Þjóðviljinn - 28.09.1965, Síða 12

Þjóðviljinn - 28.09.1965, Síða 12
Tónleikar Tom Krause í kvöld og annað kvöld Guðmundur Benediktsson með eina af högg- myndum sínum. Finnskj söngvarinn .Tom Krause og pianóleikarinn Pennti Koskimieg komu til Reykjavík- ur í gaerkvöld, ásamt konum sínum. Þeir halda hér tónleika á vegum Tónlistarfélagsins í kvöld og annað kvöld kl 7 í Austur- bæjarbíói. Á efnisskránni eru lög eftir Hugo Wolf, Rich. Strauss, Ravel og Sibelius. Héð- an halda Iistamennirmir til Bandarikjanna, en þar halda þeir tónleika i ýmsum bo.rgum auk þess sem Tom Krause er ráðinn til Metropolitanóperunn- ar í New York. „liElarfnlf vera“ Hin „dularfulla mannvera", sem eitt blaðanna skýrði frá í gær að hefði angrað Hafnfirð- inga undanfarið mun ekki ef- skaplega dularfull eftir allt. Þessi orðrómur barst út vegna þess að.nótt eina fyrir skömmu fór maður inn í hús í Hafnar- firði í gegnum glugga á barna- herbergi og þaðan inn í svefn- herbergi hjóna. Er hjónin vökn- uðu hypjaði kaupi sig strax út en ekki voru húsráðendur nógu fljótir á sér til að ná í mamí- inn og hefur ekkert um það spurzt hver hann sé í raun og veru. Ekki gerði maðurinn neitt af sér í húsinu og hefur ekki angrað fleiri Hafnfirðinga með heimsóknum sínum. ! ^ Verknámsskolsnn I Framhald af 1. síðu. verklegar greinar í fyrrahaust, en það var ekki unnt vegna seinagangs við framkvæmdir, og því lofað að stofurnar skyldu tilbúnar nú í haust. Úr því hefur hins vegar ekki orðið og ekki annað sýnna en það dragist á langinn. 1 stofum þessum átti að kenna piltum í járnsmíða- og trésmíðadeildum. Fá þeir nú fyrst um sinn enga kennslu í verklegum greinum, a'Seíns bóklegum, og sjá allir hve alvarlegt slíkt hlýtur að véra í verknámsskóla. En það eru ekki bara stofurn- ar sjálfar, sem enn eru ekki fullbúnar. í þær vantar margvís- leg tæki til að unnt sé að kenna hinar verklegu greinar. Nú er í bígerð að breyta gömlu járnsmíðastofunni í Gagn- fræðaskóla verknáms í almenna kennslustofu. Þar til þeim breyt. ingum er lokið er ekkert rúm fyrir eina bekkjardeildina og verður hún því að bíða á göt- unni þangað til breytingum er lokið. Framhald af 1. síðu. héfðu samkvæmt því ekki verið lögleg en þó hefði' þá ekkert heyrzt í þá átt, serp meistararn- I Nokkrir listamcnn voru önnum kafnir við að ramma inn og hengja upp myndir í Lista- mannaskálanum í gær, og sjást þeir hér Steinþór Sigurðsson og Eiríkur Smith við innrömm- un. (Ljósm. Þjóðviljans, Ari Kárason tók myndirnar). Þrjátíu listamenn eiga verk á Haustsýningunni Haustsýning Félags íslenzkra mynd- listarmanna verður opnuð í Lista- mannaskálanum í kvöld kl. 9. Á sýn- ingunni eru 45 verk eftir 30 listamenn og verður hún opin í tvo daga. Auk íslenzku listamannanna sýnir einn Svíi Sten Dunér, málverk í boði félagsins. Er bað þáttur í samstarfi norrænna myndlistar- manna að bjóða hverju sinni einhverjum frá hinum Norðurlöndunum að taka þátt í samsýningum á vegum félaganna. Meirihluti listaverkanna eru málverk og eiga þau þeir Magnús Tómasson, Steinbór Sigurðsson, Einar G. Baldvinsson, Valtýr Pétursson, Jónas Guðvarðsson, Ágúst I. Ped- ersen, Snorri Sveinn Friðriksson, Bragi Ás- geirsson, Þorbjörn Þórðarson, Hafsteinn Austmann, Eiríkur Smith, Tryggvi Ölafsson, Sigurður Sigurðsson, Hringur Jóhannesson, Benedikt Gunnarsson, Jóhann Briem, Gunn- laugur Scheving, Kristján Davíðsson og St.en Dunér. Höggmyndir eru eftir Ásmund Sveinsson, Sigurjón Ólafsson, Guðmund Benediktsson, Jón Benediktsson, Hallstein Sigurðsson, Bjarna Guðjónsson og Guðmund Elíasson. Vatnslitamyndir og teikningar eiga Jónss Jakobsson og Arnar Herbertsson og vefnað þær Barbara Árnason og Vigdís Kristjáns- dóttir. Nýliðar að þessu sinni eru Hallsteinn Sig- urðsson, Bjarni Guðjönsson frá Vestmanna- ey.ium, Amar Herbertsson frá Siglufirði, Jón- as Guðvarðss. frá