Þjóðviljinn - 22.05.1966, Blaðsíða 6
|0 SfM i ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 22. maí 1966
þórður
sjóari
4758 — Nýja skútan Ethel II. er miklu stærri og fullkDmnari
en fyrirrennari hennar og það hlýtur að verða dásamlegt að
sigla með henni. Þórður hlakkar líka til ferðarinnar og eins til
að koma aftur til Ameríku en það er orðið langt síðan hann
hefur komið þangað. — Loks láta þeir úr höfn. Stanley er mjög
ánægður meö farkostmn, ferðina, ferðafélagana og síðast en ekki
sízt hlakkar hann tii að hitta konuna sína aftur. Vinir hans
siglingaklúbbnum munu reka upp stór aúgu þegar hann kem-
ar til baka á þessari snekkju. Nú gæti hann svo sannarlega far-
ið í keppni við Hafmeyjuna.
MARS TRADIISIG col
KLAPPARSTIfí ?n SÍMl 17.TO
WILLIAM MULVÍHILL
FLUGVEL
HVERFUR
hálfstirðnuðum skrokkunum.
Hann var svangur.
Jefferson Smith tók pennann
og dagbókina og fór út úr hell-
inum. Hann og Bain vtrru einir.
Byssa 0’Brjen var horfn stúlk-
an og Grimmelmann voru að
leita að eðlum og viði. Hann gat
ekki sofið lengur; hann varð að
skrifa.
Úti settist hann með bakið
upp að sléttum klettavegg, opn-
aði bókina og setti hana á hnén.
Þörfin fyrir að skrifa var göm-
ul með honum, hann skildi hana
og bauð tiana velkomna; hún var
tengd hans fyrra lífi fyrir langa-
löngu, þegar hann lifði og hrærð-
ist innanum bækur, las og hugs-
aði.
Hann blaðaði í dagbókinni,
starði á orðin sem hann hafði
skrifað og las stöku brot. Hann
var feginn því að hann hafði
tekið bókina með sér hún var
þýðingarmeiri en nýir sokkar,
sög og koparvír. Hann fletti upp
á síðustu síðunni, þar sem hann
hafði skrifað.
— Síðasti dagur hér. Næsti
stanz Windhoek. t Angola er
gamallegur þreytublær á öllu,
eitthvað bunglamalegt Megnið
af þrælunum til Brasilíu kom
héðan. það var ekki miög löng
ferð fyrir þá Æitti að reyna að
safna frekari upplýsingum um
betta í bakaleiðinni Fara til
Orteza. Spyrja Brill um heim-
ildir fyrir skýrslunni til stofn-
unarinnar
' Hann hafði skrifað betta á
hó+elinu í Mnssamedes kvöldið
áður en Sturdevant tók bau í
flugvél sína. Angola hafði ekki
verið svo afleit. Þar hafði ekki
verið neitt uppistand. Portúgal-
amir voru gamlir í hettunni.
Brill var Englendingurinn í Win-
dhoek, ríkur sérvjtrjngur sem
efnazt hafði á sölu gamalla bóka
sjaldgæfra, var orðinn sérfræð-
ingur á því sviði einkum öllu
því sem viðkom Afríku hins
liðna. Brill hafði boðið honum
til Windhoek og hann hafði
hlakkað mjög til þeirrar heim-
sóknir. Englendingurinn átti sitt-
MÁm-ífjreiíclaw
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steimi on
Laugavegi 18 III hæð (lyfta)
SÍMI 24-6-16
P E B M A
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21 SÍMI 33-968.
D Ö m U B
Hárgreiðsla við allra hæfi
T.JARNARSTOFAN
Tiarnargötu 10 Vonarstrætis-
megin — Sími 14-6-62.
RnfflívVa'óv’
María Guðmundsdóttir
Laugavegi 12 Sími 14-6-58
Nuddstofan er -. sama stað.
hvað af gömlum arabískum heim-
ildum um þrælaverzlunina og
hafði látið þýða þær á eigin
: kostnað. Slíkt tækifæri byðist
honum aðeins einu sinni á æv-
1 inni. Án þessara heimilda gæti
hann ekki skrifað sína eiginbók.
Hvað ætti hann nú að skrifa?
Lýsingu á slysinu og því sem
gerzt hafði sxðan? Nei. Hann var
ekki í skapi til þess. Hann skrúf-
j aði hettuna af sjálfblekungnum
og krotaði varlega á pappírinn
: til að athuga hvort í honum
j væri blek. Hann ætlaði að at-
huga það seinna, skrifa niður
réttar dagsetningar og fá þau
hin til að hjálpa sér. Hann fletti
framhjá mörgum auðum síðum
og valdi sér eina. Mánudag.
Hann skrifaði. Hann varúrþjálf-
un, það var næstum erfitt. Það
j var eins og hendurnar á honum
væru svo stórar og hann varð
að einbeita sér til þess að bók-
stafirnir yrðu litlir og snyrtilegir.
