Þjóðviljinn - 10.11.1966, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 10.11.1966, Qupperneq 8
0 SfÐA — ÞJ&ÐVILJINN — Fímœtudagur 10. nóvember 1966 í H Ú S I MÓÐUR MINNAR Eftix JULIAN CLOAG ' Frú Storfc sneri sér við í dyr- rniurn og leit í kringum sig. — Jseja, ég er auðvijað ekki annað en veslings manneskja sem stritar og púlar, en ég hef nú mínar tilfinningar — þið meg- ið ekki halda að frú Stork hafi ekki sínar tilfinningar. Mér þyk- ir jafnvænt- um þessi börn eins og ég ætti þaú sjálf, það er víst og satt. Hún opnaði dyrn- ar. — Ég hef verið þeim eins og móðir í öll þessi ár. Eins og móðir. Það var löng þögn eftir að hún var farin út út stofunni. Herra Halbert tók upp silfur- sígarettuveski og kveikti sér í sígarettu. Maðurin% í bláa jakkanum ræskti sig. —■ Þér skiljið, byrj- aði hann. — Já? Hann reis á fætur og gekk að borðinu. — Þér skiljið, er ekki svo. Ég get ekki tekið þau öll í litla bílinn minn. Eru þau ekfci sex? — Við höfum verið að hugsa um það. Herra Halbert bauðst tii að aka þeim í bílnum sín- um. Lögreglufulltrúinn hækkaði röddina lítið eitt og leit í átt- ina til ungfrú Deke. — En þér gætuð kannski leyft ungfrú Deke að sitja í hjá yður? Hún ætti að fylgja þeim á leiðarenda. — Já, au,ðvitað. Með ánægju. Maðurinn brosti til ungfrú Deke. Hann sneri sér að fulltrúanum. — Þér skiljið — hm, hvar eru börnin núna? — Uppi á lofti. 1 herbergi sem þau kalla verkstæðið. — Jæja, ég var bara að hugsai sem svo, skiljið þér, að ég ætti í rauninni að líta á þau fyrst — fá eins konar yfirsýn yfir þau, ef þér skiljið hvað ég á við. Hann brösti vandræðalega. Fulltrúinn virti hann vandlega fyrir sér. — Ég er ekki alveg Hárgreíðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMl 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SÍMI 33-968 DÖMUR Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjarnargötu 10, Vonarstrætís- megin — Simi 14-6-62. Ajurí/AFÞöR óumumhoK Skólavörðustíg 36 sími 23970. INNH&MTA LÖOPKJS.9t3TÖH* KDRNELiUS JÖNSSON skólavördustig 8 viss um að ég skilji hvað þér eigið við, herra Bolton. —• Jú, — já, — ég er að hugsa um hin börnin, skiljið þér. Þau áem eru hjá okkur nú þegar. Hm — þessi börn, jú, ég á við •— þetta er nú- meiri reynslan. Hvernig böm eru þetta í raun og veru? — Þetta eru ósköp venjuleg böm, herra' Bolton, sagði ungfrú Deke allt í einu. Herra Bolton brosti til henn- ar. — Jæja — er það nú svo? Við höfum svo indælan lítinn hóp hjá okkur, skiljið þér. Ég vil ekki valda neinum vandræð- um eða neitt þess háttar, en ég á við — jú, óheppileg áhrif, skelfileg reynsla, glæpsamlegar tilhneigingar. allt þetta . . . — Eins og ungfrú Deke sagði, greip fulltrúinn fram í, — þá er ég viss um að þér eigið eftir að komast að raun um að þetta eru ósköp venjuleg börn, herra Bolton. Ég held að það sé á- stæðulaust að ónáða þau þenn- an síðasta klukkutíma sem þau eiga eftir að vera hér í húsinu. — Klukkutíma? Herra Halbert leit á armbandsúrið sitt. — Já, sagði lögreglufulltrúinn stuttaralega. — Fyrir þann tíma þyrftum við að vera búnir að hreinsa til í garðinum. — Jæja, herra Bolton lét sig ekki. — Þér hafið sjálfsagt á réttu að standa. En, héma, Ég er að hugsa um þennan dreng, þennan Herbert. Er hann ekki foringinn, eða hvað? — Húbert, sagði herra Hal- bert. — Skynsamur snáði að mínu viti. — Verið alveg rólegur, herra Bolton, sagði fulltrúirm. — Þér skuluð fá að sjá þau áður en þau leggja af stað. — Já, byrjaði herra Bolton, en hann var truflaður þegar barið var að dyrum. — Kom inn, sagði fulltrúinn. — Afsakið fulltrúi, sagði lög- regluþjónninn sem stóð í dyrun- um. — Það eru bömin. Hann reyndi að halda aftur af litlu mannverunum sem tróðust að honum. — Þau langar til að fara út. og . . Jiminee smaug undir hand- legginn á lögregluþjónmum og kom inn í herbergið. — Þ-það er Louis, sagði hann. Hann leit í