Þjóðviljinn - 11.11.1966, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 11.11.1966, Qupperneq 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 11. nóvember 1966. Otgetandí: Sametnlngarflotckui alþýðu — Sóeíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjaxtansson, Siguróur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Augiýeingastj.: Þorvaldur Jóhannessan. Simi 17-500 (5 línur)- Askriftaarverð kr. 105.00 á mánuði. fceusa- sökrverð kr. 7.00, Gervikosningar ¥ okið er þingkosningum í Bandaríkjunum,' en *-J þaer hafa verið mikil jólavertíð fyrir þau fyrir- tæki sem stunda auglýsingatækni þar í landi; kosningabaráttan var í því fólgin að kynna fram- bjóðendur með svipuðum aðferðum og venjulega eru notaðar til að auglýsa fegrunarlyf, hægðatöfl- ur eða rottueitur, og þeir fengu bezta kynningu og náðu mestum árangri sem gátu lagt fram mest fjármagn í kosningabaráttuna; þetta var hana- slagur miljónara. Fréttaskýrendur segja að kosn- ingaúrslitin hafi orðið þau sem vænta mátti, stjórn- arandstöðuflokkurinn hafi aukið fylgi sitt eins og venjulega. Svona einfalt er það; sá flokkur sem tapar í einum kosningum getur verið öruggur um að bæta við sig í þeim næstu, með því skilyrði þó að hann leggi auglýsingaiðnaðinum til næga fjár- muni. I>etta stafar af því að milli stóru flokkanna tveggja, demókrata og repúblikana, er enginn raunverulegur ágreiningur um nokkurt megin- atriði; kosningar í Bandaríkjunum snúast ekki um þjóðmálastefnur eins og tíðkast í Evrópu, hin- ir ’svokölluðu flokkar eru aðeins kosningavélar í eigu auðhringa og atvinnupólitíkusa. Innan flokk- anna beggja er frjálslyndari armur og íhaldssam- ari armur, og það er gagnkvæm samstaða þeirra arma sem ræður úrslitum á þingi en ekki afl flokk- anna hvors um sig. Talið er að afturhaldsarmar beggja flokka hafi styrkzt í kosningunum núna, svo að fyrirætlanir um smávægilegar umbætur í félagsmálum muni renna út í sandinn og hvítt ofstæki muni magnast gegn réttindabaráttu svartra manna. jpréttamenn greina frá þeirri mjög svo athyglis- verðu staðreynd að innrásarstyrjold Bandaríkj- anna í Víetnam hafi ekki mótað kosningabarátt- una á nokkurn hátt. í Víetnam er háð einhver við- urstyggilegasta styrjöld mannkynssögunnar, um 350.000 ungir Bandáríkjamenn hafa verið sendir þangað til morðverka; æ fleiri bandarískar fjöl- skyldur eiga ástvini sína á hinum fjarlæga blóð- velli, og tilkynningamar um særða og fallna Bandaríkjamenn verða sífellt lengri — samt ganga bandarískir pólitíkusar til kosninga án þess að ræða þau vandamál af nokkurri alvöru. Ekki staf- ar þetta af því að Bandaríkjamenn hugsi ekki um styrjöldina í Vietnam; sívaxandi áhyggjur þeirra má greinilega marka af víðtækri andspyrnubar- áttu og niðurstöðum skoðanakannana. Ástæðan er hin að andstaða gegn styrjöldinni í Víetnam á ekki aðgang að kosningavélunum stóru, flokkarnir lúta báðir valdi hergagnaiðnaðar og annarra auðhringa, pólitíkusar beggja flokka eru jafn samsekir. Því velja þeir þann kost að leiða hjá sér stórfelldasta vandamál okkar tíma, þann vanda sem nærgöngul- astur er við samvizku hugsandi manna jafnt innan Bandaríkjanna sem utan. Kosningar þeirra eru trúð'ieikur á auglýsingasviði, — m. Þýðingarmikill dómur fyrir verkamenn: Eiga rétt á grei&siu fyrir eftir- og helgidagavinnu í veikindaforföllum Héraðsdómur staðfestir skilning verklýðssamtakanna á 4. grein laganna frá 1958 