Þjóðviljinn - 04.08.1966, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 04.08.1966, Qupperneq 10
Hópferðir til skoðunar á feg- urstu görðunum Garðyrkjufélag Islands gengst fyrir hópferðum í ágústmánuði til að skoða fallega einstaklings- garða í Hafnarfirffi, Kópavogs- kaupstað og Reykjavík, og enn- fremur grasagarðinn' í Laugar- dal. Öllum er heimil þátttaka í þessum ferðum. Mörgum mun vera hugleikið að skcrða marga fegurstu garða Reykjavfkur og gefst hér gott tækifæri til þess. Einnig eru fal- legir garðar í Kópavogskaupstað og sjálfsagt munu margir nota þetta einstaka tækifæri til þess að skoða garðana í Hafnarfirði með sínu sérstæða og marg- breytilega landslagi. Hér kemur svo áætlunin: Laugardaginn 6. ágúst: Farið frá Miðbæjarskólanum kL 2 eJi. til Kópavogskaup- staðar og Hafnarfjarðar. Laugardaginn 13. ágúst: Farið frá Miðbæjarskólanum ki. 2 eJi. og skoðaðir garðar í Reykjavík. Laugardaginn 20. ágúst: Mætt við grasgarðinn í Laug- ardal kL 2 e.h. og garðurinn skoðaðrrr. 1 öllum þessum ferðum verða valinkunnir leiðsögumenn. Óhagstætt veður og lítil síldveiði Fremur óhagstætt veður var á síldarmiðunum fyrra sólarhring. Skipin' voru einkum að veiðum 80 sjómílur VAS frá Jan May- en. 14 skip tilkynntu um afla, alls 777 snrálestir. Raufarhöfn: ögri RE 53 lestir, Skálaberg NS 70, Akurey RE 40, Elliði GK 50, Björgúlfur EA 45, Jón Kjart- ansson SU 45, Sæhrimnir KE 50, Fróðaklettur GK 80, Anna SI 75, Ölafur Sigurðsson AK 45, Jón Finnsson GK 50, Jörundur II. RE 50, Guðm. Þórðarson RE 79, Björgvin EA 45. Reykjavíkurúr- valiS sigraoi Úrvalslið Reykjavíkur í körfu- knattleik vann góðan sigur í leik sínum við bandariska há- skólaliðið í fyrrakvöld, skoraffi 61 stig gegn 56 stigum Banda- rikjamanna. I hálfleik var stað- an 30:29 stig Reykvíkingum í viL Leikurinn fór fram í þróttahúsi bandaríska hemáms- Iiðsins á Keflavíkurflugvelli. Fimmtudagiur 4. ágúst 1966 — 31. árgangur — 171. tölublað. Utanríkisráðherra ísraels til ísiands ■ Á þriðjudaginn kemur, 9. ágúst, eru utanríkisráðherra ísraels, Abba Eban, og kona hans væntanleg hingað í tveggja daga opinbera heimsókn í boði Emils Jónssonar utanríkisráðherra. Á miðri mynd sést Ringmessehaus í Leipzig, eitt stærsta vörusýningarhús í heimi og til skamms tíma það stærsta í Evrópu. Á haustkaupstefnunni munu framleiðendur vefnaðarvöru í um það bil 30 löndum sýna þar framleiðsluvörur sínar á gólffleti sem er um 19.000 fermetrar. Haustkaupstefnan 4.—11. september: 6500 framleiBendur frá 60 þjóBlðndum sýna í Leipzig □ Á haustkaupstefnunni í Leipzig 4.—11. sept- ember n.k. munu 6500 framleiðendur frá 60 lönd- um sýna vaming sinn og búizt er við að 250 þús- und kaupsýslumenn frá enn fleiri löndum leggi leið sína á þessum tíma til hinnar miklu borgar alþjóðlegra viðskipta og verzlunar í Þýzka alþýðu- lýðveldinu. ! Baumann, forsföðumaður aust- ] ur-þýzku verzlunarsendinefndar-' innar hér á landi, gat þess er hanm ræddi við _ fréttamenn á dögunum að á vorkaupstefnunni í Leipzig fyxr á þessu ári hefði íslenzkir kaupsýslumenn gert mikla kaupsamnmga þar, aðal- lega um kaup á fiskiskipum og bifreiðum til Islands, og gera mætti ráð fyrir að allstór hópur íslenzkra kaupsýslumanna myndi einnig fara til