Þjóðviljinn - 26.10.1966, Síða 4

Þjóðviljinn - 26.10.1966, Síða 4
4 SÍÖA — ÞJÓBVKJINN — Miðvikadagur 26. ofctóiber 1966. Otgefandl: Saroelnlngarfloktoux alþýðu — Sóslalistaflokk- in-lnn Ritetjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguróur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Siguróur V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Simi 17-500 (5 línur). Askriftairverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- eöluverð kr. 7.00. Ráðherra hirtur 17'inn ráðherranna, Ingólfur Jónsson, hlaut mak- ^ lega hirtingu á Alþingi í gær fyrir skilnings- leysi á gildi verkfallsréttarins. Tveir kunnustu for- vígisriienn íslenzkrar verkalýðshreyfingar, Hanni- bal Valdimarsson og Eðvarð Sigurðsson, töldu ráð- herrann hafa unnið til hirtingar og veittu hana vel úti látna. Tilefnið var, að frumvarp til stað- festingar bráðabirgðalögum þessa ráðherra úr vinnudeilu Félags framreiðslumanna og veitinga- húsaeigenda var til 1. umræðu í neðri deild. Var öll framkoma ráðherrans í málinu mjög í afsök- unartón, og vöm hans helzt að lesa upp pöntuð vottorð frá atvinnurekendum í deilunni á þá lund að með því að banna verkfall framreiðslumanna hafi mannorði þjóðarinnar út á við verið forðað frá hnekki! TTannibal VaWimarsson forseti Alþýðusambands- “ins sýndi fram á að ráðherrann hefði brotið í bág við ákvæði stjórnarskrárinnar um bráða- birgðalög, þar sem enga brýna nauðsyn hefði borið til að setja lögin. Skjallega væri sannað að þegar á fyrsta degi verkfallsins hafi Félag framreiðslu- manna boðið að veita undanþágu um þá þjónustu sem vitnað sé til í forsendum laganna; atvinnu- rekendur hafi hins vegar sýnt þá óbilgimi að loka einnig þeim veitingahúsum sem verkfallið snerti ekki, en fyrir þá hafi ráðherra sett bráðabirgða- lögin. Aðalatriði málsins væri þriðja grein bráða- birgðalaganna, en þar segir svo: „V^rkföll, þar á meðal samúðarverkföll í því skyni að knýja fram aðra skipan kjaramála, sem lög þessi taka til, eru óheimil, þar á meðal framhald verkfalls Félags framreiðslumanna, sem hófst 8. júlí 1966.“ Með bráðabirgðalögunum hefði löglega boðað og lög- lega rekið verkfall verið bannað á fölskum for- sendum. Og Hannibal minnti á að hann stæði ekki einn að fordæmingu þessa verks ráðherrans. Mið- stjóm Alþýðusambands íslands hefði 27. júlí sam- þykkt einróma ályktun þar sem lögð var áherzla á að verkfallsréttur verkalýðsfélaganna væri helg- ur réttur, og segði þar: „Miðstjóm Alþýðusam- bandsins telur setningu bráðabirgðalaganna sýna algjört virðingarleysi fyrir verkfallsréttinum sem þó nýtur vemdar íslenzkra laga og mótmælir því harðlega setningu þeirra sem ofbeldisaðgerðar gagnvart verkalýðshreyfingunni“. ITðvarð Sigurðsson lagði einnig áherzlu á þetta aðalatriði málsins. Ráðherra gæti sjálfsagt í hverri vinnudeilu pantað hjá atvinnurek- endum meðmæli með því að banna verkföll. Þær röksemdir væru ekki alþingismönnum bjóð- andi, Alþingi væri vansæmd að þessu máli. Skor- aði Eðvarð á þingmenn, eins og Hannibal hafði áð- ur gert, að fella frumvarpið. Hvemig sem það fer, ætti ráðherrann að hafa eitthvað lært um verk- fallsréttinn og eigin sök í þessu máli af þeirri rösklegu hirtingu sem tveir hinir reyndustu for- vígismenn verkalýðshreyfingarinnar töldu nauð- synlegt s* 'æita honum í gaer opinberlega á Al- þingi. — s. Ætlar þessi skálkur ekki að pranga upp á okkur óþarfa? ístván Bemáth var hér í stuttri heimsókn á dögunum, ungverskur bókmenntamaður og þýðari sem fyrir einum átta árum þýddi á móðurmál