Þjóðviljinn - 02.02.1966, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðviloudagur 2. febrúar 1966.
Victor Vinde
1 Norðiar-
Vietnam
Loftárásir
Bandaríkjamanna
Loftárásir Bandaríkjamanna í
Norður-Vietnam hófust 5. ág-
úst 1964. En það var fyrst vorið
Sænski ritstjórinn Victor
Vinde var fyrir skömmu á
fcrðalagi um Asíulönd og
dvaldist þá m,a. um skeið
í Norður-Vietnam. ’S'mis
blöð á Norðurlöndum, m.a.
Stockholms-Tidningem In-
formation í Kaupmanna-
höfn og Dagbladet í Osló
hafa að undanförnu birt
athyglisverðan greina-
flokk eftir Vinde um
ferðalagið. Hér fer á eftir
í lauslegri þýöingu og end-
ursögn ein af greinum hans
um dvölina í Norður-Viet-
nam.
1965, sem tók að kveða að þeim
fyTir alvöru. Arásimar í byrjun
apríl og í maílok voru hrotta-
legar. 1 6 klst. i einu var
stöðugur straumur a£ herþotum
inn yfir landið og urðu þær
oft 150 talsins é þessum stutta
tíma. Eftir nokkurra klst. hlé
hófst skothríðin á nýjan leik
og þannig áfram.
Á milli þessara stórárása vom
gerðar smáárásir og komu þá
nokkrar flugvélar í hóp, stund-
um aðeins ein f einu. Um
haustið dró úr loftárásunum,
því að Bandaríkjamenn neydd-
ust til að fækka í árásarliðinu
vegna hins mikla mannfalls.
Loftárásimar höfðu í för með
sér miklar þjóðfélagslegar breyt-
ingar. Allir, sem vettlingi gátu
valdið gengu í heimavamaliðið.
Sérstakir vinnuflokkar voru
alltaf tilbúnir til þess að fara
út um landið og gera við brýr
og vegi og aðrir flokkar hjálp-
uðu til við uppskeruna, þegar
loftárásimar léku bænduma
hvað harðast.
Hanoi
Nú em liðin rúpi ellefu ár
síðan Frakkar yfirgáfu höfuð-
borg Norður-Vietnam, Hanoi, en
samt ber borgin ennþá keim af
frönskum smábæjum. Ekki er
hægt að segja að Frakkar hafi
skilið við Vietnam með sér-
stökum glæsibrag, a.m.k. ekki
hvað vegakerfið í landinu snert-
ir. Þjóðvegurinn frá Hanoi til
Saigon, sem Frakkar létu ó-
dýrt vinnuafl leggja og notuðu
síðan í nokkrar kynslóðir, er
mjög illa farinn. Víða vantar
brýr á ár og em menn ferjaðir
þar yfir. Þó er þessi vegur mjög
mikilvægur, því að hannteng-
ir Norður-Vietnam við suðrið.
Mikil vinna hefur verið lögð í
að breikka veginn og byggja
brýr, en verkið gengur hægt,
því að bandaríski flugherinn
leggur mikla áherzlu á að eyði-
leggja veginn.
Ibúafjöldinn f Hanoi hefur
tvöfaldazt síðan Frakkar héldu
heim. 1 borginni er nú fátæk-
legt og eyðilegt um að litast og
hvarvetna má sjá merki styrj-
aldarinnar: Vopnaðir verka-
menn sjást hjóla eftir breiðgöt-
unum til vinnu sinnar og em
margar konur meðal þeirra.
Meðfram götunum em skurðir,
sem liggja í loftvarnabyrgin.
Þök bílanna em þakin pálma-
blöðum og laufguðum greinum.
öl'l böm og gamalmenni hafa
verið flutt burt úr borginni.
Mjög mörg iðnaðarfyrirtæki
hafa einnig flutt hluta af
starfsemi sinni upp í sveitimar.
Þannig er það líka með raf-
stöðina. Þegar aðalrafstöðin
verður fyrir skotárás, sem er
mjög algengur viðburður, koma
litlar stöðvar í staðinn.
Mörg þúsund nemendur úr
Tækniháskólanum í Hanoi
hafa nú farið upp til fjalla.
Þar í skógunum ganga þeir f
skóla, stunda nám sitt í friði
fyrir sprengjuregninu.
Daglegt líf gengur þó að
sumu leyti sinn vanagang i
borginni. Sama kvöldið og ég
kom þangað var haldinn f jölda-
fundur í menningarhöllinni.
Þar vom Ho Chi Minh forseti
og Giap liðsforingi, sigurvegar-
inn frá Dien Bien Phu, óspart
hylltir af mannfjöldanum.
Kvikmyndahús og leikhús em
líka þéttsetin á hverju kvöldi
og unga fólkið safnaðist sam-
an á kaffihúsunum. En engir
næturklúbbar eru starfandi, all-
Sjolokofkvikmynd hjá MÍR annað kvöld
Reykjavíkurdeild MlR held-
ur fund í MlR-salnum, Þing- holtsstræti 27 á fimmtudags- kvöld kl. 20.30. Þar mun mæta sendinefnd sú er fór til Sovétríkjanna á vegum fé- lagsins í desember sfðastliðn- um, en í henni voru Þor-
valdur Þórarinsson hæsta-
æÆm/* * ■ *"""*£*« réttarlögmaður, Margrét Jóns-
dóttir fréttakona og Sigurður Magnússon blaðafulltrúi Loft-
.ÉB&..-j leiða.
