Þjóðviljinn - 05.01.1966, Page 4
SlÐA — ÞJÖÐVIL.JINN — Miðvikwdagur 5. janúar 1966
Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófeson.
Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 95.00 á mánuði.
Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson.
Krafa um skertan hlut
gízt skorti lof um sjómennina íslenzku um þessi
áramót. Afrek þeirra í aflabrögðum á liðnu
ári var svo stórt, að það virðist hafa ýtt við flest-
um landsmönnum sem um þjóðmál skrifa og tala,
og af því hafi sprottið hjartnæmar hugleiðingar
um hlutverk og starf hinna sex þúsund íslenzku
sjómanna sem fiskveiðarnar stunda. Hver veit
nema fari svo að íslenzkir sjómenn eigi sér víst
lof og hrós í útvarpi og öllum blöðum að minnsta
kosti tvisvar á ári, á sjómannadaginn og auk þess
um áramótin, þegar afli liðins árs er lagður
saman.
gn sjómenn fengu líka aðra kveðju um áramót-
in, í stjórnarblaðinu Vísi. í forystugrein Vísis
30. desember er fyrst hugleitt afrek íslenzkra sjó-
manna í aflabrögðum, en í síðari hluta greinar-
innar er dregin allfurðuleg ályktun. Þar er fyrst
minnt á, að allveruleg hækkun þurfi að verða á
fiskverðinu ef unnt eigi að vera að gera út á vetr-
arvertíð. En Vísir bætir við: „Önnur umbót má
ekki miklu lengur dragast. Það er öllum ljóst sem
nokkur afskipti hafa af útgerð að hin brýnasta
nauðsyn er að breyta hlutaskiptunum, þannig að
raeira komi í hlut bátsins". Því er svo haldið fram,
að grundvöllur hlutaskiptanna hafi gerbreyzt síð-
ustu árin með tilkomu nýrra tækja sem stórauka
aflamagnið. Telur Vísir sjálfsagt að hlutaskipt-
unum verði breytt og segir orðrétt: „Slík breyt-
ing hlýtur að vera grundvöllur áframhaldandi út-
gerðar“.
jþetta er umbúðalaus og blygðunarlaus krafa að
sjómannshluturinn af aflanum minnki, og blað-
ið kveður svo fast að orði að framkvæmd þessar-
ar kröfu um minni sjómannshlut hljóti að vera
grundvöllur áframhaldandi útgerðar! Samkvæmt
því og öðrum rökum Vísis á að verðlauna íslenzka
sjómenn fyrir hin gífurlegu aflaafrek með því að
skerða hlut þeirra. Og Vísir telur þetta hina þörf-
ustu „umbót“ á aðstæðum við íslenzka útgerð.
Þetta eru.að vísu ekki nýjar hugmyndir. Lands-
samband íslenzkra útvegsmanna hefur um árabil
barizt harðvítuglega fyrir því að minnka aflahlut
sjómanna, gera hlutaskiptin þeim óhagstæðari og
fá meira af aflanum í hlut útgerðarmannsins. Svo
hryggilega hefur til tekizt að þessum atvinnurek-
endasamtökum hefur orðið þó nokkuð ágengt í
þeirri viðleitni og hefur í einstökum tilfellum tek-
izt að þoka aflaprósentu sjómanna niður.
JJmmæli Vísis um nauðsyn slíkra „umbóta“, eins
og það heitir á máli blaðsins, benda til að enn
eigi að vega í sama knérunn, enn eigi að hefja
herferð til þess að minnka aflahlut sjómanna. Hér
verða sjómenn og sjómannafélögin að vera vel
á verði. Engin frambærileg rök hafa verið færð
fyrir því að aflahlutur sjórhanna eigi að minnka;
öðru nær, full þörf væri að stækka hlut þeirra
af aflanum. Sjómenn sýndu það í sumar að þeir
geta staðið saman sem einn maður þegar þeim
finnst of nærri sér og hagsmunum sínum gengið.
Og það væri sannarlega of nærri sjómönnum geng-
ið e£ reynt yrði að skerða aflahlut þeirra. — s.
.
Si
RMi
: : íí ■
: W& ■
' > '' S S ' ,,v/ \
. •. #3,
^ •
;•■; ;
> ■' -• Mift •
MmMrnm.
.