Hafnarfirði og þeir Tryggtn Ólafsson og Maenús Tómasson. sem báðir eru við listnám í Kaupmannahöfn. Þá hefur Sveinn Snorri ekki áður tekið þátt í sam- sýningum myndlistarmanna. Myndlistarmenn vonast til að þetta verði í seinasta sinn, sem þeir verða að notast við Listamannaskálann til sýninga, því að hann er orðinn gjörsamlega ónothæfur og að falli kominn. Nýju listsýningahúsi er ætlaður staður á Klambratúninu, hefur það þegar verið teiknað og er ætlunin að það verði komið upp ekki síðar en að tveim árum liðnum. ir halda fram nú. Með þessum kröfum færu at- vinnurekendur semsé fram á að verkföllin væru sem víðtækust hverju sinni, þau næðu til sem flestra á sem stærstu svæði. Væri það heldur furðuleg af- staða þegar þess væri gætt, sem þeir hefðu látið frá sér fara um vinnudeilur undanfarin ár. Aðspurður sagði Egill Sigur- geirsson, að á Vesturlöndum tíðkuðust langmest svipuð verk- föll og verkfall trésmiða, þau væru miðuð við tiltekið svæði eða tiltekinn hóp innan sama stéttarfélagsins. Og í lögum ná- grannalandanna væri bein heimild fyrir slíku. En ef atvinnurekendur á ann- að borð vildu hafa verkföllin sem víðtækus.t gætu þeir ein- faldlega gripið til verkbanns a öllu því svæði sem um væri að ræða hveriu sinni, ef verk- lýðsfélög hoðuðu verkfall á hluta svæðisins. Að lokum sagði Egill Sigur- géirsson að svipað mál hefði komið fyrir dóminn fyrir nokkr- um árum en hefði verið fellt niður. Þá hefðu atvinnurekend- ur einnig krafizt þess að fé- lagsdómur bannaði hliðstæðar aðgerðir. Sovézk vísindaskúta í Rvík i Framhald af 1. síðu. þeirra Zarjamanna, ennfremur gætu þeir gefið ýmsar þær upp- lýsingar um hafsbotninn sem yrðu þeim mönnum hagkvæmar sem leggja á ráð um vinnslu dýrmætra hráefna af hafsbotni. „Zarja“ hefur farið í sjö rann- sóknarleiðangra og varði sá lengsti fimmtán mánuði en sá skemmsti fjóra. Enda sagði skip- stjórinn, Vésélof, að hann væri oft að því spurður er hann kæmi á suðlægari breiddargráður, hvort ekki væru konur um borð. Þær voru reyndar tvær en struku í hjónaband rétt áður en skipið lagði nú upp í leiðangur þann fjórða september. Á „Zarja“ er 27 manna áhöfn og þeirra að auki níu vísindamenn, sem skiptast á um að halda vörð yfir sjálfvirkum mælitækjum skipsins og vinna úr innkomnum staðreyndum. Skipsmenn létu vel yfir skútu sinni. Kváðust þeir stundum heyra það utan að sér að þeir færu á úreltum farkosti, timb- urskipi, seglskipi og hefðu ékki nema 300 hestafla vél. Ogbjugg- ust til að svara slíkum ákúrum með því, að mælitæki hefðu þeir ágæt og svo mætti geta þess, að á slíkum timburskipum þyrftu járnkarlar að sigla, en á ný- tízkulegum þægindaskipum mætti vel notast við pappírs- búka. Þó tóku þeir það fram, að senn yrði byggt nýtt skip til þessara rannsókna og yrði það fimm sinnum stærra en Zarja (sem er 600 tonna skip), og þá gert úr sérstöku ósegulvirku stáli. Leiðangursmenn voru að því spurðir, hvort þeir hefðu sýnt Surtsey sérstakan áhuga. Púsj- kof kvað svo ekki vera; að vísu hefðu Japanir gert merkilegar athuganir á tengslum milli breytinga í segulsviði og eld- fjallastarfsemi og gætu byggt á þeim spávizku um væntanlega jarðskjálfta. En „Zarja“ væri ekki útbúin til slíkra hluta. ííingað kemur rannsóknarskip- ið frá Kaupmannahöfn og siglir héðan til Gíbraltar eftir Atlanz- hafshryggnum, enda býr hann yfir mörgu fróðlegu jarðeðlis- fræðilegu vandamáli. Þaðan er haldið til Conacry á vestur- strönd Afríku, síðan sveigt yfir hafið til Montevideo í Uraguay, þar gerð vísindaleg lykkja á leiðina og síðan haldið til Sankti Helenu, þar sem Napóleon var ef til vill drepinn á eitri. Þaðan er svo haldið til Dakar í Sene- gal og svo aftur til Hafnar, og skilað niðurstöðum af athugun- um á svonefndum segulstuðli er skipsmenn taka að sér í sam- vinnu við þar staðsetta stofnun. Heim til