Þjóðviljinn - 04.08.1966, Side 2
2 SfDA — ÞJÓÐVIUINN — Fimmtudagur 4. égúst 1966.
Örn Bjarnason læknir í Vestmannaeyjum:
HÓPSAMSTARF LÆKNA OG
HEILSUGÆZLUSTÖÐVAR
Fyrir skemmstu birtist í dag-
blöðunum grein eftir Gísla G.
Auðunsson laekni, er hann
nefndi Læknaskortur dreifbýl-
isins frá sjónarhóli ungs lækn-
is. Á hann þakkir skilið fyrir
að kynna þetta mál, því allt
of. lítið hefur heyrzt frá lækn-
um fram að þessu opinberlega.
Hafa þó verið miklar umræður
um þessi mál innan stéttar-
innar og undirbúningur hafinn
til lausnar þessa vanda.
Varðandi þau atriði, sem hér
eru ekki rædd, vísast til grein-
ar Gísla.
í greininni bendir hann rétti-
lega á, að sá vandi, sem nú
steðjar að, verði aðeins leystur
ef læknar- sjálfir taki málin í
sínar hendur og fyrsta skrefið
sé myndun samstarfshópa.
Hópstarf erlendis
Samstarfshópar eru ýmist
skipaðir almennum læknum
(heimilislæknum) eða sérfræð-
ingum, og víða er algengt að
heimilislæknar og sérfræðingar
starfi saman í hóp.
Slík hópstarfsemi hefur gef-
izt vel og eykst hröðum skref-
um.
I Englandi var fjórðungur
almennra lækna í hópstarfi fyr-
ir 15 árum, en nú er aðeins
fjórðungur þeirra, sem starfar
sjálfstætt. Eru það læknarnir
sjálfir, sem hafa haft forgöngu
um myndun hópa.
Finnar, sem búa við lækna-
skort eins og við, hafa stuðlað
að myndun slíkra hópa, með
því að stækka héruðin og færa
læknana saman.
1 Svíþjóð stofnaði læknafé-
lagið sérstaka sjóði, sem standa
undir byggingu læknahúsa,
þar sem fer fram hópstarf allra
lækna, er starfa utan sjúkra-
húsa, í samkeppni við mót-
tökur (polyklinik) sjúkrahús-
anna.
Undirbúningur
hérlendis
Læknum hefur lengi verið
Ijóst, að ýmsu er ábótavant í
læknisþjónustu,. vegna ann-
marka á skipulagningu læknis-
starfa. Hefur undirbúningur
verið hafinn að þeim breyting-
um, sem nauðsynlegar eru, til
þess að leysa læknaskortinn og
bætá þjónustuna.
„í Reykjavík hefur Læknafé-
lag Reykjavíkur látið sigskipu-
lagningu læknisþjónustunnar
talsvert varða á undanförnum
árum. Má þar nefna læknis-
þjónustunefnd félagsins, sem
starfað hefur í nokkur ár. Á
vegum Reykjavíkurborgar hefur
einnig starfað nefnd um það
bil hálft ahnað ár, er fjallar
um skipulag læknisþjónustu
borgarinnar. Loks skal þess
getið, að læknar í Rvík hafa
sjálfir gert ýmsar ráðstafanir
til hagræðingar læknisþjónustu
á stofum sínum, enda þótt ekki
sé enn starfandi hópsamvinna €>
í eiginlegustu merkingu þess i
orðs. Slíkur samstarfshópur
mun þó væntanlega hefjastarf-
semi í Domus Medica á þessu
ári“. (Læknablaðið, 1. hefti
1966).
Utan Rvíkur er mikil hreyf-
ing komin á þetta mál. Má
nefna að á Sauðárkróki eru
læknarnir tveir, sem þar sitja,
að undirbúa samvinnu, með
sameiginlegri vinnuaðstoð og í
haust munu tveir læknar fara
til Húsavíkur og setja upp
læknamiðstöð.
Hér í Vestmannaeyjum hefur
tekizt samvinna tveggja lækna
í sameiginlegu húsnæði, og
þegar fullnægjandi húsnæði,
tæki og aðstoð verður fyrir
hendi, verður tekin upp hóp-
samvinna allra læknanna á
staðnum.
Gerður hefur verið tiUögu-
uppdráttur að heilsuvemdar- og
læknamiðstöð (heilsugæzlustöð)
og hefur bæjarstjóm samþykkt
að reisa slíka stöð og veitti á
síðustu fjárhagsáætlun 1 mi'j-
ón króna til framkvæmdanna
og jafnframt óskað eftir því,
að ríkið leggi fram fé á móti,
eftir sömu reglum og um sjúkra-
hús. Hefur verið leifað til
landlæknis, sem hefur tekið
málaleitaninni mjög vinsamlega
og mun málið nú í athugun
hjá ráðuneyti og húsameistara.
Nýskipan mála
Eðlilegt er, að nokkum ótta
setji að mörgum, þegar miklar
breytingar eru í vændum.
Menn spyrja, hvort óhætt sé
að láta ungu læknana hafa
frjálsar hendur um þessi mál.
Því er til að svara, að í hinu
nýja skipulagi verður allt það
bezta varðveitt úr gamla kerf-
inu og við erum ekki að koma
með neitt það, sem ekki hefur
sannað ágæti sitt annars stað-
ar. Skipulag, sem notað er víða
erlendis með góðum árarigrl,
verður tekið upp og aðlagað
íslenzkum staðháttum og þjóð-
lífi.
