Þjóðviljinn - 06.02.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.02.1966, Blaðsíða 6
g SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunmidagur 6. febrúar 1966. I Dauði vitnisins Georges Figon hefur enn ekki sagt allt af létta. Hann hefur skýrt frá því hvemig dauða Ben Barka bar að höndum og hver var þar að verki. Hann hefur greint frá því hverjir fengu strax að vita um það sem gerzt hafði. En hann á emn sitthvað eftir í pokahominu. Zollinger dómari krefst þess að lögreglan herði leit sína að Figon. Dómarinn veit að Figon er eina vitnið sem getur leyst frá skjóðunni. Allir hinir vitorðsmennirnir eru á vegum njósna- eða gagnnjósnaþjómustunnar. Þeir munu ekki segja frá neinu þvf sem yfirmenn þeirra vilja að sé haldið leyndu. Miðvikudaginn 12. janúar biður de Gaulle forseti ráð- herra sína að greiða fyrir rannsókninni til að „binda enda á ’ þetta óþolandi mál“. Mánudaginn 17. janúar koma lögreglumenn að Figon dauð- um í fbúð hans. Því er lýst yfir að hann hafi framið sjálfsmorð. öll frönsku blöðin láta í Ijós efa- semdir; þeir eru of margir- sem hafa hag af dauða Figons Það er eins og með fjár- glæframanninn Stavisky ár- ið 1934. De Gaulle forseti fer ekki uult með efjisamdir sín- ar á ráðuneytisfundi tveim dögum síðar. Það vekur at- hygli að í krufningarvottorð- inu sem birt er á fimmtudag- inn er ekki getið um dauða- stundina. Vottorðimu lýkur þannig: „Dauðinn stafar af byssuskoti, sem fórí gegnum höfuðið og skotið var af mjög stuttu færi“. Byssunni hefur ekki verið haldið fast að höfði hins látna eins og búast Með báli og eitri mætti við ef um sjálfsmorð hefðl verið að ræða og byssan hefur engan hljóðdeyfi. Þó heyrði enginn skotið. 5 ---i-t------- Figon kemur upp um sig Fyrsta snurðan hljóp á þráð samsærismanna þegar Ben Barka var numinn brott fyrir framan veitingahúsið Lipp. Viðstaddur brottnámið var marokkóskur stúdent sem hafði verið Ben Barka sam- ferða og hann gerði blöðum og lögreglu aðvart. Næsta strikið í reikninginn var morð- ið á Ben Barka. Franska leyni- þjónustan hafði gert ráð fyrir að hann yrði fluttur úr landi til Marokkós. Og loks áttu sár vonbrigði eins samsæris- mannanna, Georges Figon, eft- ir að koma öllu upp. Hann taldi sig hafa verið svikinn um það fé, sem honum hafði verið heitið fyrir þátt hans í málinu og óttaðist auk þess um líf sitt. Hver uppljóstrun- in af annarri barst frá hon- um eftir ýmsum leiðum og við þær kemst kriður á rann- sókn málsins. Svo á að heita að lögreglan leiti Figoms og handtökutil- skipun hefur verið gefin út. En hann er reyndar frjáls ferða sinna í París, ekki sízt í hverfi því sem hann býr í. Hann hittir vin sinn, Lemar- chand, þingmann, margsinnis. Lemarchand heldur vemdar- hendi yfir honum og leggur að honum að þegja sem fast- ast. En Figon, sem óttaðist um líf sitt les frásögn sína af gangi málsins inn á segulband og þessi frásogn birtist síðan. í „L’Express“ 10. janúar. Þann sama. dag fer Zoll- inger dómari af stað til að etnömsku þjóðarinnar stafa af viðleitni Bandaríkjastjómar til að gera suðurhluta lands henn- ar að bandarísku áhrifasvæði. Engum blandast hugur um að hefðu Bandaríkjamenn hvergi komið nærri hefði Vietnam- stríðið síðara aldrei átt sér stað'. Þrátt fyrir ótakmarkaðar fégjafir og vopnasendingar frá Bandaríkjunum er ríkiskerfi stjómarnefnanna í Saigon fyrir löngu liðið undir lok. Allt vald sem þær hafa er_ komið frá bandaríska hemum. Það er hann serri berst við skæruher Þjóðfrelsisfylkingarinnar, Sai- gonhersins er æ sjaldnar getið við orustur. Bandaríkjamenn sjálfir draga enga dul á að ein meginástæðan til að þeir hófu loftárásir á Norður-Vietnam og tóku að flytja bandarískt her- lið vestur yfir Kyrrahaf hundr- uðum þúsunda saman var fyr- irsjáanleg upplausn og alger ó- sigur hálfrar miljónar manna herafla sem stjórnin hefur undir vopnum fyrir rúmlega hundrað þúsund manna skæru- her. Bandaríkjamönnum