Þjóðviljinn - 02.06.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.06.1966, Blaðsíða 4
I 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJlfíN — Fimmtudagur 2. júní 1966 Otgeíandi; ^amelningarflokkur alþýöu — Sósíalistaflokk- ufinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorva’dur J'',-annesson. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. LauSa- soluverð kr. 5.00. Fœr ekki staðizt yíða um lönd lána ríkisbankar og* hliðstæðar pen- ingastofnanir fé með mismunandi kjörum. Er þá venjule'ga fylgt félagslegum sjónarmiðum; kjör- in eru betri ef nota á fjármunina til framkvæmda sem miklu máli eru taldar skipta fyrir þjóðfélag- ið, til stofnframkvæmda í atvinnumálum; til rekstrarþarfa útflutningsatvinnuveganna, og síðast en ékki sízt til húsnæðismála. í nágrannalöndum okkar eru húsnæðismálalán ódýrust og hagkvæm- ust allra lána, veitt með lægstum vöxtum og til mun lengri tíma en almennt tíðkast. Dýrust eru hins vegar þau lán sem veitt eru í milliliðastarf- semi og hvers kyris fjármálabrask. í þessum mis- munandi lánakjörum birtist stefna stjórnarvald- anna; þetta eru örlítil drög að áætlunarbúskap í því skyni að ýta undir þarflegar framkvæmdir en draga heldur úr þeim sem eru miður nytsamlegar. gtefna íslenzkra stjórnarvalda hefur veríð mjög á reiki á þessu sviði; oft hefur skort mjög á það að stjómarvöldin gerðu sér ljóst að mikilvæg- m stofnframkvæmdir og rekstur þeirra atvinnu- greina sem skapa verðmæti ættu að hafa forrétt- indi fram yfir kaupsýslu og milliliðabrask. Og til skamms tíma var ekki til neitt húsnæðislánakerfi sém órð væri á hafandi; fólk sém réðst í að komá sér upp þaki yfir höfuðið varð einatt að sætta sig við hin verstu kjör, ef því tókst að vinna það kraftaverk að komast yfir lánsfé. Sá húsnæðis- lánasjóður sem hefur verið að þróast og vaxa seinasta áratuginn er í einu og öllu ávöxtur af baráttu verklýðssamtakanna; í einum kjarasamn- ingum af öðrum hefur aðstaða sjóðsins verið bætt og verkafólk oft keypt þær uppbætur með tilslök- unum á öðrum sviðum. Þar hefur alþingi götunnar æ ofan í æ orðið að taka ráðin af íhaldssömum og skilningstregum alþingismönnum við Austur- völl. j^ngum fær dulizt. að þessi þróun hefur blætt stjórnarvöldunum í augum; það má bezt marka af því að eina sjálfstæða framlag stjórnarflokk- anna til þessara mála er sú ákvörðun að gera hús- næðislánin vísitölubundin, ein allra lána í landinu. .Haldi ver%ðbólguþróunin áfram í' samræmi við stefnu ríkisstjórn,arinnar undanfarin sex ár mun vísitölubindingin á skömmum tíma. eyðileggja þau forréttindi sem ætlunin var að veita íbúða- byggjendum og gera síðan hlutskipti þeirra verra en allra annarra lántakenda. Eins og margsinnis hefur verið rakið hér í blaðinu mun hliðstæð verð- bólguþróun og verið hefur hér að undanförnu leiða til þess að maður sem fær 280.000 kr. að láni með vísitölukjörum verður að greiða rúmar tvær milj- ónir króna aftur á 25 árum; jafnvel grófustu okr- arar á Íslandi mundu blygðast sín fyrir þvílíkt framferði, og er þeim þó ekki klígjugjarnt. Er ís- land vafalaust eina land í veröldinni sem stefnir að því að gera húsnæðislán öllum öðrum dýrari, líkt og íbúðarbyggingar séu þjóðfélagslegur stór- ^læpur sem umfram allt verði að afstýra. Sú ;fna fær að sjálfsögðu ekki staðizt. — m. íslandsmótið í knottspyrnu: Valsmenn áttu meira í leiknum, en KR-ingarnir hrepptu bæði stigin Miðað við hinn illa íarna völl og mjúka, þar sem knötturinn næstum situr íastur í linu slitlaginu, verður ekki annað sagt en að leikurinn milli þess- ara gömlu keppinauta KR og Vals hafi á margan hátt verið skemmtilegur og margar tilraunir á báða bóga gerðar til þess að leika góða knattspyrnu. 