Þjóðviljinn - 11.11.1966, Page 6

Þjóðviljinn - 11.11.1966, Page 6
g SÍÐA — ÞJÓBVILJTNN — Föstudagur tt. ndvember 1966. • Klukkan 19.30 hefst kvöld- vaka og les Andrés Bjömss<wi lektor fyrst úr Völsungasögu, þá talar Þór Magnússon um íslenzka þjóðhætti. Jón Ás- geirsson tónskáld kynnir íslenzk þjóðlög með aðstoð söngfólks. Hörður Ágústsson listmálari flytur erindi um húsakost á höfuðbólum og lýkur með þvi erindaflokki útvarpsins um höf- uðból landsins. Klukkan 22,20 verður út- varpað af segulbandi fyrri- hluta tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar Islands, sem hljóðrit- aðir voru í gærkvöld. Stjórn- andi er Bohdan Wodiczko, en einleikari Wladyslaw Kedra frá Póllandi. Kedra IeikurSin- fónísk tilbrigði eftir César Franck, verk sem samið var fimm árum fyrir dauða tón- skáldsins og er eitt af hans öndvegis tónsmíðum. Ennfremur leikur Kedra Píanókonsert Ravels fyrir einhentan pían- ista, eitt frægasta verk Ravels og mikið uppáhald duglegustu píanóleikara. • tltvarp; föstudagur 11. nóv. 13.30 Við vinnuna. 14.40 Hildur Kalman les sög- una Upp við fossa. 15,00 Létt lög af hljómplötum. 16,00 Síðdegisútvarp; Sigurður Bjömsson syngur. Sinfóníu- sveitin í Fíladelfíu leikur „Rómverska hátíð“, sinfón- ískt ljóð eftir Respighi; E. Ormandy stj. N. Milstein leikur fiðlulag. 16.40 Otvarpssaga barnanna; „Ingi og Edda leysa vand- ann“. 17,05 Miðaftanstónleikar: a) Lamoureux hljómsveitin leikur „L‘Arlesienne“-svítu nr. 2 eftir Bizet; A. Dorati stjómar. b) I. Wixell og E. Sædén syngja Glúnta-söngva eftir Wennerberg. 19.30 Kvöldvaka: a) Lestur fomrita: Völsunga saga. A. Björnsson les (3). b. Þór Magnússon safnvörður talar um þjóðhætti. c) Jón Ásgeirs- son kynnir íslenzk þjóðlög með aðstoð söngfólks. d) Smalinn á Felli. Þorsteinn Matthíasson skólastjóri flyt- ur frásöguþátt. e) Húsakost- ur á höfuðbólum: Hörður Ágústsson listmálari flytur erindi. 21.30 Víðsjá: Þáttur um menn og menntir. 21,45 Þýzk þjóðlög. Giinther Arndt-kórinn syngur. 22,00 Kvöldsagan: ,,Við hin gullnu þil“ eftir Sigurð^ Helgason. Höf. les (4). 22,20 Frá tómleikum Sinfóniu- hljómsveitar Islands í Há- skólabíói kvöldið áður. Stjórnandi: B. Wodiczko. Einleikari á píanó: Wlady- slaw Kedra frá Póllandi. a) Mozartiana, svíta nr. 4 eftir Tjaikovský. b) Sinfón- ísk tilbrigði fyrir píanó og hljómsveit eftir Franck. c) Píanókonsert nr. 2 fyrir vinstri hönd eft.ir Ravel. I • Þeir í Savannatríóinu eru nú allavega með viðfelldnari skemmtikröftum á þessu landi og það er ekki nema eðlilegt að til þeirra sé leitað oftar sjónvarpið en annarra. Og það er líka talað um ástina, sem enginn getur verið án, allra sízt á þessum tíma ársins. Við getum svosem endur- tekið rétt emu sinni að það er eitthvað athugavert við kvik- myndavalið hjá þeim — úr því þáttur sem heitir „Þögiu myndirnar“ því ekki að láta hann risa undir nafni, það vantar ekki að úr nógu sé að velja. Og mikið er þessi dýrlingur leiðinlegur. Það er eins og okkur reki minni til að ein- hvem tíma hafi sæmilega gamansamir reyfarar verið settir saman um Símon þenn- an Templar, en kannski er höfundur hans löngu dauður, þótt firmað lifi. Annað eins hefur komið fyrir. • Sjónvarp, föstudaginn 11/11. 