Þjóðviljinn - 17.02.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVrLJINN — Fimmtudagur 17. febrúar 1966.
diodviuinn
Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýdu — Sósíalistaflokk-
uriim. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Sigurdur Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Siguróur V. Friðþjófsson.
Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson.
Ritstjóm, afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja Skólavðrðust. 19.
Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 95.00 á mánuði.
Þeir þegja
gtundum er sagt að einangrun íslands hafi verið
rofin, við fylgjumst dag frá degi með atburð-
um veraldarsögunnar og tökum þátt í þeim. Samt
eru íslendingar að sumu leyti meiri músarholu-
menn en þeir hafa nokkru sinni verið áður í sögu
•sinni. Á fyrstu áratugum þessarar aldar fylgd-
ust íslendingar til að mynda mjög vel með heims-
atburðum, og kúgaðar þjóðir og lítilsmegandi áttu
sjálfgefinn stuðning allra blaða og forustumanna
í frelsisbaráttu sinni. Nú láta hernámsflokkarnir
og málgögn þeirra sig engu skipta þótt voldugasta
herveldi heims beiti öllum mætti sínum til þess
að brjóta fátæka smáþjóð á bak aftur með fjölda-
morðum og tortímingu. Ef við tökum opinber við-
brögð annarstaðar á Norðurlöndum til samanburð-
ar verður- okkar hlutur vesæll. í Skandinávíu hafa
fjölmargir forustumenn NATÓ-flokka og blöð
þeirra bei'ft sér mjög eindregið gegn ofbeldisstefnu
Bandaríkjanna í Víetnam; má til að mynda minna
á drengilega afstöðu danska sósíaldemókratans
Frode Jakobsens sem er helzti málsvari flokks
síns í utanríkismálum. En hér á íslandi hefur eng-
inn leiðtogi hernámsflokkanna þorað að áfellast
viðurstyggilegustu glæpaverk okkar tíma; vafa-
laust hugsa ýmsir þeirra sitt, en þeir horfa hrædd-
um" hundsaugum til Washington og viðbrögð
þeirra verða í einu og öllu samkvæmt fyrirmæl-
um húsbóndans.
jþessir menn þykjast gagnrýna 'fáránlega fangels-
isdóma yfir tveimur rússneskum rithöfundum.
en þeir segja ekki aukatekið orð um dauðadóma
yfir hundruðum þúsunda varnarlausra manna í
Víetnam. í þeirri afstöðu birtist tvöfalt siðgæði
af ómennskasta tagi; viðbrögðin eru ekki sprot'tin
af réttlætiskennd eða mannúð heldur pólitísku
ofstæki. Það er heimilt að áfellast fangelsisdóma
í Sovétríkjunum vegna þess að þá er hægt að nota
til árása á síjórnmálaandstæðinga, en um múg-
morð í Víetnam má ekkert segja vegna þess að þar
standa samherjar og húsbændur með blóðflekkað-
ar hendur.
þessi kaldrifjaði hundingjaháttur er 'beim mun
alvarlegri sem íslenzkir hernár isleiðtogar gætu
einmitt nú haft áhrif í alþjóðamálum. Þeir menn
sem daglega kveða upp dauðadóma sína í Wash-
ington hafa nú einna mestar áhyggjur af viðbrögð-
um bandamanna sinna. og víðtæk gagnrýni 1 flest-
um Evrópulöndum hefur brátt fyrir allt haldið
aftur af ofbeldismönnunum. Það yrði tekið eftir
því í Washington ef íslenzkir hernámssinnar
legðu lóð sitt á vogarskál friðar og siðgæðis í al-
þjóðamálum Ef forsætisráðherra Tslands. utanrík-
isráðhprrann og aðrir málsvarar hernámsflokk-
anna kæmu fram af manndómi og drengskap
gæti bað b-iargað mannslífum í Víetnam. En þeir
þegja. •— m-
Breytt verði iögum um lands-
útsvar vissra ríkisfyrirtækja
■ Komið er fram á alþingi frumvarp frá ríkisstjóm-
inni um breytingu á lögunum um tekjustofna sveitarfé-
laga þar sem fjallað er um breytingar á þeim ákvæðum
laganna er snerta ákvörðun landsútsvara nokkurra rík-
isfyrirtækja. Um efni frumvarpsins segir svo í greinar-
gerð: '
„Með frumvarpi þessu er lagt
til að ákvæðum um ákvörðun
landsútsvars sumra þeirra rík-
isfyrirtækja, sem um ræðir í
b-lið 17. og 18. gr. laganna
verði breytt. Þessum ríkisfyrir-
tækjum má skipta í tvo flokka.
Annars vegar Áburðarverk-
smiðjan og Sementsverksmiðja
ríkisins, sem enga hliðstæðu
eiga í einkarekstri hér á landi.
Hins vegar Síldarverksmiðjur
ríkisins, Viðtækjaverzlun ríkis-<S>
ins, Landssmiðjan og Ríkis-
prentsmjðjan Gutenberg. Öll
þessi síðarnéfndu fyrirtæki
eiga hliðstæður í einkarekstr-
inum. Breyting sú, sem felst í
frumvarpi þessu, er í því fólg-
in, að landsútsvör þessara fyr-
irtækja verði ákveðin með
sama hætti og tekjuútsvör fé-v
laga, en landsútsvar þeirra er
nú ákveðið sem IV2% af heild-
arsölu þeirra. Enn fremur er
lagt til,' að þessi ríkisfyrirtæki
greiði aðstöðugjöld til þeirra
sveitarfélaga, þar sem þau eru
starfrækt, en samkvæmt jiú-
gildandi lögum greiða þau ekki
aðstöðugjald'. Með þessum
breytingum eru þessi ríkisfyr-
irtæki sett á bekk með einka-
fyrirtækjum sömu tegundar,
að því er varðar gjaldagreiðsl-
ur í þágu sveitarfélaga. Má
það' teljast eðlilegt, þar eð
starfsemi þessara ríkisfyrir-
tækja er algerlega hliðstæð
starfsemi einkafyrirtækja í
þessum greinum.
