Þjóðviljinn - 05.01.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.01.1966, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 5. janúar 1966 — 31!. árgangur — 2. tölublað. SÍÐARI UMRÆÐAN ER Á MORGUN ■ Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1966 átti lögum ■ samkvæmt að afgreiða fyrir áramót, en félagsmálaráðuneytið ■ veitti frest til afgreiðslunnar til 6. þ.m. Frumvarpið að fjárlaga- ■ áætluninni kemur því til síðari umræðu og fullnaðarafgreiðslu ■ á fundi borgarstjómar fteykjavíkur á morgun, fimmtudag. Hverjir hljóta SKODABÍIaANA tvo? Happdrætti Þjóðviljans: Síðustu forvöð 1. 3. Þar sem enn hafa ekki borizt endanleg skil frá fá- einum stöðum utan Reykjavíkur getum við ekki birt vinningsnúmerin í happdrættinu. En nú er aðeins um örfárra daga frest að ræða. Allir þeir sem eiga ólokið verkefni fyrir Happdrætti Þjóðviljans verða að gera hreint borð nú þegar. Afgreiðsla happdrættisins er á Skólavörðustig 19, I. hæð, sími 17505. — Opið frá kl. 9 f.h. til 7 e.h. Munið að úrslitin velta á síðustu handtökunum. Hernámsframkvæmdir í Hvalfirði eru að hefjast Frœg strengjasveif kernur Borgarábyrgð á ríkissjóðs- láni tíl íþréttahallarinnar Á fundi sínum rétt íyrir ára- mótin samþykkti borgarráð Reykjavíkur að veita borgar- ábyrgð á tveim lánum sem rík- issjóður veitir byggingarnefnd Sprenging í Frakklandi LYON 4/1 — A.m.k. tólf menn biðu bana. en 65 aðrir hlutu slæm bruna- sár þogar sprenging varð í dag í gasgeymi í olíu- hreinsunarstöð um 20 km fyrir sunnan Lyon. Mikill eldur gaus upp og tvær aðrar sprengingar urð.i Enn logaði glatt í olíu og gasi í kvöld en ekki var talin hætta á frekari sprengingum. Sýningar- og íþróttahússins í Laugardal, annað að fjárhæð 10 milj. kr. en hitt að fjárhæð kr 1.751.529,00. — Þessi sam- þykkt borgarráðs kemur til staðfestingar borgarstjórnar á fundi hennar á morgun. fimmtu- dag svo og samþykkt ráðsins sama dag þar sem borgarstjóra er heimilað að veita lán. kr. 150 þús til allt að 5 ára til Barna- heimilisins í Kumbaravogi, enda takist samningar við heim- ilið um fjölda dvalarbarna úr Reykjavík og vistgjöld fyrir þau. Vextir af þessu láni verða 6%. Ekki sást til Surts í gær var ekkert flogið til Vestmannaeyja vegna illviðris og fenigust því engar nýjar frétt- ir af gosinu við Surtsey. f fyrra- dag var komin upp eyja, um 100 metra löng og 50 metra breið. Gaus mikið úr tveim gígum. □ Þjóðviljinn náði í gærkvöld tali aí Tómasi Vigfússyni formanni ís- lenzkra aðalverktaka og skýrði hann blaðinu svo frá að nú fyrir jólin hefði verið gengið frá samn- ingum um að félagið tæki að sér framkvæmd- ir fyrir hernámsliðið við hyggingu olíugeyma og bryggju í Hvalfirði. Olíugeymar og bryggja □ Framkvæmdir þær sem þarna er um að ræða eru bygging fjögurra stórra olíugeyma svo og bryggju með tilheyrandi legufærum og verða geymarnir reistir nokkru fyrir norðan og ofan ESSÓ-stöðina í Hvalfirði og bryggjan fram undan þeim. Nánar vildi Tómas ekki segja frá þessum samningum og vísaði á Hörð Helgason formann varnarmálanefndar um allar frekari upplýsingar það að lútandi. Þá sagði Tómas að und- irbúningsframkvæmdir væru að hefjast en sjálft ^ ®.vo J J aðstoðaryfirlogregluþjonastoöurn- verkio vio byggingu geymanna myndi ekki hefjast fyrr en tíð batn- aði og bryggjusmíðin væntanlega ekki fyrr en í vor eða sumar. I SOLISTI VENETI, hin fræga ítalska strengjasveit, sem hér var á ferð fyrir 2 árum er væntanleg hingað til lands seinni hluta þessa mánaðar. I SOLISTI VENETI er ein fremsta hljómsveit sinnar tegundar og hefur hróður hcnnar farið vaxandi með hverju ári. Nú fyrir skömmu hlaut sveitin ,.Diapason“ verðlaun ársins 1965 á Ítalíu ásamt Mario Del Monaco og píanóleikaranum Benedetti MichelangeH. Hljómsveitin fer í hljómleikaför til Banda- ríkjanna í janúar og þar kemur út plata um sömu mundir hjá CBS. I SOLISTI VENETI halda eina hljómleika hér í borg á veg- um Péturs Péturssonar. 