20,00 Á öndverðum meiði. Kappræðuþáttur í umsjá Gunnars G. Sehram. Færð verða rök með og móti þvi að leyfa auknar togveiðar í landhelgi. 20.30 Þöglu myndirnar: í þess- um þætti segir frá banda- ríska gamanleikaranum Wial Rogers og verða sýndir kafl- ar úr ýmsum kvikm. hans. Þýðinguna gerði Óskar Ingi- marsson en þulur er Andrés Indriðason. 21,00 Það gerðist hér suður með sjó. Skemmtiþáttur Savannatríósins. I þessum þætti er fjallað um ástina. Auk Savanna-tríósins koma fram Valgerður Dan, leik- kona, og Harald G. Haralds- son. Stjórnandi er Andrés Indriðason. 21.30 Yfirráðin á hafinu. Kvi’k- mynd um þróun sjóhernaðar allt frá því í fyrri heims- styrjöldinni til vorra tíma. 22,00 Dýrlingurinn. „Rómantík f Buenos Aires“: íslenzkan texta gerði Steinunn S. Briem. 22,50 Dagskrárlok. — Þulurer Ása Finnsdóttir. • Styrkur til listrannsókna • Norrænu samtökin hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að Oslóborg muni veita styrk til rannsókna á list Ed- wards Munchs fyrir árið 1966 sem nemur kr. 6000 norskum og geta sótt um hann vísinda- menn á Norðurlöndum. Styrk- þegi getur ef hann óskar feng- ið að búa endurgjaldslaust í styrkþegaíbúð Munchsafnsins. Listasöfn Oslóborgar (Oslo Kommunes Kunstsamlinger) áskilja sér forgangsrétt til birtingar á árangri rannsókn- anna. Umsóknir með upplýsingum um menntun, reynslu og til- ætlun rannsóknanna sendist til Oslo Kommunes Kunstsam- linger, Munch-museet, Töyen- gata 53, Oslo 5. • Brúðkaup • 20. sept. voru gefin saman af séra Gísla Kolbeins ung- frú _ Margrét Benediktsdóttir og Ólafur Jóhannsson. Heimili þeirra er að Kaplaskjólsvegi 37. Ljósmyndastofa Þóris Laugavegi 20 B. Sími 15-6-0-2 • Laugard. 15. okt. voru gefin saman í Dómkirkjunni af séra Jóni Auðuns ungfrú Ásta Eyj- ólfsdóttir og Lárus Berg. Heimili þeirra er að Njarðar- götu 41, R- Ljósmyndastofa Þóris Laugavegi 20 B. Sími 15-6-0-2 • Hver vill tala við Mister Murray? Berklavörn í Reykjavík heldur: Fé/agsvist • Mr B. Murray frá ástralska sendiráðinu í Stokkhólmi verð- ur í Reykjavík frá 11—14 n.k. Þeir, sem hafa áhuga á að tala við Mr. Murray, viðvíkj- andi innflytjendaleyfi til Ástra- líu, hafi samband við brezka sendiráðið eða Mr. Murrey, I-Iótel Sögu. • Laugard. 8. okt, voru gefin saman í Neskirkju af séra Jóni Thorarensen ungfrú Kristín Harðardóttir og Trausti Víg- lundsson. Heimili þeirra er að Hagamel 34, R. Ljósmyndastofa Þóris Laugavegi 20 B. Simi 15-6-0-2 • 8. okt. voru gefin saman af séra Árelíusi Níelssyni ungfrú Ástheiður Sigurgeirsdóttir og Páll Bjarnason. Heimili þeirra er að Tómasarhaga 42, R. Ljósmyndastofa Þóris Laugavegi 20 B. Sími 15-6-0-2 í Skátaheimilinu við Snorrabraut, laugar- daginn 12. nóv. kl. 8.30. — Góð verðlaun. Mætið