Þjóðviljinn - 06.11.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.11.1966, Blaðsíða 5
Sunnudagur 6. nóvember 1966 — >JÓÐVILJINN SÍÐA g Matvælaframleiðslan á samá stigi og árunum eftir heimsstyrjöldina Framleiðsla á matvælum í heiminum minnkaði um 2 af hundraði miðað við fólksfjoida á seinna árshelmingi 1965 eg fyrra árshelmingi 1966, segir í nýbirtri ársskýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunarinnar (FA O). Vegna mikilla þurrka fór framleiðsla matvæla ekki fram úr framleiðslunni 1964—1965. Þó fjölgaði jarðarbúum um 70 miljónir. Hin rýra uppskera kom ekki eftir góðæri, heldur eftir margra ára harða baráttu við að halda jafnvægi milli mat- vælaframleiðslu qg fólksfjölg- unar, segir dr. B.R. Sen, for- stjóri FAO. Samkvæmt FAO-skýrslunni minnkaði matvælaframleiðslan á hvem íbúa um 4—5 sf hundraði í Afríku, Rómönsku Ameríku og vanþróuðum lönd- um Suðaustur-Asíu. Skýrslur frá Kína eru ekki tiltækar, en gert er ráð fyrir að komupp- skeran þar hafi verið rýrari en áður. Reiknað hefur verið út. matvælaframleiðslan á hvem fbúa í vanþróuðum löndum s4 komin á sama stig og hún var árið 1957, þannig að hún sé nú jafnófuílnægjandi og hún var fyrir seinni heimsstýrjöld. ,,Hver vottur af 'varanlegri ánægju með ástandið í mat- væla- og landbúnaðarmálum hlýtur að hafa verið hrakinn út í yztu myrkur af viðburður,- um á liðnii ári,“ segir dr. Sen { formála fyrir skýrslunni. „Að frátalinni góðri uppskeru i N- Ameríku, er nálega öruggt að heimsframleiðslan hefur dregizt saman. 1 rauninni er gert ráð fyrir að hún hafi minnkað um 2 af hundraði þegar á heildina er litið og 44—5 af hundraði á hvera íbúa vanþróuðu land- anna, þegar löndin við austan- vert Miðjarðarhaf eru undan- skilin.“ -4> Sængurfatnaður — Hvítur og mislitur — ÆÐARDÚNSSÆNGUR GÆSADÚNSSÆNGUB DR ALONSÆN GUR + SÆNGURVER LÖK KODDAVER Skólavörðustíg 21. 1 Norður-Ameríku jókst mat- vælaframleiðslan um ea. 4 ®f hundraði, í Vestur-Evrópu um tæplega 1 af hundraði. 1 Sov- étríkjunum og löndum Austur- Evrópu varð smávægilegur samdráttur, en í Ástralíu minnkaði framleiðslan um hvorki meira né minna en 6 af hundraði. „Við bíðum átekta áhyggjufttllir" „Þar sem margar miljónir manna þjást þegar af vannær- ingu, eru litlir og kannski eng- ir varaforðar sem við getum gripið til í haliærinu,“ segir dr. Sen ennfremur. Til skamms tfma hafa^hinar miklu kom- birgðir, sem til hafa verið síð- an upp úr 1950, verið nauðsyn- legur varaforði sem t.d. kom f veg fyrir hungursneyð f Ind- landi og öðrum löndum, sem4> urðu fyrir þurrkum 1965—66. En þessar hjálparaðgerðir á- samt nýrri þörf Kfna og Sov- étríkjanna á innfluttu komi hafa stórlega minnkað kom- birgðir í Norður-Ameríku, þannig að þær eru nú minni en nokkm sinni fyrr á liðnum árum. „Matvælaástandið f heimin- trm er þvf ískyggifegra nú en það hefur nokkru sinni verið síðan verst gekk eftir seinni heimsstyrjöld. Þess vegna er það. að við bíðum uppskerunn- ar 1966—67 talsvert áhyggju- fuTlir,“ segir dr. Sen. Spár skýrslunnar eru varkár- ar, þar sem enn er ómögulegt að segja fyrir, hvort hægt verði að ná sama framleiðslustigi aftur. Mikil votviðri hafa dreg- ið úr uppskerunni í Evrópu og Sovétríkjunum. Hvertifram- leiðsla Bandaríkjanna er talin munu verða 7 af hundraði minni en í fyrra. 1 Indlandi, Pakistan og Kína hafa gengið þurrkar. Einnig er búizt við, að skortur á regni muni minnka hveitiuppskeruna f N- vestur-Afríku og allmörgum löndum við austanvert Miðjarð- arhaf. Hins vegar er á það bent, að vanþróuðu löndin tilkynni að jafnaði fyrst þurrka og önnur vandræði, en skýri síðar frá eðlilegu ástandi og góðri upp- skeru. Minnkun varaforðans hefur gert það enn brýnna að taka til nýrrar meðferðar matvæla- hjálp sem byggist á umfram- birgðum. Sú ákvörðun Banda- ríkjanna að hefja nýrækt á til- teknum óþurrkasvæðum og að gera matvælahjálp sína óháða umframbirgðum með hinum svonefndu Food for Freedom Act þar sem lögð er áherzla á hjálp við lönd sem eru að leit- ast við að auka eigin fram- leiðslu, er nefnd sem skref * rétta átt. Sjómannafélag HafnarfjarSar Tillögur trúnaðarmannaráðs um aðalmenn og vara- menn í stjóm Sjómannafélags Hafnarfjarðar fyrir árið 1967 liggja frammi á skrifstofu félagsins. Öðrum tillögum ber að skila fyrirskl. 