Þjóðviljinn - 04.08.1966, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 04.08.1966, Qupperneq 8
 3 SlöA — ÞJOÐVILJINN — Fimmtudagur 4. ágúst 1966. CLAUDE CATTAERT: ÞANGAD SEM GULL- FISKAR FARA 17. DAGTJR. var brotinn legsteinn sem minnti töluvert á steininn yfir stúlkunni í Passy kirkjugarðinum — kann- ski hafði Bobette líka dáið úr tæringu. Pitou gekk frá sessu að byrgi, dokaði við, hélt áfram. Svart- klædda konan sat enn á bekkn- um og horfði á Signu. Ég var að veita því fyrir mér hvort fólk klæddist sorgarbúningi útaf hundunum sinum. Pitou leitaði í meira en hálftima áður en hann gafst upp. — Við komum aftur á morgun. Ég ætla að spyrja vörðinn. Náunginn hlýtur að hafaverið með glerauga, hann horfði áallt og ekki neitt sérstakt í senn. Pitou gekk til ,hans og reyndi að fá brot af augnaráði. — Heyrið þér, ég finn ekki gröf hundsins míns. Kopa hét hann. , — I hvaða hluta er hann? sagði maðurinn og studdist fram á hrífuna. Pitou baðaði út höndunum eins og til að sýna að hann vissi það ekki. — Sjáðu' til. það er eins og ^hjá mannfólkinu, allar grafirnar eru númeraðar. Ég velti fyrir mér hvort konan á bekknum væri líka búin að týna númerinu sínu. — Hvenær var hann grafinn? — Þann niunda. marz, á mið- vikudagi. Maðurinn fór aftur að' raka stíginn. — Ojæja, hér hefureng- ihn verið grafinn í. sex ár. Pitou hnykkti til höfðinu eins og hann væri að hrista burt lökkinn. — En það getur ekki verið, hundurinn minn var sett- ur hingað. Maðurinn dró að sér smásteina- hrúgu með því að rykkja til hríf- unni. — Þá hefði ég vitað um það; ég hef umsjón með öllu hér. — Hvar getur hann þá verið? Það er kannski til annar hunda- kirkjugarður? Maðurinn var alveg viss í sinni sök. — Nei, það er hvergi rúm fyrir slfkt. Þéir eru meira að segja í vandræðum með að hola mannfólkinu niður. — Það var reiðisvipur í vinstra auganu. því heila. — Konan mín hvílir í Thiais, klukkustundar-ferð með neðanjarðarbrautinni og tuttugu minútna gangur að garðinum eftir það. Fyrr má nú vera. Pitou steig til baka og hrasaði um rófu á hundi; það kom ipér á óvart að hundurinn skýldi ekki reka upp væl. Ég gekk til Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steimi otr Hó^n Laugavegi 18 tll hæð (lyftal SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárereiðslu- o° snvrtistofa Garðsenda 21 SÍMT 33-968 DÖMUR Hárgreíðsla vi<5 allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamareötu 10. Vonarstrætls _ megin — SímS 14-6-62. Hárgreiðslustofa Austiirba^iar Maria GuðmundsdóttÍT Laugavegi 13 — Simi 14-6-58 Nuddstofan er 5 sama «’«ð hans og hallaði mér fram á lágan vegginn. Hann var líka að horfa á Signu. — Skilurðu það, að svínin hafa log'ð að mér? Og ég hélt hann lægi í lítilli snoturri gröf. Hvaða máli skiptir það? Ég hafði orð á þvi og hann varð fokreiður. — Það skiptir miklu máli. — Af hverju? — Nú veit ég ekki hvar Kopa er. Hann hafði áhyggjur af því. Mér finnst eins og margt fólk vilji vita að hinir dauðu séu á vísum stað, í snyrtilegum um- búðum, annars finnst því sem þeir séu ekki dauðir í alvöru og þora ekki almennilega aðgleyma þeim. Mér finnst við vera búin að hanga nógu