Þjóðviljinn - 14.12.1966, Page 1

Þjóðviljinn - 14.12.1966, Page 1
Miðvikudagur 14. desember 1966 — 31. árgangur — 286. tölublað. Byggingarmál verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði í óefni: Veldur hringlandi skipu- lagsmála þeim stórtjóni? ■ Allar horfur virðast nú á því að hringlandaháttur í skipulagsmálum muni valda þrem verklýðsfélögum í Hafn- arfirði, Hlíf, Sjómannafélagi Hafnarfjarðar Verka- kvennafélaginu Framtíðinni, stórfelldu fjárhagslegu tjóni, og svo verður a.m.k. ef skipulagsnefnd ríkisins faest ekki til að breyta síðustu ákvörðun sinni varðandi teikningar að fyrirhuguðu húsi félaganna sem þau eru búin að láta gera og festa ærið fé í en skipulagsstjórnin hefur mjög ó- vænt neitað að staðfesta þótt skipulagsnefnd Hafnarfjarðar- bæjar væri búin að samþykkja þær fyrir sitt leyti. . Forsaga þessa máls er sú, að á 50 ára afmæli Hlífar rausnaðist Hafnarf.iarðarbær til og gaf fé- laginu stóra lóð og góða undir hús í námunda við lækinn, svo- kallaða Grundarlóð. Eru nú 9 ár liðin frá því félaginu barst þessi veglega gjöf sem virðist þegar til kastanna kemur ætla að reynast hefndargjöf. Fyrmefnd þrjú verklýðsfélög í \\\/VVAA\\\A/V\/VV\\\\\\/V\A\/VVVVVVVVVVVVlV Hampáðjan fær nýjar vélar í gær var blaðamönnum boðið að skoða vélar sem Hampiðjan tók í notkun um síðustu mánaðamót. Vél- ar þessar framleiða veiðar- færi úr gerviefnum en hingað til hefur Hampiðjan ekki unnið úr gerviefnum heldur hampi. 1964 tóku togárarnir innfluttar botn- vörpur og önnur veiðarfæri úr gerviefnum i notkun og og var því hörfið að því að kaupa nýju vélarnar. Fyrir alþingi liggur nú frumvarp um 2 % toll á, innflutt veiðarfæri til verndar innlendri fram- leiðslu á veiðarfærum. Vegna plássleysis verðúr i frekari frásögn af starfsemi | Hampiðiunnar að bíða til | morguns. $ * * á ývivvvwvwvwvwwiwwwwwwwvvwv Hafnarfirði sameinuðust um að reisa hús fyrir starfsemi félag- anna á þessari lóð og skipuðu bygginganefnd til þess að hrinda málinu í framkvæmd. Nokkuð dróst á langinn aðhaf- izt yrði handa um að teikna hús- ið og var m.a. beðið eftir úr- slitum í samkeppni þeirri sem efnt var til fyrir nokkrum árum um skipulag miðbæjarjns í Hafnarfirði. Þegar úrslit þeirrar samkeppni lágu fyrir fengu fé- lögin Gísla Halldórsson arkitekt til þess að gera teikningar að húsi á lóðinni með hliðsjón af skipulagstillögu þeirri. sem 1. verðlaun hlaut í samkeppninni. Hafa félögin þegar greitt Gísla 100 þús. kr. inn á teikninguna en fpllbúin mun hún kosta um hálfa miljón króna. fekipulagsnefnd Hafnarf jarðar- bæjar var búin að samþykkja teikningu Gísla fyrir sitt- leyti eins og hún liggur fyrir en ýms- ar breytingar var þó áður búið að gera á henni. Einnig voru menn úr skipulagsstjóm ríkisins búnir að gefá bygginganefndinni vilyrði um að skipulagsstjómin rnyndi samþykkja teikninguna en formlegt samþykki hennar hafði ekki verið gefið. Nú^ hefur það hinsvegar gerzt í malinu, að skipulagsstjórnin hefur ákveðið að gerbreyta skipu- lagi bæjarins á þessu svæði þar sem húsið skal standa. Hefur hún ékveðið að færa Lækinn úr núverandi farvegi og yfirfyrir hús verklýðsfélaganna og á hann nú samkvæmt þessu nýja skipulagi að renna þar í opnum farvegi 12 metra breiðum. Verð- ur þetta til ' þess að skerða gjafalóð verklýðsfélaganna stór- lega og neitar skipulagsstjómin að samþykkja teikninguna að húsi félaganna og krefst þess að henrii