Þjóðviljinn - 20.04.1966, Page 2

Þjóðviljinn - 20.04.1966, Page 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 20. aprfl 1966 Einar um alúmínsamningana Framhald af 1. síðu. þá freistingu að fara að hlutast til um íslenzk innanlandsmái í krafti auðs síns. Og þá gæti svo farið að ís- lenzkir atvinnurekendur asttu ekki framar góðra kosta völ. Það væri lögmál auðvaldsþjóðfélags- ins að stóru fyrirtækin útrýma hinum smáu. Og flest íslenzk fyrirtæki yrðu smá á mælikvarða auðhringanna eklsízt ef haldið verður áfram á þeirri braut sem nú er farið út á. Það gæti orðið „Standard Oil“ næst eða „Find- us‘‘, sem þrýstu sér inn, þegar þeir sæju hve auðvelt væri1 að gera heila stjórnmálaflokka og ríkisstjómarblöð að ofstækisá- róðurstækjum fyrir erlend auð- félög. ★ Hvenær varð þýlyndi ein- kenni íslendinga? Einar kvaðst harma það að framsögumaður meirihlútans, Matthías A. Mathiesen hefði ymprað á því að það væru ekki íslenzkir flokkar sem væru í ándstöðu við innrás hins erlenda hrings. Varaði Einar með þung- um orðum við þeirri hættu, að reynt yrði að telja fólki í Reykja- neskjördæmi trú um að það væri einhver guðsblessun að hið er- lenda auðfélag staðsetti þarverk- smiðju, og gera það svoþakklátt að enginn mætti orða mótmæli gegn hinum erlenda auðhring og framferði hdns, slfkt andóf væri óíslenzkt! Hvenær varð þýlyndið einkcnni Islendinga og þess sem íslenzkt er? spurði Einar og lagði áherzlu á, að vel yrði að standa á vérði frá upphafi ef sú ógæfa ætti að henda að hinum erlenda auðhring yrði hleypt hér inn. ★ Fólksflutningar. Bygging alúmínverksmiðju við Straumsvík eins og fyrirhugað er, þýðir nýja stórkostlega fólks- flutninga á Islandi, sagði Einar ennfremur. Nú þegar streyma fyrirspumir til ráðningarstofa á Norðurlandi um möguleika á að Prent- frelsi til sölu Dagblaðið Vísir hefur að undanfömu átt mjög í vök að verjast eins og fleiri. Hef- ■ ur blaðið verið rekið með mjög verulegum halla, og var svo komið nýlega að skuld- irnar voru komnar upp í 11 miljónir króna, en hlutafé Vísishf. var 5 miljónir. Hins vegar mátti svo virðast sem blaðið ætti sér öflugan bak- hjarl, því að Sjálfstæðisflokk- urinn átti helming hlutafjár- ins, hálfa þriðju miljón, og var sú eign að verulegu leyti gjöf frá Birni Ólafssyni stór- kaupmanni. En enda þótt Vis- ir hefði sjálfan Sjálfstæðis- flokkinn að bakhjarli, reynd- ist sú volduga stofnun næsta treg til þess að leggja fram nægilegt fé upp í hallann, enda hafa ýmsir Morgunblað&menn verið fúsir til að láta Vísi þann stuðning einan í té sem snaran veitir hálsinum. Voru um skeið allar horfur á því að elzta blað landsins ætlaði að fara að gefa upp andann. En þegar neyðin er stærst er hjálpin stundum næst. Sjö persónulegir hluthafar í Vísi buðust til þess að létta byrð- inni af Sjálfstæðisflokknum og keyptu jafnframt upp hluti ýmsra smærri stallbræðra sinna. Reyndust hlutirnir falir á útsöluverði með hagstæðari kjörum en dæmi eru um á komast í vinnu syðra. Það þýð- ir ekki þó stjórnarþingmenn reyni að friða samvizku sína með tali um atvinnujöfnunar- sjóð og þess háttar. Það eru ekki slíkir hlutir sem úrslitum ráða, heldur pær örlagaríku á- kvarðanir, sem nú er verið að taka og framhald þeirra. ★ Þjóðaratkvæðagreiðsla. 