1 heild átti Valur meira i leiknum, hvað sókn snérti, en tækifæri KR voru opnari, Og þetta eina mark hjálpuð- ust báðir að við að skora, eða með öðrum orðum: það var sjálfsmark þannig að bakvörð- ur ætlaði að verja á línu en knötturinn ienti innan á stöng og þaðan í markið; og þar við sat. Þó ekki væru skoruð fleiri mörk en þetta, bauð leikur þessi upp á mörg skemmtileg og spennandi áugnablik, og tilraunir til að sýna góða knatt- spyrnu hvað snertir samleik, og þó verður ekki annað sagt en að völlurinn hafi gert sitt til þess að skemma þær tilraunir. Til að byrja með er leikur- inn nokkuð ,iafn þar sem bæði lið fá nokkur tækifæri til að skora, en allar þær tilraunir misheppnast. Þannig á Eyleifur skot af stuttu færi en við þröngar aðstæður, og fór knött- urinn framhjá. Og litlu síðar var það Hermann sem skaut en Guðmundur varði. Á 17. mín er Ingvar kominn vel innfyrir og fær sendingu frá Hans og virð- ist ekki eiga annað eftir en að skjóta, en er aðeins of seinn og skotið mistekst. Nokkuð fram yfir miðjan Íyrri hálfleik er leikurinn jafn, þar sem bæði lið sækja og verjast á víxl, en er iíða tekur á hálfleikinn herða KR-ingar sóknina og halda henni um hríð, og eiga Valsmenn þá um skeið í vök að verjast, þeim tekst eljki verulega að ná sam- an til að hrinda þessu „fargi‘‘ af sér.Á 32. mín sækja þeir allfast og skaut Baldvin ská- skoti sem stefndi í markið, en Þorsteinn ætlaði að bjarga á línu, en náði illa til knattarins, svo að hann lenti innaná stöng og hrökk þaðan í markið. Á næstu mínútum virðist enn sem mark Vals sé í bráðri hættu, er Baldvin kemst einn innfyrir og hefur ekki nema Sigurð í rnarkinu til varnar, en svo illa vill til að Baldvin „týnit“ knettinum, ög auðvitað voru vamarmenn Vals fundvís- ir á harin og spörkuðu honum burtu. Þar skall hurð nærri hælum. Undir lok hálfleiksins jafnast leikurinn aftur. Nokkru fyrir léikhlé varð Björn Júlíusson að yfirgefa völlinn vegna méiðsla á fæti, og tók Halldór stöðu hans en Sigurjón Gíslason var framvörður. 1 síðari hálfleik snerist þetta við, því að Valsmenn byrjuðu þegar með sókn og má segja að hún hafi haldizt mikinn hluta hálfleiksins. Þó gerði KR allmörg lagleg áhlaup. Þeg- ar á 5. mín. er Ingvar í all- góðu færi, en er of seinn. Valsmenn eru hvað eftir ann- að við vítateig KR-inga en þeir^> eru eitthvað ragir við að skjóta, og þegar þeir eru loks tilbúnir er l.ominn fótur fyrir eða þeir eru búnir að missa af tækifærinu. Næsta opna færi á þó KR, er Eyleifur hefur knöttinn eftir hom á Val, en skotið er óná- kvæmt og fer framhjá af stuttu færi. Síðasta verulega skemmtilega skotið í leiknum átti Berg- sveinn er hann skaut af 20 m færi upp við stöng, en það varð KR til happs að knöttur- inn fór beint yfir höfuð Guð- mundar í markinu sem lyfti honum yfir þvérslána. KR-Iiðið betra en síðast þegar Iiðin kepptu Það var áberandi hvað KR- liðíð var virkara og hættu- legra nú en í leik þessara liða í Reykjavíkurmótinu. Sérstak- lega var það hvað framlínan náði betur saman og kunni á því lag að greiða svolítfð úr varnarþykkninu við vítateiginn, og opna á þann hátt. Vömin var líka virkari, og munaði ef til vill mestu að nú var Ellert kominn fyrst og fremst til aðstoðar Ársæli mið- framherja nýliðanum í þeirri stöðu, sem greinilega hafði það hlutverk eitt fyrst og fremst að gæta Hermanns. Með aðstoð Eyleifs og Sveins tókst KR að vera mestu ráð- andi um