Þjóðviljinn - 04.09.1966, Blaðsíða 5
Sunnudagur 4. september 1966 — ÞJÓÐVILJINN— — SlÐA g
□ Höfundur þessa greinarkoms sem hér birtist þýtt úr franska vikublaðinu „Le Nouval
Observateur“, K. S. Karol, er einn af kunnustu og margfróðustu blaðamönnum á vestur
löndum, þótt hann sé enn aðeins á fertugsaldri. Hann er fæddur Pólverji, varð sovézkur
þegn þegar Póllandi var skipt 1939, sat þá unglingur um tíma í fangabúðum suður við
Svartahaf, fékk að hverfa heim til Póllands í stríðslok, en fór þaðan til Frakklands og er
þar búsettur nú. Hann dvaldist nýlega alllengi og ferðaðist í Kína, ræddi þá við ýmsa
helztu leiðtoga kínverskra kommúnista og hefur í greinum um dvöl sína þar eystra ekki
farið dult með aðdáun sína á þeim miklu afrekum sem kínverska þjóðin undir forystu
komúnistaflokksins hefur unnið á undanfömum ámm, en heldur ekki þagað yfir því sem
honum þótti miður fara. Hann hefur einnig tekið saman það æviágrip Lin Piaos, „arf-
taka Mao Tsetungs“, sem hér birtist. — Fyrirsagnir eru einnig hafðar eftir „Le Nouvel
Observateur“.
Kosturinn
sem Mao
valdi
~ =ið voru þegar liðin allmörg
ár síðan Mao Tsetung futti
.3.o-ast ræðu á mannfundi, en
jafnan mátti auðveldlega geta
þess til eftir því hverjir töluðu
og í hvaðá röð á hverjum hann
. hefði mestar mætur og hvernig
skipað væri í tignarstöður.
Fimmtudaginn 18. ágúst kynnti
hann sjálfur einni rtjiljón Kín-
verja sem safnazt höfðu saman
á Tien Anmen-torginu hina
nýju ráðamenn. Lin Piao mar-
skálkur var fremstur í röð í
tignarstúkunni og það var hann
sem fyrstur tók til máls; nú
vita menn að hann er annar
mesti valdamaður Kína og mun
taka við af Mao.
Það virðist því sem nýlegur
fundur miðstjórnarinnar sem
haldinri var rétt fyrir útisam-
komuna (það var fyrsti fund-
urinn síðan 1962) hafi buhdið
enda á þær rökræður sem lerigi
hafa skipt ráðamönnum Kína
í hópa, og dregið of því álykt-
anir, Það hafa orðið mjög veru-
legar breytingar á æðstu stjórn
landsins, en eftir allt sem á
gekk s.l. vor og leiddi til þess
"að tveimur fulltrúum í fram-
kvæmdanefndinni (Peng Sén
og Lú Tingji) var vikið frá.
höfðu menn búizt við miklu
meiri umskiptum.
Enn einu sinni vekur það
furðu - hve æðstu ráðamenn
Kína eru fastir í sessi — jafn-
vel á þeirri stundu þegar við.
blasa hin ge'gvænlegustu
vandamál: Stríðið í Vietnam,
vinslit við Sovéjtríkin; ógnun
á stríði við Bandaríkin. Það
voru engir nýir menn í stúk-
unni á Tien Anmen-torgi og
---—--------------------------<8>
Gúmmívinnustofan h.f.
Skipholti 35 - Símar 31055 og 30688
hvert sem þer faríð
fsrðatrygging
ALMENNAR
TRYGGINGAR P
Mao Tsetung og Lin Piao saman 18. ágúst sl.
Lin Piao var ekki nema
þrettán ára, árið 1921,
þegar Kommúnistaflokkur
Kína var stofnaður. Hann
var sonur gjaldþrota iðn-
rekanda og var enn í skóla
þegar kommúnistar tóku
að gera vart við sig í Kína.