1 síðasta hluta ræðu sinnar talaði Einar m.a. um kröfunaum þjóðaratkvæðagreiðslu. Fyrir- hugað væri að binda þjóðina með þessum samningum til 45 ára, Þeir þingmenn sem hyggjast neita um þjóðaratkvæðagreiðslu um svo afdrifaríka samninga eru að baka sér þunga ábyrgð, og ættu samvizku sinnar vegna að samþykkja tillögu um þá máls- meðferð. ★ Eignanám, þjóðnýting. Loks beindi Einar fyrirspum- um til forsvarsmanna alúmín- samninganna um það hver væri afstaða hringsins samkvæmt þeSsum samningum ef íslending- um yrði ljóst nógu snemma að stigið hefði verið ógæfuspor og ákvæðu að taka verksmiðju alú- mínhringsins eignarnámi. Minnti hann í því sambandi á að fram hefði komið að Alþýðu- flokkurinn óttaðist að hið er- lenda auðfélag myndi hafa af- Framhald af 3, síðu. tækifæri til þess að kynna sér öll gögn málsins. Hann kvaðst vilja leggja ríka áherziu á að lögin hefðu verið samþykktmeð yfirgnæfandi meirihluta á tveim- ur þingum, 1961 og 1965. Ekki eignarnám Þá ræddi verjandinn lengi þá fullyrðingu sækjanda að lögin gerðu ráð fyrir eignarnámi. Hann sagði að ríkið greíddi þessum verðbólgutímum, eða með 90% afslætti, svo að Sjálfstæðisflokkurinn fékk til að mynda 250 þúsundir i greiðslu fyrir hálfa þriðju miljón. Jafnframt grynnkuðu hinir nýju eigendur um nokkr- ar miljónir króna á skuldum Vísis. Þeir menn sem Iétu sig ekki muna um að lyfta því fargi sem Sjálfstæðisflokkurinn var að kikna undir og gátu snar- að út nokkrum miljónum án þess að högg sæi á vatni eru þessir: Kristján Jóhann Krist- jánsson (Kassagerð Reykja- víkur og margt fleira); Sigfús Bjarnason (Heildverzlunin Hekla); Ágúst Hafberg (Norð- urleið h.f.); Þórir Jónsson (Ford); Pétur Pétursson (Lýsi h.f.); Gunnar M. Bjarnason (starfsmaður Sigfúsar í Heklu); Guðmundur Guðmundsson (Trésmiðjan Vfðir hf.). Þannig gengur prentfrelsið á íslandi kaupum og sölum, ekki síður en Wolkswagen-bíl- ar og Fordarar, fiskumbúðir, lýsi, langferðabílar og hús- gögn. Og nú er prentfrelsið í Vísi að sjálfsögðu eign þeirra sjö manna sem hafa keypt það fyrir beinharða peninga. Þeir munu svo nota fyrirtæki sín til þess að velta þeim útgjöldum ásamt halla- rekstri Vísis yfir á almenn- ing, sem að vanda fær að greiða fyrir frelsið án þess að eiga það. — Austri. skipti af innanlandsmálum. Gæti komið til mála að reyna aðveita hringnum nokkurt aðhald með því að Alþingi samþykkti aðsvo framarlega að hið erlenda auð- félag skipti sér af vinnudeilum eða stjórnmálum sé samningur- inn úr gildi fallinn og eignír hringsins hér verði þjóðnýttar. Það verður ekki Iangt þangað til þær kröfur verða gerðar að alúmínverksmiðjan við Straums- vik verði þjóðnýtt, sagði Einar og.spurðist fyrir um einstök at- riði í því sambandi, varðandi skilning á samningunum. Einnig spurði Einar, hvort nokkur á- kvæði væru í samningnum við Alþjóðabankann um lán til Búr- fellsvirkjunarinnar sem ætlað væri að afstýra því að Islend- ingar þjóðnýttu verksmiðjuna. Minnti hann á nokkur dæmi þess, að Alþjóðabankinn hefði reynt að hlutast til um íslenzk inn- anlandsmál í sambandi við lán- .veitingar hingað. Taldi Einar brýna nauðsyn að kenna þess- ari peningastofnun að Island væri sjálfstætt rfki og óhæfa væri að hlutast til um innan- landsmál sjálfstæðs ríkis með þessu móti. Auk Einars töluðu um