A fundinum verður sýnd
kvikmynd er nefnist „Saga
frá Don‘‘ og er byggð á tveim
sögum eftir Nóbelsskáldið
Sjolokhof. önnur þeirra er
„Sotiur Sijbakloks“ sem birt- ist í Þjóðviljanum ekki alls
■téW? \ JMT jfraiinn fyrlr löngu: efniviður verks-
ins er sá sami og í meirihátt-
1 \%: ■ r. ar verkum Sjolokhofs — kó-
sakkahéruðin á byltingarár-
unum þegar granni ris gegn
granna, sonur gegn fcður,
kona gegn ástmanni sínum 1
stórfenglegum átökum um
það, hver skuli verða framtíð
landsins.
Sovézkum kvikmyndamönn-
um hefur oft tekizt vel upp við kvikmyndun verka Sjo- lofkhofs enda enx þau þakk-
látt verkefni, og mun mörg-
um vafalaust leika forvitni á að sjá þessa mynd. Félags- menn eru hvattir til að fjöl-
menna og taka með sér gesti
(Myndin sýnir Sjolokhof í samræðum við kvikmynda- manninn Bondatsjúk)
ur í heimav arnarliðinu.
ir fara snemma í háttinn og á
fætur kL 5 að morgni.
Haldið í
suðurátt
För okkar frá Hanoi varheit-
ið í suðurátt. Enginn má fara
eftir þjóðvegunum í Norður-
Vietnam f dagsbirtu nema I
herbílum, því að sprengju-
hættan vofir stöðugt yfir. Fólks-'"
bxlar em heldur ekki nothæfir
vegna þess hve vegurinn er
sundurtættur eftir sprengjuá-
rásir. Aðeins jeppar og vöm-
bílar komast leiðar sinnar
nokkurn veginn.
Við fómrn af stað f þann
mund er sólin gekk til viðar.
Meðfram veginum vom stórir
hópar af heimavamarliðsmönn-
um. Þeir vom á leið til og frá
varðtumum sínum. Umferðin
var gífurleg, en öðm hverju
var hún stöðvuð og einstefnu-
akstur var fyrnskipaður. Ljós
bílanna vom deyfð.
Þegar við komum að brú,
sem gert hafði verið við til
bráðabirgða, tók bílstjórinn upp
vasaljós. En það var algjör • ó-
þarfi, því að á brúnni héldu
unglingar vörð og stjómuðu
umferðinni hávaðalaust.
Allir, sem við mættum, vom
vopnaðir, jafnt ungir sem gaml-
ir. Á einum stað vorum við td.
stöðvaðir af ungri x.úlku, sext-
án til sautján ára gamalli. Hún
hafði byssu um öxl, en brosti
hlýlega þegar hún sagði okkur
að halda áfram.
Þegar að því kom að leggjast
fyrir yfir blánóttina þurftum
við að nota vasaljós til að kom-
ast inn í húsið. Þar sofnuðum
við með flugnanet hangandi
yfir okkur. Aðeins hálftími leið,
þangað til við heyrðum loft-
vamamerkið gefið. Við þutum
fáklæddir út og mættum fjölda
fólks á leið í loftvarnabyrgið.
Við sáum ljós frá flugvél sem
flaug mjög lágt í u.þ.b. fimm
km. fjarlægð. Litlu síðar var
jámbrautarstöð sprengd þama
fyrir augum okkar.
Síðar komum við á baðströnd
við Kyrrahafið. Hvíldarheimili,
sem ætluð höfðu verið ríkis-
starfsmönnum, voru orðin að
rústum. Ekki fór mikið fyrir
baðstrandarlífinu þama, því að
á kílómetra langri ströndinni
var gersamleg mannauðn. Uti
á Tonkin-flóanum voru þó
nokkrir fiskimenn, en þeir héldu
sig eins nálægt ströndinni og
hægt var.
1 nágrermi bæjarins Thanh-
Hoa blöstu allsstaðar við rústir.
í fyirasumar varð gagn-
fræðaskólinn þar fyrir skothríð,
og létust þar tíu böm. 58
sjúklingar drápust er skotið var
á sjúkrahús í júlí f fyrra. Rétt
hjá Ham Rong-brúnni vargerð
skothríð á elliheimili og 70
gamalmenni drepin. Þannig ”
mætti lengi telja endalaust, því ,
að á ferð okkar um landið sá-
um við óteljandi rústir af skól-
um, rafstöðvum, sjúkrahúsum.
elliheimilum og íbúðarhúsum.
I Than-Hoa var komið fyrir *
hátalarakerfi svo að íbúamir
gætu fylgzt með komu árásar-
flugvélanna. Sérhver maður og
kona í heimavamarliðinu verð-
ur að fylgjast með atburðarás-
inni, og vita hvar þeirra stað-
ur er. Þegar flugvélar óvinanna
nálgast tekur heimavamarliðið
á móti þeim með skothríð.
Ýmist eru flugvélamar skotnar
þar niður eða neyddar til að
halda sig í mikilli hæð. I síð-
ara tilfellinu er flugskeytum
skotið á þær.
Enda þótt barizt sé í Norð-
ur-Vietnam með einföldustu og
í sumum tilfellum úreltum
vopnum er óhætt að fullyrða
að loftvamarkerfi Norður-Vi-
etnam er mjög öflugt, og er það
að þakka nœr allri þjóðinni;
h eimavamarliðinu.
GOÐAR
FILMUR
EVAERT
Vatteraðar kuídaúlpur
lopapeysur, gallabuxur og margt fleira.
Verzlun Ó.L.
Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu).
AÐALFUNDUR
Hjarta- og æðasjúkdómavarnaíélags
Reykjavíkur
verður haldinn í Gyllta salnum á Hótel Borg,
miðvikudaginn 2. febrúar n.k.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
3. Sýndar verða tvær danskar kvik-
myndir um hjartaverndarmálefni
(ca. 20 mín.).
Stjornin.
Auplýsiö i Þjóðvilianum