ætti að vera það þjóða minnis- stæðast að ekkert einsdæmi er að þegnar segi ríkisstjóm upp trú og hollustu og reki hana af höndum sér með vopna- valdi. Frelsisstríð Bandaríkj- anna sjálfra var háð með franskri aðstoð, i mörgum sannreyna hvort frásögnin fái staðizt. Og upp frá þessu fer að komast upp um þátt op- inberra franskra aðila í mál- Bandarískur hermaður ber kyndil að stráþaki kofa í vietnömsku sveitaþorpi. Uppi á þakinu Iiggur dýrmætasta eign fólksins sem kofann byggir, reiðhjóli' fallbyssur og segjast vera að vernda landslýðinn með þess- um verkfærum fyrir yfirgangi kommúnismans, en gæta þess ekki að alþýða Vietnam hefur barizt í þrjá áratugi fyrir þjóð- frelsi og þjóðfélagsbyltingu undir forustu kommúnistans Ho Chi Minh. Hingað . til hafa Bandaríkja- menn oftast reyntf að láta líta svo út að þeir séu í Viet- nam að hjálpa innlendum yf- irvöldum, en í raun og veru grafa hernaðaraðgerðir hins er- lenda innrásarliðs undan stjórninni sem það þykist að- stoða. Þetta vita Bandaríkja- menn sumir hverjir. Skæru- hernaðarsérfræðingurinn Ed- ward Lansdale hershöfðingi sagði þegar hann kom til Sai- gon síðastliðið sumar til að gerast ráðunautur Lodge sendi- herra: ,Sigur vinnst ekki í skæruhernaði með því að láta sprengjum og napalm rigna yf- ir þorpin og egna þannig al- menning á móti sér.“ Þrátt fyrir dvöl Landsdale í Saigon heldur bandaríska herstjórnin uppteknum hætti, og hemaðar- aðgerðir hennar í héruðunum umhverfis höfuðborgina síð- ustu vikur taka meira að segja fram því sem hún áður hefur afrekað í grimmd og hrotta- skap. Bandaríska blaðið New York Ilerakl Tribune skýrir svo frá hemaðaráætlun sem kom til framkvæmda í fyrsta skipti í síðasta mánuði: „Ákveðin verða svæði þar sem loftárás- um verða engin takmörk sett, hrísgrjónaakrar verða eyði- lagðir úr flugvélum með eitur- efnum og mannabústaðir og amboð verða brennd.“ A" ætlunin hefur það markmið að leggja í auðn heil hér- uð, svo að þar fái enginn mað- ur dregið fram lífið. Frétta- menn í Suður-Vietnam lýsa framkvæmdinni á þessa leið: ,,Hafizt var handa í þaulrækt- uðum sveitum á jöðrum fmm- skógavirkis rauðliða við Vaico- Oriental ána. Sprengjuflugvél- ar af gerðinni B 52 frá stöð- inni Guam í Kyrrahafi lögðu sprengjuábreiðu yfir landið. Fallhlífahermenn eyðilögðu síð- an allt sem eftir var. Þeir kveiktu í kofunum, svældu jarðgöng með gasi, sem kallað er ,,ósaknæmt“ en kæfði þó ástralskan hermann þrátt fyrir gasgrímuna sem hann bar. Síð- an sprengdu Bandaríkjamenn jarðgöngin, brenndu allar hrís- grjónabirgðir, eitruðu græn- meti og ávexti með kemiskum efnum og drápu dráttarbuffla, kýr og svín.“ (Spiegel 24, jan- úar) Öbreyttir borgarar sem lifað höfðu af loftárásirnar og gasið voru dregnir í fangabúð- ir. Þannig virðast Bandaríkja- menn ætla sér að ,,friða“ sveit- ir Suður-Vietnam. M.T.Ó. höfuðorustum við nýlenduher Englandskonungs voru fransk- ar hersvejtir fjölmennari þeim bandarísku. Nú gerir Banda- ríkjastjórn kröfu til að mega dæma um hverjar byltingar fái að eiga sér stað í heimin- um og hverjar ekki. Vanþókn- anlegir byltingarmenn sem ekki hafa ,aflað sér heimildar til uppreisnaraðgerða frá CIA skulu eiga yfir höfði sér napalm hennar og gas. Ósegj- anlegar þjáningar eru kallaðar inu. Þannig vitnast að innan ríkisstjórnarinnar var mönn- um þegar 3. nóvember kunnugti um allan sannleikann. yfir vamarlaust fólk í sveita- þorpum Suður-Vietnam svo í- myndaðir heimsveldishagsmun- ir Bandaríkjanna bíði ekki hnekki. Sprengjuárásir án stríðsyfirlýsingar eru gerðar á Norður-Vietnam og réttlættar með því að menn þaðan hafi aðhafzt það sama og Banda- ríkjastjórn, hlutazt til um borgarastyrjöldina í suðurhluta landsins. Langt fram á síðasta ár þvemeitaði stjóm Banda- ríkjanna öllum uppástungum um samninga til að binda endi á- ófriðinn í Suður-Vietnam. Svo sneri Johnson forseti við blaðinu og bauð ,,skilyrðislaus- ar