrjá indverska landa-
mæraverði sem hefðu verið Ind-
landsmegin landamæranna og
haft þá nauðuga á brott með
sér.
Þing Verkamanna-
flokksins brezka
BLACKPOOL 27/9 — Þing
brezka Verkamannaflokksins
hófst í Blackpool í dag, fyrsta
þing flokksins eftir að hann
tók við völdum í fyrrahaust.
Formaður flokksins þetta ár-
ið, Gunter verkamálaráðherra,
hvatti þingfulltrúa í setningar-
ræðu til að efla einingu sína og
forðast deilur, en samt er bú-
izt ‘ við að óánægja með störf
stjómar Wilsons muni móta
þingstörfin.
CORTINA .66
Ford Cortina á íslenzkum vegum!
CORTINA „66“ er rúmgóður fjölskyldubíll með: Stórt farangursrými.
Diskhemla á framhjólum. Loftræstingu með lokaðar rúður.
Þess vegna er CORTINA kjörinn FERÐABILL.
CORTINA ER METSÖLUBÍLL, sem unnið hefur yfir 200 sigra í
alþjóðjegum aksturskeppnum.
1
\ábteV^U^|
CÍLStórt farangursrými. Q Loftræsting með lokaðar rúður.
1 ______i með Iokaðar rúour._
SVEINN EGILSSON H.F.
UMBOÐIB LAUGAVEG 105 SlMI 22466
Flugvélaskip sent til Aden
með 2.400 menn um borð
Viðsjárvert ástand er í nýlendunni eftir að Bretar
námu úr gildi stjórnarskrá hennar fyrir helgina
ADEN 27/9 — Viðsjárvert ástand er í brezku nýlendunni
Aden á suðvesturhorni Arabíuskaga eftir að Bretar námu
úr gildi fyrir helgina stjórnarskrá nýlendunnar, settu
stjórn hennar frá völdum og fengu brezka landstjóranum
alræðisvald.
í dag lagði flugvélaskipið
„Eagle“ af stað frá Möltu til
Adens. Með skipinu eru um
2.400 sjóliðar og það hefur með-
ferðis bæði orustuþotur, orustu-
sprengjuþotur og þyrlur.
Lengi undanfarið hefur verið
MOSKVU 27/9 — Alexei Kosy-
gin forsætisráðherra flutti á
fundí í miðstjóm kommúnista-
fiokksins sem hófst í Moskvu í
dag skýrslu um nýtt skipulag á
stjóm iðnaðarins.
>ær breytingar sem boðaðar
eru og að nokkm leyti em þeg-
ar komnar til framkvæmda miða
að því að fullkomna áætlunar-
gerðina, auká afköst og fram-
leiðni.
Bresnéf flokksritari mun einn-
ig flytja fundinum skýrslu og
leggja til að flokksþing verði
kvatt saman Búizt er við að
það verði haldið í Moskvu í
febrúar.
Á miðstjómarfundinum eru
175 fulltrúar. auk 55 aukafull-
trúa. í>á hefur mörg hundruð
öðrum floksforingjum, sérfræð-
PARÍS 27/9 — Franska stjóm-
in tilkynnti í kvöld að Couve
de Murville utanríkisráðherra
myndi fara til Moskvu 28. okt.
róstusamt í Aden og hafa brezk-
um hermönnum og embættis-
mönnum þar verið sýnd bana-
tilræði. Fyrir nokkrum dögum
var hinn brezki forseti lögjaí-
arsamkundu nýlendunnar sir
Arthur Charles ráðinn af dög-
ingum og ritstjórum verið boðið
að sitja fundinn, svo að á hon-
um er um þúsund manns.
SAIGON 27/9 — Ein af her-
sveitum Saigonstjórnarinnar varð
fyrir miklu manntjóni í dag i
viðureign við skæruliða tæpa
tuttugu kílómetra fyrir sunnan
höfuðborgina. Ekki er getið um
mannfall skæruliða.