14 sækja um yfír- lögregluþjónastöður Um áramótin rann út frestur Jónsson fyrrverandi yfirlögreglu- til að skila umsóknum um stöð- ur tveggja yfirlögregluþjóna og þriggja aðstoðaryfirlögregluþjóna við lögregluna hér í Reykjavík. Atti Þjóðviljfnn tal við Sigur- jón Sigurðsson lögrcglustjóra i gær og sagði hann að 9 um- sóknir hcfðu borizt um stöður yfirlögregluþjónanna en nokkrir þeirra umsækjenda hefðu og sótt til vara um stöður aðstoð- aryfirlögregluþjónanna. Auk Bitizt fast um aurana í Skálholtssjóði: ar sérstaklega. Þeir sem sóttu um yfirlög- regluþjónastöðurnar eru Axel Kvaran lögregluvarðstjóri Rvík, Benedikt Þórarinsson yfirfög- regluþjónn Keflavíkurflugvelli, Bjarki Elíasson aðalvarðstjóri Rvík, Guðmundur Hermannsson aðalvarðstjóri Rvík, Hallgrímur Kærur Asbjörns og Jóhunnesur munu þingfestur í Hæstarétti 7 þ.m. \ h og Jóns Arasonar hdl. vegna " 500 þúsund króna skuldar | Skálholtssjóðs við Kára Borg- fjörð eiganda Almennu bif- reiðaleigunnar við Klappar- Eins. og frá hefur verið skýrt hér f blaðinu gerði Kristján Kristjánsson yfir- borgarfógeti um miðjan nóv- ember sl. fjárnám á biskups- skrifstofunni í Skálholtssjóði að kröfu Kr. Kristjánsson h.f. stíg en það fyrirtæki hefur verið tekið til gjaldþrota- skipta. Tveir aðilar, Ásbjörn Ólafsson hei'ldsali og Jóhann- es Lárusson hrl. og fjár- málamaður áfrýjuðu fjár- námsúrskurðinum til Hæsta- réttar þar eð þeir töldu sig eiga forgangskröfur að inn- eign Kára Borgfjörð hjá Skálholtssjóði. Hafði Kári ávísað Ásbirni 250 þús. krón- um af inneign sinni hjá sjóðnum og Biskupsskrifstofa samþykkt þá ráðstöfun. Sömu- leiðis hafði Kári ávísað Jó- hannesi aðrar 250 þúsund krónur af inneign sinni hjá sjóðnum þannig að henni hafði verið að fullu ráð- stafað áður en fjárnámið var gert að kröfu Kr. Krist- jánssonar h.f. og Jóns Ara- sonar vegna skulda Kára Borgfjörð við þá aðila. Sigurður Líndal hæsta- réttarritari skýrði Þjóðviljan- . um svo frá í gær að þessi ■ kærumál yrðu þingfest fyrir / Hæstarétti 7. þ.m. en síðan I yrði veittur frestur í mál- - unum. Er sá frestur venju- lega fjórir mánuðir en Sig- urður sagði að hann yrði e.t.v. styttri í þessu máli. þjónn Vestmannaeyjum, Kristján Sigurðsson rannsóknarlögreglu- þjónn Rvík, Leifur Jónsson rannsóknarlögregluþjónn Rvík, Óskar Ólason aðalvarðstjóri Rvík og Sigurður M. Þorsteins- son aðalvarðstjóri Reykjavík. Um aðstoðaryfirlögregluþjóna- stöðumar sóttu auk þess Björn E. Kristjánsson aðstoðaraðal- varðstjóri Rvík, Gísli Guðmunds- son rannsóknarlögregluþjónn Rvík, Magnús Sörensen lögreglu- þjónn Rvík. Ragnar Bergsveins- son lögregluflokksstjóri Rvík og Sverrir Guðmundsson aðal- varðstjóri Reykjavík. Stöður þessar verða veittar af borgarstjórn Reykjavíkur að fengnum tillögum lögreglustjóra. Kvaðst lögreglustjóri ekki bú- ast við stöðuveitingamar kassmu fyrir fund borgarstjómar til samþykktar fyrr en 20. þ.m. Sagði hann að Erlingur Pálsson gegndi áfram stöðu sinni þar tiil hinar nýju stöður hefðu ver- ið veittar. Dáfnaveizla i Iðnó Leikfélag Reykjavíkur hefur fengið til sýninga nýtt leikrit eftir HaUdór Laxness. Mun hér vera um að ræða leikrit það sem Halldór vann að fyrir nokkrum árum og kaUaði þá Dúfnaveizluna í blaða- viðtölum. Leikritið varð þá ekki fullgert. en smá- saga með sama nafni birt- ist í Tímariti Máls og menningar og síðan í síð- asta smásagnasafni HaU- dórs. Halldór er ríú að leggja síðustu hönd á leikritið og munu æfingar á því hefj- ast innan skamms, en áð- ur verður í Iðnó frumsýn- ing á leikriti Lorca Hús Bernörðu Alba. Varðstjóramál- inu í Kópavogi ólokið enn Þjóðviljinn átti í gær tal við Halldór Þorbjöms- son sakadómara er skipað- ur var setudómari í máli Ingólfs Finnbjörnssonar Iögregluvarðstjóra í Kópa- vogi er bæjarfógetinn þar vék úr starfi 6. septemb- er s.I. vegna meintra mis- ferla í starfi. Sagði Hall- dór að rannsókn málsins værí enn ekki Iokið því að ný atriði hefðu komift fram sem þurft hefði að kanna nánar. Eins og áður segir var Ingólfi vikið frá störfum meðan rannsókn málsins stæði yfir. Hefur hún nú staðið í nærri fjóra mán- uði og er cnn ekkj séð fyr- ir endann á málinu. Fær Ingólfur greidd hálf laun hjá bæjarfógetaembættinu í Kópavogj meðan á þess- um málarekstri stendur. Tina litla hefur enn ekki fundizt KHÖFN 4/1 — Enn hefur ekk- ert spurzt til Tinu. stúlkubarns- ins sem raent var á götu í Kaupmannahöfn fyrir jól. Fjöl- mennt lögreglulið vinnur að leitinni aa henni, en þrátt fyrir fjölmargar ábendingar hefur hún engan árangur borið. Dansk- ur auðmaður lofaði í dag að greiða ræningjanum sem talinn er vera kona 100.000 danskar krónur ef hún skilaði Tinu til foreldranna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.