viðræður“. Það sem siðan hefur gerzt sýnir að í raun og veru felst í þeim orðum krafa um skilyrðislausa uppgjöf Vi- etnambúa. Bandaríkjastjóm segist vilja ræða við hvem sem vera skal nema fulltrúa hins ófriðaraðilans, Þjóðfrels- ishreyfingar Suður-Vietnam. Hún setur það skilyrði fyrir viðræðum að stjóm Norður- Vietnam viðurkenni rétt Bandaríkjanna til að halda uppi loftárásum á land sitt. Hún krefst þess að samið verði á þeim grundvelli að viður- kennt sé hið bandaríska áróð- urssjónarmið að í Suður-Viet- nam sé ekki um að ræða borg- arastyrjöld heldur innrásar- stríð úr norðri. Loks áskilur Bandaríkjastjóm sér rétt til að hafa her í Suður-Vietnam, þvert ofaní bann Genfarsamn- ingsins við erlendri hersetu, eins lengi og henni þurfa þyk- ir til að festa í valdasessi Ky hershöfðingja eða eitthvert á- líka skrípi. Það er ekki furða þó Johnson klökkni þegarhann er að útmála veglyndi sitt og friðarvilja. Bandarískur sagnfræðipróf- essor, William A. Williams, hefur lýst því sem hann kall- ar ,,almættismeinloku“ landa sinna í forustu hers og ríkis, þeirri rótgrónu sann- færingu að jafn öflugt og há- þróað land og Bandaríkin hljóti að geta skipað málum að sínum geðþótta hvar á hnettinum sem vera skal. Þetta viðhorf fær einkum stuðning af tækniyfirburðum sem gera mönnum fært að drepa aðra úr fjarska og án þess að leggja sjálfa sig í teljandi hættu. Hershöfðingjar í flughemum eru manna verst haldnir af al- mættismeinlokunni, en hennar gætir einnig í öðrum hergrein- um og meðal stjómmálamanna. Þeii- sem taka únslitaákvarðan- ir telja sig geta farið sínu fram f krafti hervalds án þess að þurfa að taka tillit til póli- tískra aðstæðna. Á því hafa Bandaríkjamenn flaskað í Vi- etnam. Þeir kóma blaðskell- andi með flugvélar sínar og TIÐINDÍ Áður en þessu ári lýkurverða 600.000 bandarískir her- menn komnir til Suður-Viet- nam, segja fróðir menn í Washington. Framkvæmdir bandarísku herstjómarinnar benda til að þeir hafi rétt fyr- ir sér. Verið er að gera nýjar hafnir og flugvelli sem hljóta að vera við það miðuð að birgja þurfi stóraukinn liðs- afla. Eins og andstæðingar Vi- etnam-stríðsins utan Banda- ríkjanna og innan sögðu fyrir sekkur Johnson , forseti og ráðunautar hans dýpra og dýpra í kviksyndið í Suðaust- ur-Asíu. Þegar bandarískirher- menn í Suður-Vietnam voru innan við 10.000, sagði Mc- Namara landvarnaaáðherra að ktríðið gengi svo vel að heim- flutningur bandarískra her- sveita ætti að geta hafizt árið 1965. 1 lok þass árs var þvert á móti tala Bandaríkjamanna undir vopnum í Vietnam kom- in hátt í 200.000, og nú er tal- að um að þrefalda þann fjölda á fáum mánuðum. Að með- töldum flota og flugher verð- ur þá hartnær þriðjungur her- afla Bandaríkjanna farinn að berjast við hálfa smáþjóð í As- íu. Svo mikið virðast þóstjórn- endur hinna bandarísku hem- aðaraðgerða hafa lært að eng- inn spáir lengur skjótum sigri. Önefndir talsmenn landvarna- ráðuneytisins láta hafa eftir sér að vel megi búast við að ófriðurinn í Vietnam standi enn í áratug, en nú þegar hef- ur verið barizt þar naastum látlaust í aldarfjórðung. Fyrst börðust Japanir og Frakkar um landið, svo átti þjóðfrelsis- hreyfing Vietnambúa í höggi við Japani, að þeim sigruðum tóku Frakkar við að reyna að kúga þjóðina, og eftir að þeir gáfust upp komu Bandaríkja- menn til skjalanna. Ifyrstu var hemaður Banda- ríkjamanna í Vietnam í- hlutun í borgarastyrjöld í þágu illa þokkaðrar ríkisstjórnar. Mennimir sem þá réðu í Was- hington vissu vel hvað þeir voru að 'gera. Eisenhower við- urkennir opinskátt í endur- minningum sínum, að Banda- ríkjastjóm hafi hindrað fram- kvæmd ákvæða Genfarsátt- málans um sameiningu Viet- nam með þjóðaratkvæða- greiðslu sökum þess að henni hafi verið ljóst að mikill meirihluti í báðum helmingum landsins myndi greiða Ho Cþi Minh atkvæði. Hörmungar vi-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.