Þjóðviljinn - 22.05.1966, Blaðsíða 1
1
Þeir sem ekki hafa gert skil geri það
í dag, Dregið á morgun. Tekið er við
framlögum í kosningasjöð á öllum kosn-
ingaskrifstofum Alþýðubandalagsins.
Alþýðubandalagið þarf á að halda öll-
um þeim bílakosti, sem stuðningsfólk
þess getur í té látið.
f
í
Kosið um borgarmál
Er það verkefni borgar-
stjórnarinnar að fullnægja
sem bezt þörfum íbúanna, á
stefna höfuðborgarinnar að
vera félagsleg — eða eiga þarf-
ir borgaranna að vera vett-
vangur fyrir gróðabrallsmenn,
á að nota nauðsyn íbúanna til
að tryggja forréttindamönn-
um ágóða? Um þetta er barizt
í húsnæðismálum, í atvinnu-
málum og á öllum sviðum.
Það er sameiginlegur hagur
yfirgnæfandi meirihluta borg-
arbúa að fylgt sé félagslegri
stefnu; stefnubreyting í þá
átt verður aðeins tryggð með
fylgisaukningu G-listans.
Kosið um kjaramál
Eftir rúma viku falla kjara-
samningar almennu verklýðs-
félaganna úr gildi, á þessu ári
losna allir kjarasamningar.
Árangurinn í næstu samning-
um er undir því kominn að
launafólk skipi sér sem þétt-
ast um þá sem sitja við samn-
ingaborðið og fara með um-
boð verklýðsfélaganna. Með
ákvörðunum sínum í dag hef-
ur launafólk áhrif á úr-
slit kjarasamninganna. Kjós-
endur þurfa að tryggja Jóni
Snorra Þorleifssyni, Guð-
mundi J. Guðmundssyni og
félögum þeirra sem sterkasta
samningsaðstöðu.
Kosið um landsmál
Óðaverðbólgan magnast
mánuð frá mánuði. Neyzlu-
fiskur hefur hækkað í verði
um allt að því fjóra fimmtu;
seinast hækkaði neyzluvöru-
vísitalan um 12 stig — þessi
þróun er samfellt rán frá
launafólki, sparifjáreigendum,
öldruðu fólki. Á mestu góð-
æristímum í sögu þjóðarinn-
ar er óstjórnin slík að undir-
stöðuatvinnuvegur þjóðarinn-
ar, sjávarútvegurinn, þarf á
síhækkandi ríkisaðstoð að
halda. í dag hafa kjósendur
tækifæri til að kveða upp dóm
sinn og búa í haginn fyrir nýja
stjórnarstefnu.
Kosið um reisn
Á undanförnum árum hafa
valdhafarnir stöðugt orðið á-
Iútari fyrir erlendum yfir-
gangi. Á sama tíma og her-
stöðvum fækkar umhverfis
okkur eru þær auknar hér;
dýrmætustu orkulindir lands-
ins eru afhentar erlendu auð-
félagi fram á næstu öld. Rík-
isstjórn íslands er eina ríkis-
stjórn í V.-Evrópu sem hefur
tekið gagnrýnislausa afstöðu
með árásarstyrjöld Bandaríkj-
anna í Víetnam. — Á G-list-
anum eru fulltrúar þeirra ís-
Iendinga sem vilja að hafin
sé ný sókn fyrir þjóðlegri
reisn og sjálfsvirðingu.
ARANGURINN I KVOLD
EFTIR STARFI OKKAR í