Hinn mikli og vaxandi síldarafli ber uppi stærstan hluta fiskafla íslendinga.
ÁRAMÓTASPJALL
Samkvæmt uppgefnum töl-
um frá Fiskifélagi Islands hef-
ur fiskafli okkar Islendinga
orðið meiri á árinu 1965, held-
ur en nokkru sinni fyrr, eða
að heildaraflinn hefur numið
1.166.000 smálestum. Á árinu
1964 var hinsvegar heildarafl-
inn 972,700 smálestir, svo hér
er um 209 þús. smálesta afla-
aukningu að ræða.
Hér er það okkar mikli og
vaxandi síldarafli, sem ber
uppi að stærsta hluta okkar
fiskafla, því að það er stað-
reynd, að þorskaflinn á árinu
1865 er 361 þús. smálestir á
móti 415 þús. smálestum árið
áður. Á sama tíma og heildar-
fiskaflinn. er eins og að fram-
an segir miklu meiri heldur
en nokkru sinni áður í okkar
fiskveiðisögu, þá er verð allra
fiskafurða líka stórum hærra
en nokkru sinni áður og fer
hækkandi á næstu tímum að
áliti helztu markaðssérfræð-
inga heims. Þannig telja
norskir sérfræðingar á þessu
sviði, að verð fiskafurða til
manneldis þurfi að hækka og
muni hækka á næstu tímum.
Þegar við nú horfum til
baka yfir sl. ár þá getum við
ekki annað en viðurkennt að
árið 1965 hafi verið eitt a'Ura
mesta góðæri til sjávarins frá
náttúrunnar hendi, sem yfir
okkar þjóð hefur gengið. Og
sé eitthvað að í okkar sjávar-
útvegsmálum, þrátt fyrir góð-
ærið, þá eru það fyrst og
fremst heimatilbúnir erfiðleik-
ar, sem ekki tjóar að sakast
um við gjöfula náttúru og
auðug fiskimið heldur einvörð-
ungu við okkur sjálfa, eða
æð&tu stjórn okkar á málum
sjávarútvegsins.
Það sem huga þarf að
Þrátt fyrir meiri síldarafla,
en áður í okkar fiskveiðisögu,
þá mun það sannast þegar að
er gáð. að nokkur hluti síld-
veiðiflotans í þessu mesta afla-
ári, er ýmist við mörkin að
bera sig l’járhagslega, eða þar
fyrir neðan. — Þunnig hefur
þetta gengið til hjá okkur ár
eftir ár, án þess að nokkuð
raunhæft hafi verið aðhafzt í
þessum málum til að komast
að orsökum sem liggja því til
grundvallar að sum skip virð-
ast veiða óeðlilega lítið í mikl-
um aflaárum miðað við heild-
araflamagn. Þetta er ekkert
einsdæmi með okkar síldveið-
ar eða aðrar fiskveiðar, en
hinsvegar mun það vera eins-
dæmi að ekkert hafi verið
gert af opinberri hálfu, eða
af hendi útgerðarsamtaka til
að bæta þarna um. Þar held
ég að við Islendingar siglum
algjörlega einskipa.
Hvað er þá hægt að gera?,
FISKIMÁL
eftir Jöhann
J. E. Kúld
mun máske einhver spyrja.
Það sem aðrir gera og hafa
gert í þessum efnum er fyrst
og fremst þetta. Að rannsaka
hvort veiðarfæri eða skipið
sjálft eiga einhverja sök á
rýrum afla. Eða hvort þekk-
ing og leikni skipstjómar-
maina er nægilega góð í með-
ferð á fiskileitartækjum um
borð í viðkomandi skipi.
Það var haldin ráðstefna á
sl. ári, einmitt um þennan þátt
málsins hjá frændum okkar
Norðmönnum, og því slc;;’ð
þar föstu, að talsvert mv ndi
vera áfátt hjá þeim einmitt
hvað viðkemur þekkingunni,
að kunna til fullnustu að not-
færa sér hin nýjustu fiski-
leitartæki.
Þessvegna standa nú yfir
námskeið í Noregi, þar sem
skipstjórnarmönnum er ætlað
að auka við þekkingu sína á
þessu sviði. Og svo mikið var
gert til' að fá menn til að
sækja þessi námskeið að ríkið
veitti einstaklingum til þess
bæði ferða- og uppihaldsstyrki.