sitt sögu eftir Indriða G. Þorsteins- son og hefur síðan þýtt Njálu, fslandsklukkuna og mörg ís- lenzk ljóðskáld. Þetta var þriðja heimsókn Bernáths til íslands, en þær hafa allar ver- ið stuttar, gott væri að geta verið héma nokkra mánuði samfleytt, sagði hann fyrst orða í stuttu viðtali. — Síðan þetta norræna bók- menntaævintýri mitt hófst fyr- ir sjö-átta árum, sagði Bernáth, hef ég rekið útþenslustefnu ef svo mætti að orði komast, þetta starf mitt hefur aðallega mælzt í magni, yfirferð. Ég held hins- vegar að það sé tími til kom- inn að ég komi mér á traust- ari grundvöll, verði mér úti trm innviróulegri þekkingu á vandamálunum. Ég hef góðan vilja í þá átt, hvað sem öðru líður. ' Þýðing horfins þjóðfélags í>að efni sem ég hef mestan áhuga á í sambandi við ís- lenzkar bókmenntir er það sama og Einar Olgeirsson hef- ur urmið með í bók sinni „Ætta- samíélag og ríkisvald". Bæði er þessi bók ákaflega fróðleg í sambandi við sjálfan möguleik- ann á því að draga hliðstæður á milli örlaga þjóðfélagsins og örlaga bókmenntanna. Enn- fremur er þar rætt um jafn þýðingarmikið atriði og það, að forníslenzkar bókmenntir gefa glöggari og raunsærri mynd en annarsstaðar fæst af því hvernig hið forna ættasamfélag greinist í stéttir, hvemig upp kemur stéttaþjóðfélag og á ýmsan hátt annan, en þessar bókmenntir sýna okkúr hvað gerist á þeim vettvangi sem okkur skiptir mestu — á vettvangi mannlegra samskipta. Ég held þetta sé ákaflega frjótt viðfangsefni, sem af mætti draga þýðingarmiklar á- lyktanir, sögulegar og heim- spekilegar. Og það er ekki hvað sízt ástæða til að gefa því gaum í sósíalistísku landi eins og Ungverjalandi. Ekki svo að skilja að það hafi einhverja praktíska pólitíska þýðingii. En þegar um er að ræða að hafa áhrif á mótun viðhorfa kom- andi kynslóða, þá gæti verið fróðlegt að rifja það upp sem vitað er um frumþjóðfélagið, um það stéttlausa þjóðfélag sem hefur þegar verið til. Tortryggilegt Bernáth: Egla og Gerpla eru kannski á leiðinni. Viðtal við István Bernáth, ungverskan Njáluþýðara Þessi bók Indriða varð fyrst fyrir valinu — ég var þá að læra málið og þurfti oft að leita aðstoðar Hjalta Kristgeirs- sonar, sem þá var við nám í Búdapest. Ég held þetta sé nokkuð góð bók, sönn samtíma- Iífsmynd svo langt sem hún nær. Og mér var það ánægja að frétta, að önnur bók Indriða, Land og synir, hefði hlotið góð- ar viðtökur í Vestur-Þýzka- landi. — IJvað hafið þér þýtt fleira?- * — Út hefur komið í minni^- þýðingu úrval Norðurlanda- kveðskapar, allstór bók, um 700 bls. — í því voru um sjötíu íslenzk Ijóð, allt frá Agli til Hannesar Péturssonar. fslands- klukku Laxness. hef ég þýtt og kom hún út fyrir ári og ég býst við að gera innan skamms samning um að þýða Gerplu Og ég hef þýtt Njálu. Víkingasynir Njála kom út í tveim bind- um í ódýrum og vinsælum bókaflokki — kemur ein bók út á viku og kostar ekki nema sem svarar tólf krónum ís- lenzkum og hafa mörg ágætis- verk á þann hátt ratað til al- mennings. Njála er til að mynda í ágætum félagsskap — hún er á milli Fásts Goethes og ljóða- skáldsögunnar Évgéní Onegín eftir Púsjkín. Njála kom út í tuttugu og fimm þúsund eintaka upplagi, sem seldist upp á tveim mánuðum, bæði mér og forlaginu til stórrar undrunar. Hérna er bókin: þér sjáið að hún hefur verið látin heita Vikingfiak, sem þýðir Víkinga- synir. Enda varð einum vini mínum íslenzkum að orði þeg- ar hann sá þetta: „Þetta fyrir- gefa fslendingar þér aldrei". Veit ég vél, að þessi nafngift er málamiðiun, bæði gölluð