verði gerbreytt og húsið minnk- að til muna. Er ljóst að fé því sem verklýðsfélögin hafa lagt í teikningar að húsinu er að mestu á glæ kastað, ef skipulagsstjórn- ir. fæst ekki til þess að endur- Framhald á 3. síðu. íllHIIUIIIIIUIHIIIHIIIIHHIUHUI DREGSÐ EFTIR 10 DAGA □ Nú eru aðeins eftir 10 dag- ar 'þar til dregið vearður í Happdrætti Þjóðviljans 1966 um tvo fólksbíla. Þessa síðustu daga þurfa menn að nota vel og áríðandi er að sem flestir geri skil næstu daga fyrir þeim miðum er þeir hafa fengið senda. □ Tekið er á móti skilum á afgreiðslu Þjóðviljans að Skólavörðustíg 19 í dag- kl. 10—19 og í Tjamargötu 20 á sama tíma. □ Miðinn í happdrættinu kost- ar aðeins 100 krónur og fyrir hann getið þið fengið fólksbíl, ef heppnin ermeð. Á myndinni sjáið þið af- greiðslustúlku blaðsins, Guðrúnu Guðjónsdóttur, halda á nokkrum happ- drættismiðuni í HÞ. Ef þið eigið leið um Skóla- vörðustíginn ættuð þið að líta við á afgreiðslu Þjóð- viljans og kaupa ykkur miða. Það getur borgað sig. Ríkisstjórnin kýs að hafa verðstöðvunarmálin sem sýndarmál Allar breytingar á stjómar- frumvarpinu voru kolfelldar ■ Ríkisstjórnin og flokkar hennar felldu í gær á Alþingi breytingartillögur Alþýðubandalagsins við frumvarpið um heimild til verðstöðvunar og hafa með því enn skýrar en áður látið ásannast að verð- stöðvunarfrumvarp þeirra er áróður og sýndar- mennskan tóm, einungis miðuð við að fleyta ríkis- stjórninni yfir kosningamar. j ■ Breytingaríillögur Alþýðubandalagsins sem miðuðu að því að breyta frumvarpinu þannig að ríkisstjórninni yrði fyrirskipuð verðstöðVun voru felldar á fundi neðri deildar Alþingis í gær, með 20 og 21 atkvæði gegn 13 og 14. Tillög- urnar varðandi nýja verðlagsnefnd voru felldar með 21:17 og 21:15 atkvæðum, og tillagan um húsaleiguákvæðin var felld með 21:15. Fellt var að afnema tímamörk verðstöðv- unarinnar. Tillagan um lækkun vaxta var einnig felld. Tillaga Alþýðubandalagsins: ) * * Hitaveita á næsta ári í Arbæjar- og Sreiðholtshverli og Fossvoginn Borgarstjórnin veiti lánsheimild í þessu skyni upp á 52 miljónir króna ■ Síðari umræða um frumvarp, að f járhagsáætlun Reykja- vfkurborgar fyrir árið 1967 verður í borgarstjórn á morg- un. í sambandi við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar- flytja borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins ályktunartillögur um að hitaveita verði lögð í Árbæjarhverfi á næsta ári og fram- kvæmdir hafnar við lögn hitaveitu í Fossvogs- og Breið- holtshverfi' Jafnframt verði lögð áherzla á að hafnar séu að nýju boranir eftir heitu vatni í landi borgarinnar. hitaveituiögn í Fossvogs- og Breiðholtshveríi í samræmi við framkvæmdaáætiun Hitaveitu R- víkur árin 1966 — 68. Þá leggur boi-garstjórn og áhcrzlu á að liafnar verði að nýju boranir eft- ír heitu vatni í borgarlandinu Borgarstjóm felur borgarráði og borgarstjóra að vinna að fram- gangi þessa máls, m.a. með taf- arlausum. viðræðum við bankana um nauðsynlegt lánsfé til fram- Alyktunartillaga fulltrúa Al- I legt að allt sé gert sem auðið kvæmdanna, enda sé eftir svömm þýðubandalagsins um hitaveitu er til að tryggja hitaveitulögn í þeirra gengið svo fljótt, að unnt málin er svohljóðandi: A rbæ.jarhverfi á næsta ári, svo j sé að fá heimiid til erlendrar „Borgarstjórnin telur nauðsyn og að framkvæmdir hefjist við I lántöku eða skuldabréfaútboðs á vegum Ilitaveitu Reykjavikur sil þessara ramkvæmda, ef lánsfé frá bönkunum reynist ekki fáan- Iegt.