Þjóðviljinn - 17.02.1966, Blaðsíða 12
■ Nú er skínandi gott veður dag eftir dag og sam-
kvæmt gömlu tímatali bj argræðisveganna hér á Suð-
vesturlandi ætti vertíð að vera í fullum gangi, — fiski-
bátar ættu að koma að landi sökkhlaðnir í blíðviðrinu,
— nóg er af fiskinum hér úti á miðunum til blessun-
ar og hagsældar landsins bömum.
■ í fyrravetur stunduðu sextíu bátar héðan úr
Reykjavík bolfiskveiðar og fiskibátar svo hundruðum
skipti í nærliggjandi verstöðvum báru dýrmætan afla
að landi og frystihúsin sköpuðu þjóðarverðmæti dag
eftir dag og þá var nógur fiskur í fiskbúðunum, — ýsa,
hrogn og lifur á matborðum reykvískra heimila sem
meginþáttur í hollustu mataræðis borgarbúa.
■ Núna liggja margir bátar ennþá bundnir við
bryggjur og geta hvergi hreyft sig vegna reksturs-
kostnaðar í dýrtíðinni og stjómskipuð nefnd skammtaði
fiskverðið svo lágt um áramótin, — að sjómennirnir
fást ekki á bátana og útgerðarmennimir reisa sér hurð-
arás um öxl að halda þeim úti.
■ Hrapallegast er þó hið efnahagslega áfall fyrir
reykvísk heimili að skorta fisk til neyzlu, — þar sem
mörg heimili eiga nú tvísýna afkomu með sífelldar
verðhækkanir á öðram lífsnauðsynjum í búðunum, —
ríkisstjórnin er eins og tuska í höndunum á milliliðun-
um og heldur hlífiskildi yfir hverskonar sérgróðasjón-
drmiðum og fæst ekki til þess að slaka á rándýrsklónni
hvað sem líður þörfum alls meginþorra almennings.
Efnahagslegt áfall fyrir reykvísk heimili
Heitir í h&fuðið á fjármálaráðherranum
Þetta er óforsvaranlegt ástand í bænum
Steingrímur í Fiskhöllinni
kom svona allt í einu í kikk-
ertið í gærmorgun og fylgdist
þannig með rekstrinum í búð-
inni frá skrifstofunni. Mér
sýndist Steingrímur heldur
dapur á svipinn, — viðskipta-
vinimir komu og fóru og vildu
flestir fá ýsu, — þeir áttu að-
eins völ á rauðsprettu og frosn-
um ýsuflökum fyrir sextíu
krónur kílóið Þetta er nú
meira fiskleysið um hávertíð-
ina í blíðskaparveðrinu, sagði
Nýleikrithiá LR
Framhald af 1. síðu.
hefur áður stjórnað leikverkum
úti á landi. í þessu verki leika
Borgar Garðarsson og Arnar
Jónsson tvo hermenn og þau
Haraldur Björnssón og Áróra
Halldórsdóttir foreldra annars
þeirra Þá koma við sögu tveir
sjúkraliðar, sem þeir Guðmundur
Erlendsson og Erlendur Svav-
arsson leika.
Jean Tardieu er elztur þessara
höfunda. Hann *pr Frakki og
var ljóðskáld áður en hann sneri
sér að leikritun. Sveinn Einars-
son leikstýrir nú verki eftir
hann sem heitir „Ég er kominn
til að fá upplýsingar“. en þýðr
inguna gerði Vigdis FinnbogaJ
dóttir.' Með hlutverk fara þeir
Guðmundur PáTsson oe Biarni
Steinerímsson.
Lieikmynd gerði Sævar Helga-
son og er það í fyrsta sinn er j
hann vinnur á því sviði fyrir ]
Leikfélagið.
Hafnar eru æfingar á Dúfna-;
veizlu Halldórs Laxness ög verð- j
ur Helgi Skúlason leikstjóri.
Þorsteinn ö. Stephensen leikur
pressara í því verki og Anna
Guðmundsdóttir konu hans, en
flestir þekktustu leikarar félags-
ins fara með hlutverk í þessu
leikriti. Búizt er við að bað verði
frumsýnt í aprílbyrjun.
einn kúnninn hvass í rödd-
inni.
Blessaður vertu, — minnztu
ekki á ósköpin, sagði fiskihall-
arforstjórinn.
Gerjr þú ekkj út, Steingrím-
ur? sagði ein húsrhóðirin.
Jú, — ég er kominn í út-
gerð, — drundi í Steingrími
með bassaröddu.
Hvað heitir báturinn?
Báturinn heitir Magnús IV.
Heitir hann í höfuðið á fjár-
málaráðherranum. Þá hlóStein-
grímur. Þeir eru flinkir að
stýra þjóðarskútunni þessa dag-
ana, — mikið lifandis ósköp,
sagði Steingrímur. Ætli mað-
■ur verði ekki að svissa yfir í
súkkulaðikexið og dönsku smá-
kökurnar, — þetta eru víst
á annað hundrað tegundir
af kexi í verzlunarfrelsinu.
Ert þú ekki með eina bát-
inn hér í Reykjavík?