vel og stundvíslega. Söluskattur Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 3. ársfjórðung 1966, svo og nýálagðar haekkanir á söluskatti eldri tímabila, hafi g’jöld þessi ekki verið greidd í síðasta lagi 15. þ. m. Dráttarvextir eru 114% fyrir hvem byrjaðan mán- uð frá gjalddaga, sem var 15. október s.l. Eru þvi lægstu vextir 3% og verða innheimtir frá og með 16. þ.m. Hefst þá án frekari fyrirvara stöðvun atvinnu- rekstrar þeirra, sem eigi hafa skilað gjöldunum fyrir lokun skrifstofunnar þriðjudaginn 15. þ.m. Reykjavík, 10. nóv. 1966. Tollstjóraskrifstofan. Amarhvoli. Ódýr reiðhjól Seljum næstu daga nokkur lítið gölluð drengja- og telpna reiðhjól (fyrir 7—11 ára). Reiðhjólaverzlunin ÖBNINN Spítalastig 8. Nýtt Nýtt YEGGFLÍSAR í glæsilegu litaúrvali, MOSAIK á eldhús og böð. MÁLNING og MÁLNINGARYÖRUR. LEIKFÖNG og SKÓLAVÖRUR. Við seljum aðeins það bezta. Komið — Sjáið — Sannfærizt. Verzlunin Álfhóll Álfhólsvegi 9, Kópavogi — Sími 41585. (Opið til kl. 10 e.h.). 24. þing Iðnnemasambandsins: Unnið verði að styttingu vinnuvikunnar í 40 tíma Til viSbótar fyrri frásögn Þjóðviljans af 24. þingi KSn- nemasambands íslands um fyrri helgi fara hér á eftir nokkrar ályktanir þingsins um verkalýðs-, atvinnu-, skatta-og húsnæðismál. Verkalýðsmál 24. þing INSÍ leggur til 1. að unnið verði skipulega að styttingu vinnuvikunn- ar í 40 stundir án kjara- skerðingar. Telur þingið hinn óhóflega vinnutím* stórháskalegan öllu menn- ingarlífi vinnandi fólks. 2. Þingið lýsir yfir stuðningi sínum við hina sjálfsögðu kröfu BSRB um samnings- rétt. Atvinmimál 24. þing INSÍ krefst þess 1. að komið verði á heildar- skipulagningu og vélvæð- ingu atvinnuveganna, 2. að flýtt verði hverskyns rannsóknum sem stuðli að bættum rekstrargrundvelli iðnaðarins. Skattamál 24. þing INSÍ mótmælir því að húsnæðisþörf almenn- ings skuli höfð að féþúfu ófyrirleitinna húsabrask- ara og fasteignaspekúlantg, 24. þing INSÍ krefst þess 1. að hraðað verði og stór- aukið verkefni byggingar- áætlunar ríkisins og ASÍ. 2. að iðnnemar fái aðild að viðbótarlánum verkalýðs- félaganna hjá Húsnæðis- málastofnun ríkisins. Hufnurfjörður Athygli útsvarsgjaldenda í Hafnarfirði skal vakin á því, að dráttarvextir, 1 % á mánuði, verða reiknað- ir þann 19. nóvember nk, af öllum gjaldföllnum en ógreiddum útsvörum og aðstöðugjöldum. Falla þá á dráttarvextir fyrir október og nóvember þ.á. samtals 2%. Síðan hækka vextirnir um 1% við hvem byrjaðan vanskilamánuð. Eru því gjaldendur sem eru í vanskilum hvattir til að greiða gjöld sín nú þegar og eigi síðar en 18. þ.m. til að komast hjá vaxtakostnaði þessum. Jafnframt skal sérstök athygli vakin á því, að til þess að útsvar yfirstandandi árs verði frádráttar- bært við nœstu niðurjöfnun þarf það auk áfallinna dráttarvaxta og lögtakskostnaðar að vera greitt upp eigi síðar en 31. desember n.k. Hafnarfirði, 8. nóvember 1966. Bæjarstjóri. é l t

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.