— Ég er svangur. Við erurh
alltaf svöng. Við etum. en við
hugsum ekki um það eins og
mat. Þetta er það fyrsta sem ég
pkrifa. síðan flugslysið varð. Við
erum í dálnum, í hellinum og
bíðum á hver jum degi eftir
flugvél pkkur' til bjargar.
S’.urdevant, lagði af, stað með
vafhsbi'úsa' til að sækja hjálp.
—rimmelmann áleit að það jafn-
nti sjálfsmorði. Eyðimörkin er
kelfileg. Sturdevant er enginn
I asni. Hann vissi út í hvað hann
I var að fara.
! Hvers ve«na eru engir úlf-
aldar hér? Ég hef heyrt að það
séu úlfaldar í Bechuanalandi.
Handa lögreglusveitum í Kala-
hari. Kannski eru þeir ekki svo
langt undan. Það er þó alltaf
vonin. ÚÍfaldarnir komu frá
Arabíu. Skyldu þrælasalarnir
hafa notað þá? Athuga það.
Fluttu Englendingar þá til Kala-
hari? Athuga þýðingu úlfaldans
fvrir brælaverzlunina í Sahara.
Ögerningur að komast yfir Sa-
hara án þeiri-a; úr myrkviði
Afríku til Marokkó, s. s. frv...
.. Kenna úlfaldanum um þræla-
haldið?
Hvaðan komu þeir? Miðasíu?
Tyrklandi? Ég vildi óska að ég
ætti eins mörg buff og ég gæti
í mig látið og franskar kartöfl-
ur og nóg salt. Ef við komumst
einhvern tíma héðan. ætla ég til
Bandaríkjanna að fá mér að
borða. Til fjandans með sagn-
fræðina. Kaupi bústna lagkonu
með jarðarberjum og ét hana
með fingrunum. Buff. Bakaðar
kartöflur. Brauð. Stopp.
Við erum ekki veik. Bain var
veikur, er að batna. Ágætur
náungi, Detjens dó eftir slysið.
Grafinn hjá flugvélinni.
Hann sat stundarkorn, lokaði
bókinni og lagði frá sér sjálf-
blekunginn. Hann hefði átt að
taka með sér bók úr flugvélinni.
Það hefði verið gott að geta
lesið dálítið.
Sturdevant reis á fætur. hag-
í-æddi byrði sinni, svo að hún
| var stöðug á öxlunum og hélt af
stað. Sólin var við sjóndeildar-
hring langt í burtu. Það var
kominn tími til að halda áfram.
Hann gekk í vestur. Vatnið
gutlaði í brúsunum og hann
kunni vel við hljóðið. Það voru
liðnar fjórar nætur síðan hann
lagði af stað, langar, þöglar næt-
ur með himni, stjömum og
flatri auðninni. líflausri pg óend-
anlegri. Hann gekk alla nóttina
og þegar sólin kom upp leitaði
hann í skjól. Fyrsta daginn gróf
hann holu í sandinn og breiddi
; byrði sína og jakkann yfir hana.
Þar hafði hann látið fyrirberast
um daginn, alveg að kafna en
I varinn fyrir miskunnarlausum
' sólargeislunum. Aldrei hafði
; nokkur dagur verið svo lang-
; ur né köld nóttin iafnkærkomin.
: Næsti dagur hafði verið betri,
landslagið var órealulegt og hann
’ kom að fialli, sem var svo illa
meðhöndlað eftir sandbylji, að
bann gat fundið sér skugga.
Hann fann örvarodd i sandinum
og bnotna leirkrukku með kúpt-
"m botni. Búskmenn.
Hann hélt áfram.
Þetta var ekkert annað en
happdrætti allt saman og bezt
að hugsa alls ekki um það. Á-
fram, áfram bara ganga áfram
og áfram. Hann hugsaði um öll
opnu svæðin sem enn voru eftir
' á kortinu, staði þar sem hægt
var að ganga áfram vikum sam-
an og deyja síðan. Ástralía
Brasilía. Arabía, Libya, Kanada
— margir staðir í Asíu og Af-
ríku, já jafnvel í Bandaríkjun-
um. Stóra, bandaríska eyðimörk-
in. Nevada. Arizona, New Mexi-
co og allt hitt
Hann varð að halda áfram að
ganga þar til hann fyndi fólk,
ef þau ættu ekki öll saman að
deyja. Enginn myndi leita að
; beim Þau höfðu á engan að
‘reysta, sex manneskjur.
Tveim stundum síðar nam
hann staðar og hvíldi sig. át
melónu Pg dreypti á dýrmætu
vatninu. Til þessa hafði allt
aéngið vel.