Það hefur komið í ljós mik-
ið missamræmi í gjaldagreiðsl-
um þessara fyrirtækja í þágu
sveitarfélaganna, einkum Síld-
arverksmiðja ríkisins, borið
Andstaða á
þingi USA
WASHINGTON 15/2 — Átta
þingmenn Demókrata í fulltrúa-
deild Bandaríkjaþings birtu í
dag yfirlýsingu þar sem segir að
það sé ekki Bandaríkjunum í
hag að haldið sé áfram lofthem-
aðinum gegn Norður-Vietnam,
og ekki eigi heldur að fjölga í
bandaríska herliðinu i Suður-Vi-
etnam.
Forseti Íslands
boðinn til ísrael
í gær barst Þjóðviljanum eft-
irfarandi fréttatilkynning frá
skrifstofu forseta Islands.
— Forseta fslands hefur hor-
izt boð frá forseta tsraels, um
að koma í opinbera heimsókn til
ísraels. Hefur forsetinn þegið boð-
ið og er heimsóknardagurinn á-
kveðinn 21. marz n.k.
Emil lónsson utanríkisráðherra
mun verða i fylgd með forsetan-
um.
Ensk skáldkona
í stofufangelsi
iOH-\NNESARBORG 15/2
Brezka skáldkonan Mary Ben-
son hefur verið sett í stofu-
fangelsj 1 Jóhannesarbors sam-
kvæmt ákvæðum laga sem
banna starfsemí kommúnista
saman við gjaldagreiðslur síld-
arverksmiðja til sveitarfélaga,
sem reknar^ru af einstakling-
um eða hlutafélögum þeirra.
Síldarverksmiðjur ríkisins
reka síldarverksmiðjur á sex
stöðum á landinu. Samtals nam
landsútsvar Síldarverksmiðja
ríkisins á árinu 1965 tæplega
6.9 milljónum króna, þar af
komu í hlut sveitarfélaganna
rúmlega 1.7 miljón króna.
Mest misræmi verður á stöð-
unum Neskaupstað og Seyðis-
firði. Á báðum þessum stöðum
eru reknar síldarbræðslur álíka
að stærð. Þó er síldarbræðsla
ríkisins á Seyðisfirði stærri
heldur en síldarbræðsla einka-
aðila í Neskaupstað. Síldar-
bræðslan í Neskaupstað greiddi
á árinu 1965 til bæjarsjóðsins
þar rúmlega 7.5 miljónir króna.
Til Seyðisfjarðarkaupstaðar
greiddu hins vegar ríkisverk-
smiðjurnar aðeins rúmar 600
þús. kr. vegr>a síldarbræðsl-
unnar þar. Af þessu sést glögg-
lega hvílíkt misræmi er hér
um að ræða. Að vísu verður
að hafa það í huga, að á árinu
1964 var rekstur síldarverk-
smiðja óvenjulega hagstæður í
landinu, en mun hafa verið
mun óhagstæðari á árinu 1965.
Með hliðsjón af því, að með
frumvarpi þessu er lagt til, að
síldarverksmiðjur ríkisins og
önnur fyrirtæki, sem hér er
um að ræða, greiði aðstöðu-
gjöld af rekstri sínum eins og
einkafyrirtæki, leiðréttist að
nokkru þessi mismunur, þó að
fullur jöfnuður fáist ekki, þar
sem landsútsvarið skiptist
þannig, að sveitarfélagið fær
aðeins 14 landsútsvarsins en
% hlutar koma til jöfnunar
milli allra sveitarfélaga lands-
ins eftir sömu reglum og hluti
jöfnunarsjóðs í söluskatti og
aðflutningsgjöldum."
ióhewns* '' -iflwrSusfíg 7
vinsœlastir skartgripir
Kaupmenn - Kaupfélög
ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI:
Vefnaðarvara:
Damask, margar gerðir hvítt
og mislitt.
Lakaléreft.
Handklæði, margar gerðir. .
Þurrkudregill.
Eldhúsþurrkur.
Þvottapokar.
Smávara:
Hárspennur.
Hárburstar.
Hárnet.
Hárgreiður.
Tvinni, Mölnlycke.
Teygja.
Bendlar.
Herraveski.
Reykjarpípur.
I
Tilbúinn fatnaður:
Perlonsokkar.
Nylonsokkar.
Crepesokkar, dömu og herra.
Herraskyrtur, ANGLI.
Herranærföt.
Sundskýlur.
Herrapeysur.
V innuvettlingar.
Gúmmívörur:
Gúmmíhanzkar.
Bleyjubuxur.
Snuð.
Hitapokar.
Barnapelar.
Túttur.
Ckútugarn - ZERMATT BENFICA CORVETTA
í'arni 1» HbKMórsson & Co. sef.
Garðastræti 4, Reykjavík. Símar 19437 og 23877.