Þjóðviljinn - 15.10.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.10.1966, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 15. október 1966. Otgefandl: alþýðu — Sósíalistaílokk- « Ritstjórar: Magnús . Kjartansson, Sameiningarflokíaix urinn. Ivar H. Jónsson (áb), Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Simi 17-500 (5 tínur). Askriftarrverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 7.00. Manndómsleysi Ræða Bjama Benediktssonar forsætisráðherra, er hann gerði grein fyrir stefnu ríkisstjómar- innar á Alþingi í fyrradag, var óraunsæ 'og ábyrgð- arlaus. Mynd sú sem ráðherrann brá upp var ekki í samræmi við veruleikann. Hann hélt því fram að stefna ríkisstjórnarinnar hefði verið sú „að tryggja heilbrigðan grundvöll efnahagslífsins“; sú stefna hefði gefizt vel og henni yrði haldið áfram. Einu vandkvæðin væru þau að verð á sumum af- urðum okkar hefði lækkað að undanförnu, en það þyrfti ekki að koma að sök ef menn sæt'fu sig við óbreytt kaup eða létu sér lynda kauplækkuú eins og sjómenn hafa orðið að þola. þessi lýsing ráðherrans er í fyllsta ósamræmi við veruleikann sjálfan. Undanfarin fimm ár höf- um við notið hærra verðlags á afurðum okkar er- lendis en dæmi eru um áður og drégið meiri afla á land. Þjóðartekjurnar hafa á hálfum áratug auk- izt um meira en 50%. Þrátt fyrir það einstaka góðæri hefur atvinnuvegum ísléndinga hrakað svo mjög að það hlýtur að valda hverjum hugsandi manni miklum áhyggjum. Togarafloti landsmanna •hefur minnkað um helming á nokkrum árum, nú síðast hefur bæjarútgerð Hafnarfjarðar sagt upp öllu starfsfólki sínu, og aðrir togaraeigendur hafa við orð að leggja skipum sínum næstu vikur. Veru- legur hluti bátaflotans er á opinberu framfæri og afkoma smærri bátanna mjög léleg. Tíu frystihús eru nú lokuð á Suðvestur-kjálka landsins, þar á meðal stórfyrirtæki eins og Sænska frystihúsið í Reykjavík og Jón Gíslason s.f. í Hafnarfirði. Nýtt fiskiðjufyrirtæki, Norðurstjarnan í Hafnarfirði, starfaði í hálft ár en síðan ekki söguna meir. Fjöl- margar innlendar iðngreinar hafa dregizt saman eða stöðvazt, þar á meðal fyrirtæki sem var jafn mikið á velli og Vinnufatagerð Sveins Valfells; ekki er sízt alvarlegt að iðnfyrirtæki sem fram- leiddu ullarvörur til útflutnings eru að því komin að gefast upp. Öll er þessi þróun sönnun um stjórnarstefnu sem breytt hefur góðæri í upplausn. Ef allt hefði verið með felldu hefðu íslenzkir át- vinnuvegir átt að vera betur undir það búnir en nokkru sinni fyrr að þola verðsveiflur á mörkuð- um erlendis, en raunin er sú aþ þeir þola ekki minnsta mótbyr — þeir hefðu raunar ekki þolað það heldur að verðið hefði haldizt óbreýtt. porsætisráðherra íslands bar að sjálfsögðu skylda til að fjalla af alvöru og heiðarleik um þessi stórfelldu vandamál er hann gerði. grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar, en hann skorti manndóm til þess og brá í staðinn upp tilbúinni glansmynd sem ekki á neina stoð í veruleikanum. En slíkur málflutningur mun lítt stoða. Menn geta að vísu um skeið flúið áhyggjur og önn hins rúmhelga dags og unað við drauma 1 fílabeins'turni, en þeir fá með engu móti undan því komizt að veruleikinn sezt að lokum upp hjá þeim, óboðinn gestur. — m. Vísitölubindingu á húsnæðismála- stjórnarlánunum veriur að afnema ÞINCSIA ÞJOÐVILIANS ★ Eins og getíð hefur verið í fréttum, flytja þrír þingmenn Alþýðubandalagsins, þeir Einar Olgeirsson, Geir Gunn- arsson og Eðvarð Sigurðsson, frumvarp um breytingu á lögum um Husnæðismálastofnun ríkisins. I.eggja þeir til að niður verði fellt úr lögunum það ákvæði, sem kveður svo á að hver