Þjóðviljinn - 06.11.1966, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 06.11.1966, Qupperneq 12
I fc» I Hagræðingarráðunautar í námsför 12. október í haust hófst hjá IðnaSarmálastofnuninni námskeið fyrir hagræðingar- ráðunauta og mun það standa í nærri ár. Námið fer að hálfu leyti fram hér heima og að hálfu leyti erlendis. Þetta er annar hópurinn sem sækir hagræðingamám hjá IMSÍ. í . hópnum eru þessir sex menní Guðjón Tómasson, ráðinn hjá Meistarafélagi jámiðnaðarmanna, Gunnar Guttormsson, ráðinn hjá Málmiðnaðar og skipasmíða- sambandi íslands, ívar Bald- vinsson, ráðinn sameiginlega hjá Alþýðusambandi Norður- lands, Fulltrúaráði verkalýðs- félaganna á Akureyri og Verkalýðsfélaginu Einingu, Magnús Gústafsson, ráðinn hjá Vinnuveitendasambandi íslands, Sigurður Auðunsson, ráðinn hjá Landssambandi iðnaðarmanna og Þórður Gíslason, ráðinn ' hjá Sam- bandi byggingamanna. Hóp- urinn er nýfarinn utan til náms og mun dveljast vetr- arlangt á Norðurlöndunum, »lengst af hjá Statens Tekno- logiske Institutt í Osló. Ráð- gert er að þeir taki til stp.rfa á vegum safntaka sinna haustið 1967. Þar með ’ærða fcagræðingarráðunautar sam- taka vinnumarkaðarins orðn- ir þrettán. Stefnt er að því að þjálfa ellefu menn til við- bótar. í stórum dráttum er nám þessara manna fólgið í und- Þórður Gíslason, Gunnar Guttormsson, Sigurður Auðunsson, Ivar Baldvinsson, Magnús Gúst- afsson og Guðjón Tómasson. irstöðuatriðum hagræðingar- tækninnar, m.a. vinnurann- sóknum og tæknilegri undir- stöðu launakerfa, rekstrar- hagfræði og stjórnskipulagi fyrirtækja auk margs annars Meðalaldur þessara manna er um 30 ár. Þeir hafa allir verulega starfsreynslu að baki og meiri eða minni tæknilega menntun. Framkvæmd áætlunarinnar um stuðning ríkisvaldsins við hagsmunasamtök vinnumark- aðarins til að stofna til hag- ræðingarstarfsfemi byggist á framlögum á fjárlöguip. Munu á næsta ári verða veittar tæplega 3.3 milj. kr. til þessara mála og er notkun fjárins fólgin í námskostnaði utaníhnds og innan, uppi- haldskostnaði erlendis, ferða- kostnaði og framlagi til launakostnaðar, sem ríkis- sjóður tekur þátt í lun fjög- urra ára skeið meðan nýjung þessi er að festa rætur. Þess má að lokum geta, að framkvaemd áætlunar þessar- ar stjómar þriggja manna nefnd, sem er skipuð þeim alþingismönnunum Pétri Sig- urðssyni, og Sigurði Ingi- mundarsyni, og Sveini Bjömssyni, frkvstj. IMSI. I I I Sunnudagur 6. nóvember 1966 — 31. árgangur — 254. tölublað. Umræðufundir um barnaverndarmál □ Á fundi sínum sl. fimmtudag samþykkti borgarstjórn Reykj'avíkur einróma tillögu Sigurjóns Bjömssonar, borgar- fulltrúa Alþýðubandalagsins, um að þeir aðilar sem fjalla á vegum borgarinnar um málefni bama og unglinga haldi með sér umræðufundi ekki sjaldnar en ehm sinni í mán- uði, en oftar ef þörf gerist. í framsöguræðu sinni benti flutningsmaður á að hér í borg- inni væru nokkrar stofnhnir og nefndir sem hefðu með höndum málefni barna og unglinga, en á undanfömum árum hefði komið skýrt í ljós hversu nauð- synleg 'náin og góð samvinna