Það er erfitt að gera út nú
til dags, drundi í forstjóran-
um, — það þarf fjármálavit
af æðri toga. Frystihúsin hafa
náð nokkrum bátum og sleppa
ekki einum ugga frá sér, —
það er hækkandi fiskverð á j
heimsmarkaði, — útgerðar-
mennirnir skulda þeim fyrir
beitugeymslu og þá er ekki að
spyrja að fangbrögðunum.
Þetta er óskaplegt ástand,
sagði Steingrímur að lckum.
Hann var ekki myrkur 1
máli Ásgeir í Sæbjörgu á
Laugaveginum og hélt eiginlega
smáfyrirlestur , með nokkrar
húsmæður fyrir framan búð-
arborðið og átti nokkrar rauð-
sprettur í bala og fjögur stykki
af hrognum og svo auðvitað
frosin ýsuflök á sextíu krónur
kílóið.
Ég er nú búinn að standa
hérna fyrir innan borðið í átj-
án ár og hef aldrei kynnzt
svona aðstæðum fyrr, — há-
vertíðin og blíðskaparveður
dag eftir dag og fiskur svona
af skornum skammti.
Myndir og
texti:
■
■
■
■
■
Guðgeir
■
■
■
■
Magnússon
Þið verðið að flytja inn fisk
frá Danmörku í flugvélum,
sagði ein húsmóðirin fyrir
framan borðið. Þetta er svodd-
• an verzlunarfrelsi á öllum
: hlutum.
■
Satt segir þú góða kona,
: sagði Ásgeir og klökknaði við.
Flytja inn fisk frá Danmörku
■ í flugvélum. Þetta er lóðið.
: Slíkt verður hlutskipti þessar-
j ar miklu fiskveiðiþjóðar, —
: Islendinga, — flytja inn fisk
■ í flugvélum.
Hvern á að hengja í þessum
: málum? sagði nú önnur hús-
móðir reið og æst.
: Ja, — hvern á að hengja,
sagði Ásgeir diplómatiskur. Það
á kannski að hengja fisksalana.
■ Það væri eftir öðrum hlutum
nú á tímum. Bakarinn er
hengdur fyrir smiðinn. Svona
aðgerðir éru nú komnar frá
æðri sviðum í þjóðfélaginu.
Ég segi svo ekki meir um
það.
------------------------------------------------------s>
Einn fisksali bíður ná dóms fyrir okur
Klukkan tíu í gærmorgun lit-
um við inn í fiskbúðina að
Frakkastíg 7 hér í bæ og stóð'
þá fisksalinn yfir fimm skötu-
börðum og nokkrum pökkum
af frosnum ýsuflökum á sex-
tíu krónur kílóið.
Ég var með nokkrar ýsur
við opnun í morgun, og búðin
fylltist þegar af fólki og þær
ruku út á nokkrum mínútum
Hér er autt borð til þess að
gera, sagði Reynir Jóhannes-
son. Húsmóðir kom inn í búð-
ina og leit yfir úrvalið.
Jæja, — hér er sama sagan
Þetta er eins og gullleit á
hverjum morgni.
Reynir fór nú að lýsa þeim
erfiðleikum, hvað erfitt væri
að fá fisk og kvað helzta úr-
ræðið fyrir fisksala að aka á
síðkvöldum um Suðumes og
semja ' við bátseigendur, er
veiða fyrir eigin saltfisksverk
un.
Einn fisksali keypti ýsuna
um daginn fyrir átta krónur
kílóið og reyndi að selja hana
fyrir sextán krónur. Hann bíð-
ur nú dóms. Það má ekki selja
ýsukílóið fyrir meira en kr.
níu og fjörutiu. •
Alveg er þetta makalaust,
sagði hin reykvíska húsmóðir
og keypti eitj skötubarð held-
ur en ekki neitt.
t
Hundruð þásunda á átifundi
í Aþenu gegn stjóminni
AÞENU 16/2 — Hundruð þús-
unda Aþenubúa söfnuðust í dag
saman á aðaltorgi borgarinnar til
að minnast sigurs Miðsambands
Papandreús og vinstriaflanna í
kosningunum 1964. Papandreú á-
varpaði fundinn sem talið er að
um 300.000 manns hafi verið á
og krafðist þess af Konstantín
konungi að efnt yrði til nýrra
kosninga.
— Þetta eru ekki venjuleg
tilmæli, heldur krafa sem við
höfum fullan rétt til að gera,
;agði Papandreú og var ákaft
bgnað af mannfjöldanum.
Lögreglan hafði haft mikinn
iðbúnað og voru 5.000 vopnað-
ir lögreglumenn á verði víða
um borgina til að bæla niður
uppþot ef þau yrðu eftir fund-
inn.
Kosningar í marz
í Brotlandi?
LONDON 16/2 — Nú eru í
London allar líkur taldar á því
að Wilson forsætisráðherra muni
efna til þingkosninga í vor, og
er talið sennilegast að þær verði
haldnar annaðhvort 24. eða 31.
marz. Búizt er við að hann til-
kynni ákvörðun sfna skömmu
eftir að hann kemur heim úr
opinberri heimsókn sinni til
Moskvu. en þangað fer hann í
næstu viku.