Þjóðviljinn - 02.03.1966, Page 6

Þjóðviljinn - 02.03.1966, Page 6
0 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 2. rnarz 1966. Skattlagning síldveiði- siómanna er óeðlileg og •• WMm. tiáðvík Jósepsson „Nefndin varð ekki sammála um afgreiðslu frumvarpsins. Ég er andvígur frumvarpimi og vil fella það. Fulltrúar Framsóknarflokksins virðast Oráðnir í málinu, en fulltrúar stjómarflokkanna í nefndinni vilja samþykkja það. 40 kr. af síldarmáli Aðalefni frumvarpsins er það, að lagt er til að hækka útflutningsgjöld á sildarafurð- um um 40 miljónir króna á ári, en lækka jafnframt út- flutningsgjöld á þorskafurðum um sömu fjárhæð. Sá nýi síld- arskattur, sem frumvarpið ger- ir ráð fyrir, mun lækka í verði hvert síldarmál um 10 krónur. Verði frumvarpið samþykkt, komast útflutningsgjöld á síld- armjöli og síldarlýsi upp í 8% af fob-verðmæti. eða verða um 40 krónur á hvert síldarmál. Slíkur útflutningsskattur mun hvergi þekkjast. Með frum- varpinu á að leggja á alla síldveiðisjómenn aukaskatt, sem nemur um 20 miljónum osanngjorn ■ Eins og skýrt var frá í fréttum blaðsins í gær, var frumvarpið um tilfærslu á útflutningsgjaldi af sjávar- afurðum afgreitt sem lög frá Alþingi í fyrradag. Stóð stjómarliðið að samþykkt frumvarpsins, Framsóknar- menn voru hvorki með því né móti en Alþýðubandalag- ið lagðist gegn frumvarpinu. ■ Á öðrum stað hér á síðunni er greint frá umræðum sem urðu á þinginu í fyrradag um það á hvern hátt sjó- mannasamtökin gætu fengið hliðstæða upphæð af út- flutningsgjaldinu og útgerðarsamtökin hafa. Hér fer á eftir hið ítarlega nefndarálit Lúðvíks Jósepssonar um fyrrnefnt frumvarp, en þar lýsir hann afstöðu sinni til málsins. króna á ári, en það mun nema tum 8000 króna meðalskatti á hvem síldveiðisjómann. Skatt- urinn lendir ekki aðeins á tekjuhæstu sjómönnunum, heldur einnig á þeim tekju- lægstu. Jafnháan skatt, eða um 30 miljónir króna á ári, á að leggja á síldarútgerðarmenn, og lendir sá skattur ekki aðeins á þeim útgerðarmönnum. sem góðan rekstur hafa, heldur einnig á hinum, sem óumdeil- anlega reka með tapi. Þessum nýja síldarskatti á að verja að langmestu leyti til stuðnings við stærstu fiskkaup- enduma í landinu, þar á með- al þau stóru frystihús, sem gef- ið hafa upp til skatts á und- anfömum árum allverulegan rekstrargróða. Síldarútgerð greiði 200 milj. króna Með breytingum þeim, sem felast í frumvarpinu, er gert ráð fyrir, að síldarútgerðin greiði um 200 miljónir króna á ári í útflutningsgjöld. en önn- ur útgerð aðeins um 80 milj- ónir króna. Samkvæmt áætlunum, sem fyrir liggja, er ráðgert, að síld- arútgerðin greiði í vátrygging- arsjóð fiskiskipaflotans um 145 miljónir króna á ári, en öll önnur útgerð, og þar á meðal togaraútgerðin, aðeins um 50 miljónir króna. Þau rök eru einkum færð fram fyrir hinum nýja síldar- skatti, að um s.l. áramót hafi orðið samkomulag í yfimefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins um að hækka fiskverð um 17% frá því, sem áður var, og að í ljós hafi komið, að fiskkaup- endur gætu ekki greitt alla þessa hækkun. Talið var, að fiskkaupendur gætu greitt um 13% fiskverðshækkun, en að 4% verðhækkjjn yrði að fást annars staðar. 