Þjóðviljinn - 28.09.1965, Side 7
Þriðjudagur 28. septeattber 1965 — ÞJÖÐVILJTNN — SlÐA J
Franskir gestir í Þióðleikhúsinu:
Fimm leikdansar
Ég hef oftlega þakkað
stj ómendum Þjóðleikhússins
áhuga þann sem þeir hafa
sýnt leikdansinum, hinni und-
urfögru skíru listgrein sem
Goethe nefndi upprunalegasta
og algildasta allra lista. Hing-
að hafa komið á síðari árum
ótrúlega margir fullskipaðir
flokkar hinna færustu dans-
enda frá ýmsum og ólíkum
löndum auk einstakra lista-
manna, vakið hrifningu og
gleði, staekkað sjónhring og
fegurðarskyn íslenzkra leik-
gesta. Nú hafa Frakkar bætzt
í hópinn, frumsýning þeirra
var á föstudagskvöld og var
að sjálfsögðu tekið með kost-
um og kynjum og mjög að
verðleikum.
„Grand Ballett Classique de
France“ var stofnaður fyrir
tveimur árum og hefur ferðazt
víða um heim við góðan orðs-
tir, nýkominn úr leikför um
Sovétríkin, Kína og Ástralíu.
Listamennimir eru langflestir
mjög ungir að árum, bseði ein-
dansarar °S danslið, en hafa
auðsæilega hlotið gagngera
btálfun. •búnir mikilli tækni.
látleysi, geðþekkri framkomu
og þokka. Liane Daydé er að-
aldansmæ-r flokksins og sú
eina sem öðlazt hefur heims-
frægð svo ég viti og mun hafa
Márablóð í aeðpm; hún varð
stjarna, etoile, við Óperuna í
Paris kqrnung að árum og
hefur unnið marga sigra og
stóra, bæði í ættborg sinni,
París, og erlendis; hún túlk-
aði meðal annars Giselle í
Bolsojleikhúsinu í Moskvu,
sjálfri háborg leikdansins, fyr-
ir nokkrum árum og hlaut fyr-
ir mikið lof vandlátra áhorf-
enda, en slik afrek á fárra
færi.
Fyrri kvöldin tvö fluttu hin-
ir kærkomnu gestir fimm
fremur stutta sígilda leikdansa
og ekki valda af verr; endan-
um. Fyrsta viðfangsefnið er
hvorttveggja í senn frægast og
torveldast viðure^gnar, „Les
Sylphides“ eða ,,Loftdísirnar”,
hinn rómantíski ballett í ein-
um þætti sem snillingurinn og
brautryðjandinn rússneski
Michel Fokine samdi við ým-
is af lögum Chopins og frum-
sýndur var í París árið 1909
í núverandi mynd. „Loftdísim-
ar“ eru sígilt og óhlutkennt
Stefnt að ódýrum og stöðl-
uðum gluggum / íbúðarhús
Ef nokkuð getnr skákað
veðráttu og sildveiðum sem
eftirlætis umræðuefni lands-
manna, þá væri það helzt mik-
ill og þungbær byggingar-
kostnaður. Því ætti það að
vekja nokkra eftirtekt, að suð-
ur í Keflavík er nú hafizt
handa um framkvæmdir sem
geta, ef vel til tekst, lækkað
nokkuð cinn kostnaðarlið við
húsbyggingar; þann sem lagð-
ur verður í glugga og gler.
Þar er nú að hefja starfsemi
sína ný verksmiðja er nefnist
„Gluggaverkcmiðjan Rammi
t/f‘. Hún mun framleiða
glugga og svalahurðir með nýj-
um og áður óþekktum þétt-
ingum, svonefndum „TE-Tu“-
þéttingum. sem eru norsk upp-
finning er fyrirtækið hefur
einkaleyfi fyrir hér á landi.
Sérkenni þessara glugga, auk
samsetningar, eru þau. að i!
fölsum opnanlegra glugga og
svalahurða er komið fyrir sér-
stökum þéttilista úr plastefni,
sem leggst að skáfleti í falsi
fasta gluggans og gerir hann
algjörlega vatns- og vindþétt-
ðn.