alúmín- málið við umræðurnar í gær, Benedikt Gröndal, Þórarinn Þór- arinsson og Hannibal Valdemars- son. Lauk 2. umræðu um kl. 7, en atkvæðagreiðslu var frestað. megnið af útgjöldum safnsins og það væri undir stjórn Kaup- mannahafnarháskóla, þrátt fyr- ir mótmæli núverandi háskóla- ráðs. Það væri því ríkiseign, og þarafleiðandi væri ekki um eignarnám að ræða. En færi svo að dómstólarnir teldu að um eignarnám væri að ræða, lægi ljóst fyrir að almannaheill krefðist þess að íslendingar fengju hluta handritanna úr Árnasafni. Þeir hefðu um ára- bil farið frama það og með af- hendingunni væri verið að leysa mál sem valdið gæti og valdið hefði misklíð og leiðindum í samskiptum við vinsamlegt nor- rænt ríki. Ekki skaðabætur Um skaðabætur vegna^fhend- ingárinnar gæti ekki verið að ræða. Safnið væri ómetanlegt, jafnvel þótt miðað væri við söluverð Skarðsbókar, en væru öll blöð í Árnasafni jafnmikils virði og hvert blað hennar, væri verðmæti safnsins 500-1.000 milj- ónir danskra króna. Loks sagði Poul Schmidt að engin breyting yrði á starfsemi Árnasafns þótt hluti safnsins væri varðveittur í Reykjavík. Hlutverk þess væri að stuðla að útgáfu handritanna og myndi því haldið áfram. Með því væri framfylgt óskum Áma Magnús- sonar. Réttarhöldum lýkur á morg- un, fimmtudag, með svarræðum málsaðila, en dómur verður væntanlega kveðinn upp ínæsta mánuði og víst þykir að málinu verði áfrýjað til hæstaréttar hvemig svo sem hann verður. Loren og Ponti reyna nú aftur PARÍS 19/4 — Þau skötuhjúin Sophia Loren og Carlo Ponti gengu á laun í hjónaband í út- hverfinu Sevres í París fyrir tíu dögum, sagði borgarstjórinn í dag. Þau hafa búið saman lengi og jafnan verið í giftingarhugleið- ingum en hefur ekki tekizt að komast í það heilaga vegna þess að Ponti hefur ekki að ítölskum lögum getað fengið skilnað frá fyrri konu sinni. Þau Ponti ©g Loren gengu í hjónaband í Mex- íkóborg 1957, en það var ógilt af ítölskum dómstól. i Réttarhöld í handritamálinu Osta- og smj'örsalan seldi fyrir 345 milj'. á s/. ári Ársfundur Osta- og Smjörsöl- unnar var haldinn í Reykjavík föstudaginn 1. apríl sd. Auk stjórnar og fram- kvæmdastjóra, sátu fundinn stjórnir Mjólkursamsölunnar og Sambands Isl. Samvinnufélaga. Formaður Osta- og Smjörsöl- unnar, Stefán Björnsson, stjóm- aði fundi. Framkvœmdastjórinn, Sigurð- ur Benediktsson, flutti ýtarlega skýrslu um starfsemi fyrirtækis- ins á sl. ári, ræddi framleiðslu- og sölumál og lagði fram rekst- urs- og efnahagsreikning ársins 1965, sem var sjöunda starfsár fyrirtækisins. Innvegin mjólk til mjólkur- samlaganna varð á árinu sem leið 106.515.226 kg og hafði vax- ið um rösk 6 miljón kg frá því árið áður. Heildarframleiðsla mjólkur- samlaganna jókst' því verulega eftir svo mikið mjólkurár og hafði ostagerð vaxið, miðað við árið áður um 330 lestir og smjörframleiðslan um 220 lest- ir. Framleiðslan varð þessi: Smjör Ostur Nýmjólkurmjöl U ndanrennumjöl Mysuostur Kasein Fóðurostur 1763 lestir 1424 lestir 453 lestir 447 lestir 51 lestir 471 lestir 25 lestir. Vegna mjög aukinnar smjör- framleiðslu í öðrum löndum, tókst ekki að selja neitt smjör- magn á erlendum vettvangi á árinu, en árið áður, nam út- flutningur, 550 tonnum, aðal- lega til Bretlands. Ost var hinsvegar hægt