kringum sig í von um að sjá kunnuglegt andlit og valdi síðan ungfrú Deke. — Louis er úti. M-megum við fara út og t-tala við hann? Lögreglufulltrúinn stóð upp og leit spyrjandi á ungfrú Deke. — Louis er vinur þeirra, sagði ungfrú Deke mildum rómi. — Jæja, sagði fulltrúinn við Jiminee. — Mér þykir það leitt, drengur minn, en við getum ekki leyft ykkur að fara út. — G-gerið þér það, g-gerið þér það. Jiminee fór að titra. — V-við 1-lofum því að k-koma aftur inn. Við lofum því. Fulltrúinn hristi höfuðið af- sakandi. — Gerði það nokkuð til, sagði herra Halbert, — þótt drengnum væri leyft að koma inn? Fulltrúinn leit á ungfrú Deke. Ungfrú Deke brosti. — Ég get ekki séð að neitt sé athugavert við það, fulltrúi. Aðeins smá- stund til að kveðja. — Jæja. Fulltrúinn hugsaði sig um. — Gott og vel. Bara dálitla stund. — Ég skal fara og sækja Lou- is, sagði ungfrú Deke. — Þú verður að bíða í anddyrinu, Jiminee, hjá hinum bömunum. Hún reis á fætur. — Þakka yð- ur fyrir, fulltrúi. LögregluþjómHnn lokaði dyr- unum, á eftir hermi. 44 — Sæll, Louis. Hann horfði á þau og hann var alvarlegur á svipinn. — Komið þið sæl, svaraði hann. Ungfrú Deke hafði leyft þeim að vera einum í anddyrinu. Þau söfnuðust hægt kringum Louis. Hann horfði á þau. Svo kom hann auga á töskurnar sem stóðu hjá veggklukkunni. — Þið eruð að fara burt, sagði hann. — Já, sagði Jiminee. — Verðið þið lengi burtu? Börnin litu hvert á annað..— Já, svaraði Elsa. — Ég hugsa það. f kyrrðinni tifaði vegg- klukkan mjög hátt. — Mamma ætlar að. eignast bamið sitt í næsta mánuði, sagði Louis. — Hvort skyldi það nú verða? sagði Húbert. — Lítil stelpa. Við ætlum að kalla hana Hildu. — Hilda er f-flott nafn, sagði Jiminee. — Finnst þér það fallegt í alvöru? — Já. Börnin tóku öll undir það. Louis þagði dálitla stund — Hann pabbi segir að það sé ekki búið að eyðileggja það nafn, sagði hann. 73 — Það er reglulega faHegt nafn. — Ógurlega fallegt nafn, sagði Willy með áherzlu. Louis roðnaði dálítið. — Ég á ennþá granateplið frá þér, Díana. Díana brosti. — Pabbi minn er' búinn að bera á það femis og fægja það. Nú er það glóandi eins og gull og það endist að eilífu. —: Áttu líka pennýið frá mér? spurði Willy. — Já, víst á ég það. Ég á allar gjafimar frá ykkur. Ég á vasaklútinn og litla bláa skrínið og granateplið og Sögu Manchest- er og — og — og nágrennis, sagði Dun- stan. — Já, og nágrennis, alveg rétt. Louis brosti. — Og ég á mynd- ina frá þér, sagði hann við Jiminee. — Hún hangir uppi í herberginu mínu. — En hvað um vasahnífinn þiiin? spurði Húbert. — Uss, það er bara gamall vasahnífur. AHir eiga vasahníf. Einhvers staðar niðri skelltist hurð og þau heyrðu fótatak fyr- ir neðan sig. — Mikið eru margir lögreglu- þjónar hérna, sagði Louis. Húbert kinkaði kolli. — Og svo eru líka tveir lögreglubílar fyrir utan, sagði hann. — Já. Ég sá þá. Húbert hugsaði með sér, að eiginlega væri það ekki svo slæmt — að segja Louis það á þennan hátt. — Louis, ég ætla að hvísla dálitlu að þér. Willy kom alveg að Louis og dró höfuðið á hon- um niður til sín. Louis hlustaði. — Allt í lagi, sagði hann og kinkaði kolli. — Allt í lagi. Ég skal gera það. Hann rétti úr sér og tók í höndina sem Willy rétti honum. — Hvað ætlarðu að gera? spurði Jiminee. Louis leit efablandinn á Willy. — Má ég segja það? Willy kinkaði kolli með ákefð. — Hann vill að ég passi svörtu konuna hans meðan þið eruð burtu. Ó. Willy, sagði Elsa og brosti. — Já, var það ekki sniðugt? sagði Willy. — Það er alls ekki víst að maður megi hafa neinar konur þar, það er ég viss um. Allt í einu brostu öU hin börnin líka. — Já, það er alls ekki víst, er það? sagði Willy. — Nei, sagði Louis alvarleg- ur. — Það er alls ekki víst að það megi. En ég skal gæta henn- ar vel, vertu alveg viss um það. Hann tók fastar um höndina á litla drengnum. WiHy brosti. — Benni finnst