miðvöllinn og fengu Valsmenn þar alltof litlu ráðið. Skemmtilegustu leikmenn KR voru Hörður Markan, Guð- mundur í markinu og Einar ls- feld. Guðmundur Haraldsson gerði líka ýmislegt vel. 1 heild Iék lið KR að þessu sinni með toppgetu. Þrátt fyrir það að Valur tap- aði báðum stigunum var það knattspyrnulega sterkara liðið, þótt þeim tækist ekki að skora að þessu sinni, en það verður að skora fleiri mörk en dnd- stæðingurinn, ef vinna á bæði r Utborgun bóta almannatrygginganna í Gullbringu- og Kjósarsýslu fer fram sem hér segir: i í Kjalarneshreppj; fimmtudaginn 2. júní kl. 2—4. í Mosfellshreppi: föstudaginn 3. júní kl. 2—5. í Seltjarnarneshreppi: mánud. 6. júní kl. 1—5. f Grindavík: þriðjudaginn 7. júnf kl. 9—12. í Njarðvíkurhr.: þriðjudaginn 7. júní kl. 1,30—5. f Gerðahreppi: þriðjudaginn 7. júní kl. 2—4. í Miðneshreppi: miðvikudaginn 8. júní kl. 2—4. Á öðrum stöðum fara greiðslur fram eins og venju- lega. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. stigin. Það sem fyrst og fremst varð Val að falli að þessu sinni er að þeir kunna ekki að nota sér sína ágætu útherja. Næst- um hvert áhlaup verður að fara fram miðjuna í stað þéss að losa um Hermann og Ingvar þar með því að draga bakverð- ina út og nota útherjana til að opna þeim leiðina. En það var ekki nóg með það að útherj- amir þurftu einnig að fara inná sém þýðir það að þeir þétta vamarmúrinn þar og gera Hermanni sérstaklega og Ingv- ari erfiðara fyrir um allar at- hafnir þar. Með því að nota útherjana meir og rétt hefði þessi leikur farið öðruvísi. í þessu lá höfuðveila Valsliðsins að þessu sinni. Hermann naut sín ekki í þessu þrönga umhverfi, en að- eins vantaði herzlumuninrt á að Ingvar féngi laun erfiðis síns, og kemur þar nókkuð til hve vamarmenn KR brútu óft og leiðinlega á Ingvari. Útherjarnir Bergsteinn og Reynir voru of lítið notaðir. Ámi Njálsson átti góðan leik, og einnig Halldór sérstak- lega í stöðu miðvarðar. Þór- steinn greip oft vel inní en átti í svolitlum erfiðleikum rttéð Markan. Sigurður £ markittú átti góðan leik. Sem sagt skemmtilegur léik- ur þar sém ívið betra liðið tap- aði. Dómari var Magttús PéturS- son. Frímann. Lögtök Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunfi- ar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, upp- kveðnum 1. þ.m. vérða lögtök látin fara fram fyrir ógoldnum fyrirframgreiðslum opinberra gjalda samkvæmt gjaldheimtuseðli 1965, sem féllu í gjalddaga 1. febrúar, 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní 1966. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignaskattur, námsbókagjald, kirkju- gjald, kirkjugarðsgjald, slysatryggingagjald at- vinnurekenda samkvæmt 40. gr. almannatrygg- ingalaga, lífeyristryggingagj'ald atvinnurekenda samkvæmt 28. gr. sömu iaga, atvinnuleysis- tryggiugagjald, alm.tryggingas'jóðsgjald, tekjuút- svar, eignaútsvar, aðstöðugjald, sjúkrasíamlags- gjald, iðnlánasjóðsgjald og launaskattur. Lögtök tiL trygging^r .íyrirframgreiðslum fr-aman-.^- greindra gjalda, ásamt dráttarvöxtum og kostn aði verða hafin að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði tilskyldar greiðslur ekki ínntar af hendi innan þess tíma. Yfirborgarfógetinn í Reykjavík, 1. júní 1966. Kr. Kristjánsson. Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 - Símar 31055 og 30688 ÁBYRGÐ Á HÚSGÖGNUM þetWó06 merki j3^^£FRAMLEÍÐANbTf . NO. husgögnum, sem óbyrgðersfcírteim 1OSGAGNÁM0S KcupiS vönduS búsgögn ELAGI REVKJAVIKU HUSGAGNAMEISTARAFELAG REYKJAYIKUR \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.