Ky, forsætisráðherra Saigon-
stjómarinnar, sagði í dag að
haldið yrði áfram að taka af
lífi „hermdarverkamenn Viet-
congs“, en flestar aftökurnar
myndu látnar fara fram í kyrr-
þey. Ekki yrði þó komizt hjá
því að hafá opinberar aftökur
við og við öðrum til viðvörunar.
um. Stjórn nýlendunnar hefur
ekki viljað fordæma verk til-
ræðismanna og einn leiðtogi
stjómarflokksins sagði fyrir
helgina að ljóst væri að íbúar
nýlendunnar gætu ekki öölazt
sjálfstæði nema þeir gætu knú-
ið það fram með vopnavaldi.
í frétt frá London segir að
þar telji ýmsir hæpna þá ráð-
stöfun brezku stjórnarinnar að
nema úr gildi stjómarskrá Ad-
ens og fela landstjóranum al-
ræðisvald, einkum þar sem þeg-
ar þetta var gert var aðstoðar-
utamríkisráðherra hennar, Ge-
orge Thomas, staddur í Kaíró
til viðræðna vid egypzka ráða-
menn sem stutt hafa sjálfstæð-
ishreyfinguna í Aden. Ætlunin
hafði verið að Thomas ræddi
við Nasser forseta, en ekkert
varð úr fundi þeirra vegna at-
burðanna í Aden.
í gær hafði Þjóðfrelsisfylking
Suður-Vietnams tilkynnt að hún
hefði látið taka af lífi tvo banda-
ríska hermenn, höfuðsmann og
liðþjálfa, sem dæmdir höfðu
verið til dauða fyrir ýms af-
brot, fjöldamorð, nauðganir og
fleiri glæpi, eftir því sem frétta-
stofa Norður-Vietnams skýrði
frá. Á miðvikudaginn höfðu þrír
menn verið líflátnir í Danang,
þar sem Bandaríkjamenn hafa
helztu herstöð sína í Suður-Viet-
nam, og hafði þeim verið gefið
að sök að hafa verið í þjónustu
Þjóðfrelsishreyfingarinnar.
Miðstjómarfundur í Moskvu
um skipulagningu iðnaðar
Mikið munnfall Saigonhers
í grennd við höfuðborgina
Leikur KR og Keflvíkinga
Framhald af 5. síðu.
ekki að láta sér þetta nægja,
og lá nú í loftinu að þeim
tækist að sigra KR í fyrsta
sinn.
Þrem mínútum siðar voru
Keflvíkíngrar með boltann inn-
an vitateigs KR, er Hörður brá
Jóni Jóhannssyni og dæmdi
Hannes réttilega vítaspyrnu.
Högna tókst spyrnan vel, hnit-
miðaðnr jarðarbolti í vinstra
horn marksins.
Keflvíkingar sóttu sem fyrr,
en KR-ingar náðu af og til
upphlaupum hægra megin, og
á 32. mín. var Gunnar Felixs-
son með boltann innan víta-
teigs. Hann var í erfiðri að-
stöðu að skjóta því að markið
var nokkuð lokað og virtist
ekki mikil hætta á ferðum.
En hægri bakvörður Kefl-
víkinga, Ólafur Marteinsson,
réðst harkalega að Gunnari og
Hannes dæmdi vitaspyrnu.
Ellert sá um það með föstu
og hnitmiðuðu skoti að þetta
tækfæri glataðist ekki KR.
Keflvíkingar gerðu nú harða
hrið að marki KR næsfcu mín-
útur, en þeir vörðust af hörku
og sumir töldu of mikilli
hörku, m.a. var Jóni Jóhanns-
syni hrint harkalega á 35.
mín. er hann hljóp inn í send-
ingu frá Jóni Ólafi. En dóm-
ari taldi ekki ólöglega farið
að. Eftir þetta dró nokkuð úr
hraða leiksins og voru ekki
fleiri mörk skoruð.
Liðin
Lið Keflvíkinga þar þannig
skipað: Kjartan Sigtryggsson,
Sigurvin Albertsson. Ólafur
Marteinsson, Guðni Kjartanss.,
Högni Gunnlaugsson, Sigurður
Albertsson, Jón Ólafur Jóns-
son, Einar Magnússon, Jón
Jóhannsson, Karl Hermanns-
son, Rúnar Júlíusson.