Hópsamstarf
almennra lækna
Hópsamstarf almennra lækna
(group practice) merkir, að
heimilislækningar eru stundaðar
af almennum læknum, sem
starfa mjög náið saman, leita
ráða hver hjá öðrum um rann-
sóknir og meðferð og höfð er
sameiginleg spjaldskrá yfir
sjúklinga, en sjúklingi er heim-
ilt að leita til þess læknis, sem
hann óskar.
Hópurinn hefur nokkra starfs-
skiptingu, þannig að læknamir
kynna sér sérstaklega eina eða
fleiri greinar læknavísindanna.
<s>
Súrefnisskortur í OL-borg
Eins og minnzt var á hér í blaðinu um daginn, eru íþróttafrömuðir víða um heim mjög óánægðir
með það, að höfuðborg Mexíkó hefur verið valin til Ólympíuleikjahalds 1968. Borgin Hggur mjög
hátt, og er loft þar því mjög þunnt — talið er að íþróttamenn þurfi margra vikna gætilega þjálf-
un í þessu umhverfi til að geta staðið sig sem skyldi þegar til kastanna kemur. Og bent er á, að
það eru ekki nema stórveldi sem hafa ráð á því að hafa menn sína Iangdvölum í Mexíkó áður
en leikirnir hefjast. — Evrópskir íþróttamenn hafa að undanförnu reynt að koma við í Mexíkó
til að prófa aðstæður, og sézt hér á myndinni ítalinn Edy Ottoz í æfingahlaupi með súrefnis-
birgðir framan á sér.
Hópurinn hefur sameiginlegt
húsnæöi fyrir starfsemina í
læknamiðstöð (medical ceritre)
og stjórna þeirri stofnun sjálf-
ir.
Slíkur hópur nýtur aðstoðar
sérþjálfaðra aðila:
1. Einkaritari, sér um að
vélrita öll bréf, vottorð og
skýrslur og að spjaldskrá sé
í röð og reglu og ritarinn er
tengiliður miUi aðstoðarfólks-
ins og læknanna innbyrðis og
sér um skipulagningu hins dag-
lega starfs.
2. Sé virinuálag ekki mikið,
getur ritarinn annazt móttöku
sjúklinga og símavörzlu, ella
Verður að ráða stúlku til þeirra
starfa.
3. Hjúkrunarkonur aðstoða
læknana við störf þeirra, svo
sem við slys og smærri aðgerð-
ir og við skoðanir, sem ekki
verða framkvæmdar án hjálpar
eða nærveru hjúkrunarkónu-.
Annars vinnur hún sjálfstætt.
skiptir á sárum, gefur flestar
sprautur, sér um alla sótthreins-
un og sér um ýmsar einfaldari
rannsóknir.
4. Læknamiðstöðvar, sem
liggja fjarri stórum rannsókn-
arstofum, þurfa að geta ann-
azt slíka þjónustu og hefur
því á að skipa sérþjálfuðum að-
ila í þessum efnum (laborant).
1 stuttu máli má segja, að
þannig eru heimilislæknum bú-
in lík vinnuskilyrði ogsjúkra-
húslæknar hafa.
í eilsugæzlustöðvar
En breytingarnar þurfa að
vera víðtækari, ef þær eiga að
koma að fullu gagni, þvi lækn-
ingar eru aðeins einn þáttur
læknisþjónustudnar.
Til þess að' starfskraftar
læknanna nýtist vel og öll
læknisþjónusta komi að sem
beztum notum þarf hópsam-
vinna heimilislæknanna að ná
til allrar almennrar læknisþjón-
ustu, sem fram fer utan spítala.
Fyrir slíka starfsemi þarf að
koma upp sérstökum stofnun-
um, heilsugæzlustöðvum. .
Slíkar heilsugæzlustöðvar,
sem tíðkast víða í Englandi,
eru þannig uppbyggðar, að
þær sameina undir einu þaki
Iæknamiðstöð, eins og aðfram-
an er lýst og heilsuverndar-
stöð fyrir mæðraeftirlit og
bamaskoðun, sjúkdómavamir o.
s.frv. Þá er þar húsnæði ætlað.
almennri tannlæknaþjónustu,
aðstaða til að taka roentgen-
myndir, sinna smærri slysum
og gera minniháttar aðgerðir.
daglega starf
Mjög misjafnt hlýtur að vera
á hvaða tíma starfsfólk heilsu-
gæzlustöðvar er við vinnu, eft-
ir því hvort um er að ræða
kaupstað eða hverfi í borg eða
á hinn bóginn sveit eða kaup-
tún.
Framhald á 7. síðu.
□J=il3 -eldhús
Stærsta sýning á eldhús-
innréttingum hér á landi
Flestir munu því geta valið sér innréttingar á
sanngjömu verði. — Sýningin og salan er í Kópa-
vogi að Hraunbraut 10 og er opin virka daga frá
klukkan 9 til 6, nema laugardaga kl. 9 til 12.
Einlcaumboð á íslandi:
SKORRI HF.
Sölustjóri: ÓLAFUR GUNNARSSON.
Hraunbraut 10 — Kópavogi — Sími 4-18-58.
EIINIKAUMBO:
HJOLBARÐAR
FBA
RASIVIOIMPORT MOSKVA
TRADflNG
SIMI17373