lengi yfir þessum steinbyrgjum. — Jæja, hvað eig- um við þá að gera næst — leita að pabba þínum? — Ef þér sýnist. svo. Strákgreyið, hann var vonsvik- inn. Fiskimaðurinn á bakkanum sat á hnalli og var að gera við gamla körfu og hann sagði í sí- fellu: — Þekki hann ekki. Pitou lét sig ekki. — Stór, dökkhærður maður með hárlokk sem féll fram yfir augað. Hann virtist að minnsta kosti iíkjast föður sínum. " — Hér er allt fullt af stórum, dökkhærðum náungum. — Báturinn hans var kallaður La Belle Hélene. — Aldrei heyrt hann nefnd- an. Vatnið var eins og ábreiða úr gleri, of óhreint til aðglansa, jafnvel þótt það væri sólskin. Á bátunum hinum megin við manninn, var kona á klossum að þvo þvott og hinum meg- in var hundur að igelta. Pitou hélt áfram. — La Belle Hclene . . .? ^ Fiskimaðurinn lokaði hnífnum og blístraði um leið og hann lyfti körfunni — Þeir heita allir svo líkurn nöfnum — La Marie-Louise, La Camille-Aimée. Um daginn sá ég einn sem hét La Belle Franc- aise — þáð er kannski sá. — Nei, sagði Pitou. — LaBelle Héléne. Maðurinn geispaði. — Þá þekki ég hann ekki. En þú gætir spurt á farmskrifstofunni — skýli númer sjö. Það var gulur mosi á segldúks- þakinu og bakvið glugga með blómstrandi geraníu, sat stúlka —. linkuleg — og skrifandi á rit- vél. Pitou fór inn og ég elti. Stúlkan horfði heint fram fyr- ir sig með munninn dálítið op- inn og með þennan undarlega tómlega svip á andlitinu einsog kvenfólk hefur, þegar það er að prjóna. Hún hélt áfram að vélrita. Pitou hnykkti til þárloftknum, sem býið var að klippa — hann hlaut að sakna hans — og sneri sér beint að efninu og lét há- vaðann í fomlegu ritvélinni ekki aftra sér, en hún var svört og skuggaleg eins og líkvagn. — Það er útaf La Belle Hélene. — La Bélle hvað? Það var eins og hraðskreiðir fingumir stæðu ekki í • neinu sambandi við máttleysislega stúlkuna. — La Belle Hélene — mig langar til að vita hvar hún er núna. Stúlkan heyrði annað hvort ekki hvað hann sagði að vildi eklti héyra það. — Það er fljótabátur sem fer a milli Parísar óg Rouen, bætti i Pitou við. — Fljótabátur? Hún hafði engan áhuga; hún sá aldrei neitt slíkt þar sem hún sat við allan daginn og hamraði á gamlalík- vagninn. Ég var að því komin að fara út, þegar hún þreif blaðið úr ritvélinni og smeygði öðru inn í staðinn: — Það er bezt að tala við herra Tuquet, en hann kemur' ekki fyrr en klukkan þrjú. Pitou fór og tók sér stöðu fyrir framan fljótabát sem 'á við bakkann, Marie-Suzon. Hann sá I huganum þegar h'ann yrði kominn á bátinn til pabba síns, r.ýmálaðan og með gljáfægt lát- ún í sólskininu. Hann fleygði steinvölu í vatn- ið og lyfti síðan bakpokanum cfar á herðamar. — Jæja hvað eigúm við að gera? — Ætlarðu ekki að bíða eftir þessum karli? — Vertu ekki svona vitlaus — við komum aftur klukkan þrjú. Ef ég hefði verið í hans spor- um, hefði ég spurt hvern einasta mann í nágrenninu frétta af La Belle Hélene og beðið fyrir ut- an skýli númer sjö eftir því að þessi monsiur Tuquet kæmi. En ég hef tekið eftir því, að fólk sem er alveg sannfært um að það finni það sem það leitar að. ex stundum • kærulaust. j Pitou snéri sér að mér. — Við gætum