Þjóðviljinn - 06.11.1966, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 06.11.1966, Qupperneq 4
4 SB)A — ÞJÖÐVHJINN — Sunnudagur 6. nóvember 1966 Otgefandl: Sameiningarflolrkur alþýöu — Sóeialistaflokk- urinn. Ritstjórar: tvar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsdngostj.: Þorvaldur Jóhannesson. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 7.00, Verðhækkunarst/órnitt yerðstöðvunaráróður stj órnarblaðanna er ekkert annað en yfirbreiðsla á hinar háskalegu afleið- ingar stjómarstefnunnar í atvinnulífinu. Það hef’- ur verið og er trúaratriði og stefnuatriði ríkis- stjórnarinnar, að allt megi hækka nema kaupið. Ríkisstjómin hefur selt kaupmönnum og brak- aralýð algjört Sjálfdæmi um verðlagningu fles'tr- ar vöm og þjónustu, og þeir hafa svo sannar- lega látið greipar sópa og rakað til sín gróða. Á einu sviðinu af öðru hafa stjórnarflokkarnir látið afnema verðlagseftirlit, gefið gróðalýðnum frjáls- ar hendur til að arðræna almenning. Opinberir aðilar hafa haft forystu í verðhækkanakapp- hlaupi, svo sem Sjálfstæðisflokkurihn í borgar- stjóm Reykjavíkur. Húsnæðisokrið, bæði leigu- okur og okur á nýbyggðum íbúðum er orðið svo gífurlegt að meira að segja blöð ríkisstj ómarinn- ar eru tekin að birta dæmi um hina ósvífnu fram- komu okraranna á því sviði. Verðhækkanimar hafa verið Játnar gerast hömlulaust eftir geðþótta braskaranna, og meira að segja beinlínis verið skipulagt af stjórnarvöldunum að ræna með því móti ávinningi kjarasamninga, eins og gert var með hinni svívirðilegu gengislækkun 1961. Var ekki farið dult með að sú gengisíækkun væri bein hefndarráðstöfun fyrir það að verkalýðshreyfing- in hafði náð nokkrum árangri í erfiðri kjarabar- áttu. Og fræg eða réttara sagt alræmd er hátt- stemmd yfirlýsing Alþýðuflokksráðherra,ns, sem eftir kjarasamningana á sl. sumri ritaði í Alþýðu- blaðið að beita yrði verðlagseftirliti og öllum hugsanlegum ráðum til að hindra verðhækkanir sem gerðu ávinning verkamanna að engu. |jingmenn Alþýðubandalagsins hafa flutt frum- varp á alþingi sem gæti verið prófsteinn á það hvort ríkisstjómin og stjórnarflokkarnir meina nokkurn skapaðan hlut með verðstöðvunaráróðr- inum. Þar er kveðið á um stofnun verðlagsnefnd- ar sem gefið væri vald til að ákveða verðlag á vör- um og þjónustu, og skuli nefndin beita þessu valdi til að koma í veg fyrir vöxt verðbólgu og dýrtíðar. í framsöguræðu fyrir frumvarpinu benti Einar 01- geirsson á, að í reynd væri nú til eins konar „verð- lagsnefnd“ en það væri verðhækkunarsamtök kaupmanna og braskara, sem gengju jafnvel svo langt að beita þá kaupmenn refsiaðgerðum sem vildu selja ódýrari vöru en aðrir. Dæmi slíks hafa hvað eftir annað komizt í blöðin undanfarið, og sýnir hvernig „frelsi“ braskaranna og gróðalýðsins er notað, sýnir hvers konar „frjáls samkeppni“ það er sem rekin er, að samkeppnin er orðin að samá- byrgð og samtökum um að raka ómældum gróða af almenningi þó það magni verðbólgu og dýrtíð. Þetta er „frelsisstefna“ ríkisstjórnar íhaldsins og Alþýðuflokksins í reynd, þetta er sú „verðstöðvun“ sem núverandi stjórnarflokkar. hafa iðkað og iðka enn. Einungis nálægð kosninganna hefur knúið ríkisstjómina til að hefja verðstöðvunaráróður, en hún hefur sannarlega fengið nægan tíma til að sýna hvað hún vildi, og eftir verkum sínum verður hún dæmd. — s. Nákvæm vog msssmmm Loftkastalar Þú skalt klippa- til allskonar • smá- stykki úr gömlum kortum eða spilum. Þessi karton-stykki mega vera með ýmsu lagi og mismunandi að stærð, t.d. ferhyrnd, þríhyrnd, sporöskjulög- uö eða jafnvel óregluleg- Hér á mynd- inni sjáið þið nokkur dæmi um þetta. Svo klippið þið smárifur inn í spjöldin, en þær þurfa að vera beinar og helzt allar jafndjúpar. Síðan er farið að byggja og er notuð einföld byggingaraðferð, korfin ganga inn 1 rifurnar hvort á öðru (sjá mynd). Þetta er ágæt dægradvöl fyrir upp- rennandi arkitekta. Kannski — ef vel tekst — sendið þið okkur mynd af ykkur og byggingunni. 1. A fótstykki eru skrúfaðar tvær lóð- réttar uppistöður. 2. Þunnar fjalir eru festar á hliðar uppistöðunnar, í söniu hæð. 3. Á mitt undirstöðustykkið að neðan eru reknir tveir hauslausir naglár. 4. Vogarfjölin. Boraðar eru tvær hol- ur (E) um % cm djúpar, hæfilega viðar fyrir bindingá (hauslausu , náglana) D. í hvom enda eru bor- aðar tvær holur (F) ofan frá. Ofan í allar holurnar er neglt teiknihól- um handa bindingunum að nema við. 5. Vogarfjölin séð frá hlið. 6. í lóðréttu endafjölina eru reknir bindingar (G), sem mætast við hol- urnar (F). Járnstífur (H>, úr gjarðajárni eru festar ofan á enda- fjalimar með skrúfum. í uppistöðurnar (B—B) eru boruð göt fyrir tvo jámfleina, sem vog- arstangimar eiga að hvíla á. Tak- ið vel eftir teikningunum. —'Vogin er gerð rétt eða sett í jafnvægi með því að skrúfa smá-málmplötur í þann endann, sem léttari er. (Sjá mynd 7). 7. Töfraaskjan Fáið ykkur sívala blikköskju og dragið tvöfalt gúmmífS'ánd gegnum botninn á henni, en á hónum eru tvö smágöt (sjá mynd). Takið svo járn- stykki t.d. þunga ró, og bindið í snúr- uná inni í öskjunni. Dragið síðan teygjuna út um göt , á öskjunni og bindið endana saman og herðið á. Sé öskjunni velt á gólfinu, snýst upp á teygjuna vegna róarinnar, sém innan í er. Þegar hún staðnæmist, snýr teygjan ofan af sér áftur og fer þá allt af stað á nýjan leik. ■ Winston er bezt — eins L < 4 f

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.