Þjóðviljinn - 26.11.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.11.1966, Blaðsíða 2
2 SlÐA — r>JÖÐVILJINN — Laugardagur 26. nóvember 1966. Handknatflelkur ■ Það fór svo sem fáa mun hafa grunað að vestur-þýzka liðið Oppum vann tilraunalandslið það sem teflt var gegn Þjóðverjunum í síðasta leiknum, sem þeir leika hér að þessu sinni, með yfirburðum og verðskuldað. Þeir tóku leikinn þegar í upphafi j sínar hendur og réðu hraðan- um, ogyþað var sem mestu munaði. Tilraunalandsliðið lét syæfa sig og gerði litlar tilraunir til þess að hrista þessa lognmollu af sér. Þetta varð líka til þess að nú lá vel á Þjóðverjunum, þeir voru í góðu skapi, þeir höfðu for- ustuna og eftir því sem á leikinn leið með næstum ör- ugga vissu um að sigra. Oppum hefndi sín á tilraunalands- liði og vann með yfirburðum 25:18 Aðvörun Leikur Þjóðverjanna var ekki sérlega stórbrotinn í sniðum, nema hvað vörnin var öruggari en í iyxii leikjunum, og með þessum rólega leik. þar sem þeim var gefinn tími til að at- hafna sig og hugsa, kom það fram sem í þeim býr, og að þessu sinni notaðist þeim það vel. Ef hér á að vera um nokk- urskonar tilraunalandslið og „generalprufu" fyrir leik Vest- ur-Þjóðverj anna í naestu viku að ræða, verður ekki annað sagt en að það hafi mistek- izt. Að vísu munu hafa orðið nokkur forföll frá því sem upp- haflega var ætlað, t.d. var Ing- ólfur ekki með og heldur ekki Sigurður Einarsson. Samt sem áður hefði liðið átt að geta sýnt meira en það gerði. Gera má ráð íyrir að úrslit leikjanna undanfarið hafi gert lið þettá of sigurvisst, og það þyrfti lítið annað en að koma, sjá og sigra. En það var nú eitthvað annað. íslendingarnir náðu aldrei umtalsverðum tök- um á leiknum. Það er athyglis- '*V@rfc»»9,;benda á að þegar liðnar voru 19 mín. af fyrri hálfleik höfðu þeir ekki skorað eitt ein- asta mark með hreinu skoti eftir sókn, öll 4 mörkin sem þá höfðu verið skoruð voru úr vítaköstum! Það er ekki íyrr en á 22. mín. leiksins að Geir tekst að skora með mjög góðu skot-i, og stóðu leikar þá 8:5. Liðið gerði nánast aldrei til- raun til að ógna Þjóðverjunum með hraða eins og FH gerði allan leikinn og Fram í fyrri hálfleik, vitandi það að það setti Þjóðverjana út af laginu og að það ' þoldi leikaðferð þeirra ekki. Þetta var ákaflega mikið veikleikamerki, sem lið- ið komst aldrei yfir allan leik- inn. Varnarleikurinn var mjög opinn, og það notuðu Þjóðverj- arnir sér mjög vel, og skor- -uðu hvað eftir annað þar í gegn. Og við það bættist að Þorsteinn og bróðir hans voru ekki vel fyrir kallaðir í þess- um leik. ^ Skyttur liðsins voru líka mis- tækar og áttu í erfiðleikum að hitta markið, og þrjú vítaköst misstu þeir. Að vísu varði þýzki rharkmaðurinn sérlega vel og bjargaði liði sínu frá því að fá mun fleiri mörk. Það vekur satt að segja furðu að liðið skyldi ekki gera tilraun til þess að leika með mun meiri hraða en gert var, hraða sem ógnaði, ef þetta hefur á annað borð verið leikur til undir- búnings landsleiknum eftir helgina. Það er í sjálfu sér allt í lagi að tefla fram ungum mönnum í stóra leiki og það verður auð- vitað að gerast, en það voru of margir ungir og minna reyndir menn i þessum leik, og þvi gat liðið ekki náð saman eins og það hefði