Þjóðviljinn - 05.01.1966, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 05.01.1966, Qupperneq 5
Miðvikudagur 5. janúar 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J Sagt frá íbróttaJögunum og íþróttanefnd ríkisins Nauðsynlegt að reisa íþrótta- mannvirki fyrir 800 milj. kr. Ungur háskólastúdent frá S-vestur-Kína Tsjén Tsjíá-húan hefur bætzt f hóp þeirra sem eiga heiður af því að hlaupa hundrað metra á tíu sekúndum sléttum. — Þetta afrek vann hann í Tsjúnking 24. október. Hann varð þar með fyrsti Asíubúinn til að jafna heimsmet í ein- hverri grein frjálsra í- þrótta fyrir karla. — Tsjén Tsjía-húan hefur verið ágætlega fyrir- kallaður þetta ár og hlaupið hundrað metr- ana tvisvar á 10,1 sek. og nokkrum sinnum á 10,2 sekúndum. — Þeir heimsmethafar, er þeg- ar hafa verið opinber- lega viðurkenndir eru Armin Hary, V-Þýzka- landi, Harold Jerome Kanada, Horacio Estev- es frá Venezúela og Bob Hayes, Bandaríkjunum og cru þeir kallaðir „fljótustu í heimi'*. — Myndirnar eru teknar af Tsjén Tsjía-húan á um. menn æfing- Fyrsti Asíumaður á 10 sek. Á sl. ári voru Iiðin 25 ár frá því að íþróttalögin voru fyrst staðfest og fyrsta íþrótta- nefnd ríkisins hóf störf. 1 til- efni þessara tímamóta kom nú- verandi íþróttanefnd saman til hátíðarfundar í sl. mánuði og voru þá gefnar margvíslegar upplýsingar um störf nefndar- innar og framkvæmd íþrótta- laganna. Vegna þrengsla í blaðinu í desember hefur dregizt úr hömlu að greina frá framan- greindum upplýsingum, en hér fer á eftir nokkur hluti þeirra, þær sem fjalla um setningu í- þróttalaganna og síðari breyt- ingar, íþróttanefnd ríkisins og störf hennar í sambandi við í- þróttasjóð og styrkveitingar úr honum til íþróttamannvirkja- gerðar. fþróttalögin 1 aprilmánuði 1938 skipaði þáverandi menntamálaráö- herra, Hermann Jónasson, 9 manna nefnd, er gera skyltíi tillögu til ríkisstjórnarinnar um það hvernig hagkvæmast yrði að efla íþróttastarfsemi og líkamsrækt þjóðarinnar, fyrst og fremst með það sjónarmið fyrir augum, að áhrif íþrótta til þroska. hei'lsubótar og hressingar nái til sem flestra í þessu landi. í nefnd þessa voru skipaðir: Form. Pálmi Hannesson, rektor og alþingis- maður, Steinþór Sigurðsso.n, magister,. Úskar Þórðarson, læknir, Jón Kaldal, Ijpsmynd- ari, Erlendur Ó. Pétursson, framkv.stj. Erlingur Pálsson, yfirlögregluþjónn, Guðmundur Kr. Guðmundsson, skrifstofu- stjóri. Jón Þorsteinsson, í- þróttakennari og Aðalsteinn Sigmundsson, kennari. Nefnd- in tók þegar til starfa. Aflaði hún margvísiegra gagna, bæði innlendra og erlendra og kannaði rækilega ástand í- þróttamála í landinUj bæði hvað varðaði skóla og íþrótta- og ungmennafélög. Fram að þessum tíma hafði sú opin- bera aðstoð, sem beint var tii íþróttamála verið takmörkuð og óskipulögð. Var því mjög undir atvikum komið hverjir hlytu styrki frá hinu opinbera til eflingar líkamsmenntar. Hið sama gilti um stuðning ríkis- ins við gerð íþróttamannvirkja. Þetta allt saman taldi nefndin nauðsynlegt að sett yrði í fast kerfi með sérstakri löggjóf. Nefndin gekk frá frumvarpi til íþróttalaga, sem lagt var fyrir Alþingi 1939 að tilhlutan rík- isstjómarinnar. Frumvarp þetta, nokkuð breytt, varðað lögum og hlaut staðfestingu 12. febrúar 1940. Lögin áttu því á liðnu ári 25 ára afmæli. Að tilhlutan fyrrverandi mennta- málaráðherra Björns Ölafsson- ar, vom lögin endurskoðuð 1955. Endurskoðun þá önnuðiast Sigurður Bjarnason alþingis- maður, Benedikt G. Waage kaupmaður og Þorsteinn Ein- arsson íþróttafulltrúi. Frum- varp til breytinga á íþrótta- lögum lagði þáverandi mennta- málaráðherra, Bjami Bene- diktsson fram á Alþingi 1956. Hin endurskoðuðu íþrótta’og hlutu gildistöku 7. apríl 1956. íþróttanefnd I. kafli íþróttalaga fjallar um