4% fiskverðs- hæk-kun var talin nema 40 miljónum króna á ári. Nú er það ekkert nýtt við fiskverðsákvörðun. að fiskkaup- endur telji sig ekki geta greitt þá fiskverðshækkun, sem fisk- seljendur fara fram á. 1 ýms- um slíkum tilfellum hefur rfk- issjóður komið til hjálpar og brúað bilið. Nú var ekki talið fært. að ríkissjóður brúaði þetta bil, en þess í stað var fundið það ráð, sem í frumvarpinu felst, að leggja sérstakan aukaskatt á sildveiðisjómenn og síldarút- gerðarmenn og láta þá aðstoða frystihúsin í landinu til að greiða það fiskverð, sem talið var óhjákvæmilegt, að fiski- menn fengju. Ósamræmi i. | þrjátíu Spánver'ja, sem handteknir voru í fyrri viku J í bænum Baiza, þar sem halda átti minningarhátíð um ® skáldið Antonio Machado, sem lézt í útlegð 20. febrú- I ar 1939. Mikið lið lögreglu kom 1 veg fyrir hátíða- ‘ höldin. Enn gistír skáidið Carlos Aivarei fangelsi Spánar Spænska skáldið Carlos Alvarez var einn hinna í Alvarez hefur nokkrum sinnum verið handtekinn áð- ur, m.a. fyrir hið heimsfræga Ijóð sitt um spænsku frels- ishetjuna Julian Grimau, sem tekinn var af lífi á Spáni ár- ið 1963. Sjónarvottar segja, að 2—3 þúsund manns h,J:i komið til minningarathafnarinnar í Ba- iza, en lögreglan hefði hindr- að jafnmarga í að komast þangað. Þótt dagblöð hefðu lýst því yfir, að hátíðinni væri aflýst, streymdi margt manna til Baiza, rithöfundar, listamenn. stúdentar og aðrir menntamenn. Komu margir í áaetlunarbifreiðum frá stærri borgum, en þeir voru stöðv- aðir af lögreglunni nokkra kílmetra frá borginni, og komust aðeins einkabílar leið- ar sinnar. Þegar þátttakendur byrj- uðu að safnast saman, spruttu fram margir tugir lögreglu- hermanna og skipuðu þeim að yfirgefa bæinn. Þegar þeirri skipun var ekki fylgt. tóku lögreglumenn upp kylf- ur sínar og réðust á mann- fjöldann. en þar voru fyrir margar konur og böm. Hlutr margir áverka er lögreglar hrakti fólkið undan sér, er viðstöddum læknum var meinað að hjálpa þeimsærðu Margir voru handteknir, en flestir látnir lausir fljótlega En með þó nokkra var fari^ til Jean. nálægrar borgar. n' var Alvarez meðal þeirra. 1 Jean munu hinir hand t^knu hafa komið fyrir dóm Carlos Alvarez. og verið dæmdir í sektir. en ekki er ljóst af fréttum hve- L nær eða hvort þeir hafa ver- " ið látnir lausir. I „Lciðin út úr vandanum er ekki að skattleggja síldveiðisjómenn eða einstaka þætti framleiðslukerfisins, heldur að snúa sér að orsökum meinsins, dýrtíðarstefnu ríkisstjórnarinnar". Ég tel slíka skattlagningu sem þesisa óeðlilega og ósann- gjama og mjög hættulegt að faira inn á þá braut að skatt- leggja eina grein útgerðarinn- ar til stuðnings annarri. Slíkt hefur aldrei verið gert áður, svo að mér sé kunnugt. Á tímum uppbótakerfisins voru greiddair misjafnar upp- bætur til hinna einstöku greina framleiðslunnar, eftir þvi sem talið var að þörf væri á. Það fé. sem til uppbótagreiðslnanna fór, kom úr almannasjóði eða hafði verið aflað með almennri skattlagningu. Þá kom ald,rei til mála að leggja sérstakan skatt á þær greinar framleiðsl- unnar, sem betur gekk, til stuðnings hinum, sem verr gekk. Þegar uppbótárkerfið var lagt niður með viðreismarstefn- unni, var því mjög haldið fram af efnahagsráðunautum ríkis- stjórnarinnar, að varhugavert væri að