brauðmylsna góð, sagði hann. — Það skal ég muna. Hann leit í kringum sig í hálfdimmu and- dyrinu. — Nú verð ég að fara, sagði hann. — Ég lofaði mömmu að vera ekki lengi. — Æ, farðú ekki strax! — Ekki strax. — Gerðu það ekki. Louis hikaði. Hann sleppti höndinni á Wiíly og leitaði í vasa sínum. — Ég er með dálítið handa ýkkur, sagði hann. Hann rétti fram höndina. Þar sem hann lá í lófanum á Louis leit hann í fyrstu út eins og venjulegur steinn. Svo tók Jim- inee hann upp. — Það er steingervingurinn þinn, sagði hann. — Ammonítinn, leiðrétti Lou- is. — Hann er handa ykkur. Ég kom með hann handa ykkur. Börnin flykktust að og snertu raflituðu rákirnar sem lágu um steininn þveran og endilangan. — Mikið er hann fallegur, hvíslaði Díana. — Er hann í alvöru svona af- skaplega gamall? spurði Húbert. — Hann er meira en miljón ára. Miljón miljón ára. — 'Miljón miljón? hvíslaði Willy. — Meira, sagði Louis. — Hann er gamlari en nokkuð ann- að í heiminum. — Og svo er bann ennþá til, sagði Jiminee. — Megum við eiga hann í al- vöru? spurði Willy. Louis kinkaði kolli. — Já. Ég kom með hann handa ykkur. — En, sagði Elsa. — Þetta er það fínasta sem þú átt — þú sagðir okkur það sjálfur. — Það er þess vegna sem ég vil að þið eigið harm, svaraði Louis! — Ó, Louis! — Geturðu í alvöru verrð án hans? spurði Húbert. Louis kinkaði kolli. — Þetta er dásámlegasta gjöf sem til er, sagði Díana. — Þökk fyrir, Louis. — Þúsund þakkir. — Mörg þúsund þakkir, sagði Willy. Louis roðnaði. — Ég er feg- inn að ykkur’ skuli líka hann, sagði hann. — Okkur finnst hann stór- kostlegur. Þau litu öH hvert á annað og brostu. Louis deplaði stóru, brúnu augunum. — Nú verð ég að fara — annars verður mamma reið. Hann hikaði. — Æth það vei;ði — verði ekki allt í lagi — þarna sem»þið verðið. Bömin stóðu þögul kringum hann. — Jæja, verið þið þá sæl, sagði hann. — Bless, Louis. — Bless. Hann gekk að útidyrunum en Húbert var kominn þangað á undan honum og tók slána frá og opnaði dyrnar upp á gátt. Einkennisklæddi logregluþjónn- inn sem var á verði við dyrnar, vék ögn til hliðar og gult vor- sólskinið streymdi inn í gömlu' forstofuna. — Bless, sagði Louis í dyr- unum. Hann sneri sér við og hljóp niður tröppurnar. Allt í einu tróðust börnin að dyrunum, út um - þær og út á tröppurnar. Um leið og Louis lokaði hlið- inu á eftir sér, sneri hann sér við og veifaði. Svo rýmdi foryitna fólkið fyrir honum og hann var horfinn. Börnin hrópuðu í kveðjuskyni. — Bless. . — Bless, Bless, Louis . . Bless! Bless! Bless ... — Bless, Louis . . Bless! Bless! Skærar raddirnar ómuðu út í sólskinið í Ipswich Terrace, yfir höfðinu á fólkinu sem stóð fyrir utan hliðið. Loks hættu börnin að hrópa. Þau gengu hægt inn í húsið aftur. Ungfrú Deke beið eftir þeim í anddyrinu. Hún stóð við borð- ið og var að setja á sig hanzk- afta. — Komið þið þá, börn, sagði hún. — Farið í frakkana og setj- ið á ykkur húfur. Það er kom- inn tími til að fara. ENDIR. VINNA Lítið fyrirtæki með 100 ferm. húspláss og tals- vert af jám- og blikksmíðavélum, óskar eftir föst- um verkefnum, einhverskonar framleiðslu eða lagersmíði. — Tilboð merkt „JÁRN“ sendist til afgreiðslu Þjóðviljans. SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með okkar full- komöu sjálfvirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó og hálku. Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið CONTINENTAL hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f. Skipholti 35 — Simi 3-10-55. Kuldajakkar og í öllum stærðum. Gtóðar vörur — Gott verð. Verzlunjn Ö. L. Traðarkotssimdi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). TRABANT EIGENDUR V iðgerðarverkstæði Smurstöð Yfirförum bílinn fyrir veturinn. FRIÐRIK ÓLAFSSON, vélaverkstæði Dugguvogi 7. Sími 30154. Klapþarstíg 26 Sími 198QQ Condor

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.