Þjóðviljinn - 12.12.1965, Page 12

Þjóðviljinn - 12.12.1965, Page 12
Sig/ing fyrír Núpa Út er komin hjá Ægisútgáf- unni í Reykjavík ný bók, Sigl- ing fyrir Núpa eftir Ásgeir Jak- obsson og Torfa Halldórsson. Þar err sagt frá sérstæðu tíma- bili í útgerðarsögu fslcndinga, útilegubátunum á fsafirði 1915— 1925, þættir birtir af nokkrum landskunnum sægörpum ogfiskl- skipstjórum, og loks er stutt skáldsa^ra, Ættjarðarljóð að vestan, eftir Ásgcir Jakobsson. Aðálhöfundur bókarinnar, Ás- geir Jakobsson, er Vestfirðingur og stundaði sjó frá unglingsaldri og tók stýrimannapróf í stríðs- lok, en hefur lengst af síðan stundað bóksölu á Akureyri. Hann er nú fluttur ti.l Reykja- víkur og vinnur að ritstörfum. Torfi Halldórsson, sem erheim- ildarmaður Ásgeirs að nokkrum Asgeir Jakobsson. hluta bókarinnar Siglingar fyrir Núpa, er alkunnur skipstjóri og aflamaður. 1 bókinni eru all- margar myndir af sægörpum og skipum. Ekki er ólíklegt að mesta at- hygli við þessa bók veki þó saga Ásgeirs síðast í bókinni. Þar er lýst ýmsum hinum dekkri hliðum sjómennskunnar af hlífð- arleysi og raunsæi sem er ó- venjulegt í íslenzkum sjómanna- bókum. Jólaoratoría Bachs fíutt á tónleikum Pólýfónkórsins Hér birtum við mynd af hinni nýju stjórntöflu v erksmiðjunnar og getur nú aðcins einn maður séð um bræðslupottana, blöndunina og annað er tilheyrir framleiðslu smjörlíkis. Á myndinni er Davíð Sch. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri og F.inar Iljörleifsson, smjörlíkisgcrðarmaður fyrir framan stj órntöíluna. 267 tonn af jurtasmjörlíki voru framleidd á síðasta ári Nú er liðið eitt ár síðan jurta-1 smjörlíkið kom á markaðinn og í tilcfni af því var fréttamönn- um blaða og útvarps boðið að koma og skoða verksmiðjuna og framlciðslnna hjá Afgreiðslu smjörlíkisgerðanna að Þverholti. Þá kynntu forstöðumenn fyr- irtækisins nýjar umbúðir (utan um jurtasmjörlíkið, — öskjur framleiddar í V-Þýzkalandi, — ákaflega smekklegar og hentug- ar og hægt að setja þær beint á matborðið, — eru öskjumar húðaðar með nýju efni úr efna- iðnaðinum, — þær eru ekki vax- bornar eins og hefur tíðkazt fram að þessu í öskjufram- leiðslu í matvælaiðnaðinum. Það er hinsvegar sextíu pró- sent tollur á þessum öskjum og hækkar verðið á jurtasmjörlík- inu um eina krónu miðað við 250 gramma pökkun. Einnig er hægt að fá jurtasmjörlíkið í 500 gramma pökkum og 250 gramma pökkum eins og áður. Sala á jurtasmjörlíki fór fram úr björtustu vonum og upplýstu forstöðumenn fyrirtækisins, að gert hefði verið ráð fyrir ríflega hundrað tonnum í framleiðslu á liðnu ári hjá verksmiðjunni. Nú hefur annað komið á daginn og reyndist framleiðsla verksmiðj- unnar á sl. ári 267 tonn af jurta- smjörlfki og seldist það jafnóð- um. fslenzka smjörfjajlið vex hins- vegar dag frá degi og er nú f dag nálægt 1500 tonnum að sögn jurtasmjörlíkisframleiðend- anna. Nær helmings verðmunur er Svona eru öskjurnar utan um jurtasmjö'rlíkið nú á íslenzku Jurtasmjörlíki og gæðasmjöri út úr búð til neyt- enda og er þriðjungur Jurta- smjörlíkis tollar, sem íslenzka ríkið heimtar inn af aðfluttu hráefni í Jurtasmjörlíkið, 10% tollar af olíum úr sojabaunum og baðmullarfræi og 30% toll- ar af öðrum olíum úr jurtarík- inu og 35% tollar af feiti úr dýraríkinu. Þetta er óskiljanleg stjórnvizka, sagði Davíð Schev- ing Thorsteinssori, framkvæmda- stjóri enda eru tollarnir að leika iðnaðinn hart í landinu, — til dæmis kostar það okkur hér kr. 750 þúsund að framleiða ákveðið magn, sem aðeins kost- ar 500 þúsund fyrir samsvar- andi verksmiðjur í nágranna- löndunum. íslenzkur iðnaður er allt of hátt tollaður og býr við hærri vexti af rekstursfé bor- ið saman við nágrannalöndin. Á sama tíma og þriðjurigur jurtasmjörlíkis eru tollar til ís- lenzka ríkisins, þá er íslenzkt gæðasmjör greitt niður til helm- inga til neytenda, — hver botn- ar í þessari hringavitleysu? Til þess að berjast fyrir lífi okkar, sagði framkvæmdastjór- inn, þá höfum við lagt höfuðá- herzlu á sjálfvirknina og er rétt að geta þess á aldarfjórðungs- tímamótum fyrirtækisins, að sex menn vinna nú í einn verk- smiðju borið saman við þrjátíu til fjörutíu manns í þrem verk- smiðjum við upphaf rekstursins. Jóhannes Helgi Svört messa yfír nútíma þjóðfélagsháttum íslands Fyrirlestur bendarísks lagaprófessors Bandarískur prófessor í lögfr., George Brabson frá Northern University, Ohio, flytur erindi á fundi Lögfræðingafélags íslands, an.nað kvöld, mánudag, um „þróun borgararéttinda í Banda- ríkjunum síða'sta áratuginn“. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarbúð og hefst kl. 8,30. Dagana 26., 27. og 28. desem- ber verSur Jólaoratoría Bachs flutt í Kristskirkju, Landakoti, og hefjast tónleikarnir alla dag- ana klukkan 18. Flytjendur eru Guðrún Tómasdóttir, Sigurður Björnsson, Halldór Vlihjálms- son, Pólýfónkórinn og kammer- hljómsveit. Stjórnandi er Ing- ólfur Guðbrandsson. Það nýmæli hefur verið tek- ið upp við aðgöngumiðasöluna, að aðgöngumiðar eru prentaðir sem jólakort og geta menn því sent vinum sínum kort sem jafnframt eru aðgöngumiðar að hljómleikunum. Verð kortanna er 100,00 krónur, og hefst sala þeirra 14. desember í bókabúð- um Lárusar Blöndal, hjá Ey- mundsson og hjá Ferðaskrifstof- unni Útsýn. Ingólfur Guðbrandsson skýrði Lýsa ánægja yfir endurheimt Skarðsbókar í gær barst Þjóðviljan- um eftirfarandi samþykkt sem gerð var á fundi í Kvenstúdentafélagi íslands sl. miðvikudag: ,,Fundur í Kvenstúd- entafélagi fslands, haldínn í Þjóðleikhúskjallaranum miðvikudaginn 8. desemb- er, lýsir ánægju sinni yf- ir, að hið gamla og dýr- mæta handrit Skarðsbók, skuli vera komin aftur í hendur íslenzku þjóðar- innar. Fundurinn þakkar öllum beim aðilum sem hér áttu hlut að máli og þá fyrst og fremst forráðamönnum íslenzku bankanna.“ Ingólfur Guðbrandsson frá þessu á fundi með blaða- mönnum á fimmtudaginn. Sagði hann að það væri fyrri helm- ingur jólaóratóríunnar sem yrði fluttur nú í Kristskirkju eða 3 fyrstu kantöturnar, en óratorí- an samanstendur af 6 kantötum. Algengt er að verkinu sé skipt þannig og fyrstu þrjár kantöt- urnar fluttar miklu oftar. Kant- öturnar eru hver um sig sjálf- stætt verk, ætlað til flutnings ákveðinn dag jólahátíðarinnar og kirkjuársins. Þrjár hinar fyrstu fjalla um fæðingu Krists . og nóttina helgu, 1., 2. og 3. jóladag, hin fjórða á nýársdag, fimmta á sunnudag eftir nýár og hin sjötta á þrettánda. Sagði söngstjórinn að mikill kostnaður væri lagður í, að af flutningi þessum geti orðið, t.d. þyrfti að leigja 25 mannr hljómsveit og svo hefði þurft að kaupa frí fyrir Sigurð Björnsson frá starfi við Ríkis- óperuna í Stuttgart. í fyrra flutti Pólýfónkórinn tvær fyrstu kantötur Jólaorator- íunnar á tveim hljómleikum í Kristskirkju og var húsfyllir i bæði skiptin. Nú eru starfandi 40 manns í kórnum og er þetta 9. starfsár hans. t)t er komin bók hjá Helga- felli, sem beðið hefur verið með nokkurri eftirvæntingu, skáld- Fanfani ver Kolumbus NEW YORK 11/12 — Utanríkis- ráðherra Itala, prófessor Amint- ore Fanfani, tók i gær upp hanzkan fyrir Kristofer Kolum- bus, sem hann kvað vera þann landkönnuðinn, sem raunveru- lega hefði fundið Ameríku. Fan- fani kvaðst ekki tala hér sem utanríkisráðherra ftaliu, heldur eingöngu sem prófessor í sögu við háskólann í Róm. sagan Svört messa eftir Jóhann- es Helga. Er það fyrsta skáld- saga höfundar, en áðu'r hafa komið út eftir hann fjórar bæk- ur aðrar, m.a. samtalsbækur, sem vcrið hafa í flokki metsölu- bóka. Svört messá er þjóðfélagsá- deila og leiðir höfundur fram á sjónarsviðið yfir 70 persónur, embættismenn, stjórnmálamenn, afvegaleiddar telpur, fegurðar- dísir, hermenn og almúgafólk. Sögusviðið er eyja úti fyrir ströndum íslands og aðalpersón- an ungur rithöfundur, Murtur að nafni. Jóhannes Helgi ræðst í þess- ari fyrstu stóru skáldsögu sinni í stórt verkefni og lýsir íslenzku þjóðfélagi og lifnaðarháttum eins og hann sér það í dag í skugga erlendrar herstöðvar. Hann skrifar um nútímafólk og mismunandi viðbrögð þess við áleitni umhverfisins. Sagan er löng, 372 þéttprent- aðar síður með smáu letri. Bók- in er prentuð í Víkingsprent og káputeikning er eftir Gunnar M. Magnússon. Þetta er þriðja nú- tíma. skáldsagan, sem kemur út hjá Helgafelli á þessum vetri, svo þeim mun óhætt að fara að draga í land, sem spáð hafa því, að skáldsagnaritun væri liðin undir lok. INNISKÓFATN ADUR Inniskófatnaður fyrir börn, uneilinga, kvenfólk og karlmenn Stórglæsilegt úrval Nýjar sendingar Skóbúð Ausiurbæjar Skókaup Kiörgarði Laugavegi 100. Laugavegi 59. Skévæl lustursl 10. Eymundsso íarkjallara.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.