Þjóðviljinn - 11.11.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.11.1966, Blaðsíða 2
2 SfÐA — ÞJÖÐVILJTNN — Fostudagur 11. nóvember 1966. AAinningarorð Benedikt G. Þeim fækkar ódum sem tóku upp merki íþróttanna um aldamótin síóustu. Þar komu fram hugsjónamenn sem vildu hrífa með séræsku þjóðarinnar, karla og konur, og beina henni inná nýjar brautir, sem miðuðu að auknu félagslífi, meiri líkamsrækt og þroska, — meiri manndómi. Þeir höfðu bjargfasta trú á því að hollar lífsvenjur og þjálfun líkamans væri sterk- ur þáttur í því að veita ein- staklingunum skemmtilegra og heilsusamilegra líf. Sjálft fé- lagslífið væri og spor í sömu átt, þar sem einstaklingarmr yrðu aðnjótandi þroska sem væri þeim ómetanlegur og þeim hlotnaðist einmitt með þátttöku sinni í þessu íþrótta- og félagsstarfi. Benedikt G. Waage, sem i í dag er til moldar borinn, var einn þessara hugsjónamanna. Vafasamt er að aðrir hafi kom- heiðursforseti ISI izt lengra í því að vinnafyrir þessa hugsjón sína, en hann. Það er varia of mikið sagt að hann hafi fómað flestu fyrir þetta hugðarefni sitt. Hann notaði tíma sinn fýrst og fremst til þess að vinna að íþróttamáium. Hann mat það meira en að safna sér verald- legum auði, sem „mölur og ryð fá grándað". Hitt var í huga Benedikts varanlegra að hjádpa æsku ís- lands til þess að safna andleg- um og líkámlegum verðmætum, það var skoðun hans að það væri veganestið góða, og þar voru íþróttimar og félags- starfið meðalið. Þessa skoðun og trú var hann óþreytandi að boða hvar sem hann kom, hvort sem það var á fundum, eða í samræðum við einstaklinga, eða þá að hann tók sér penna í hönd, og það gerði hann oft. Iþrótta- blaðið sem hann á sínum tíma -----------V---------------------$ Aðalfundur Stúdentafélags Reykfavíkur haldinn 5. nóv. Aðalfundur Stúdentafélags Reykjavíkur var haldinn laugardaginn 6. nóvember s. 1. Fundurinn Var haldinn í 1. kennslustofu Háskóla Islands. Fráfarandi formaður, Aðal- ‘Btefrtn ‘JGuðjohnsen, verkfræð- ingur, flutti skýrslu stjómar fyrir liðið starísár og Friðjón Guðröðarson, lögfræðingur, gerði grein fyrir reikningum félagsins. Úr stjóm gengu nú: Aðal- steinn Guðjohnsen, verkfræð- ingur, Ólafur Þorláksson, lög- fræðingur og Rúnar Bjarnason, verkfræðingur. 1 stjóm félags- ins voru kjörnir: Formaður: Birgir Isl.. Gunnarsson, lög- fræðingur. Aðalstjórn: Ellert B. Schram, lögfræðingur, Friðjón Guðröðarson, lögfræð- ingur, Jón Reynir Magnússon, verkfræðingur, Lúðvík Gizur- arson, lögfræðingur. Varastjóm: Jón Ólaísson, lögfræðingur, Haukur Hauksson, bdaðamaður, Þór Guðmundsson, viðskiptafr., Benedikt Sveinsson, lögfræðing- ur, Gunnar Sólnes, stud. jur. ritstýrði ber þess glæ6ilegt vitni. Á yngri árum hreifst Benedikt af þeim andblæ sem Ungmenna- félagshreyfingin flutti æsku þessa iands, sem fór eins og þróttmikil þylgja um landið; bylgja sem hafði nýjan boð- skap að bera til æsku ts- lands. Þó afskipti Benedikts yrðu síðar meir einskorðuð við sjálfar íþróttimar, var hann aðdáandi alls félagslífs sem fékk æskuna til að sameinast og starfa á grundvelli fegurð- ar og þroska fyrir einstakling- inn og gerði hann að betri og gagnlegri þjóðfélagsþegni. Við, sem fylgdumst með Benedikt meðan hann rak verzlun sína á Laugavegi 18, en það gerði hann um langt skeið, sáum oft að meira aö segja þar sátu íþróttimar í fyrirrúmi. Viðræðurnar þar við íþróttamanninn eða íþrótta- leiðtogann sem þurfti að fá fyrirgreiðslu eða upplýsingar, voru honum það ljúfar og sjálfsagðar að viðskiptamaður- inn sem beið afgreiðslu var stundum farlnn þegar „kaup- maðurinn" hafði yfirgefið „forseta ISI“ og gest sinn. Þannig var fómarlund Benedikts G. Waage fyrir það málefni sem honum var svo hjartfólgið. Þeir menn sem nú standa í forustu félags og