22 sunnudags- inn 20. nóvember 1966. \ Tillögunum þarf að fylgja tilskilinn fjöldi með- mælenda. Trúnaðarmannaráð Sjómannafélags Hafnarfjarðar. „FAO hefur ævinlega lagt á- herzlu á, að enda þótt mat- vælahjálp sé ómetanleg .... þá sé það fyrir öllu þegar tii lengdar lætur, að löndin auki sjálf framleiðslu sína, ef ráða á varanlega bót á matvæla- ástandinu," segir dr. Sen. FAO er nú að gera leiðbein- ingar-áætlun fyrir þróun land- búnaðar í heiminum. Hún á að skilgreina hvaða hlutverki landbúnaður gegni í heilbrigð- um efnahagsvexti. Ennfremur verður auðveldara að meta magn og form þeirrar aðstoðar sem nauðsynleg er á þessu sviði. FAO á einnig samstarf við Alþjóðabankann um fjár- hagsaðstoð til framfara í land- búnaðarmálum og er að auka hjálparstarfsemi sína, sagði dr. Sen. Kornvandamálið tvísýnast Þróun í kom-rækt veldur mestum áhyggjum. Kornið er um það bil þriðjungur allrar landbúnaðarframleiðslu í heim- inum. Alls minnkaði komupp- skeran -um 2 af hundraði. Hveiti-, bygg- og hrísgrjóna- uppskeran var milli 4 og 5 af hundraði. Sama máli gegndi t.d. um sykur, jarðarhnetur, kakó, tóbak og epli. / Hins vegar jókst framleiðsla á ólífuolíu, sojabaunum og kaffi. Framleiðsla flestra ann- arra matvælategunda dróst heldur saman. Fiskafli heimsins jókst á al- manaksárinu 1965. Framfar- irnar i Perú urðu þó litlar i samanburði við það sem áður hafði orðið, og í Chile varð samdráttur. (Frá SÞ) Stofnfundur brœðrofélags Hallgrímskirfcgu er í kvöíd Það var sú tíð, að kirkjulegt starf fól ekki annað í sér en starf prestanna. Engin fé- lagasamtök unnu á vegum kirkju eða safnaða. Nú er þetta mjög að breytast. Fyrst var farið að dæmi Dana og Norðmanna, að stofna kristileg félög, sem stóðu í óbeinu sam- bandi við kirkjuna, en nú á seinni árum er meira farið að amerískri fyrirmynd, byggja félagsheimili í kirkjunum eða við þær, og mynda sérstök félög í tengslum við söfnuðinn sjálfan. Nokkur reynsla er fengin í þessum efnum hér á landi, og í Evrópulöndunum er þetta að verða ríkjandi fyr- irkomulag. Skömmu eftir að Hallgríms- söfnuður var stofnaður, varð til Kvenfélag Hallgrímskirkju. Um nokkurra ára skeið starf- aði æskulýðsfélag í söfnuðin- um, en það lagðist niður. meðal annars vegna húsnæðis- skorts. Kvenfélagið hefur hins vegar starfað með miklum blóma, þrátt fyrir húsnæðis- skortinn. Langt er síðan farið var að ræða um stofnun bræðrafélags Hallgrímskirkju. Slíkt félag getur tekið að sér _ mörg og fjölbreytt verkefni. Ég hef hér ekki aðeins í • huga byggingu hinnar miklu og fögru minn- ingarkirkju, heldur ýmiskonar menningar- og uppbyggingar- starf. Dálítið hefur verið að því gert á undanförnum árum að- hafa kirkjukvöld með fræðilegu og listrænu efni á vegum kirkjunnar. Og kvenfé- lagið hefur hugsað um meira en fjársöfnun. Fundarefni lið- inna vetra sýna það bezt, að félagið hefur látið sér annt um fræðslu og skemmtun af því tagi, sem menntaj og gleð- ur í senn. Enda þótt það starf, sem hér hefur verið minnzt á, hafi ó- efað gert sitt gagn, er full þörf á bræðrafélagi með sín- um sérstöku verkefnum. Fyrir tveim árum var stigið fyrsta • Framhald á bls. 9. GLERULLAREINANGRUN FRÁ JOHNS-MANVILLE USA NÝKOMIN AFTUR Með notknn hinnar margreyndu J-M grerullareinangrunar sparið þér mikla peninga um leið og þér eruð öruggur um að hafa notað það bezta. JohnS‘Manville J-M glerullareinangrun venjulega fyrirliggjandi í eftirtöldum stærðum og þykktum: 1” án álpappírs 23” br. (58 cm) 18,58 ferm. iy2” með álpappír 23” br. (58 cm) 11,61 ferm. 23” br. (58 cm) 9,30 ferm. 23” br. (58 cm) 7,12 ferm. 23” br. (58 cm) 5,57 ferm. 214” með álpappír 3” með álpappír 3 7/8 með álpappír rúllu @ 950,00 rúllu @ 507,00 rúllu @ 515,00 rúllu @ 405,00 rúllu @ 400,00 Verðin eru með söluskatti og háð breytingum án fyrirvara. 51,00 ferm. 43,70 ferm. 55,40 ferm. 56,90 ferm. 72,00 ferm. Örugglega ódýrasta einangrunarefnið í flutningi út um land, þ.e. fyrirferðarminnst og léttast. — Jafnvel flugfragt borgar sig. HagstœSir greiSsluskilmálar — BiSjiS ávallf um J—M einangrun J-M einangraS er vel einangraS JÓN LOFTSSON H.F. Hringbraut Í21. — Sínii 10-600. Á Akureyri: Glerárgötu — Sími 21344. i t 1 I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.