Leningrad koma skips- menn í apríllok. Þriöjudagur 28. september 1965. — 30. árgangur — 218. tölublad Bólstrarar og neto- gerðarmenn semja Bólstrarar Sveinafélag húsgagnabólstrara náði samkomulagi við atvinnu- rekendur í gærmorgun og hafði fundur þá staðið alla nóttina frá þvi um kvöldið. Voru samn- ingar undirritaðir en siðan bom- ir undir samþykki félagsfundar síðdegis í gærdag. Voru þeir samþykktir á þeim fundi avo og af atvinnurekendum. Ekki tókst blaðinu að afla sér nákvæmra upplýsinga af samningum bólstrara, en þeir munu í meginatriðum svipaðir þeim samningum, sem gerðir hafa verið við önnur sveina- félög iðnaðarmanna í sumar, þ.e. um 4% bein hækkun á kaup- taxta, vinnustytting. Netagerðarmenn Nót, félag netagerðarmanna, hafði boðað verkfall frá og með deginum i dag. þriðjudegi 28. september, en því hefur verið Þrír háskélafvrir- tasfrar » pnMrjBði Prófessor Henri Clavier frá Strasbourg flytur fyrírlestra á vegum Guðfræðideildar háskól- ans sem hér segir: Þriðjudaginn 28. september; The Kingdom of God, its coming and man’s entry into it. Miðvikudaginn 29. scptember: Pauline Thought on the Old Testament. Fimmtudaginn 30. september: Faith and Works. an essay of comparative and biblical the- ology. —• Allir fyrirlestrarnir hefjast kl. 10.15 f.h. og verða fluttir í V. kennslustofu Háskólans Talninp frestað Atkvæðagreiðslu Meistarafé- lags húsasmiða um verkbann á félaga Trésmiðafélags Reykja- víkur lauk kl. 10 í gærkvöld. Verða atkvæði talin í dag. frestað því samningar voru und- irritaðir í gærkvöld. Samninga- fundur hófst í gærdag k! 5 og lauk honum um níuleytið. f kvöld verður fundur haldinn í félagi netagerðarmanna, þar sem samningarnir verða bomir umdir atkvæði. Prentarar Samningafundur var haldinn í kjaradeilu prentara og prent- smiðjueigenda í gærkvöld í húsi HÍP við Hverfisgötu. Hófst fundurinn kl. hálf níu og stóð enn er blaðið frétti síðast til í gærkvöld. Hið íslenzka prentarafélag hefur boðað vinnustöðvun frá og með 1. október næstkomandi hafi samningar ekki náðst fyr- ir þann tíma. Guðmundur Vil- hjálmsson látinn Guðmundur Vilhjálmsson, fyrr- verandi forstjóri Eimskipafélags fslands, andaðist sl. mánudag á Landspítalanum, 74 ára að aldri. §■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ í Séra Jakob ver I doktorsritgerð j | Sl. laugardag fór fram : doktorsvörn í Háskóla ís- j ■ lands og varði séra Jakob • : Jónsson þá ritgerð sína ■ : „Humour and Irony jn the • ! New Testament“. Ándmæl- j ■ endur doktorsefnisins voru • • tveir erlendir guðfræðing- | ! ar og luku þeir báðir lofs- ■ : orði á ritgerðina. Svaraði j doktorsefnið aðfinnslum j ■ þeirra en síðan lýsti for- ■ : seti guðfræðideildarinnar, ; j prófessor Björn Magnús- ■ son því yfir að doktors- j • efnið hefði staðizt próf- j • raunina. Sæmileg veiði um he/ginu en bræln og landlegu i gær ■ Allgóð síldveiði var um helgina og nam sólarhrings- aflinn frá laugardagsmorgni til sunnudagsmorguns sam- tals 46.458 málum og tunn- um. Skiptist hann á 68 skip. Á sunnudag var komin bræla og lá allur flotinn í höfn í gær. Hér á eftir fer skrá yfir þau skip er fengu 900 mál og þar yfír: Dalatangi tunnur Heimir SU 1200 Akraborg EA 1500 Sæfaxi II NK 900 Búðaklettur GK 1800 Guðbjörg GK 900 Jón Eiríksson SF 1000 Jón Garðar GK 1000 Guðbjartur Kristján IS 900 Bjarmi II EA 900 Ögri RE 1100 Eldey KE 1000 Gjafar VE 1000 Isleifur IV VE 1100 Ingiber Ólafsson II GK 1800 Stjaman RE 1090 Oddgeir ÞH 1600 Árþór RE 1200 Jörundur II RE 1100 Sæþór OF 1000 Lómur KE 1300 Loftur Baldvinsson EA 1000 Barði NK 1600 Hugrún IS 900 SKÁKIN AKUREYRI: Svart: Júlíus Bogason og Jón Ingimarsson. co -3 co ÍO a b c d e i g h REYKJAVlK: Hvítt: Guðm. Slgurjónsson. 32..........Kf7xe6 m%~mm m ami n ■ 4 'Á’.'H T--/1 . * ifH Wm mt * A

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.