i- þróttamála munu vafalaust ekki trúa að svona langt sé hægt að ganga, en hugsjónamaðurinn og brautryðjandinn leit öðrum augum á sjálfan sig og silfríð en nútímamaðurinn, sem vegur og meturr hverja stund með krónum og aurum. Benedikt átti yfirleitt mikl- um vinsældum að fagna meðal þeirra sem hann umgekkst Hér eftir sem hingað til „Þingið harmar þá miklu dýrtíð og verðbólgu, er geis- að hefur hér á landi síðustu árin. Það lýsir vonbrigðum sínum vegna getuleysis ríkis- stjómarinnar í þeim efn- um. . . Þingið telur það nauð- synlegt að haldið sé uppi öfl- ugri verðgæzlu 'til þess að tryggja eðlilegt vöruverð til neytenda . . . Þingið . . . telur endurnýjun togaraflotans ó- hjákvæmilega nauðsyn, og á- lítur stórfellda þróun og ný- skipan fiskiðnaðarins með aukna verðmætasköpun í huga eitt brýnasta hagsmuna- mál þjóðarinnar. Varar þing- ið við þeirri einhæfingu, sem á sér stað í fiskveiðum þjóð- arinnar ..... Þingið varar við þeirri ofþenslu sem á sér stað í verzlun og viðskipt- um landsmanna og telur ó- eðlilega marga aðila bundna í þessum starfsgreinum. Þing- ið telur að nýir verzlunar- og viðskiptahættir séu nauðsyn- legir og brýn nauðsyn sé á endurskipulagningu verzlun- arinnar. . . Þingið fordæmir hið svívirðilega brask á ibúð- arhúsnæði almennings. Þing- ið leggur áherzlu á, að unn- ið verði öfluglega að útrým- ingu lélegs og heilsuspillandi húsnæðis í landinu. . . Þingið . . . telur óviðunandi að er- lendur her sé til langframa í landinu á friðartímum. Þingið telur að sendinefnd landsins á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna eigi að greiða at- kvæði með aðild Kínverska alþýðulýðveldisins að samtök- um Sameinuðu þjóðanna. Þingið harmar styrjöld þá sem nú geisar í Vietnam og fordæmir íhlutun utanaðkom- andi ríkja . . . fordæmir þau miklu tollsvik sem nú tíðkast og tíðkast hafa um langt skeið . . . fordæmir öll þau svívirði- legu skattsvik sem viðhöfð eru í þjóðfélaginu . . . mót- mælir þeirri tilhneigingu sem á sér svo víða stað í þjóðfé- laginu, að völdum og trúnað- arstörfum er safnað í hendur örfárra manna . . . mótmælir og varar við því að ýmsar öfl- ugar þjóðfélagsstofnanir og embættismenn í háum trúnað- arstöðum nái í sínar hendur æ meir af því valdi, sem þjóð- in hefur fengið í hendur Al- þingi og alþingismönnum og öðrum kjömum trúnaðar- mönnum ... telur ástand heil- brigðismála í landinu svo á- bótavant, að ekki megi lengur dragast að hefjast handa um verulegar endorbætur og ný- skipan þeirra mála . . . harm- ar þá fálmkenndu stjórn sem verið hefur á dómsmálum í landinu síðustu árin . . . krefst þjóðnýtingar trygging- arfélaganna í landinu . . . tel- ur að ekki megi lengur drag- ast að þjóðnýta olíufélögin í landinu . . . lýsir áhyggjum sínum yfír þeirri einhæfingu í fiskveiðum sem nú á sér stað hér á landi. Þingið skor- ar á ríkisstjórnina að gera úr- bætur í þeim mólum. Bendir þingið á þá leið að keyptir verði 10—20 skuttogarar til þeirra útgerðarstaða sem byggja alla sina afkomu á sjávarútvegi . . . skorar á. . . að felld verði niður vísitölu- trygging sú, er nú er á lán- um húsnæðismálastjómar ríkisins". Þessar ívitnanir eru sóttar í nýgerða stjórnmálaályktun, þótt ekki sé öldungis víst að allir geri sér umsvifalaust Ijóst frá hvaða þingi hún sé runnin, svo margar sem því- líkar samkomu^ hafa verið undanfamar vikur. Því skal þess getið að þessar sam- þykktir voru ekki gerðar á landsfundi Alþýðubandalags- ins, ekki á flokksþingi Sósíal- istaflokksins, heldur á 21sta þingi Sambands ungra jafn- aðarmanna. Og hinir ungu Al- þýðuflokksmenn áttu einnlg til að bera fingerða og háðska gamansemi; inngangurinn að þessu stórfellda syndaregistri var svohljóðandi: „Þingið þakkar ráðherrum Alþýðu- flokksins fyrir störf