Þjóðviljinn - 04.09.1966, Blaðsíða 2
'
tU/tÍMIU
£ SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 4. september 1966.
Elgurhf. sýnir regn- og rykfrakka.
Sportver sýnir karlmannafatnad
VinnufatagerSin sýnir úlpur, skyrtur og vinnuföt Últíma sýnir karlmannaföt og gardínuefni.
iij iiiTíi iTiTm
SVIPAZT UM I DEILD
FATAFRAMLEIÐSLU
Á tízkusýningunni verða
sýndar peysur, prjónakjólar og
fleiri prjónaflíkur frá þrem
t fyxirtækjum, Prjónastofunni
Iðunni, Önnu Þórðardóttur h.f.
og Prjónastofunni Peysunni.
i Belgjagerðin sýnir ytri fatn-.
-að, sport. og vinnufatnað, Elg-
ur hf. verður með herrafrakka
og regnkápur, einnig L. H.
Miiller, sem jafnframt sýnir
kvénkápur og síðbuxur, herra--
föt verða sýnd frá Últíma og
Föt hf., dömudraktir og káp-
ur frá Model Magasín og sér-
stök gerð dragta, buxnadragt-
ir svonefndar, pils og fleira
frá Verksmiðjunni Dúk. Þá
verða sýnd undirföt frá Verk-
□ Það er Dagur fataiðnaðarins á Iðnsýningunni í
dag og verður í því tilefni efnt til mikillar tízku-
sýningar í veitingasal sýningarinnar. Þrettán fyr-
irtæki taka þátt í tízkusýningunni og verður hún
kl. 4 síðdegis og síðan endurtekin kl. 8,30 í kvöld.
I tilefni dagsins hefur Þjóðviljinn brugðið sér í
deild fataiðnaðar á Iðnsýningunni, tekið myndir
og átt viðtöl við nokkra sýnenda.
smiðjunni Max hf. og úlpur og
buxur, jakkar og fleira fyrir
börn frá Barnafatajerðinni.
Eitt fyrirtæki sem' ekki sýnir á
Iðnsýningunni tekur þátt í
tízkusýningunni. Það er Kjóla-
verzlunin.. .Elsa, sem - eingöngu
hefur íslenzka kjóla á boðstól-
um, en ófært þótti að hafa
tízkusýningu án kjóla, þótt svo
vilji til, að þeir eru hvergi
sýndir á sýningunni sjálfri.
Önnur fyrirtæki sem hafa
sýningarstúkur i deild fata og
leðuriðnaðar, en sáu sér ekki
fært að taka þátt í tízkusýn-
ingunni eru Skinfaxi hf.,
Vinnufatagerð íslands, Leður-
iðjan, Leðurverkstæðið, Kóli-
bríföt, Sokkaverksmiðjan Eva,
Sængurfataverzlunin Verið,
Klæðagerðin Skikkja, Sportver
og loks hefur Klæðskerameist-
arafélag Reykjavíkur eina
stúku þar sem nokkrir félag- 1
ar sýna sameiginlega.
Þegar gengið er um deild
fataiðnaðar á sýningunni gef-
ur á að líta marga fallega
hluti, þó er úrvalið kannski
ekki eins mikið og búast mætti
við þar sem jafn margir aðil-
ar sýna, mest virðist framleitt
af ytri fatnaði fyrir bæði kon-
ur karla og börn og hvergi
virðast framleiddir kjólar í
stórum stíl. En það sem þarna
er sýnt ber yfirleitt vott um
vandað handbragð og myndi
fyllilega standast samkeppni
hvar sem væri erlendis.
Erfiðleikar
Fataiðnaður mun vera sú
grein iðnaðar sem í dag á í
mestum erfiðleikum og kenna
iðnrekendur í þeirri greinfyrst
og fremst um rekstrarfjár-
skorti og óeðlilega miklum og
skipulagslausum innflutnirtgi á
fatnaði ýmiskonar. í fataiðnað
þarf margt fólk og þegar óða-
verðbólgan étur jafnóðum upp
rekstrarféð þarf engan að
undra þótt framleiðendur gef-
ist smátt og smátt upp við að
reyna að keppa við innflytj-
endurna, enda hafa ,þó nokk-
ur fataframleiðslufyrirtæki
hætt störfum eða framleiðsla
þeirra dregizt saman, skóiðn-
aður hefur svo til alveg lagzt
niður og prjónaiðnaður hefur
minnkað verulega.
í viðtali við starfsmann
Vinnufatagerðarinnar á Iðn-
sýningunni, Sigurð Gestsson,
kom m.a. fram, að þar starfa
nú að jafnaði á veturna um 60
manns, en var oft áður um og
yfir 100. Fyrirtækið er orðið
nær 35 ára gamalt og hefur
ævinlega einbeitt sér að því
að hafa á boðstólum „allt fyrir
hinar starfandi stéttir“, eins og
Sigurður orðaði það.
í byrjun var eingöngu fram-
leiddur vinnufatnáður, en síð-
an spannst hvað af öðru, far-
ið var að framleiða gallabux-
ur og fleiri leikföt á æskuna
og fleiri tegundir af skyrtum
en vinnuskyrtur. íslenzka
gæruúlpan var fyrst framleidd
hjá Vinnufatagerðinni og var
byrjað að framleiða úlpur þar
árið 1942, fyrst með gerviloð-
fóðri, en síðan sáu forstöðu-
menn fyrirtækisins, að hægt
væri að nota íslenzk hráefni
tii þess arna og fóru að reyna
við gæruna, og er óhætt að
segja að gæruúlpan hefur síð-
an bjargað mörgum mannslíf-
um og reyndar erfitt að gera
sér 1 hugarlund nú hvemig
menn fóru eiginlega að í kuld-
um áður fyrr þegar úlpan var
enn ekki komin til sögunpar.
Úlpan hefur lítið sem ekk-
ert breytzt í aðalatriðum, en
hefur þó verið háð tízkubreyt-
ingum eins og allur annar
fatnaður, hún hefur stytzt eða
síkkað og ytra byrðið verið
framleitt úr mismunandi efn-
um, aðalefnið nú er af dacron
gerð, mjög sterkt, ómögulegt
er að rífa það og það þolir
jafnvel ýmsar sýrur.
Um samkeppnina sagði Sig-
urður, að hún væri að vísu
hörð, en Vinnufatagerðin hefði
nú jafnfi'amt gerzt innflytj-
andi til að geta haft á boðstól-
Stúka L. H. Múller.
Stúkur önnu Þórðar og Iðunnar
Tjald Belgjagerðarinnar
Stúkur Kólibrí og Max