árgreiðsla, afborgun, vextir og kostnaður skuli hækka eða lækka eftir því sem við á samkvæmt kaupgjaldsvísitölu — og í samræmi við þá niðurfellingu skuli húsnæðismálastofnunin breyta þeim lánssamningum, sem þegar hafa verið gerðir við hús- byggjendur, þannig að eigi verði reiknuð vísitala á þau Ián. Þá leggja þeir til að teknir skuli upp samningar við þá lánveitendur, sem veitt hafa húsnæðismálastjórn beint eða húsbyggjendum fyrir hennar milligöngu lán með þessum skilyrðum um vísitölugreiðslu. Sé reynt að fá þá til þess að falla frá þessu skilyrði með aðstoð ríkisstjórnar og breyta samningum í samræmi við það. Takist það ekki greiði ríkissjóður mismuninn. * Samskonar. frumvarp fluttu þingmenn Alþýðubandalags- ins á síðasta þingi en það fékk þá eigi afgreiðslu. f greinargerð segja flutnings- menn meðal annars: Það er orðin viðurkennd stefna þjóðfélagsins, að gera skuli sem flestum fjölskyldum kleift að eignast eigin íbúð. ■ Með miklum dugnaði einstak- linga hefur tekizt að stíga hin stærstu spor fram á við í þess- um efnum á undanförnum ára- tugum, þrátt fyrir það, að lán- in frá því opinbera hafa verið hlutfallslega of lítill hluti af byggingarkostnaði íbúðar. Hef- ur það óneitanlega létt hinum almenna manni átakið að eign- ast íbúð, að verðbólgan hefur í flestum tilfellum rýrt skuldir hans og gert þær léttbærari, en kaupgj aldshækkun hins veg- ar haldizt nokkuð svipuð dýr- tíðaraukningunni. Er nú svo komið, að talið er, að 1964 búi 75% framtelj- enda í dandinu í eigin íbúðum (t.d. 68,7% ófaglærðra verka- manna í eigin íbúðum), en 1940 bjuggu í Reykjavík 39% í eig- in íbúðum (2967 bjuggu þá í eigin íbúðum, en 4678 í leigu- ibúðum). Þyrfti að greiða á þriðju miljón Það er nauðsynlyegt að hægt sé. að halda þessari stefnu á- fram, að gera fjölskyldum af alþýðustétt kleift að eignast þak yfir höfuðið. En nú er greinilegt, að á þessu verður al- ger breyting til hins verra, ef halda á þeim hætti, er upp var tekinn fyrir tvéim árum, að 2 umferðum lokið í Haustmótinu 1 fyrrakvöld var tefld 2. um- ferð í öllum flokkum Haustsmóts Taflfélags Reykjavikur. Þar sem allmargar skákir íópu í bið í tveim fyrstu umferðum mótsins er staðan i flestum flokkunum enn óljós en efstu menn í hverj- um flokki eru sem hér segir. í meistaraflokki er Bragi Kristjánsson efstur með 1% vinning. 1 I. flokki er Andrés Félsted efstur með 2 vinninga. 1 II. flokki, A-riðli, eru Júlíus Friðjónsson og Guðjón Magnús- st>n efstir og jafriir með 2 vinn- ínga hvor, en í II- flokki, B-riðli. er enginn með meira en 1 vinn- ing e biðskákir margar. Loks er Geir Haarde efstur í uglinga- flokki með 2 vinninga. Biðskákir úr 1. og 2. umferð verða tefldar kL 2 e.h. á sunnu- dag en 3- umferð á mánudags- kvöld kl. 8 Teflt er < húsakynn- um Taflfélagsins að Freyjugötu 27. reikna kaupgjaldsvísitölu á lán ' þau, sem menn fá frá húsnæð- ismálastjórn, og vexti af þeim. Með þessum vísitölulánum yrði hinum almenna manni gert ókleift að rísa undir afborgun- um og vöxtum, svo sem eftir- farandi dæmi sýnir: Fái íbúðareigandi lán að upp- hæð 280.000 kr. til 25 ára, svo sem nú er ráð fyrir gert í lög- um, og eigi hann að borga vísi- tölu á þetta lán og vexti af því og haldi verðbólgan áfram á sama hátt og gerzt hefur und- anfarin 15 ár, — en þá hefur hún vaxið um 10% á ári, •— þá yrði hann í stað þeirrar jöfnu árgreiðslu (annuitets- greiðslu), sem ella væri 18.398 kr., ef allt væri eðlilegt og eng- i.n vísitöluskuldbinding á lán- inu, að greiða svo sem hér seg- ir: Á 10. ári 47 656 kr. Á 15. ári 76 912 Á 20. ári 123 832 — Á 25. ári 199.272 — Með öðrum orðum: Síðasta