“ Lánsheimild hækkuð um 40 miljónir Viö fjárhagsáœtlun Hitaveit- unnar flytja svo borgarfulltrú- ar Alþýðubandalagsins þá breyt- ingartillögu að í stað 12 milj. kr. lántöku sé gert ráð fyrir 52 milj. kr. láni til framkvæmdaá árinu. I samræmi við það er Framhald á 3. síðu. Frumvarpsgreinarnar voru samþykktar með 21 atkvæði samhljóða. ' Lúðvík Jósepsson hafði m. a. lagt /til að þrjár nýjar greinar bættust í frumvarpið: •fc Þegar iög þessi hafa öðl- azt gildi, skal kjósa nýja verðlagsnefnd, sbr. lög nr. 54 14. júní 1960, um verðlags- mál, og fellur þá niður um- boð fyrri verðlagsnefndat. Verðlagsnefndin skal skipuð 7 mönnum kosnum hlutfalls- kosningu í sameinuðu Aiþingi, og jafnframt skulu kosnir jafnmargir varamenn. Meirihluti atkvæða ræður ákvörðun verðlagsnefndar, nema öðruvísi sé ákveðið i lögum. •4r Verðlagsnefnd skal ákveða hámarksverð á vöru og verð- mæti, þ.á.m. hámark álagn- ingar, umboðslauna og ann- arrar þóknunar, er máli skipt- ír um verðlag í landinu. Skal það regla. vcrðlagsnefndar að beita þessu valdi til þess að koma sem mest í veg fyrir vöxt verðbólgu og dýrtíðar og því aðeins sleppa því að á- kveða hámarksverð á vissum sviðum, að samkomulag séum siíkt í nefndinni. ý Óhcimilt er að hækka húsaleiguv eða segja upp hús- næði frá því að frumvarp ttl þessarra Iaga var lagt fyrir Alþingi, nema samþykki þeirr- ar nefndar, sem um getur í þessari grein komi til. Ríkisstjórnin skal skipa nefnd, scm sérstaklega hafi það hlutverk að fylgjast með. að ákvæði þessarar greinar , séu haldin. Nefndin skal jafn- framt kynna sér sem bezt húsaleigu, einkum íbiíðarhús- næðis, og gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir óhóf- iega húsaleigu eða óeðlileg húsaleigukjör. Nefndin skal hafa heimild til að fyrirskipa lækkun húsaleigu, þyki henni ástæða tll þess. Um tillöguna varðandi húsa- leiguna var haft nafnakall og greiddu atkvæði með tillögunni allir viðstaddir þingmenn Alþýðu- bandalagsins og þessir Framsókn- arþingmenn: Ingvar Gíslason, Jón Skaftason, Sigurvin Einarsson, Þórarinn Þórarinsson, Ágúst Þor- valdsson, B.jöm Fr. Bjömsson, Einar Ágústsson, Eysteinn Jóns- son, Halldór Ásgrímsson, Hafl- dór %. Sigurðsson, þrir Fram- sóknarþingmenn sátu hjá; allir viðstaddir þingmenn stjómar- flokkanna voru á móti tillög- unum. Málið var tekið til 3. umræðu i. neðri deild á síðdegisfundi kl. 5,30. Afgreiddu frumvarp sitt eimr: Stjómarfrumvarpið um heim- ild til verðstöðvunar var tekið til 3. umræðu á kvöldfundi neðri deildar í gærkvöldi og af- greitt til efridelldar. Meirihluti fjárhagsnefndar flutti þá áþekka breytingartillögu og Hannibal Valdimarsson flutti við 2. umræðu og dró til baka til þriðju umræðu. Var efni tillög- unnar heimild til stjórnarinnar að miða verðstöðvun við 15. nóv. 1966. Var sú tillaga samþykkt nær einróma. • Lúðvík Jósepsson kvaðst telja þessa samþykkt ti.1 bóta, en það breytti ekki meginafstöðu stjórn- ai'flokkanna sem fram hefði kom- ið í atkvæðagreiðslum. Með því að fella breytingartillögur Alþýðubandalagsins við 2. umr. hefði stjórnin sýnt að henni’ er ekki alvara með verðstöðvun heldur er verðstöðvunaráróður- inn einungis sýndarmennska. Fór svo við afgreiðslu sjálfs fmmvarpsins að einungis þing- menn stjómarhokkanna gi-eiddu því atkvæði, aðrir sátu hjá.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.