Fiskveiðar nútímans eru að
verða háþróuð vísindagrein,
sem beitir margskonar tækj-
um, sem krefjast mikillar
þekkingar og leikni við beit-
ingu, ef góður árangur á að
nást. Það er hinsvegar álit
margra erlendra sérfræðinga,
ftm um þetta mal hafa skrif-
að, að þessum þætti í mennt-
un skipstjómarmanna hafi
alltaf verið lítill gaumur gef-
inn, því að hér sé um grund-
vallaratriði að ræða, ásamt
þekkingu í meðferð á aflanum,
þegar um menntun fiskiskip-
stjóra er að ræða. Ég set
þetta fram hér, svo menn geti
hugleitt og rætt um, hvort
ekki sé hér þörf á aðgerðum,
ekki síður en í Noregi.
Vandamál þorskút-
gerðarinnar
Ég hef áður margoft hér í
þessum þáttum bent á nauðsyn
þess, að skipta fiskimiðunum
hér við Suðvesturlandið á
vetrarvertíð í veiðisvæði eftir
veiðarfærum, því ég lít á sOíka
skiptingu sem eitt allra mesta
nauðsynjamál íslenzkrar þorsk-
útgerðar. Og fyrr en. það verð-
ur gert, kunnum við ekki að
hagnýta okkur beztu þorsk-
miðin á vetrarvertíð, eins og
þau verða bezt nýtt. Og nú
þegar síldveiðar okkar eru
farnar að vera svo að segja
meginhluta ársins þá er sú
hætta al'ltaf yfirvofandi að út-
gerð leiti um of til þeirra
veiða, frá þorskveiðunum, en
það getur heldur ekki talizt
heppilegt.
Ég tel að með þessari miklu
breytingu á síldveiðunum hér
við land, þar sem vetrarvertíð
tekur við af sumar- og haust-
vertíð líkt og gerzt hefur og
gerist í norskum sfldveiðum,
þá geti verið full þörf á, að
athuga vel hvað hægt sé að
gera til að létta undir með
þorskútgerðinni. Þetta mál
hefur mikið verið rætt í norsk-
um ' blöðum nú í haust og
vetur, og ýmsir merkir menn
þar sett fram sín sjónarmið.
Og ef okkar síldveiðar standa
með miklum blóma á komandi
tíma, sem vonandi verður, þá
getur það ekki síður orðið
nauðsynlegt fyrir okkur heldur
en Norðmenn að hugleiða
hvemig hlutur þorskveiði-
manna verði bættur þannig að
skipum verði gert kleift að
stunda þá veiði. Að sjálfsögðu
er hráefnisverðið á hverjum
tíma þama veigamikill þátt-
ur, og þá jafnhliða hvemig að
útgerðinni er búið á öðrum
sviðum, hvort létt er undir
með henni, eða henni beinlín-
is íþyngt með sköttum og
skyldum. I
Það sem mér hefur þótt
einna athyglisverðast við um-
ræður norskra útgerðar- og
fiskimanna um þetta mál, það
er sú uppástunga þeirra, að
lánstími stofnlána til nýrra
fiskiskipa verði lengdur mikið
frá því sem nú er, eða allt
að því um helming, og þá öll-
um lánum sem nú hvíla á fisk-
veiðiflotanum breytt í sam-
ræmi við það. En jafnhliða
verði vöxtum af lánum stil'lt í
hóf.
Þá eru nú einnig uppi um
það háværar raddír í Noregi
meðal útgerðar- og fiskimanna,
að breyta afborgunum alls
fiskiflotans af stofnlánum,
þannig, að greiddir verði á-
kveðnar prósentur af brúttó-
afla skipa og yrðu þá afborg-
anir misjafnar eftir aflaverð-
mæti. Ef vel gengi, þá yrðu
lánin greidd niður með hærri
upphæðum heldur en þegar
illa gengur. Talað hefur verið
um í þessu sambandi að vext-
ir og afborganir af stofnlánum
mættu ekki vera hærri en 10
ÞÚSUNDIR HAFA FENGID
GÓDA UINNINGA I
HAPPDRATTI SÍBS -
ÞðSDNDIR EIGA EFTIR
Att FÁ GÓDA UINNINGA
HAPPDRÆITI
Dragið ekki lengur.
að kaupa miða.
Síðustu forvöð að
ná í miðaraðir.