Ekki svo að skilja að fram-
Framhald á 9. síðu.
verk og segir enga sögu, ó-
háð tíð og tíma — lög Chop-
ins klædd holdi og blóði, ljóð-
rænt og stílhreint með afbrigð-
um. Auk dansliðsins bera
fimm eindansarar verkið uppi,
einn dansmaður og fjórar
meyjar; allar eru þær klædd-
ar hinum hálfsíðu mjallhvítu
kjólum sem Marie Taglioni bar
forðum, „hvítur ballett" í
fyllsta skilningi orðsins. Leik-
urmn gerist í skógarrjóðri
böðuðu í mánaskini, lögin og
dansamir flest þunglyndisleg
og angurvær, hugblærinn dul-
arfullur, ljúfur og slunginn
töfrum. Túlkun hinna frönsku
listamanna var hugþekk og
falleg, en ekki verulega til-
komumikil eða innf jálg fyrir
minum sjónum, hreif mig ekki
til fullrar hlítar — en raunar .
skortir mig bæði skilning og
þekkingu til að dæma um þau
mál. Hitt er vjst að verkið er
svo vandasamt og viðkvæmt
og gætt þeim skáldlegu töfr-
um að ekkert má út af' bera,
það heimtar sérstæða dans-
snilli. ekki sízt undurfagrar
hreyfingar arma og handa; að
sögn þeirra sem vit hafa á er
það næsta fátítt að algerri
fullkomnun verði náð i þessu
stutta meistaraverki Fokines.
En ánægja var bað að fá að
kynnast bví á hinu íslenzka
sviði,
Næsta atriði á dansskránni
hreif mig ef til vill mest, það
var tvídansinn frægi úr „Don
Quichotte“ eftir Marius Fet-
ipa sem um alllangt skeið var
einskonar alvaldur í ballett-
heiminum; leikdansinn var
frumfluttur í Bolsojleikhúsinu
árið 1869. Og þá kynntumst
við fyrst dansstjörnunn; Liane'
Daydé og mun sízt ofmælt að
hún hafi þegar í stað hrifið
allra hugi. Hún er lág vexti,
augun stór, dökk og tindrandi,
brosið heillandi og hlýtt; hún
er gædd sérstæðum persónu-
töfrum og þeirr; mýkt, alhliða
tækni og innlifun sem sanna
ballerínu mega prýða. Dans-
maðurinn heitir Viktor Rona,
stökkfimur, þróttmikill og geð-
felldr- listamaður. „Tvídans-
inn mikli“ hefur áður verið
túlkaður á sviði Þjóðleikhúss-
ins af hinum snjöllustu dans-
endum, en að því ég held
aldrei * með eins ótvíræðum
gíæsibrag og í þetta sinn.
Þriðja verkefnið er Mka
hugtækt og fallegt, en áður
óþekkt á landi hér, „Les Fora-
ins“ eða „Markaðstrúðamir”,
einþáttungur, frumsýndur í
París fyrir tuttugu árum. Sú
leiðinlega prentvilla hefur
slæðst í léikskrána að dáns-
amir séu eftir ballettmálarann
mikla Christian Bérard, en
hann gerði að sjálfsögðu leik-
tjald og búninga; dansskáldið
er enginn annar en Roland
Petit sem hæst ber franskra
dansara og frömuða á síðustu
árum, og „Markaðstrúðamir"
raunar það verk sem fyrst
birti til fulls óvenjulegar gáf-
ur hans. Efnið samdi Rússinn
Boris Kochno, ljóðskáld og
dansahöfundar, Parisarbúi sem
farsællega hefur komið við
sögu leikdansins, enda hægri
hönd Diaghileffs á sínum tima.
Pjölbreyttir og glæsilegir
dansar, Ijúfsár tónlist Henri
Sauguets, einföld og snjöll
sviðsmynd og búningar Bér-
ards eru samræm listræn
iheíld, falla að efninu sem
bezt má verða. Andstæðumar
eru ríkar í leiknum, dapur-
leiki, kímni, ósvikin við-
kvæmni. Fámennur sirkushóp-
ur kemur á markaðstorg í
einhverri lítilli borg. sýnilega
örfátækt fólk og dapurt í
huga. Síðan tekur það að leika
listir sínar fyrir fáeinum á-
hugallitlum áhorfendum hver
af öðrum og gleyma um stund
eymd sinni og áhyggjum: sjón-
hverfingamaður, loddari fím-
leikamaður, „samvaxnar tví-
burasystur", fegurðardís.