þurft. Þetta er reynsla þessa leiks og það hefðu þeir sem þessu réðu átt að vita, og nú standa þeir í svipuðum sporum og íyrir leik- inn. Þegar þetta lið kom inn á gólfið var það ekki sérlega sannfærandi og líklegt til stór- ræða, og það verður að finna menn með meiri leikreynslu en þama komu fram. Það verður að velja lið sem þolir hraða, því að það er hraði sem nú- timahandknattleikur byggist á og með því vopni verður að mæta þýzka landsliðinu í næstu viku. Það verður að tyggja utan um kjarnann úr þessu liði, sem var Gunnlaugur, Birgir, Geir og Örn, sem þó náðu ekki svip- uðbm leik og með félögum sín- um í fyrri leikjunum. í marki er varla um annan að ræða en Þorstein, Hermann gæti og komið með. Fyrir hina verður að finna menn með þá getu, kraft, hraða, reynslu og kunn- áttu sem landsleikur útheimt- i]S- Það er þo ljós punktur i þessum hrakförum, að leik- menn þeir sem endanlega verða valdir, eru vafalaust sannfærð- Framhald á 7. síðu. Þar og hér Tíminn segir í gær að is- lenzkir sósíalistar hafi enga á- stæðu til að fagna sigri SF- flokksins danska, sá flokkur sé nú eitthvað annað en Al- þýðubandalagið hér. Á lands- ”• fundi Alþýðubandalagsins haíi farið svo „að kommúnistar höfðu þar öll ráð í hendi sér, komu í veg fyrir raunveru- lega flokksstofn-un og hafa eft- ir sem áður öll völd“. Enn- fremur segir Tíminn að hár séu „kommúnistar dragbítur- inn“ og vírðist blaðið þannig harma það mjög að Alþýðu- bandalagið skuli ekki njóta meira gengis. Hins vegar sé SF-flokkurinn danski lausvið . alla kommúnistíska synd og . af því stafi sigur hans. Ekki virðist Tíminn fylgjast vel með i Danmörku frekar en annarsstaðar. I kosninga- baráttunni notuðu borgara- flokkamir og sósíaldemókrat- ar nákvæmlega sama mál- flutning og Tíminn ástundar hér í umræðum um Alþýðu- bandalagið, f beir sögðu að kommúnistar hefðu öll ráð í SF-flokknum, nafn flokksins ■ óg fyrirkomulag væri aðeins sauðargæra. Hins vegar sýndu kosningarnar að grýluáróður af þessu tagi hefur sífellt minni áhrif í Danmörku, bótt enn skorti að visu talsvert á að SF-flokkurinn danski hafi jafn mikið fylgi og Alþýðu- bandalagið íslenzka. Það kann þó einnig að stafa af því að SF-flokkurinn nýtur ekki þeirra ákjósanlegu fríðinda a3 hafa Framsóknarflokk í landi sínu. Skoð- anakönnun Morgunblaðið talaði jnjög digurbarkalega um það ádög- unum að fylkingar myndu vera mjög jafnar á Alþýðu- sambandsþingi og átti þá við þann dilkadrátt sem sendlar stjómniálaflokkanna ástunda. En þegar til málefnanna kom reyndist samstaða þing- fulltrúa meiri en nokkru sinni fyrr, hvað sem öllu flokka- fylgi leið. Alyktun þingsins um kjaramál, þar semstefna viðreisnarstjómarinnar f at- vinnumálum, efnahagsmálum og kjaramálum var gagnrýnd mjög harðlega, var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða; þeir sem fylgdu fyrirmælum úr stjómárráðinu reyndust innan við 20%. Sáu þá málsvarar ríkisstjórnar- innar sitt óvænna og vöidu þann kost að draga tillögur sínar tilbaka. Naumast verð- ur sagt að sú skoðanakönn un spái vel fyrir rfkisstjóm- inni i næstu þingkosningum. — Austri. Handknattleikur: Breytíngar á leik- skrá Rvíkurmétsins Reykj avíkurmótið í hand- heldur áfram um helgina. í dag, laugardaginn 26. nóv., kl. 