Þjóðviljinn - 02.06.1966, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 2. júní 1966 — 31. árgangur—120. tölublað.
Nýkjörin borgarstjórn á
fyrsta fundi sínum í dag
Á dagskrá fundarins eru kosningar í ráð og nefndir
Búddatrúarmenn færast / aukana:
Leppstjórn S- Vietnam
riðar nú til falls
Miklar kröfugöngur í landinu í gær — mann-
söfnuður brennir myndir af Johnson og Ky
□ Nýkjörin borgarstjórn
Reykjavíkur kemur sam-
an til fyrsta fundar kl. 5
síðdegis í dag. Á dag-
skrá fundarins eru 45
mál, mest kosningar ráða
og starfsnefnda.
Borgarstjóri verður , kjörinn til
næstu fjögurra ára, en forseti
borgarstjómar, fimm borgarráðs-
menn, þrír menn í heilbrigðis-
nefnd, fimm menn í hafnarstjórn,
fimm í framfærslunefnd, fjórir
í stjórn Innkaupastofnunar R-
víkurborgar, þrír í stjóm Lífeyr-
issjóðs starfsmanna borgarinnar
o.fl. til eins árs.
Þá verða ýmsar nefndir og
stjórair kjömar til fjögurra ára,
svo sem barnavemdarnefnd,
stjóm Sjúkrasamlags Reykjavík-
ur, stjóm Ráðningarstofu Rvík-
urborgar, fræðsluráð o.fl. o.fl.
Enn er að geta tveggja manna
í almannavarnamefnd til fjög-
urra ára, eins manns til aðann-
ast forðagæzlu í jafnlangan tima,
eins manns til að framkvæma
millimat, þriggja bátaformanna,
til þess að hafa eftirlit með
róðrartíma fiskibáta, tveggja
sáttamanna, eins manns í
merkjadóm, fimmtán í sjó- og
verzlunardóm, átta í áfengis-
varnamefnd, fimm í útgerðar-
ráð og eins markavarðar og er
þá sitthvað enn ónefnt.
Húift fjórða hundrað nem-
enda þreytir stúdentspróf
Þetta vor munu alls 353
nemendur menntaskóla og
verzlunarskóla á Islandi
ganga undir stúdentspróf.
Verður prófum lokið 13. til
15. júní og skólaslit 14. til
16. þ.m.
Samkv^pmt upplýsingum sem
Þjóðviljinn aflaði sér í gær
standa nú alls 192*nemendur í
stúdentsprófum í Menntaskólan-
um í Reykjavík, í máladeild 79
og í stærðfræðideild 113. þar af
eru 8 utanskóla. Skrifleg próf
hófust 23. maí og er þeim nú
Dundee vann
S|á 3: síðu
lokið, en munnleg próf hófust
31. maí og verður lokið mánu-
daginn 13. júní. Skólaslit og út- j
skrifun stúdenta verður í Há-
skólabíói 15. júní.
I Menntaskólanum á Akureyri
komast stúdentar að þessu sinni
í fyrsta sinn yfir hundrað. Þar
þreyta nú alls 110 nemendur
stúdentspróf, í máladeild 75 og
í stærðfræðideild 35. 12 eru ut-
anskóla. Prófin hófust rétt fyr-
ir hvítasunnu t>g lýkur 15. júní.
Skólaslit verða 17. júní.
Alls ganga 23 nemendur und-
ir stúdentspróf á Laugarvatni,
14 í máladeild og 9 í stærð-
fræðideild. Þar hófust prófin
fyrr en í öðram menntaskólum,
12. maí, og er dreift yfir lengri
tímá, enda fengu nemendur
styttra upplestrarfrí. 13. júní á
prófunum að vera lokið og skóla-
slit verða þann 14.
1 Verziunarskóla Islands
þreyta samtals 28 nemendur
stúdentspróf, þar .af 2 utanskóla.
Prófin byrjuðu snemma í mai
og verður væntanlega lokið 13.
júní. Skólaslit verða 15.—16.
júr.í.
Búddatrúarmunkur situr í vegi bandarísks skriðdreka.
H-listaskemmtun í Kópavogi
■ Kosningaskemmtun H-listans 1 Kópavogi verð-
■ ur í Félagsheimilinu laugardaginn 4. júní kl. 9.
• Góð skemmtiatriði.
■ Nápar verður sagt frá skemmtuninni í blaðinu
■ á morgun.
■ Föstudaginn 3. júní verður félagsfundur. Ræ’tt
■ verður um viðhorfið í bæjarmálum eftir kosn-
B ingar.
□ SAIGON 1/6 — Ky for-
sætisráðtierra gerði nýjar
tilraunir 1 dag til að stöðva
vaxandi andstöðu gegn rík-
isstjórninni með því að á-
kveða aö 10 borgarar skyldu
teknir í ríkisstjórnina.
□ Eftir yfirlýsingu hans
fóru firnm þúsund búdda-
trúarmenn í Saigon í kröfu-
göngu gegn stuðningi
Bandaríkjamanna við her-
f oringj astj ómina.
□ Ræðismannsskrifstofa
Bandaríkjanna í Hue var 1
dag brennd.
Ákvörðun Ky var kunngerð um
sama leyti og óeirðir fóru vax-
andi í landinu. Bandaríska ræð-
ismannsskrifstofan í Hue var
brennd, reynt. var að myrða
einn af leiðtogum búddatrúar-
manna í Saigon og búddatrúar-
menn fóru í miklar kröfugöng-
ur í höfuðborginni.
Þúsundir búddatrúarmanna
tóku þátt í kröfugöngu í Sai-
gon í kvöld og báru þeir með
^sér dúkku í líkamsstærð og
''mynd Johnsons Bandaríkjafor-
seta og brenndu hana. Var það
gert til að mótmæla stuðningi
Bandaríkjamanna við herfor-
ingjastjórnina í Saigon.
Ky forsætisráðherra birti í
dag áætlun' sína um að bæta í
ríkisstjórnina 10 fulltrúum trú-
arsamtaka og stjórnmálaflokka.
En þetta undanhald forsætis-
ráðherrans mýkti ekki búdda-
trúarmennina, sem telja að rík-
isstjómin beri á byrgð á morð-
tilraun, sem gerð var á einum
leiðtoga þeirra í dag.
Hand.sprengju var varpað að
Thien ilinh sem er 45 ára gam-
all munkur og æskulýðsleiðtogi
Framhald á 3. síðu.
I
t
í
\
I
Ný tækni notuS við lest
un og losun timburfurmu
Timburbúnti lyft úr skipslcst. Stálgripunum er fest á króka vinduvíranna og smeygt yfir
búntin áður en þeim er Iyft. — (Ljósm Þjóðviljans: AiK.).
Timburbúnti hefur verið lyft úr skipslest á bíipallinn
pilturinn losar um gripið. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.).