Skraut þeirra og glys stingur
mjög í stúf við umkomuleysið
og fátæktina; loks tínast á-
horfendurair burt og hópurinn
býst til brottferðar, hugblær-
inn í lokin er jafnömurlegur
sem í upphafi. Nöfn dansend-
anna ætla ég ekki að telja,
enda fæ ég ekki tekið einn um
annan fram, en mér virtust
þeir allir túlka hlutverk sín
innilega og fallega og um góða
tækhi þeirra óþarft að ræða.
„Pas de Quatre“ á sér langa
sögu og er frægastur vegna
þess að fjórar mestu og dáð-
ustu dansmeyjar sins tíma
frumsýndu verk þetta í Lond-
on árið 1845 og vöktu að voii-
um óvenjumikla athygli; til er
teikning eftir A. E. Chalon af
disunum fjórum og talin fræg-
ust allra ballettmynda; dans-
inn hefur verið endursaminn
á siðari árum af Englendingn-
um Anton Dolin og sýndur
víða. f þessu fagra verki kynn-
umst við að nýju töfrum og
snilli Liane Davdé, en nöfn
hinna dansmeyjanna er skvlt
að nefna, enda koma þær víða
við sögu: Genia Melikova,
rússnesk að ætt, Marianna
Hilarides og Maina Gielsud.
— Kvöldinu lauk með „Noir
et Blanc“, það er „Svart og
hvítt“, tilkomumiklum óhlut-
kenndum leikdansi eftir Rúss-
ann Serge Lifar. verki sem
veitir fjölmennum hópi dans-
enda gott tækifæri til að sýna
tækni og danssnilli, enda
flokkurinn allur á sviðinu. Það
á vel við að flytja ballett eft-
ir Lifar. hinn sérstæða, fjöl-
gáfaða, skapstóra og umdeilda
meistara sem öllum öðrum
framar hefur hafið leikdans-
inn franska til fullkomnunar
og mikiílar virðingar á hinum
siðustu áratugum.
Koma listamannanna frönsku
er feginsamlegur atburður og
geymist { minnum. Leið þeirra
liggur til Bandarikjanna og
verður eflaust frægðarför;
árnaðaróskir og þakkir fylgja
þeim héðan.
Á.Hi
Liane Daydé.
r
I sumar komust upp átta arnarungar
í gær barst Þjóðviljanum
eftirfarandi frétt frá Fugla-
verndarfélagi íslands um eft-
irlit með amastofninum;
Eftirlit og talning arna og
arnarvarpsstöðva fór fram síð-
ast í júlí og ágústbyrjun þessa
árs. Fuglavemdarfélagið og
Náttúrufræðistofnunin stóðu
að þessu, en Arnþór Garðars-
son, dýrafræðingur, annaðist
talninguna Á þessu sumri
urpu 10 amarhjón á amar-
varpssvæðinu. þar af fyrirfór-
ust egg í 3 hreiðrum en ungi
drapst í einu hreiðranna. Úr
6 hreiðrum komust upp 8 ung-
ar. Til samanburðar má geta
þess, að í fyrra komust upp
11 ungar úr 8 hreiðrum. Á
þessu sumri var sérstaklega
talið við Jökulfirði og í ísa-
íjarðardjúpi og vom allir firð-
ir þar kannaðir. Á þessu ári
fundust tveir ernir dauðir,
ungur öm í Amarfirði og full-
orðinn öm f ísafirði. Um
dauðaorsök er ókunnugt. Eins
og vitað er er öminn með við-
kvæmari varpfuglum landsins,
en þessi miklu vanhöld álíta
sérfræðingar að stafi af ó-
venju köldu vori. Komi styggð
að fuglinum fer hann ekkj á
hreiðrið aftur fyrr en eftir
langan tíma og getur þá orðið
kaldegg eða unginn drepist úr
kulda. Á tveim stöðum í land-
Framhald á 9. síðu.
\
i
I