Fimm árum síðar kom
hann til Kantons, einmitt
í þann mund þegar Sjang
Kajsék gekk í lið með
kommúnistum.til að mynda
með þeim hinn svonefnda
„þjóðbyltingarher" sem átti
að leysa Kína undan áþján
útlendinga og herkónganna,
lénsherranna sem með
einkaherjum sínum réðu
miklum hluta Kína. Lin
Piao fékk þegar inngöngu
í herskólann í Vampao, þar
sem þjálfaðir voru með að-
stoð sovézkra ráðunauta
liðsforingjar í hi^n mikla
„norðurleiðangur“. Hann
var orðinn höfuðsmaður
eftir fjóra mánuði. í lok
leiðangursins, árið 1927,
var hann ofursti, þá ekki
orðinn tvítugur að aldri.
Eftir svik Sjang Kajséks,
þegar hann rauf bandalag
Marskálkurinn sem er
á móti tignarmerkjum
þjóðernissinna og kommún-
ista, gekk Lin Piao ásamt
hersveit sinni í lið með
þeim síðarnefndu. 1932 var
hann orðinn yfirmaður
fyrsta rauða hersins. Hann
var einnig orðinn, eins og
meistari hans Mao, frum-
kvöðull og fræðimaður
skæruhernaðarins og rit-
smíðum hans um „Stríðið
og byltinguna'* var þegar
veitt athygli. „Gönguna
löngu“ til norðausturhérað-
anna gekk hann í sömu
sveit .og Mao.
Þegar þangað var komið
varð hann forseti herskól-
ans þar og hafði umsjón
með þjálfun foringjaefna
rauða hersins. Hann kunni,
eins og Mao, tökin á bænd-
unum sem voru honum ann-
ars framandi. Hann hafði,
eins og Mao, lag á að vekja
þá til vitundar um bylting-
arhlutverk þeirra, Og fyr-
ir honum, eins og Mao,
vakti að gera hermennina
að boðberum byltingarinn-
ar, sem ynnu með fordæmi
sínu byltingunni nýja á-
hangendur. Saman géfu
þeir Mao út hegðunarboð-
orð rauða hersins. Og und-
ir lok borgarastríðsins var
það hann sem stjómaði
sveitum rauða hersins í
Mansjúríu þegar úrvals-
sveitir Sjang Kajséks voru
gersigraðar.
★
Lin Piao minnir miklu
fremur á menntamann en
hermann, — lágvaxinn,
grannholda með hátt enni
og segir sjaldan margt.
Hann hefur ævinlega verið
nafntogaður, en lítið lát-
ið á sér bera. 1. júní í
fyrra vakti hann á sér eft-
irtekt þegar hann afnam
með tilskipun allar for-
ingjatignir í kínverska
hernum. Hann vakti enn
á sér athygli þegar hann .
setti fram þá kenningu áð
sú herstjórnarjist Maos að
„sveitirnar umkringi borg-
irnar“ ætti einnig við um
byltingarbaráttuna í heimin-
um öllum, nema hvað þar
væru borgirnar iðnvæddu
löndin, en sveitirnar allar
hinar fátæku þjóðir heims
sem nú eru í byltingarhug.
PÓSTHt)SST**II J
SIMI 17700
þeir þrír sem högnuðust á
mannaskiptunum (Sén Poda,
Kang Séng, Tao Sjú) eru all-
ir á sjötugsaldri, þaulreyndir
samherj ar Maos.
Allt bendir til þess að hinni
gömlu forystusveit kínverskra
kommúnista hafi þrátt fyrir
alvarlegar . innbyrðis deilur
tekizt að jafna þær og forð-
ast þá algeru sundrung sem
komið hefur upp í öðrum
kommúnistaflokkum. Þetta staf-
ar af því að þrátt fyrir óhjá-
kvæmilegan ágreining virðist
sem ekki einn einasti af framá-
mönnum kínverska kommún-
istaflokksins muni í rauninni
fara af þeirri leið sem Mao
hefur markað.
Ég álít þannig ekki að með-
al kínversku leiðtoganna* sé
nokkur sem vill sættir, ekki •
heldur þegjandi sættir, við sov-
ézku „endurskoðunársinnana",
eða málamiðlun við Banda-
ríkjamenn í Vietnam, né held-
ur að nokkur „afturúrmann-
anna“ hafi gagnrýnt meginat-
riði „hinnar miklu menningar-
byltingar“ sem staðið hefur yf-
ir undanfarna fjóra mánuði.
