Þjóðviljinn - 30.09.1965, Page 1

Þjóðviljinn - 30.09.1965, Page 1
 Listavcrkanefnd Kópavogs hefnr ákveðið að festa kaup á höggmynd eftir Sigurjón Óiafsson mynd- höggvara. Listaverkið nefnir Sigurjón „Allir í leik“ — og er grásteins- lágmynd. Ekki hefur ennþá verið tekin ákvörðun um stað- setningu höggmyndarinnar. Listaverkanefnd Köpavogs er kosin af bæjarstjórn og hana skipa: Hjálmar Ól- afsson, bæjarstjóri sem er formaður nefndarinnar, Þorvarður Árnason, fram- kvæmdarstjóri er ritari hennar, frú Guðrún Þór, Sigurður Sigurðsson, list- málari og Jón Eldon fuli- V 't'H I | Myndirnar af listaverkinu tók Ijósmyndari Þjóðvilj- ans Ari Kárason í gær. ... . .. • ■■ ■II ‘ ' ■■•■••■ ••• . :■•• ‘ ■ :*:• iɧ ■ < lÍIIÍllSÍÍIIt: ■: '■' ' v; 'v ' > f'' I; m m < - ■; ■:■ "::: •■■.•:■■■:': .y:;> I Fimmtudagur 30. september 1965 — 30. árgangur tölublað. Tannlæknadeildin er lokuð vegna þrengsla Ríkið neitar að leggja fram fé til húsbyggingar □ Samkvæmt upplýsingum Jóns Sigtryggssonar prófessors, forstöðu- manns tannlæknadeildar Háskóla íslands, hefur ekki reynzt unnt að taka neina nýja nemendur í deildina í haust þótt 20 hafi sótt um inngöngu í hana. Stafar þetta af húsnæðisþrengslum svo og verkfæraskorti, en rík- ið hefur neitað að leggja fé til þeirra hluta þrátt fyrir vilyrði um það í fyrra. Prófessor Jón sagði að í fyrra hefðu verið teknir 15 nýir nerm- endur inn í tannlæknadeildina og væru nemendur þar nú alls um 50. Hefðu forráðamenn Há- skólans og tanniæknadeildarinn- ar þá talið sig hafa haft á- stæðu til að ætla að ríkið myndi leggja fram eitthvert fé til húsbyggingar yfir tannlækna- deiltíina, en nú segði ríkið að Háskólinn ætti einn að sjá um þá hlið málsins. Sagði Jón að FLOKKURINN Fyrsta spilakvöldið á sunnudag +! Eins og áður er geti.ð í blaðinu hefjast spiia- kvöld Sósíalistafélags Reykjavíkur næst komandi sunnudagskvöld kl. 8.30 og verða þau að venju hald- in í Tjarnargötu 20. ;irj Að þessu sinni verður Þórbergur Þórðarson rit- höfundur heiðursgestur kvöldisins og mun hann láta ljós sitt skína mönn- um til skemmtunar og fróðleiks. •*•' Snilakvöldsins verður getið nánar í næstu blöð- um. Sósíalistafélag Reykjavíkur. ekki væri útlit fyrir að úr rætt- ist í húsnæðismálunum á næst- unni, ef Hásikólinn ætti að leggja fram fé til þeirra, þar eð hann hefði svo mörgu öðru að sinna, svo sem byggingu yfir læknadeildina og byggingu yfir rannsóknarstofnunina. Tannlæknadeildin hefur nú um 6 ára skeið verið til húsa í nýbyggingu Landspítalans og rýmkaðist dálítið um hana fyrst eftir að hún flutti þangað en nú er það húsnæði orðið allt of þröngt og ekkert viðbótar- húsnæði þar að fá. Sautjánfalt fasteignamatsverðj Banaslys / Vestmannaeyjum Það hörmulega slys varð í Vestmannaeyjum um sex- Ieytið í gærkvöld, að stúlkubarn á fimmta ári varð fyr- ir bíl og beið þegar bana. Slysið varð á Brimhólabraut og varð með þeim hætti, að telpan lenti undir hægra afturhjóli, þegar bifreiðin var að leggja af stað og heyrði þá bifreiðarstjórinn óp telpunnar og fann jafnframt, að bifreið hans ók á eitt- hvað. Þetta var Chevrolet vörubíll- yfirbyggður, Qg var not- aður til þess að aka út matvælum. Málið er í rannsókn. Myndin hér að ofan er af Brekkugötu 13 í Hafnaríirði, húsinu sem ríkissjóður keypti af Guðmundi 1. Guðmunds- syni, fyrrverandi utanríkis- ráðherra, nú í sumar fyrir kr. 4.737.000.00 Þjóðviljinn leitaði sér I gær upplýsinga um fasteignamat og brunabótamat húseignar- inn og kom í Ijós að fasteignamat 252.100 en 32.200, eða 284.300.00. hússins er kr. lóðarinnar kr. samtals kr. Brunabótamat hússins er hins vegar kr. 1.937.500.00 nú, en fyrsta brunabótamatið sem tekið var þcgar húsið var nýtt ár- ið 1947 var kr. 438.000.00. Samkvæmt þessum tölum hefur söiuverð húse.