afborgunin af 28ft þús. kr. láni yrði þá tæpar 200 þús. kr. eft- ir stöðugar greiðslur í 24 ár, og alls yrði þá íbúðareigandinn á árinu 1991 búinn að greiða á þriðju miljón króna fyrir þær 280 þús. kr., er hann fékk að láni frá ríkinu til að hjálpa honum 1966. Þegar ákvörðun var tekin um þessa vísitölugreiðslu á húsnæð- islánum og vöxtum 1964, hafa þeir, er að því stóðu, vafalaust gengið út frá því, að verðbólg- an yrði stöðvuð, og treyst á það. Verkalýðshreyfingin hefur aldrei fallizt á þessa aðferð sem einu aðíerðina til að lána alþýðu manna íbúðarlán, og þegar nú er auðséð, að verð- bólgan muni halda áfram af fullum krafti, þá er það alveg írágangssök að ætla að halda því ákvæði í lögum að reikna vísitölu á húsnæðislán til al- mennings. Slíkt mundi gera þorra manna ókleift að eignast eigin íbúð og stöðva þar með þá þróun, er verið hefur und- anfarna tvo áratugi, og skapa neyð og öngþveiti í húsnæðis- málum. Verið að banna launa- fólki að eignast íbúð Fyrir þá verkamenn og ann- að launafólk, sem nú er að byrja á að eignast íbúð, •— og alveg sérstaklega fyrir unga fólkið, sem er að hefja búskap, — er húsnæðiskostnaðurinn, hvort heldur er til eigin hús- næðis eða leiguhúsnæðis, hinn erfiðasti að bera. í Reykjavík mun slíkt fólk t.d. verða að reikna með minnst 5000—7000 Geir Gunnarsson Eðvarð Sigurðsson kr. á mánuði í þann kostnað og oft miklu meira, ef borga þarf hratt niður skuldir. Og þegar mánaðarkaup hafnar- verkamanns fyrir 44 tíma vinnuviku er rúmar 900o krón- ur, þá má sjá, að nógu mikið er átakið, sem gera þarf til að eignast þak yfir höfuðið, þótt lánsfjárupphæðin sé ekki létin tvöfaldast á 7 ára fresti í krafti vísitöluákvæðanna. Þegar lána- kjör eru þannig, að menn verða jafnvel að borga allt upp í 90 000—100 000 kr. á ári til þess að rísa undir skuldabagg- anum, — án þess að vísitala, sé reiknuð á lánunum, — þá gef- ur að skilja, að með því að ætla að viðhalda núverandi vísitöluákvæðum um húsnæðis- lán ríkisins í lögum, þá er bein- línis verið að banna launafólki og sérstaklega ungu launafólki að eigrvast íbúð. Það er því lagt til með þessu frumvarpi að fella þetta ákvæði burt. Jafnframt yrði 6vo að gera ráðstafanir til þess að breyta þeim skuldabréfum, sem þegar hafa verið gefin út með vísitöluákvæðum, svo að þeir, er nú hafa tekið slík lán, losni við þessár óbærilegu álögur. Þorri fólks gerir sér ekki ljóst, er það tekur slík lán, hvað það raunverulega er að skriía undir. Fólk treystir rík- inu til heiðarlegra viðskipta við sig og á ekki von á, að ver- ið sé að binda það á sflíkan okurklafa. Það ber að hverfa frá þessu fyrirkomulagi nú þegar. Einn- ig með tilliti til vinnúfriðár í þjóðfélaginu er það affarasæl- ast, því. að verkalýðshreyfingin, sem undanfarið hefúr haft ’af- skipti af þessum húsnæðismál- um í sambandi við kaupgjalds- samninga, getur ekki horft á það afskiptalaust, að verka- mönnum verði skömmtuð slik okurskilyrði sem vísitöluskuld- bindingin á greiðslu lána og vaxta mundi leiða af sér. <í- PrentsmiBja Þjóðviljans tekur að sér setningu og prentun á blöðum og tímaritum. Ennfremur margskonar setningu. PRENTSMHE)JA ÞJÓÐyiLJANS H.F. Skólavörðustíg 19. — Sími 17-505. Blaðdreifing Blaðburðarbörn óskast í eftirtalin hverfi: Framnesveg — Vesturgötu — Tjamargötu Miðbæ — Laugaveg — Gerðin. V • e _ ÞJÓÐVILJINN — Sími 17-500. Stúika óskast til afgreiðslustarfa og vinnu við spjaldskrá í berklavarnadeild Heilsuverndarstöðvar- innar. Umsóknir sendist skrifstofu Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur Barónsstíg 47 fyrir 20. þ.m. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.