um uppsagnarfrest og veikindaforföll ÞER LEIK Annar þáttur. Nœst var það, að iðnaðar- maður slasaðist utan vinnu- staðar og krafðist greiðslu sam- kvæmt lögunum. Vinnuveitenda- sambandið lét neita um það, og enn varð að hnekkja fjand- skap þess gegn lögunum mei* immmmB ilALEtGJXN Palur P Rauðarárstíg 37 sími 22-0-22 * Með setningu laganna nr. 16, 9. apríl 1958 um rétt verkafólks til uppsagnarfrests og fastra starfsmanna til launa vegna sjúkdóms- og slysa- forfalls var merkum áfanga náð í kjarabaráttu verklýðssamtakanna. Vinnuveitendasamband ís- lands barðist af öllum kröftum gegn setningu lag- anna og eftir gildistöku þeirra hefur vinnuveit- endasambandið af fullum fjandskap við lögin reynt að torvelda rétta framkvæmd þeirra og knúð verklýðssamtökin til að sækja ótvíræðan rétt meðlima sinna samkvæmt lögum þessum m ðeþrotlausum málaferlum. Með dómi uppkveðnum á bæjarþingi Reykjavíkur hinn 27. sept. sl. var þriðja þætti þessara málaferla lokið fyrir héraðsdómi, en þá tók borg- ardómari Guðmundur Jóns- son til greina allar kröfur Kristjáns Jóhannssonar verka- manns á hendur Eimskipafc- lagi íslands og dæmdi félagið til að greiða Kristjáni Iáun fyrir dagvinnu, eftirvinnu og næturvinnu, sem unnin var á vinnustað Kristjáns hjá Eim- skip, þá 14 daga er hann var frá vinnu sökum veikinda. Vinnuveitendasambandið vill ekki una þessum dómi og hefur hlutazt til um áfrýjun. Fyrir Kristján flutti málið Ingi R. Helgason hrl. og Ein- ar B. Guðmundsson hrl. fyrir Eimskip. Fyrsti þáttur. Þrátt fyrir skýlaus ákvæði 4. greinar hinna mikilsverdu laga um, að verkamaðurinn skyldi einskis missa af laun- um sínum fyrstu fjórtán dag- ana eftir að hann forfallast frá vinnu sökum sjúkdóms eða slyss, lagði stjóm Vinnuveit- endasambandsins bann við því, að atvinnurekendur greiddu hinum forfallaða verkamanni annað en kaup fyrir dagvinnu- stundir, enda þótt á vinnustaðn- um væri unninn langur vinnu- dagur, eftirvinna og nætur- vinna. í>á hófst fyrsti þáttur málaferlanna. Ármann Sigur- bjömsson stefndi Sements- verksmiðju ríkisins og málið var dæmt 27. júní 1959. Hér- aðsdómur taldi, að 'ákvæðin „fyrstu fjórtán dagana“ bærj að skýra þannig, að um væri að ræða aðeins fjórtán daga á ári. Ármann hafði unnið samningsbundnar tvær stundir í eftirvinnu, og taldi héraðs- dómur, að hann ætti að fá þær stundir greiddar. Vinnu- veitendasambandið hlutaðist til um áfrýjun þessa rnáls.^ Hæstiréttur hratt því dóms- orði héraðsdómara Emils Ág- ústssonar að fjórtán dagamir miðuðust við ár. Slík takmörk- un væri engin í lögunum. A- kvæði laganna bæri að skýra þarmig, að átt væri við hvert veikindatilfelli eða. slysatil- felli fyrir sig af sama tilefni, en ef verkamaður veikist oftar en einu sinni af sömu or- sök, ætti hann að fá aOeins fyrstu fjórtán dagana greidda. Hins vegar staðfesti Hæstirétt- ur þá niðurstöðu héraðsdóm- ara, að Ármarm skyldi fá hin- ar umsömdu eftirvinnustundir greiddar. aðstoð dómstólanna. Gunnar Pétursson stefndi Vélsmiðj- unni Héðni hf. og dómur var kveðinn upp í undirrétti 14. apríl 1965. Héraðsdómari Magnús Thoroddsen féllst á sjónarmið Vinnuveitendasam- bandsins og sýknaði Héðin h.f.. þar sem Gunnar hafði ekki slasazt í vinnunni. Þessum dómi var skotið til Hæstarétt- ar og þar var hlutunum snú- ið við. Hæstiréttur taldi ekki skipta máli, hvar slýsið hefði orðið, fyrst það leiddi til þess að iðnaðarmaðurinn hefði orð- ið