þessara aðila væri. Á það skorti mjög eins og nú væri málum háttað. Þórir Kr. Þórðarson, borgar- fulltrúi íháldsins, tók undir þau ummæli Sigurjóns, að mikil nauðsyn væri á samstarfi um- ræddra aðila, en lagði til að gerð yrði breyting á upphafi tillögu Sigurjóns, án þess þó að Á T V R rœður útsölustfóra Jón Kjartansson fbrstjóri Afengis- og tóbaksverzlunar rík- isins skýrði Þjóðviljanum svo frá í gær, að ráðnir hefðu verið forstöðumenn áfengisútsalanna í Kefiavík og Vestmannaeyjum sem opnaðar verða eftir áraimót- in. Otsöluðtjóri í Keflavfk var ráðinn Jón Bárðarson sem veitt hefur áfengisútsöfemni á Isa- firði forstöðu en úteölustjóri í Vestmannaeyjum var ráðinn Óskar Gíslason fulltrúi þar- Á báðum stöðunum hefur útsolun- um verið tryggt húsnæÆ nú þeg- ar breyting yrði á efm hennar. Var það samþykkt. Þeir sem sækja framanefnda umræðufundi eru: f élagsmálastj óri, formaðtn' bamaverndarnefnd- ar, formaður æskulýðsráðs, forstöðumaður geðverndar- deildarfyrir börn, forstöðumaður sýlfræðideildar skóla, fræðslustjóri, fulltrúi lögreglunnar um málefni bama og ungíinga. Markmið fundanna verður sem hér greimr: a) Afmarka og skýra betur verksvið hverraf stofnunar. b) Koma í fastara horf tilvis- unttm á milli stofnana. c) Ganga úr skugga um, hvaða verkefni eru öllum stofnun- um sameignleg, og ákveða hvernig samvinnu verði bezt háttað. d) Vinna í sameiningu að hin- um almennari þáttum upp- eldismála, s.s. uppeldis- fræðslu fyrir almenning, námskéiðum fyrir starfsfólk o. fl., o.fl. e) Önnur málefni, sem fundar- menn telja, að gagnlegt geti verið að ræða á fundum sem þessum. Þing Sósíal- istaflokksins s<m formaður Sósíalistaflokksins og Ingi R. Helgason. Að framsöguræðum loknum hófust almennar umræður um þessi mál og einnig um fjrrra dagskrárlið, skýrslu miðstjómar, Sökum þess hve blaðið fer snemma í prentun á laugardög- um verður frekari frásögn af þingstörfum að bíða næsta blaðs. Sovézki sendiherrann á samkomu MÍR Viðskiptí landanna standa mei blóma □ MIR 'hélt samkomu í Stjörnubíói í gærdag í tilefni 7. nóvember. Þar fluttu ávörp Árni Bergmann, Berkof noi> rænufræðingur og nýskipaður ambassador Sovétríkjanna, Nifeolaj Vazhnof. Fer ávarp sendiherrans hér á eftir, örlítið stytt. Leyfið mér fyrst af öllu að þakka stjórn MÍR fyrir kær- komið tækifæri til að taka til máls á þessari hátíðarsam- komu, helgaðri 49 ára afmæli Októberbyltingarinnar. Þjóðir Sovétríkjanna og vinir þeirra erlendis minnast á ári hverju dags þess, sem varð upphaf nýs ^ímabils í mannkynssögunni — sjöunda nóvember 1917, er fyrsta sósíalistíska ríki heimsins varð til. Er þjóðfélag okkar hefur fimmtugasta ár sitt, hefur það að baki mjög verulegan árang- ur í því að byggja upp efna- hagslegan og tæknilegan grund- völl kommúnismans. í' ályktun- um 23. þipgs Kommúnistaflokks Sovétríkjanna um nýja fimm ára áætlun er það tekið fram, að helzta verkefni hennar sé fólgið í því að tryggja áfram- haldandi vöxt iðnaðar og hrað- an og öruggan vöxt landbún- aðar og koma á þann veg á verulegum kjarabótum almenn- ingi til