En ágreiningur hlaut að
verða um hve geyst skyldi far-
ið og hvaða leiðir valdar. En
jafnvel í þeim deilum hafa
menn ekki - endilega skipzt i
hópa á þann hátt sem stað-
hæft er utan Kína, þar sem
kínversku leiðtogarnir eru oft
dregnir í dilka af fullkomnu
handahófi. Sem dæmi má nefna
að Sjú Enlæ sem fara vill var-
lega í sakirnar er enn — Jmátt
fyrir vígamóðinn sem nú rík-
ir — þrið.ii mesti valdamaður-
inn, en á hinn bóginn hefur
Ljú Sjaosji, forseti lýðveldis-
ins, sem var annar í röðinni og
telst öfgamaður, orðið að sætta
sig við áttunda sætið.
Því fer mjög fjarri sem oft
er haldið fram, að Kína sé
land leyndardómanna, og það
er rangt að ekki sé hægt að
vita hvað það vill eða hvernig
Kínverjar hyggjast leysa þau
vandamál sem við þeim blasa.
En svo er mál með vexti að í
nokkur ár (eða öllu heldur
eftir brottför sovézku tækni-
fræðinganna 1960 sem full-
komnaði einangrun Kínverja)
hafa þeir neyðzt til að „ganga
á eigin fótum“, eins og Mao
komst að orði. Þessi einangrun
eykur með hverjum degi mun-j,
inn á þeim aðíerðum sem Kín-
verjar beita og þeim sem not-
aðar hafa verið í hinum sósíal-
istísku löndunum og i nýfrjálsu
ríkjunum. Þegar Kínverjar
ætla sér að kalla fram með
menningarbyltingunni íyrir-
myndarrrianninn, holdtekju
kommúnistiskra og byltingar-
dyggða, þá gera þeir það fyrst
og fremst sem mótleik gegn
þeim sem þeir telja að hafi
svikið sig, þ.e. kovézku „end-
urskoðunarsinpunum“. En hug-
sjón þeirra um hina kommún-
istísku hetju (og hún er Kin-
verjum háleit hugsjón, þótt
okkur geti virzt hún barnaleg)
er einnig runnin upp í einangr-
uðu og umsetnu þjóðíélagi, sem
með hverjum degi hverfur
lengra og lengra frá hinni marx-
istísku hefð Evrópu.
En hvað sem því líður, þá
hafa Kínverjar með réttu á-
kveðið að leggja allt kapp á
að ala upp,70ft miljónir víg-
færra manna, í stað þess að
koma upp atvinnuher, — 700
miljónir sem gleypt gætu hvaða.
innrásarher sem skyldi og lif-
að af hverjar þær sprengju-
árásir sem á þæri yrðu gerðar.
Þessi ákvörðun er óumflýj-
anleg vegna þeirrar hættu sem
ógnar þessu vanþróaða landi,
einu fátækasta landi veraldar.
sem þegar á að heita má í stríði
við hin auðugu og voldugu
Bandaríki sem einskis svífast.
Hún |r í svo fullkomnu sam-
ræmi við alla hugsun Mao
Tsetungs (sem jafnan hefur
álitið að í stríði skipti ínaður-
■ inn mestu máli og að pólitískri
uppfræðslu og fortölum séu
engin takmörk sett) að menn
geta gengið að því visy að
Mao hafi sjálfur tekið hana;
hann er því hvorki dauðvona
eins og haldið hefur verið fram,
né heldur hefur hann dregið
sig í hlé. Það sannast ekki að-
eins á hinu dæmalausa sundi
hans í Jangtse, heldur af þeirri
staðreynd að ályktun miðstjórn-
arinnar ber svo greinilega merki
hans að hann virðist hafa tek-
ið hana saman sjálfur. Það er
því ákvörðun Maos sjálfs að
Lin Piao verði eftirmaður hans,
þótt hún endurspegli um leið
valdahlutföllin innan mið-
stjórnarinnar og sé í samræmi
við stefnu sem allir eru sam-
mála um.
POLARPANE
iO
4soensk
falt 9°edcrv(
'ara
EINKAUMBOD
MARS TRADIIMG
LAUGAVEG 103 SIMI 17373
I Isabella-Stereo
búdin
i
V