óvinnufær, og er í dómi Hæstaréttar byggt á fortaks-< lausurh orðum iaganna. Gunnar fékk því fullar bætur. Þriðji þáttur. Kristján Jóhannsson ' haföi unnið hjá Eimskip í 7 ár og aldrei orðið misdægurt. Sumar- ið 1961 veiktist hann. og er frá vinnu í 14 daga. Kristján hafði unnið langan vinnudag en ó- reglulegan og skipting vinnu- dagsins samkvæmt meðaltali þriggja ára var sú, að dag- vinna var um 70% en 30% var éftir- og næturvinna. Vinnuveitendasambandið lét Eimskip neita að greiða hon- um annað en dagvinnu, og gerði það á grundvelli þeirrar túlkunar á dómi Hæstaréttar í fyrsta málinu gegn Sements- verksmiðjunni, að þar hefði verið umsamin eftirvinna, en í tilfelli Krístjáns hefði vinnu- dagurinn verið óreglulegur og ekkert samið um fasta eftir- vinnu eða næturvinnu. Hófst þá þriðji þáttur málaferlanna með þvi að Kristján stefndi Eimskip eins og skýrt var frá hér að framan, en forsendur og dómsorð er svohljóðandi: „Mál þetta, sem tekið var ti! dóms hinn 22. þ.m., hefir Kristján Jóhannsson, Laugar- nesvegi 90 hér í borg, höfðað fyrir bæjarþinginu með stefnu Nýtt haustverð útgefinni hinn 10. júní 1965 á hendur Eimskipafélagi Is- lands hf. hér í borg, til greiðslu vangoldinna launa að fjárhæð kr. 4.899,03 ásamt 8% ársvöxtum frá 7. ágúst 1961 til greiðsludags og málskostn- aðar að skaðiausu að mati dómarans. — Við munnlegan flutning málsins var dóm- kröfum stefnanda breytt og þess krafizt aðallega, að stefndi verði dæmdur til að greiða kr. 4.774,05 með 8% ársrvöxtum frá 7. ágúst 1961 til greiðsludags og málskostn- að að skaðlausu að mati dóm- arans, en til vara, að stefndi verði dæmdur til að greiða kr. 3.199,39 auk vaxta og máls- kostnaðar eins og í aðalkröfu. Af hálfu stefnda eru þær dómkröfur gerðar, að honum verði aðeins gert að greiða stefnanda kr. 2.399,68 án vaxta. Þá- krefst stefndi og hæfilegs málskostnaðar úr hendi stefn- anda að mati dómarans. Málavextir eru þeir, að er stefnandi starfaði hjá stefnda á árinu 1961, varð hann veik- ur og var frá vinnu umnokk- um tíma. Samkvæmt læknis- vottorðum, sem stefnandi hefir lagt íram, var hann óvinnu- fær vegna veikinda þessara dagana 14. — 21. júlí og 26. júlí — 1. ágúst. Var um sömu veikindi að ræða í báðum til- vikum. Stefnandi hafði þá um sjö ára skeið starfað hjá stefnda við akstur vörubifreið- ar við fermingu og afferm- ingu skipa. Var bifreiðin íeigu stefnda og laut stefnandi við vinnu sína ákvörðunum verk- stjóra stefnda m.a. um vinnu- tíma hverju sinni. E5r stefnandi veiktist, var annar maður fenginn til að aka bifreiðinni í forföllum hans. Stefnandi tók síðan við akstri bifreiðarinnar á ný, er hann var orðinn heíll heilsu. Stefnandi, sem reisir málsókn sína á ákvæði í 4. gr. laga nr. 16/1958, telur, að stefnda beri að greiða sér laun fyrir þær vinnustundir, sem unnar vonu á meðan hann var veik- ur, þar á meðal fyrir eftirvinnu- og næturvinnustundir, sem unn- ar voru á þeim tíma. Er því haldið fram áf hálfu stefnanda, að það sé sá vinnutími, sem hann hefði sjálfur unnið, ef haren eigi hefði verið veikur,. og verði hann því af virmulaun- um fyrir þær vinnustundir, ef stefndi verði eigi dæmdur til að greiða þau. Stefnandi hefir sundurliðað Framhald á Í7. 6íðu. TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMSRÍ LINDARGÖTU 9 • REYKJAVIK » SÍMI 22122 — 2126Q Kr. 300,00 daggjald og 2,50 á ekinn km.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.