stjóm íþróttamóla. Þar er ákveðið, að menyitamálaráðu- neytið skuli hafa yfimms.ión þeirra að því leyti sem ríkið lætur íþróttamál til sín taka. Til aðstoðar menntamálaráðu- neytinu um stjórn og fram- kvæmd þessara má'la skyltíi vera íþróttafulltrúi og íþrótta- nefnd. Iþróttanefnd skyldi skipuð þremur mönnum. Ein- um án tilnefningar, skipuðum af menntamálaráðherra. öðr- um tilnefndum af stjóm I- þróttasambands Islands og þriðja tilnefndum af stjórn Ungmennafélags Islands.. Síðan lögin tóku gildi hafa 9 íþróttanefndir starfað. Fyrsta íþróttanefnd ríkisins hóf storf í október 1940. I íþróttanefiid hafa átt sæti sem formenn: Guðmundur Kr. Guðmundsson, skrifstofustjóri, Hermann Guð- mundsson, fyrrv. alþingismaö- ur, Þorsteinn Bernhardsson, stórkaupmaður og Guðjón Ein- arsson, fulltrúi. Aðrir í nefnd- inni hafa verið: Aðalsteinn Sigmundsson, Benedikt G. Waage, Rannveig Þorsteins- dóttir, Kristján L. Gestssoo, Gísli Ölafsson, Stefón Runólfs- son og Gunnlaugur J. Briem. Núverandi íþróttanefnd skipa: Guðjón Einarsson, sem er for- maður, Daníel Ágústínussor, sem er gjaldkeri og Gunnlaug- ur J. Briem, sem er ritari. Á öndverðu árinu 1941 var Þor- steinn Einarsson settur íþrótta- fulltrúi og hefur hann gegrt þvi embætti síðan. virki. Greiðslur úr íþróttasjóði vegna þessarar þjónustu nema um 3 miljónum kr. eða 2°/oi af framkvæmdakostnaði. Á þess- um 25 árum hafa runnið í ’- þróttasjóð frá Alþingi kr. 31.023.054,35. Á vegum bæja- og sveitafélaga, ungmenna- og íþróttafélaga, hefur samtímis verið unnið að 151 íþrótta- mannvirki. Iþróttamannvirki þessi eru sem hér segir: 54 yfirbyggðar og opnar sund- laugar; 46 grasvellir og malar- vellir, 11 hlaupabrautir, 14 skiðaskáíar, 5 skiðastökkbraut- ir, 2 skíðalyftur, 7 íþróttahús, 12 baðstofur og 2 golfvellir. Vangreidd áætluð þátttaka íþróttasjóðs vegna þessara mannvirkja nam í ár 26,4 mil- jónum kr., en fjárveiting Al- þingis til sjóðsins í ár eru ‘',4 miljónir kr. Sjóðurinn hefur eigi veitt styrki tiil íþróttahúsa, sem byggð hafa verið við skóia og sama er að segja um sund- laugar skóla. íþróttasjóður íþróttamannvirki Helztu verkefni Iþrótta- nefndar ríkisins er að stjórna íþróttasjóði og úthluta fé úr honum og vinna, ásamt íþrótta- fulltrúa að skipulagi íþrótta- mála og eflingu íþróttastarf- semi í landinu. Með tilkomu laganna varð íþróttasjóður til, sem Alþingi skyldi árlega veita fé í til ráðstöfunar. tJr þessum íþróttasjóði má veita styrki til ýmiss konar íþróttamann- virkja, íþróttakennslu innan ungmenna- og íþróttafélaga og til útbreiðslu íþrótta. Einn'g skal úr sjóðnum greiða alla sérfræðilega aðstoð, þ.e.a.s. ýmiskonar kunnáttumönnum, svo sem arkitektum og verk- fræðingum. Þá hefur einmg nefndin miðlað sérfræðilegri aðstoð sem hún hefur aflað hjá innlendum og erlendum stofn- unum vegna undirbúnings að því að reisa ýmis íþróttamann- ------------------------------?> Krístinn sigraii í skíðaskáiamóti Skálamót Skíðaskálans var haldið 2. janúar við Skíða- skálann í Hveradölum. Mótið hófst kl. 1.30, og voru kepp- endur allmargir frá skíðafé- lögunum í Reykjavík og fleiri félögum. Veður var gott, frost um 4 stig bjart veður og logn. Jóakim Snæbjörnsson ræsti. Úrslit urðu þessi: þeirra skyldi verða nr. 2. f drengjaflokki var keppt um bikar og hlaut sá drengur hann til eignar, er beztan tíma hafði samanlagt. Eftir tvær umferð- ir voru þeir Eyþór Haralds- son og Tómas Jónsson jafnir, en þar sem þeir voru svo ung- ir létu þeir sig ekki muna um að fara enn einu sinni í braut- 1. umf. 2. umf. Samt. 1. Kristinn Benediktsson, ísaf. 30.5 31.0 61.5 2.—3. Guðni Sigfússon, ÍR 32.5 32.5 65.0 2.