Þjóðviljinn - 06.11.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.11.1966, Blaðsíða 7
úamlir og góðir bilar á bílasýningu í Moskvu á„degi bílsins" í síðustliðnum mánuði Það gat að líta margar bifreiðategundir á göt- um Moskvuborgar í síðasta mánuði, þegar efnt var þar til mikillar bílasýningar á „degi bíls- ins“. Gömlum og nýjum bifreiðum var ekið um göturnar og tugþúsundir manna fylgdust með bílaiestinni. Á myndunum sjást nokkrar af elztu tegundunum. Bíliinn nr. 1«1 er tii dæmis orð- inn 74 ára gamall og þrí vafalaust með etetu bihim sem enn eru til — tegundin Ben* Velo. Á hlnni myndinni er franskur bfll, 20 árum yngri en Benzinn. Sunnudagur 6. nóvember 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA ^ t'JÉfl m Guðbergur Bergsson. Tómas Jónsson. Metsölu- bók- Helgafell, Keykja- vík 1966 — 355 bls. P Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með Guðbergi Bergssyni. Næstsíðasta bók hans. Leikföng leiðans, var fuligilt verk gagnmerkur bálkur af dauðum sálum íslenzkum, af smáum við- horfum og vesölu lífi, magnað- ur af sérkennilegu, eitruðu skopskyni, ömurleg mynd, til þess fatllin að stugga hranalega við lesaranum. I nýrri bók. Guðbergs má greina margvís- legan skyldleika við Leikföng leiðans, en hún er um leið að allri aðferð gerólík sagnasafn- inu, svo ólík og „óvenjuleg“ að flestir lesendur hljóta áð verða aldeilis grallaralausir — ekki sízt ef svo fer að „Tómas Jónsson“ verði sú metsölubók sem greint er frá í undirtitli, hvað guð lofi. Ekki svo að skilja að Tómas Jónsson, saigan og persónan, eigi sér ekki ættingja hér óg þar í bókmenntum aldarinnar, tilraunir sem á einhvern hátt ganga í sömu átt hafa einn- ig verið gerðar hérlendis, venju- lega í smáu formi. En hér hefur verið lagt út í tilraun með „nýja sögu“ atf langt um meiri tilþrifum og ákveðni og í stærra formi en áður hefur gerzt á Islandi. Hver lesari þessarar einkenni- legu bókar á það á hættu að falla í freistni: að leita að lykilorðum, töfraformúlum í henni sjálfri sér til hamdfestu og þæginda- Og að sjálfsögðú *" finna menn það sem þeir leita að — þrátt fyrir aðvaranir við „útleggingu“ sem einníg má finna í bókinni. Á bls- 278 má til að mynda finna þessi orð: „ég skrifa orð- in í sömu röð og þau berast hann gefcur téhgt atriðin eftir beztu getu ég s'endi honum bara segulbandið“ — því ekki að byrja á þessari lýsingu að tala um aðferð bókarinnar? Sagan hefur yfirskin skrifbóka Tómasar Jónssonar. „Söguþráð- ur“ er enginn, lesandinn er frá upphafi staddúr í miðju tilver- unnar Dg sér til allra átta, tímaskyn hans er komið á full- komna ringulreið. Eða — svo vikið sé að annarri formúlu úr bókinni sjálfri: „hægt. er- að hefja lestur þeirra (þ. e. skrif- bóka Tómasar Jónssonar) i. miðri setningu eins og hægt er að kynnast manni hvar sem vera skal“. En öll aðferð höf- undar er þess eðli.s að hún hlýtur að t’orvelda þessi kynni. Landamörk innri og ytri veru- leika eru þurrkuð út, þessi til- verusvið renna saman svo full- komlega að það verður aldrei fyllilega Ijóst hvað gerzt hef- ur f raun og veru Ekki nóg með það: við verðum þess á- þreifanlega vör að ýmsar per- sónur bókarinnar eiga sér í meira lagi hæpinn samastað. um leið og við höfum fengið hald á þeim eiga þær til að taka hamskiptum, breytast í hugai'fósfcur sögumanns, jafn- vel líkamsparta hans um leið — og sögumaðu^ sjálfur hefur heldur en ekki haepnar útlínur, eins Dg síðar -skal vikið að. Allri aðferð bókarinnar er stefnt að tvísæi, sem virðist útiloka beinar fullyrðingar um mannlegan persónuleika. öðrum orðum: það er ekki auðvelt að handsama þennan