Um sólarupprás var hann kom-
inn upp á langa hæð; þegar birti
kom hann auga á þyrnikjarr
lengra niðri. Hann stefndi bang-
að með byssuna til taks. Runn-
ar gáfu skugga og hlé; kannski
var þar hræfugl eða feitt sebra-
j dýr. Yfirgefnar mauraþúfur, allt
! upp í tíu fet á hæð komu í Ijós
inni í kjarrinu, skordýravirki,
næstum ósigrandi.
i Hann fann engin dýr. Það
leið klukkustund og hann varð
þreyttur og honum hitnaði, því
að sólin var komin upp. Hann
fann sér hentuga mauraþúfu
sem gaf dálitinn skugga og lagði
frá sér byrðina og byssuna. Hann
svipaðist eftir sporðdrekum og
slöngum, svu drakk hann úr
vatnskönnu.
Hann hallaði sér upp að í-
bjúgri mauraþúfunni og lokaði
augunum. Það var betra að vera
hér en í hellinum; það var betra
að hafast eitthvað að, gera til-
raun. Hann þoldi ekki að bíða,
vona að tíminn sligaðist áfram,
vona að einhver bjargaði þeim.
Sóln hækkaði á lofti, en
sterkustu geislarnir náðu ekki
til hans. Það var léttir að geta
teygt úr fótunum; hann var
þreyttur. skelfilega þreyttur....
Fanga.skipið
Niðamyrkur í daunillum klef-
anum. kös af líkömum, hvíslandi
raddir. Við erum tilbúnir. við
getum lagt af stað eftir klukku-
tíma. Rödd Allisters reyndi aðná
til hans í myrkrinu.
Þeir hittu hann tvisvar í lofti '
og einu sinni á jörðu niðri, þeg-
ar Þeir skutu hann niður í Líb- !
íu Hann komst út úr vélinni og
endaði í stríðsfanaabfxðum í
Benghazi. Allir gerðu áætlanir
um flótta, en þeirra var svo
vandlega gætt að engum tókst
það.
Svo komst orðrómur á kreik:
Það átti að senda þá á skipi til
ítalíu. Um nóttina voru tveir
ástralíumenn skotnir fyrir ut-
an gaddavírsgirðinguna. Viku
seinna voru þeir komnir í skip-
ið þeim var kakkað saman eins
og skepnum og þeir slógust hver
í annan og börðust um staði til
að sitja. Alli.ster náði sambandi
við hann um nóttina. Hann
hafði mútað einhverjum, dyr
yrðu hafðar opnar, vörður myndi
horfa f aðra átt. Vildi hann
vera með?
Já. Hann var fús til hvers
sem var til að komast bux-t úr
þessu myrkri. Þetta gæti verið
gildra. það gæti komið ljós og
vélbyssur, en hann ætlaði að
tefla á tvær hættur. Einnar næt-
ur leyfi frá vítisfleytunni var
| nokkurs virði.
Þú ert fífl, tautaði einhver.
Cokneyrödd.
Það bíða einhverjir eftir ykk-
ur þarna úti. sagði annar. Það
var sagt, að ástralíumennirnir
tveir hefðu mútað einhverjum í
fangabúðunum.
i Hann fór samt. Hann og All-
ister og einhver sem hann þekkti
ekki. Hann fann dyr, aðrar dyr
og komst á kaðli niður í leynd-
ardómsfullt vatnið og svamlaði
burt í myrkrinu.
Hann bjargaðist. Tíu dögum
seinna var hann aftur farinn að
fljúga.
Fangaskipið varð fyrir tund-
urskeyti. Enginn komst af.
Þegar myrkrið skall á reis
hann upp. Hann var stirður í :
fótunum af þreytu. Hann drakk ,
dálítið af vatni, lyfti brúsunum
upp á bakið og gekk yfir stóra,
flata landslagið, sem sýndist'
hvítt og óraunverulegt f tungls-
ljósinu.
Um miðja nóttina fór hann að
hlæja. Fyrst gerði hljóðið hann
| skelkaðan, það var eins og þessi
dauði heimur yrði enn drunga-
legri og einveran óbærilegri.
I Smám saman fannst honum
I hljóðið kunnuglegt og uppörv-
andi. Það varð erfitt næstum
(§níineníal
Útvegum eftir beiðni
flestar stærðir hjólbarða
á jarðvinnslutæki
Önnumst ísuður og
viðgerðir á flestum stærðum
Gúmmmnnusfofan h.f.
Skipholti 35 - Sími 30688
og 31055
VBBIITRYBBINGAB
HEIMIR TRYGGIR VORUR
U,M ALLAN HEIM
TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRf
LINDARGÖTU 9 REYKJAVÍK • SÍMÍ 22122 — 21260
LEBURJAKKAR
RÚSKINNSJAKKAR
fyrir dömur
fyrir telpur
Verð frá kr. 1690,00
VWGERÐIR
LEÐURVERKSTÆÐI
ÚLFARS ATLAS0NAR
Bröttugötu 3 B
Sími 24678.