Leipzig í haust í viðskiptaerindum. — Þannig hefur kaupstefn- an í Leipzig, sagði Baumann ennfremur, mikla þýffingufyr- • • ir viðskiptin milli Islands og Þýzka alþýðulýðveldisins. Má reikna með að viðskiptin tvö- faldist á næsta ári miðaff við viðskipti landanna á þessu ári. Þátttakendur hvaðanæva að í haust verður sýningarsvæði Þýzka alþýðulýðveldisins , að sjálfsögðu langstærst, yfir 100 þúsund fermetrar. Vöruflokkarn- ir verða um 30 talsins, m. a. raftæki, opfcisk tæki, skrifstofu- vélar, vefnaðarvara, hreinlætis- tæki og vörur, lyfjavörur, snyrti- vörur og íþróttavörur Átta sósíalistísk rfki hafa til- kynnt þátttöku sína í haust- kaupstefnunni og verður Tékkó- slóvakía með stærstu sýninguna. Norður-Kóreumenn verða nú aft- ur með í Leipzig eftir nokkurra ára fjarveru. Þá hafa firmu frá 20 Evrópu- löndum auk sósíalistísku land- anna, tilkynnt þátttöku sína, og verður sýningarsvæði Fnakka stærst, þá Austurríkismánná, Hollendinga, Breta og Itala. Norðurlönd verða þarna með sýningar, nema ísland. Frá Sví- þjóð sýna 6 þekkt firmu vörur úr timburiðnaðinum, en önnur sýna matvörur, einkum fiskmeti og niðursuðuvörur, grænmeti, á- vexti, heimilisáhöld, skó ogfata- efni. Danir nota meira en 60%, af sýningarsvæði sínu undirfisk og fiskniðursuðu, ávexti og græn- meti, en Finnar sýna einkum matvæli, sér í lagi mjólkuraf- urðir. Þátttaka er einnig nokkur frá arabískum löndum og Afríku- rikjum, og 8 Ameríkulöndum. Gestirnir frá Israel eru vænt- anlegir hingað til Reykjavíkur með flugvél að kvöldi þriðju- dagsins. Daginn eftir um morg- uninn munu þau hjónin heim- sækja utanríkisráðherra Islands, forseta Islands herra Ásgeir Ás- geirsson, Bjama Benediktsson forsætisráðherra og Geir Hall- grímsson borgarstjóra. Hádegis- verð snæða gestimir að Bessa- stöðum í boði forseta, kl. 5 síð- degis flytur Abba Eban fyriT- lestur í Háskólanum, en um kvöldið býður Emil Jónsson og frú til kvöldverðar í ráðherra- bústaðnum við Tjamargötu. Á fimmtudaginn í næstu viku verður fiarið til Þingvalla og há- degisverður snæddur í Valhöll. Til Reykjavíkur verður haldið um Sogsfossa, þar sem raforku- ver verða skoðuð, og Hveragerði, þar Iitið verður inn í gróðurhús og skoðaðir hverir. Síðdegis verður blaðamannafundur, en um kvöldið bjóða utanríkisráð- herrahjónin frá fsrael nokkrum gestum til kvöldverðar. Heimleiðis halda Eban-hjónin árdegis annan föstudag. Vel heppnað hestamannamót í Skógarhólum um helginu Um síðastliðna helgi efndu sem kunnugt er átta hestamannafé- Iög af Suðvesturlandi til hesta- mannamóts í Skógarhólum á ÞingvöIIum- Mótið hófst á laug- ard., en hélt svo áfram á sunnu- dag í eindæma veðurblíðu- Á laugardaginn fóru fram undan- rásir kappreiðanna. Á sunnudag hófst mótiö með hópreið, einnig var góðhestasýning, síðan keppt í milliriðlum- Lokaúrslit uröu þessi: 1 skeiði sigraði Logi Jóns í Varmadal á 25,1 sek., annar var Neisti 'Einars Magnussonar frá ' Gamla Hrauni á 25,2 sek. og þriðjj Hrollur Sigurðar 'Ólafs- sonar, tími hans var 25,6 sek. I 300 metra stökki sigraði ölvald- ur Sigurðar Tómassonar frá.Sól- heimatungu á 22,3 sekúndum. Faxi Páls Egilssonar úr Borgar- nesi hlaut sama tíma, en sjónar- munur var á hestunum- Þriðji var Steinn Aðalsteins