handa, fullnægja betur en , áður efnahagslegum og menningarlegum þörfum hvers sovétborgara. Höfuðforsenda ár- angursríkrar , framkvæmdar fimm ára áætlunarinnar, sem mun auka þjóðartekjur um 38— 41%, erú nýjar aðferðir við á- ætlanagerð og stjórn atvinnu- lífs. Þær efnahagslegar umbæt- ur sem nú er verið að fram- kvæma í landi okkar hafa þeg- ar borið ávöxt. Við getum sér í lagi verið ánægðir með frammistöðu bænda. Gert er ráð fyrir því að kornuppskeran í ár nemi um 160—165 miljónum smálesta, og hefur hún aldrei orðið meiri. Um leið og við sovétmenn finnum til eðlilegrar ánægju yfir efnahagslegri velgengni, gerum við okkur og grein fyrir því, að friður er forsenda á- framhaldandi framfara í landi ókkar. Við lifum á þeim tím- um er eldur styrjaldar, sem kviknar í einhverjum heims- hluta, getur læstst með elding- arhraða um önnur lönd, hve langt sem þau annars eru frá eldsupptökum. Enginn skynsam- ur maður getur látið sér það í léttu rúmi liggja er yfir jörð okkar drynja fallbyssur og sprengjur falla á friðsamlegar borgir og þorp. Sovétríkin hafa þ>ungar áhyggjur af þróun mála í Suðaustur-Asíu og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að sem fyrst verði bundinn endir á stríðið í Vietnam, og um leið leitast þau í samvinnu við aðra við að tryggja öryggi Evrópu, sem lifað hefur tvær heimsstyrjaldir á einni manns- ævi. Eins og kunnugt er gerðu aðildarríki Varsjárb^ndalags- ins í sumar drög að víðtækri og raunsærri áætlun um það, hvernig leysa ber vandamál Evrópu. Þar er tekið fram, að brýn nauðsýn sé nú á því að draga úr viðsjám'í Evrópu, og þá einkum að komast að sam- komulagi um að leggja niður hernaðarbandalög eins og Nato og Varsjárbandalagið. Sovétríkin hafa sem fyrr þann órjúfanlega grundvöll utanrík- isstefnu sinnar, sem eru lenínsk- ar meginreglur um friðsamlega sambúð ríkja, baráttu fyrir eflingu friðar og vináttu þjóða í milli og fyrir alhliða sam- starfi. Sovétrikin hafa beitt sér og beita sér af fullri einurð fyr- ir samningsgerð um að binda endi á vígbúnaðarkapphlaupið, hefja raunhæfa afvopnun, sem létt gæti af þjóðunum byrði sí- vaxandi hernaðarútgjalda. Mér er í þessu isambandi ánægju- efni að minnast þess, að á yf- irstandandi allsherjarþingi S.Þ. gerðist ísland aðili að tillögu Sovétríkjanna um bann við út- breiðsln kjarnavopna, sem hefur mikla þýðingu fyrir bætta sam- búð í heiminum. Það er og mikið ánægjuefni að’ geta slegið því föstu að samskipti íslands og Sovét- ríkjanna hafa þróazt með mjög jákvæðum hætti. Verzlunarsam- skipti landanna hafa eflzt. Við- skipti landanna hafa mjög aukizt á þessu ári. Það nægir að geta þess, að fyrsta nóvem- ber höfðu sovézkir aðilar keypt íslenzkar vörur fyrir 465 milj- ónir króna, sem er um 62% s Framhald á 9. síðu. KULDASKOFATNAÐUR fyrir kvenfójk, karlmenn og börn - MIKIÐ ÚRVAL SKÓBUÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100. ENSKIR OG ÞÝZKIR KULDASKÓR fyrir kvenfólk Stórglæsilegt úrval SKÓVAL Austurstræiti 18. — (EymundssonarkjaHara). i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.