athugað þetta með gull- fiskana. Ég fór dálítið hjá mér. — Þeg- ar allt kemur til alls, hélt hann áfram, — þá var það. þess vegna sem þú straukst að heiman. — Já, sagði ég veikum rómi og fann hvemig skreytnin kom mér í koll. — Það er góð hug- mynd.' Satt bezt að segja var ég alveg hætt að hugsa um gullfiska; en þegar við komum inn í stór- verzlun — Pitou sagði að þar væru þeir ódýrari en í sérverzl- ununum — varð ég gagntekin gömlu lönguninni og ég hefði viljað kaupa alla þá gullfiska sem ég sá. Gólfið var troðfullt af hús- mæðrum hlöðnum pökkum með yngstu börnin í eftirdragi. Inni var heitt og loftþungt og hræði- legur hávaði; ofaná ysinn og þysinn var Gilbert Bécaud að syngja /í hátalara fullum hálsi — hann var að bjóða stúlku upp í dans, en þrátt fyrir allar vin- sældirnar vildi þessi stúlka ekk- ert hafa saman við hann að sælda. Búðarstúlka með gulleyrna- lokka og tönn í stíl, ein af þess- um áhugalausu, átti líka að sjá um plastblómin og jurtirnar. Húri var að vefja gervihydrangeu inn í sellófan, rétt eins og hún væri alvöru blóm. Pitóu ýtti við mér. — Jæja, ertu búin að ákveða þig? Ég var heilluð af rauðu og gylltu torfunni í fiskakerinu. - Nei, sagði ég. — Af hverju ekki? — Ég vil þá alla. Hann gapti. — Þú ert vit- laus! Þeir eru að minnsta kosti hundrað þarna — þú hefur enga peninga til þess. Mér finnst einhvern veginn sem ég hafi ekki gefið mér tíma til að hugsa, heldur gripið dauða- haldi í fyrstu hugmyndina sem ég fékk. Það er eina ráðið, annars gerir maður aldrei neitt. Borðið var dálítið vált, — það var fleygur undir einni löpp- inni. Ég notfærði mér að hala- rófa af húsmæðrum var að gaspra við kjötborðið rétt hjá, og ýtti á það af öllu afli. Á ein- hvern óskiljanlegan hótt riðaði fiskakerið á undirstöðunni, rugg- aði og valt síðan á hliðina cg hellti fossaföllum af vatni yf- ir bökin á konunum sem voru að troðast milli borðanna tveggja. Viðskiptavinur sem var að jagast út af hökkuðu kjöti, fékk stóra gusu inn á sig, datt í gólfið og hrópaði á hina heil- ögu móður. Hún hlýtur að hafa verið ítölsk. Hinar ráku upp venjuleg, kvenleg óp, ruddust að kjötborðinu, sem nú valt um koll. Ef maður sleppti dálítið oftar fram af sér beizlinu, þá væri hægt að koma ýmsu skringilegu til leiðar. Ég skreiddist á milli kálfa og ökla; ítalska konan lá enn á gólfinu og sýndi bleik sokka- bönd og lillablátt undirpils; mér þótti það óæskileg samsetning. • Guilfiskarnir voru að iða á milli fóta og leggja; húsmæðurnar VEIÐILEYFI Veiði- og bátaleyfi seld í LANGAVÁTN FERÐASKRIFSTOFAN lano svim t Laugavegi 54 — Simi 22875 — Box 465. IEÐURJAKKAR RÚSKINNSJAKKAR fyrir herra fyrir drengi Verð frá kr. 1690,00 ’JASON VlDGERDIR LEÐURVERKSTÆÐI ÚLFARS ATLASONAR Bröttugötu 3 B Sími 24678, S K O T T A — Hvílíkur heiður! Fyrirliði handboltaliðsins kastaði sjálfur í mig snjóbolta! ABYBEÐARTBYGGIIIGflB TRYGGIHGAFELAGIÐ HEIMIR! LINPARGÖTU9 REYKJAVFK SÍMI 22122 — 21260 Leðurjakkar á stúlkur og drengi. Peysur og peysuskyrtur. Góðar vörur — Gott verð. Verzlunin Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Símar 31055 og 30688

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.