og ómerkileg. En undirfyrirsögnin er þó allténd: Hin íslenzka Njálssaga. Og mér fannst betra<$> að fyTsta fslendingasagan sem þýdd er á ungversku kæmi út í alþýðlegri og ódýrri útgáfu, þó svo að sett væri á hana rómantískt nafn, heldur en hún kæmi í virðulegri og .dýrri út- gáfu og þá í miklu smærra upp- lagi. Og vonandi tekst mér að semja við sama útgáfufyrirtæki um Eglu á næsta ári. Utvarpsleikrit — Hvað starfið þér annað um þessar mundir? — Ég gæti vel sagt sem svo að ég væri fallinn í þá gryfju sem ég hef sjálfur grafið. Menn hafa tekið eftir því heima fyr- ir að ég er að fást við Norður- landabókmenntir og þar með er gripið til mín þegar þarf að skrifa greinar um bókmenntir og bókmenntasögu þessara landa í fræðirit allskonar og uppsláttarrit, og þetta vill verða tímafrekt starf. Auk þess hef ég verið að skrifa norræna bókmenntasögu, sem kemur út áður en langt um líður. Ekki svo að skilja, að ég vilji kalla mig sérfræðing í Norðurlanda- bókmenntum, þótt ég hafi um þær fjallað, en liklega hefði enginn annar getað tekið að sér þetta verk þar heima. Ég hefði líka mikinn hug á því, að finna mér íslendinga- sögu, sem væri að verulégu leyti byggð á líflegum samtöl- um og gera úr útvarpsleikrit. Fara með það út á land þang- að sem ég er ættaður og fá áhugafólk þar til að flytja það á segulband. Ég held þetta gæti orðið hressilegt útvarpsefni og frísklegt — ekki sízt vegna þess hve vjð höfum oft heyrt í þessum blessuðu leikurum okkar .... A.B. Breytingar á áfengislögunum Nýtt stjómarfrumvarp um breytingar á áfengislögunum var Iagt fram á Alþingi í fyrrad- Breytingar frá núverandi á- fengislöggjöf eru þær helztar, að vínveitingahús eru skylduð til að halda uppi fullkominni þjónustu án vínveitinga eitt laugardagskvöld af hverjum fjórum; lögreglustjóra er heim- ilað að banna áfengissending- ar með pósti um stundarsakir; ákvseði um hverjum megi selja áfengi eru gerð nokkru ýtar- legri Tekið er upp nýtt á- kvæði, er bannar ökumönnum leigubifreiða og annarra al- menningsbifréiða að taka ölv- uð ungmenni yngri en 21 árs til flutnings í bifreiðum -sín- um eða leyfa þeim áfengis- neyzlu þar. Ungmennum yngri en 18 ára verði óheimil dvöl- á vínveitingastað eftir kl. 8 að kvöldi nema með foreldrum. Frumvarpinu fylgir skýrsla áfengismálanefndar sem starf- að hefur undanfarandi ár, og er þar ýmsan fróðleik að finna upa áfengismálin. Moskvitch bifreiða- eigendur athugið Geri við Moskvitch-bifreiðir. — Fljót og góð afgreiðsla. — Uppl. í síma 14113. Sendisveinn óskast fyrir hádegi. — Þarf að hafa hjól. ÞJÓÐVILJINN — Sími 17-500. En það er ekki alltaf auðvelt^- að sanna mönnum heima fyrir að áhugi á Norðurlöndum, á íslandi sé á góðum rökum reist- ur. í landi eins og Ungverja- landi telja menn sig hafa á- hyggjur nógar af því að kynna sér það sem gerist í þeim stóra bókmenntaheimi. Það er mjög líklegt að sá maður sem fæst við Norðurlandabókmenntir sé talinn heldur tortryggilegur. Menn lita hann hornauga og hugsa sem svo: ætlar þessi skálkur ekki að pranga upp á okkur einhverjú sem við höf- um ekkert við að gera? — Þér sögðuð að „79 af stöð- inni“ hefði verið fyrsta íslenzka bókin sem þér þýdduð? Já — um tíu ára skeið hef ég mest lifað af ljóðaþýðing- um, ekki sízt úr þýzku. Ég hef gefið út eitt bindi af þýðing- um á Hölderlin, annað með kvæðum Brechts. Óbundið mál hef ég aðeins.'þýtt úr íslenzku. Kr. 300,00 daggjald og 2,50 á ekinn km. ÞER EIGIÐ LEIK RauÖmúrstíg 31 sími 22-0-22

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.