veruleika, klófesta Tóm- as Jónsson, þennan karlfjanda sem liggur karlægur í kjallara- íbúð sinni uppi í Hlíðum og spýr galli yfir guð og menn. Flestar fullyrðingar og ályktan- "fr 'lésandans virðast‘" geta smh izt gegn honum sjálfum fyrr en varir. Þó er freistandi að rejma að sjá fyrir sér ákveð- iun kjarna þeirrar staðreyndar, sem þessi „persóna“ er orðin, ætla henni stað með nokkrum lílcum. Nefnum tfl dæmis þessa klausu: „Ég spjaraði mig upn úr nafnleysi aldawiótanna. Ég *var ekkert- Ég heiti Tómas Jónsson. Ég átti ekkert nema þennan skrokk minn með haus, handleggjum og fótum, augum Dg munni og öllu til- heyrandi, enda óvanskapaður nema eyrun. Nú a ég orðið í- búð á góðum stað í bænum. Líkami minn hefur farið í hana. Mér er í nöp við troðfulla strætisvagna- Mér líður illa í i.ávist margra manna, nema starf einangri þá hvern frá öðrum“ Hér virðist í raun réttrí saman dregið furöumikið af þeim upplýsingum sem fá má um þennan „kjama“ Tóm- 'asar Jónssonar og skýrast í ó- endanlegum fjölda* smærri og stærri „atvika“. — Ijíkami minn hefur farið'-í fbúðina; á öðrum stað hefur frásögn af því „hvernig Tómas Jónsson varð með tímanum að kjallara- íbúð í Hlíðahverfi“ — þetta er eitt helzta tema bókarinnar (og um leið eitt forvitnilegasta fyrirbæri aldarinnar): maðurinn hættir að vera .maður Dg breyt- ist í hlut, sem drottnar síðan yfir honum með harðri hendi. Frá þessari harðstjórn er oft- lega greint í stónskemmtilegum köflum af óendanlegai smá- smugulegum. áþyggjum Tóm- asar Jónssonar af dúk undir vaski, af tannburstum leigjend- anna, af plastsatínmálningu sem böm krafsa af veggjum, af rafmagnseyðslu, af rýrnun „minna“ peninga, af „styrkj- um og verðlaunum“ við „aum- ingjaskap'* nútímafdlks. I í- vitnuninni er líka atriði,v skylt þessari hlutgervingu mahnsins: Tómasi Jónssyni „líður illa í návist rriargra manna“ — mað- urinn undir oki hlutarins er einn, firrtur samskiptum við aðra. sambúð hans við annað fólk er ófrjó: illkvittin smá- skítasál, upptendruð af benzfni forvitninnar, liggur á gægjum vjð skráargat og hlakkar yfir öTnurleika í lífi annarra. \ Auðvitað er þetta hvergi nærri fullnægjandi .tilraun til þess að skýra frá Tómasi Jónssyni: mér finnst þessi mamnlýsing gerð með þeim hætti að það' er sem steini sé hent í vatn — öldumar eru skýrastar næst fallstað, en lengjast og dofna eftir því sem fjær dregur unz þær hverfa „í úthafi mannlífsins" (forlátið remb- inginn). Það hr#ur til að mynda ekki verið minnzt á þýðingar- anikla og fyrirferðarmikla kyn- óra Tómasar Jónssonar, fárán- lega Dg vanmátfcuga, einatt við- bjóðslega. En líklega skiptir það meira máli að leggja á- herzlu á það, að Tómas Jóns- son er ekki „aðeins“ einstak- lingur orðinn að hlut. Sterkar líkUr benda til þess, að hann sé um leið samnefnari vanmáttar, smækkunar, hnignunar, rotn- unar, heillar kynslóðar, heils samfélags. Þetta kemur til að mynda fram í þeirri lýsingu á umhverfi Tómasar Jónssonair sem skýmst er og sjálfstæðust — ef svo mætti að orði komast; í frásögn af fólkinu í mötuneyt- inu. Þessir einstaklingar hver með sínum ótvíræðu sérkenn- um, eru um leið tilbrigði viðý þann veruleik sem Tómas Jóns- son er, renna saman við hans heim. „Ég er orðinn eins og heimurinn í kringum mig“ eeg- ir Tómas á einum stað — á öðrum segir: „Líf hans (þ. e. Tómasar), að því er bezt verð- ur séð, var ekkert“, — mig grunar að í þessum yfirlýsing- um felist umtalsverður sann- leiki trm bókina. Guðbergur Bergsson hefur ekki áður sýnt jafn ótví- ræðar gáfur og í þessari bók. Texti .sem þessi virðist bjóða heim leiðindum — vist er bók- in erfið, og