að flytja út og var hann seldur á vesturþýzkan, brezkan og bandarískan markað. Heildarsala á framleiðsluvör- um mjólkursamlaganna árið 1965, varð þessi: Smjör 1051 lest Ostur 1364 lestir Nýmjólkurmjöl 443 lestir Undanrennumjöl 150 lestir Kasein 486 lestir. Verðmæti árssölunnar varð nálægt 345 milj. kr. I skýrslu Sigurðar Benedikts- sonar kom fram, að verið er að undirbúa allmiklar breyting- ar í framleiðsluháttum mjólk- ursamlaganna, sem miða að aukinni og afmarkaðri verka- skiptingu en var áður. Þannig verður lögð áherzla á aukna ostagerð og mjölframleiðslu I því augnamiði að draga úr smjörframleiðslunni. Framkvæmdastjórinn upp- lýsti, að búið væri að greiða mjólkursamlogunum allt and- virði seldra vara frá árinu 1965 og jafnframt er búið að gera skil til þeirra á tekjuafgangi, sem nam: 7,5 miljónum króna. I stjórn Osta- og Smjörsöl- unnar eiga sæti: Stefán Björns,- son, forstjóri, formaður, Er- lendur Einarsson, forstjóri, Ein- ar Ólafsson, bóndi, Grétar Sím- onarson, mjólkurbústjóri, Hjalti Pálsson, framkvæmdastjóri, Jón- as Kristjánsson, mjólkursam- lagsstjóri. (Frétt frá Osta- og Smjörsöl- unni s.f.). Kröfuganga gegn USA í Tyrklandi ANKARA 19/4 — Sex stúdentar voru teknir höndum í Ankara í dag þegar efnt var til kröfu- göngu gegn Bandaríkjamönnum, rétt áður en Rusk utanríkisráð- herra kom til borgarinnar til að sitja þar fund utanríkisráðherra Cento-bandalagsins. Stúdentar báru spjöld með á- letrunum eins og „Tyrkland er ekki búgarður Johnsons" og „Kanar farið heim“. Fagrar og var- anlegar fermingargjafir Fimmdægra. fomindversk ævjntýri. Ljóðmæli Steingríms Thorstejnssonar. Ljóðmæli Grims Thomsens. Ritsafn Jónasar frá Hrafna- eili. Þessar bækur allar eru í fallegu og vönduðu bandj og fást í öllum bókaverzl- unum. LEIFTUR H.F. M/s BALDUR fer til Rifshafnar Ólafsv'kur, Grundarfjarðar, Stykkishólms. Hjallaness, Skarðsstöðvar, Króks- fjafðamess og Flateyjar á mánu- dag. — Vörumóttaka á föstudag. Sumarfötin Drengjajakkaföt frá 5—13 ára, úrvalsefni, terylene, ull. Matrósaföt —■ Matrósakjólar. Hvítar nylonskyrtur Fermingarföt nr. 32—37. Enskar drengja- og telpnapeysur nýkomið mikið úrval, margiT litir allar stærðir. Sænjgurfatnaður Sængtirver, hvítt dam- ask, silkjdamask, léreft. Dúnhelt og fiðurhelt léreft. Gæsadúnn, hálf- dúnn, fiður — kr. 145,00 kg. Patons ullargarnið mikið litaúrval, 4 gróftir liíekta hleypur ekki. PÓSTSENDUM Vesturgötu 12. Símj 13570. Auglýsid í Þjóðvil|anum Borgarstjórnarkosningar Framboðslistum við borgarstjórnarkosn- ingar í Reykjavík, er fram fara 22. maí 1966, verður veit't viðtaka í skrifstofu hrl. Einars Baldvins Guðmundssonar, Aðal- stræti 6, III. hæð, miðvikudaginn 20. apríl kl. 9—17 og kl. 23—24. YFIRK J ÖRSTJ ÓRNIN. Tilkynaing frá fulltrúaráði Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði: Sjómannadagurinn 1966 verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn 15. maí. Sjómannadagsráðum utan Reykjavíkur er bent á að gera pantanir á heiðurs- merkjum, verðlaunapeningum og merki dagsins sem fyrst, til skrifstofu samtakanna, Hrafnistu. Reykjavík. t Stjórnin. Leigjendur matjurtagarða í Reykjavík eru minntir á að greiða leigjendagjaldið fyrir 1. maí. GARÐYRKJUSTJÓRI.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.