þeirra í núverandi ríkisstjórn á þessu kjörtímabili. Svo og þakkar þingið þeim, flokksstjórn og Alþingismönnum Alþýðu- flokksins giftudrjúg störf í þágu lands og lýðs og treyst- ir þeim til farsælla starfa hér eftir sem hingað til“. — Mistri. W I og kom þar til rólegt ogþægi- íegt viðmót, velvilji til alira. sem til hans leituðu. Hann reyndi líka að leysa úr þeim vanda sem í hans valdi stóð, og var það þó oft erfitt, því í- þróttahreyfingin ótti oft við á- takanlegan fjárskort að stríða, en á þeim vettvangi var aðai- starfssvið Benedikts. Meðal erlendra samstarfs- manna átti hann miklum vin- sældum að fagna og naut þar á ýmsan hátt mikillar virðing- ar og trausts. Hér verður ekki reynt að gera skil öllum þeim málum sem Benedikt G. Waage barð- ist fyrir á löngum starfsferii fyrir íþróttimar, því þar kém- ur ákaflega margt til, og góðu heilli hefur margt af því séð dagsins ljós. Sú saga er mjög gildur þáttur í sögu nútíma, f- þrótta á Islandi, og þegar sú saga verður skráð mun nafn Benedikts þar lifa um aldir. Benedikt G. Waage var fæddur í Reykjavík 14. júni 1889 og voru foreldrar hans Guðjón Einarsson prentari og Guðrún Ölína Benediktsdóttir kona hans. Hann stundaði nám í Verzlunarskóla íslandsog vann síðan um langt árabil að verzlunarstörfum, rak m. a. Verzlunina Áfram í rúm 30 ár. Á yngri árum var Benedikt góður íþróttamaður ogsnemma vom honum falin forustustörf í félagssamtökum íþrótta- manna. Hann vann að stofnun nokkurra íþróttafélaga og var formaður stærstu félaganna í Reykjavík um nokkurra ára skeið, formaður Knattspyrnufé- lags Reykjavíkur í 3 ár og íþróttafélags Reykjavíkur í 5 ár. Starf Benedikts G. Waage sem forustumanns í heildar- samtökimi íþróttamanna var þó miklu mest og mun halda minningu hans lengst á lofti. Um 5 óra skeið var hann formaður þáverandi Iþrótta- sambands Reykjavíkur, en í stjóm íþróttasambands Islands var hann kjörinn árið 1915 og átti sæti í stjóminni lengst af síðan, fyrst sem gjaldkeri, síðan varáforseti og loks for- seti frá 19. júní 1926 þar til í september 1962 er hann lét af því starfi og var kjörinn fyrsti heiðursforseti sambands- ins. Síðustu 20 árin hefur Bene- dikt G. Waage átt sæti í al- þjóðaolympíunefndinni, sem vinnur að undirbúningi og hefur yfirumsjón með olymp- íuleikjunum. Sótti hann fjöl- marga fundi nefndarinnar víðs- vegar um heim. Á árumim 1951—1961 var hann lþrótta- ráðunautur Reykjavíkur. Hann átti sæti í nefnd, er endurskoð- aði íþróttalögin frá 1940 og vann mikið að bókaútgáfu Iþrótta- samhands Islands, át'ti til dæmis mikinn þátt í útgáfu Knattspymulaga lSl á sínum tíma, Sundbókar ISl, Heilsu- fræði handa íþróttamönnum o. fl. Ritstjóri íþróttablaðsins Þróttar var hann í 5 ár og ótal greinar skrifaði hann í blöð og tímarit. Útför Benedikts G. Waage verður gerð frá Dómkirkjunni árdegis í dag. Með þessum fátæklegu Kn- um fylgja þakkir fyrir langt samstarf í stjóm ÍSl, og þótt við værum ékki ailtaf é sama máll verður minningin umhinn gengna góða dreng hugljúf og góð. Aðstandendum hans votta ég samúð, og áma alls góðs. — Frímann. Loðfoðraðir leður- og rúskinnsjakkar fyrir dömur og herra Verð fná kr. 4.450,00. Leðurverkstceðíð Bröttugötu 3 B. — Sími 24-6-78. OPEL .9 BEKORD Nýtt glæsilegt útlit Stærri vél Stærrl vagn 12 volta rafkerfi aukin hæð frá vegi og fjöldi annarra nýjunga SAMBANÐ ÍSL. SAMVINNUFELAGA VÉLADEILD SÍMI38900 Útgerðarmenn — Skipstjórar. Tökum síld til frystingar Athugið ný símanúmer sjálfvirku stöðvar- innar: Skrifstofan 99-3663 Framkvæmdastjóri 99-3614 Verkstjóri í frystihúsi 99-3661 Verkstjóri heima 99-3632. MEITILLINN H.F., Þorlákshöfn. Köpavogur Blaðburðarbörn óskast til blaðburðar í Kársnes ÞJÓÐVILJINN, sími 40753

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.