-gnarinn- ar verið nær sautjánfalt hærra en fasteignamatið og talsvert meira en tvöfalt hærra en brunabótamatið. Þjóðviljinn snéri sér í gær til fasteignasala í Hafnarfirði og leitaði upplýsinga hjá þeim um hlutföllin á milli fasteignamats og brunabóta- mats annars vegar og hins vegar söluverðs húsa þar í kaupstaðnum, töldu þeir erf- itt að nefna ákveðnar tölur í því sambandi en Ijóst var af svörum þeirra að kaup- verðið í framangreindu húsi er Iangt fyrir ofan gangverð húsa á frjálsum sölumarkaði í Hafnarfirði. Einn fasteignasalinn sagði að fyrir tveimur árum hefði söluverð húsa í Hafnarfirði verið 5—6 fa.lt hærra en fasteignamat en sagði síðan myndi sá munur hafa aukiri talsvert. Ann.ar fasteignasali taldi að söluverðið væri yf- irleit ekki mikið hærra en brunabótamatið, þótt það væri auðvitað talsvert mis- jafnt. Nefndi hann jafnvel dæmi þess að hann hefði ný- verið selt hús þar sem sölu- verðið vor nokkru lægra en brunabótamatið. Sagði hann einnig að það væri áberandi að væri söluverð húsanna komið yfir eina miljón króna, þá legðu kaupendumir mikið upp úr því að húsið væri nýtt og nýtízkulegt, en hús Guðmundar í. er a.m.k. 18 ára gamalt. Þá er eitt atriði enn í sam- bandi við þessi húsakaup sem miklu máli skiptir en það er að ríkissjóður mun hafa gTeitt kaupverðið út í hönd en á frjálsum húsamarkaði gildir sú regla að seljandi fær vanalega ekki nema rösk- lega helming húsverðsins út- borgaðan en afgangurinn er greiddiir með skuldabréfum til a.m.k. 10 ára. Sé útborg- unin hins vegar mikil Iækk- ar það söluverðið mjög veru- lega. Verður prentara- verkfall? Samningafundurinn í prent- aradeilunni stóð enn þegar blað- ið for í pressuna, og því ekk- ert vitað um hvort samið verð- ur eða verkfall prentara kemur til framkvæmda. Fundur er í Hinu ísl. prent- arafélagi í kvöld, og verði ekki samið hefst prentaraverkfallið kl. 12 í nótt, aðfaranótt föstu- dags. Kennarar ráku áróður fyrir vissa verzlun án þess að hugsa út í það! Mikil gremja ríkir meðal bók- sala þessa dagana vegna þess að Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar hefur sölsað undir sig mestan hluta sölunnar í kennslu- bókum þetta haustið með lævís- legu herbragði. Hefur verzlun- in dreift um alla skólana pönt- unarlista. merktum verzluninni, yfir þær bækur, sem notaðar eru og nemendur þurfa að kaupa. Munu listar þessir hafa far- ið um hendur kennara án þess að þeir hafi hugsað út í, að hér var freklega rekinn áróður fyrir einni verzlun, enda kom á daginn, að a.m.k. gagnfræða- skólanemar skildu þetta þann- ig, að þeim bæri að kaupa skólabækurnar í þessari verzl- un og engri annarri og jafnvel, að þær fengjust ekki annars staðar. Þjóðviljinn átti smáviðtal við Lárus Blöndal, formann Félags bókaverzlana vegna þessa at- burðar Qg sagði hann að þei.a hefði verið auglýsingabrella, sem hefði komið þeim hinum alveg á óvart. Hefðu aðrir bók- salar þegar rætf þetta mál, en ákveðið að gera ekkert í því að Framhald á 9. síðu. Lítil síld Ægir fann síld í gær um 82 milur suðaustur af Norðfjarðar- horni og voru bátarnir á leið þangað í gærkvöld. Svartaþoka er á miðunum. Síldveiðiskipin héldu almenn á miðin í gærmorgun og fengu fáein skip véi^i í Seyðisfjarð- ardýpi. 60 mílur undan landi. Síldin, sem veiddist í gær, er millisíld. í morgun voru skip- in farin að kasta nokkru fjær land; en í gær. Samtals fengu 12 skip 8.750 tunnur. Dalatangi Ámi Magnússon GK 1000 Snæfell EA 500 Jörundur III RE 600 Hafrún ÍS 1000 Höfrungur III AK 2200 Akurey SF 800 Mummi GK 450 Skímir AK 900 Ingiber Ólafss. II. GK 650 Árni Geir KE 150 Víðir II. GK 200 Ófeigur II. VE 300 <* > 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.