Aðalsteins- sonar á Korpúlfsstöðum, hann hlaut timann 22,5. Á 800 metra sprettinum sigraöi Þytur Sveins K. Sveinssonar á 64,7 sek., annar var Faxi Bjama á Laugarvatni á 66,6. Þessi timi Þyts er sérlega glæsilegur, aðeins 0,2 sek- á eft- ir íslandsmetinu, en það á hest- urinn Glanni- 1 600 metra brokki sigraði Skuggi Haralds Sigvalda- sonar á 1.39,3 mmútum. Mót þetta fór í alla staði hið bezta fram. Milli þeirra atriða, sem hér hafa verið talin, var ýmislegt fleira til skemmtunar. Tvö til þrjú þúsund manns sóttu mótið, þegar flest var. U » I' ':l 1» ' Skógáfosssmyglið til saksóknara Síðastliðinn föstudag lauk yfir- heyrslum í smyglmáli Skógafoss- manna og stóðu þær fram undir miðnættL Málið er orðið hið umfangsmesta eins og bezt sést á því, að málskjöl eru 250 síður í þingbók að viðbættum fram- lögðum skjöíum og lögreglu- skýrslum. Þrettán menn hafa við- urkennt að eiga þarna smygl- vaming, en að auki bætist við mál bifreiðastjórans sem ók vamingnum úr Þorlákshöfn i Kópavog. Málið verður nú sent saksóknara. ÞORSMORK 0G UMGENGNI UNGLINGANNA Emx ekra sinni hafa þúsund- ir unglinga gist Þórsmörk, ehm fegursta stað landsins, um verzhjnarmannahelgi. Því rmðnr koma fæstir þessara unglinga þangað til þess að njóta fegurðar náttúrunnar og skoða landið í fögru veðri heldur til þess eins að „drepa tímann" þessa daga og fá Útrás fyrir skemmtanafíkn sína með hjálp Bakkusar. Og fáir þeirra hafa séð nokkuð af Þórsmörk er þeir hverfa burt nema lítinn blett í Húsa- dalnum í næsfca nágrenni tjaldbúðanna. ' Sumar ferða- skrifstofurriar sem leitast við að laða unglingana í Þórs- mörk gera heldur ekkert til þess að beina athygli ungl- inganna að fegurð náttúmnn- ar enda fararstjóramir sumir vart í því ástandi að sjá út yfir Húsadalinn. Þannig veit Þjóðviljinn dæmi um einn pilt sem nú gisti Þórsmörk í fjórða sinn, að þessu sinni á vegum Ferðafélagsins en hafði þrisvar áður farið með sömu ferðaskrifstofu, þeirri umfangsmestu í þessum „bransa“. Og nú fyrst hafði hann fengið einhverja fræðsiu um staðinn hjá leiðsögumönn- um ferðarinnar. Hann vissi ekki einu sinni áður hvar Valahjúkur var eftir þrjár heimsóknir í Mörkina. Það eru ekki unglingarnir einir sem eiga sökina. Því miður verður umgengni unglinganna við þessar að- stæður, þar sem Bakkus er látinn einn um leiðsögnina, slík að staðnum ■ stafar hætta af. Þegar hóparnir hverfa á burt er svæðið þar sem þeir hafa hafzt við eitt svað, gróð- urinn traðkaður, og glerbrot, flöskur og annað msl eins og hráviði út um allt. Myndin hér að ofan sýnir eitt slikt bæli og er hún tekin núna um síðustu helgi. Og þó var umgengnin þá víst heldur skárri en oft áður. Það er ekki nema von að alvarlega hugsandi menn séu famir að tala um það í alvöru að „loka“ Mörkinni fyrir slík- um átroðningi um verzlunar- mannahelgar. En einhvers staðar verða unglingamir að vera og það er skylda hinna fullorðnu að sjá þeim fyrir einhverjum stað til að vera á og kenna þeim að haga sér þar í samræmi við manna- siði. Þeir sem ekki hafa ann- að til fræðslunnar að leggja en kennslu í drykkjusiðum ættu ekki að gefa sig að ferðamálum, allra sízt sem leiðsögumenn unglinga. ! \ ! I i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.