20,15 að Hálogalandi verður leikið í eftirtöldum flokkum: 2. fL kv. * Ármann — KR 2. fl. kv. Fram — Víkingur 3. fl. ka. KR — Víkingur 1. fl. ka. Valur — ÍR 1. fl. ka. KR — Fram 1. fl. ka. Víkingur — Þróttur Sunnudaginn 27. nóv. kl. 14,00 verður. leikið í Laugar- dalshöllinni í eftirfarandi flokkum: 2. fl. ka. ÍR — Fram 2. fl. kr. Valur — KR 2. fl. ka. Víkingur — Þróttur M. fl. kv. Vikingur — Fram M. fl. kv. Valur — KR Þær breytingar hafa verið gerðar á leikskrá að leikir þeir sem fram eiga að fara 27. nóv. verða leiknir 4. des. og leikir þeir sem fram eiga að fara 4. des. verða leiknir 27. nóv. Ennfremur sú breyting að leik- ir þeir sem fram eiga að fara 29. nóv verða leiknir 6. des. Staðan í mótinu er nú þessi: 1. FLOKKUR KARLA 1. FLOKKUR KVENNA Félög I u j t s m Valur 2 2 0 0 4 13- 6 Fram 3 1 0 1 'Z 8-10 KR 2 0 0>20 4- 9 2. FLOKKUR KARLA Félög I u j t s m Fram 3 2 10 5 23- 9 Valur 3 2 10 5 21-11 ÍR 3 2 0 1 4 26-20 KR 3 2 0 1 4 17-18 Þróttur ' 3 0 0 3 0 12-26 Víkingur 3 0 0 3 0 8-23 M. -FLOKKUR KVENNA Félög I u j t s m Valur 2 2 0-0 4 18- 4 Fram 2 2 0 0 4 20- 7 Víkingur 3 10 2 2 11-17 Ármann 3 10 2 2 11-23 KR 2 0 0 2 0 7-16 2. FLOKKUR KVENNA Félög 1 u j t s m Víkingur 2 110 3 9- 6 KR 110 0 2 6- 3 Valur 2 10 12 6- 7 Ármann 10 10 1 4- 4 Fram 2 0 0 2 0 5-10 um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti í K ó p a v-o g i. Samkvæmt heimild í lögum nr. 10,- 22. marz 1960, verður atvirinurekstur þeirra fyrirtækja í Kópa- vogskaupstað, sem enn skulda söluskatt III. árs- fjórðungs 1966, stöðvaður þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt .áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir sem vilja komast hjá stöðvun verða að gera full skil nú þegar til bæjarfógetaskrifstofunnar, Digranesvegi 10 í Kópa- voki. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 23. nóvember 1966 Sigurgeir Jónsson. Hjúkrunarkonur óskast Hjúkrunarkonur vantar að lyflæknisdeild Land- sþítalans. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðu- kona Landspítalans í síma 24160 og á staðnum. Reyikjavík, 25. nóvember 1966. Skrifstofa ríkisspítalanna. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Almennur félags- og fræðslufundur S.F.Í. verður haldinn í dag, laugardag 26. nóv. kl. 13,30 í Átthagasal Hótel Sögu. Fundarefni: Kjartan Jóhannsson, verkfræðingur flytur erindi um Operation Research — Lausn flókinna verkefna í rekstri og áætlanagerð. Grestir velkomnir. I ' Stjómin. Félög I u j t s m Þróttur . 2 2 0 0 4 27- 8 Valur 2 1 1 0 3 14-13 KR 2 1 1 0 3 20-16 Fram 2 10 1 2 11-11 Víkingur 2 0 0 2 0 10-14 ÍR 2 0 0 2 0 13-23 3. FLOKKUR KARLA Félög 1 u j t s m Fram 4 3 1 0 7 42-25 Ármann 4 3 0 1 6 31-31 Valur 4 2 0 2 4 40r23 KR 4 2 0 2 4 26-31 Víkingur 4 1 1 2 3 25-31 Þróttur ' 4 0 0 4 0 19-42 Á Frá Búrfellsvirkjun Óskum eftir að ráða: 1. Trésmiði. 2. Vana byggingaverkamenn (í steypu- og járnvinnu). 3. Menn á þungavinnuvélar með minnst tveggja ára reynslu 1 meðferð á Serap- er Catepillar 631 B, hjólaskóflu, Cate- pillar 966 B, beltisskóflu og Catepill- ar 977. 4. Bormenn, vana meðferð stórra borvéla. Upplýsingar hjá starfsmannastjóranum. Fosskraft Suðurlandsbraut 32. — Sími 38830.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.