Eins og áður er sagt var
leikur Keflvíkinga í síðari
hálfleik einn hinn bezti sem
hér hefur sézt í sumar og
virðist það ekki ofmælt sem
haft var eftir fyrirliða þess
í Þjóðviljanum á sunnudag að
þeir væru nú þrátt fyrir allt
bezta liðið. 1 fyrri hálfleik
var það óberandi galli á leik
liðsins að beina boltanum á
miðjuna til Jóns Jóhannss. og
er mér ekki grunlaust um að
þeir hafi ekki enn losnað und-
an áhrifum þess hve Jón var
marksæll í fyrstu leikjunum
í fyrravor og haf enn þá trú
að hann geti alltaf skorað, ef
hann fær bo^ann. í síðari
hálfleik notuðu þeir rneir hina
ágætu útherja og náðu þá
mjög jákvæðum sóknarleik
sem hinir þungu varnarmenn
KR átfcu erfiðara með að verj-
ast.
Rúnar var beztur framherj-
anna, fljótur og fylginn sér,
Einar átti s'nn bezta leik til
þessa og einnig Jón Ólafur,
en Karl var ekki eins góður
og oft áður þótt hann gerði
margt laglega. Jón á enn langt
í land að ná því sem hann
var í fyrra og var einna sízt-
ur framherjanna, og er spurn-
ing hvort liðinu hefði ekki
vegnað eins vel í sumar þótt
hann hefði alveg fengið að
hvíla sig frá erfiðum leikjum.
I vörnínni var Sigurvin
traustastur og er hann að verða
einn allra bezti varnarleik-
manna okkar. Sigurður Al-
bartsson átti einnig mjög góð-
an leik, sterkur f vöm og
fylgir sókninni vel eftir. Högni
brást ekki í sinni erfiðu stöðu.
Guðni slapp einnig vel f rá leikn-
um, en Ólafur átti við erfið-
an andstæðing að etja og var
fullharður í leiknum, enda var
það afdrifpríkt. Lítið reyndi á
Kjartan í Ieiknum og komu
markmenn beggja liða raunar
undarlega lítið við sögu í
leiknum, atvikin urðu þannig
af einhverjum éstæðum.
Lið KR var þannig skipað:
Heimir Guð.iónsson, Arsæll
Kjartansson, Bjarni Felixson,
Kristinn Jónsson, Hörður Fel-
ixsson, Sveinn Jónsson, Gunn-
ar Felixsson, Einar Isfeld,
Baldvin Baldvinsson, Ellert
Schram og Theodór Guðmunds-
son.
Vörn KR hefur mikig styrkzt
við komu Harðar í liðið, hann
er að vísu nokkuð þungur en
þéttir vel vömina, og brotn-
uðu mörg upphlaupin á hon-
um einkum í fyrri hálfleik.
Ellert var eins og oftast áður
bezti maður liðsins, þótt eng-
inn sé ómissandi í knatt-
spyrnuliði fremur en annars
staðar, verður manni hugsað til
hvað KR-liðið væri án Ellerts.
Gunnar Felixsson átti góðan
leik og var einn bezti maður
framlínunnar, en aðalveikleiki
liðsins var að Theodór réð
ekki við hlutverk sitt á vinstra
kanti enda var þar fyrir sterk-
ur bakvörður. Einar Isfeld stóð
sig vel í þessum fyrsta stór-
leik sínum í fyrstu deild, fljót-
ur og Ieikinn með boltann.'
Baldvin misnotaði mörg tæki-
færi, en vel hefur hann not-
azt í KR í sumar og skorar
mark í hverjum leik, það get-
ur ekki verið tilviljun.
Dómari í Ieiknum var Hann-
es Þ. Sigurðsson, og áhorfend-
ur voru á 7. þúsund og er
vafasamt að áður hafi svo
margt manna komið að horfa
á leik í 1. deild.
Hj.G.