styrkja hinar ýmsu greinar framleiðslunnar mis- jafnlega, en nú bregður svo við. að aðalefnahagsráðunautur ríkisstjómarinnar stendur að tillögugerð um það að ganga enn lengra í mismunun í þess- um efnum en nokkru sinni fyrr, með því að leggja til að ein framleiðslugrein verði beinlínis að standa undir rekstrargjöldum annarrar. Röskun á samníngs- rétti sjómanna Verði haldið áfram á þess- ari braut, má búast við því, að næst komi tillaga um að skatt- leggja einhvern þátt bátaút- gerðarinnar til stuðnings tog- araútgerðinni. Og svo má bú- ast við tillögu um að skatt- leggja síldarsöltun á Norður- og Austurlandi til stuðnings síldarsöltun við Faxaflóa. Slík skattlagning er alger fjarstæða, og auðvitað hlýtur að koma að því, að sjómenn, sem fyrir slíkri skattlagningu verða neiti að þola hana. Þó að svo kunni að fara, að dýrtíðarstefna ríkisstjómar- innar leiði til þess, að fisk- kaupendur geti ekki greitt fiskibátaeigendum og sjómönn- Framhald á 9 síðu. Allir sjómenn eiga sama rétt til fjárstuðnings hvort sem þeir eru í Sjómannasambandinu, Farmanna- og fiskimannasambandinu eða ASÍ Frirmvarpið um útflutnings- gjald af sjávarafurðum gerir ráft fyrir aft 0.8% útflutnings- gjaldsins, efta á þriðju miljón króna renni til Landssambands útgerftarmanna. Farmanna- og fiskimannasambandið og Sjó- mannasamband Islands sendu alþingi sérstakar kröfur um að þau fengju hliðstæðan hluta útflutningsgjaldsins og útgerð- armcnn, og gaf sjávarútvegs- málaráfthcrra yfirlýsingu um að möguleikar á því yrðu at- hugaðir við umræður í neðri deild í fýrrad. Lúftvík Jóseps- son lagði áhcrzlu á að þó að slíkur stuðningur fengist fram til sjómannasamtakapna, scm væri vitanlega sanngjarnt, stæði aðalatri'ði frumvarpsins óhaggað, og gæti því ekki breytt afstöðu neins til máls- ins. En ef fara ætti þá Ieið að styrkja sjómannasamtökin væri ekkí síður ástæða til að styrkja þá sjómenn, sem eru innan Alþýðusambandsins, en ekki í sjómannasambandinu. Pétur Sigurðsson ræddi þetta mál einnig og kvað hann 4000 fiskimenn innan Farmanna- og fiskimannasambandsins en 6000 fiskimenn væru samtals í land- inu. Kvað hann nú standa yf- ir athuganir á breyttum skipu- lagsformum sjómannasamtak- anna og væri viðurkennt að sjómannasambandið væri for- ystuaðili innan sjómannasam- taka, þó það næði aðeins til Faxaflóasvæðisins. Væri það hliðstætt og Verkamannasam- bandið, sem ætti innan sinna vébanda verkalýðsfélög í land- inu. Eðvarð Sigurðsson kvað þann grundvallarmun á Verka- mannasambandinu og Sjó- mannasambandinu, að Sjó- mannasambandið kysi menn á ASl þing, sem félag væri, en hin einstöku félög innan Verka- mannasambandsins kysu sjálf- stætt inn á ASl-þing. Eðvarð kvað það fagnaðarefni, ef í at- hugun væri að samræma skipu- lag sjómannasamtakanna. Sjávarútvegsmálaráðherra lýsti því yfir við umræðumar að hann myndi beita sér fyrir að sjómannasamtökin fengju eitthvað af útflutningsgjaldinu en lét ekkert uppi um það hvemig það kynni að skiptast á milli viðkomandi aðila þrátt fyrir ítrekaðar spurningar m.a. frá Lúðvík Jósepssyni. Frumvarpið var svo sam- þykkt með 0.8% í herkostnað til útgerðarmanna sem áður, en sjómenn fá engan stuðning. 1.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.