—3. Þorbergur Eysteinss., ÍR 32.0 33.0 65.0 4. Leifur Gíslason, KR 33.0 35.0 68.0 5. Sigurður Einarsson, ÍR 35.0 35.0 70.0 Drengjaflokkur: 1. Eyþór Háraldsson, ÍR 33.0 34.0 67.0 2. Tómas Jönsson, Ármanni 33.0 34.0 67.0 3. Hörður Harðarson, ÍR 50.5 47.0 97.5 4. Haraldur Haraldsson, ÍR 73.0 43.0 116.0 Eftir keppni afhenti formað- ur Skíðasambands íslands Stef- án Kristjánsson verðlaun. í karlaflokki var keppt um þrjá bikara, sem vinnast til eignar þeim þrem, sem höfðu beztan brautartíma samanlagt. Guðni Sigfússon og Þorbergur Ey- steinsson höfðu sama tíma samanlagt og komu í markið sem annar og þriðji maður og var varpað hlutkesti um, hvor ina, og hafði Eyþór þá betri tíma, og vann hann því bik- arinn sem um var keppt. Mótið fór vel fram og var keppendum og gestum til á- nægju. Margir Reykvíkingar fóru í Skíðaskálann eftir há- degi á sunnudag til að fylgj- ast með skemmtilegri keppni og fá sér kaffisopa í hinum vistlegu veitingasölum Skíða- skálans og var hvert sæti skip- Krist in Benediktsson að þar allan síðari hluta dags- ins. Hið athyglisverðasta við upp- talningu íþróttamannvirkjanna er fjöldi sundlauga, sem sjóð- urinn hefur veitt styrki til. Þessi mannvirki hafa engu síður varðað skólana en al- menning og áhugafélög um sund, því að í þeim öllum hefur farið fram sundkennsia skólanna. Mætti engu síður \ telja þær skólamannvirki en þá 40 leikfimisah við skóla, sem á þessu tímabiH hafa verið reistir 'með 50 — 75°/oi styrkgreiðslu úr ríkissjóði. Rétt mun vera að taka fram, að flest umrædd íþróttamann- virki eru algjörlega á vegum bæjar- og sveitarfélaga eða þau eiga hlutdeild að þeim. Þótt sundlaugum, íþrótta- húsum, gras- og malarvöllum, skíðaskálum og golfvöllum hafi fjölgað mjög sl. 25 ár, þá vantar mikið á, að íþróttaað- staða þjóðarinnar í heild sá góð. Á það skal bent, að mörg íþróttamannvirki eru hálfgarð vegna fjárskorts og koma bví eigi að fullum notum. Sundlaugar eru orðnar 74. 1 8 kaupstöðum telst sundað- staða góð, en í 4 er aðstaðan ófullkomin og einn kaupstað vantar sundaðstöðu. Fyrir 5 árum var svo komið, að sund- laugar voru til í öllum sýslum landsins. 1 sveitum og kaup- túnum landsins (212 hreppsfé- lög) eru 58 sundlaugar. 1 mörg- um kauptúnum er unnið að þvf að gera sundlaugar. íþróttasalir eru 55 talsins. Að undanteknum 4 sölum eru þetta litlir íþróttasalir við skóla. Með vaxandi íþróttaiðkunum almennings innan íþrótta- og ungmennafélaga eða utan þeirra verður þörfin á stór- um íþróttasölum brýnni. Til þessa hafa innanhússiðkan- ir farið fram í sölum skóla, c n nú er þróunin að verða sú, að annaðhvort reisa bæjarfé'ög stór íþróttahús, þar sem stór- um sal (18x33 eða 22x44 m) er skipt með „færanlegum" vegg í 2, 3 og jafn.vel 4 sali til afnota fyrir skólanemendur við iðkun venjulegrar skóla- leikfimi, en almenningur, t. d. stofnanir og íþróttafélög, geta notað allan gólfflötinn til stórra knattleikja, sem nú tíðkast mjög og þá til keppni. Slík salarkynni gagna því skólum, íþróttafélögum og al- menningi. Eitt hús leysir bar með af hó'lmi 2 og jafnvel 4 venjuleg leikfimihús skóla. Framhald á 9. síðu. Deildarhjúkrunarkona óskast Staða deildarhjúkrunarkonu við Barnaspítala Hringslns í Landspítalanum er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29 fyrir 15. janúar n.k. Reykjavík, 4. janúar 1966. Skrifstofa ríkisspítalanna. Hjúkrunarkonur óskast Nokkrar stöður hjúkrunarkvenna eru lausar við nýja deild Barnaspítala Hringsins í Landspítalanum. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar veitir forstöðukona Landspítalans í síma 24160 og á staðnum. Skrifstofa ríkisspítalanna. Handbók bygginga- manna 1966 fæst á skrifstofu Sambands byggingamanna Lauga- vegi 18 sími 2-28-56, bóka- og ritfangaverzlunum og skrifstofum sambandsfélaganna. Samband byggingamanna.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.