það kemur fyrir að einhverjir kaflar virðast ó- þárfir, bæti ekki neinu við það sem þegar er lcomið fram. En engu að síður er þessi textl fullkomlega lifandi. Bókin er borin upp af furðulega sterkri skynjun og næmi sem vel ma kalla ofnæmi — tómleiki er l ekki einkenni þessarar túlkun-1 ar á eyðimerkurtilveru Tómas- ar Jónssonar. Myndir eru hlaðnar upp af satanísku fjöri og samvizkusemi og ,,gosbrunn- ur minnisins“ þeysir yfir þær smáatvikum og minnum án af- Guðbergur Bergsson, láts- Hér við bætist nöturlegt skopskyn — sem kemur ekki hváð sízt fram 'i „þjóðsögum“ og skoþstælingum sem skotiðer inn x söguna — má ég minna á ástir Hitlers Dg Katrínar Jóns- dóttur; í þessum innskotum eru og margar greinar fslenzkrar ritmennsku saxaðar niður af aðdáunarverðri fimi. Um leið birtast gáfur höf- undar (sem minna á Hieronym- us Bosch, Goya og galdur úr suðuramerískum frumskógi) með þeim hætti að það er ekki laust við að nokkum ugg setji að lesendanum. Það er erfitt að gera grein fyrir slíkri aðkenn- ingu og ef til viJl óþarft að reyna það- Mætti þó geta þess, að frásagnir eir.s og þær tvær af fólki sem grófst iifandi und- ir húsarústurn í styrjöldinni, sem tilfærðar eru í seinni hluta bókarinnar, eru mjög iíklegar til að kveikja þetta hugboð um háska — hvgr sem hann er. Bókin er fullkomlega misk- unnarlaus. I henni skíB ekki sól. Má vera þetta misk- unnarleysi sé fullgilt einmitt nú, um það skal ekki fullyrt; bókmehntalíf okkar virðist a-m. k. benda til þess að það sé beinlínis nauðsynlegt. Það er farið að líkja met- sölubókinni um Tómas Jónsson við Vefarann mikla frá Kasmír. Því ekki það. Það er a.m.k- lík- legt að þær hafi svipaða þýð- ingu. Það verður bæði auð- veldara og erfiðara að skrifa skáldsögur á íslenzku eftir til- kDmu Tómasar Jónssoriar- Auð- veldara vegna þess að bókin hefur losað um ákaflega m&rgt, það hefufc verið stigið skref sem um munar. Erfiðara vegna þess að með Tómasi 'Jónssyni er verið Bð rífa niður margt sem talið hefur verið góð og gild vara í sagnasmfði- —• Arni Bergmann. Skáldsugu um Jjármálumenn' eftir Ingólffrá Presthukku Ct er komin hjá Skuggsjá skáldsaga eftir Ingólf Jónsson frá Prestbakka sem heitir „Láttu loga drengur“ og ber undirtitilinn „Dagur fjármála- manns“- Bók þessi er skáldsaga, en það er tekið fram á kápusíðu að ekki muni það dyljast les- ara lengi hvert fyrirmynd að aðalpersónu bókarinnar er sótt. I fyrsta katfla bókarinnar farast þessari aðalpersónu orð á þessa leið: „Tíminn er líka mæli- kvaröi á peninga, vi-nur sæll,f- og tíminn sem fer í að eyða því, sem ég hefi aflað, er sá óvin- ur, sem bíður tækifæris, bíður eftir því að ég, þessi gamli maður með kryppu á baki, þekktur fyrir fjármálastarf- semi og sagður Dkrari leggist í gröfina, svo að hann, tíminn, geti etið ávexti erfiðis míns- Etið það sem ég hef aflað með þessum tveim höndum og þessu stóra, ljóta höfði. Aflað, segi ég, já, aflað, ungi vinur þvi að hefði ég ekki flegið þá, fíflin, þá hefði einhver annar gert það“. Ingólfur Jónsson hefur áður gefið út tvær ljóðabækur og kom hin síðari, Feykishólar, út í fyrra. Hann hefur og gefið ýt tvær barnabækur, en „Láttu loga drengur“ er fyrsta skáld- sagá hans. Bókin er 157 bls- smekklega út gefin, myndir eru eftir Atla Má. Geðverndarfélag íslands hefur merkjasölu í Reykjavík og nágrenni í dag. Mennta- skólanemendur annast dreif- ingu merkjanna með aðstoð skólabarna. Þau skólabörn sem selja vilja merki, komi hvert í sinn skóla, nema innan Langholtssóknar þar sem skól- arnir eru uppteknir vegna annars. í í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.