Þjóðviljinn - 14.12.1966, Blaðsíða 12
/
■1.
Tvegg^a herhergja íbúð á 10 þúsund kr. á mánuði!
Svartimarkaður og okur á hús-
næði lausn .einkaframtaksins"
■ Eitt skýrasta dæmið um
gjaldþrot hins svonefnda
einkaframtaks á íslandi er
ástandið með leiguhúsnæði,
svartimarkaður og okurleiga,
svo þess eru dæmi hér í
Jólablað Þjóð-
viljans komið út !
- 104 síður
JÖLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS
1966 er að koma út og
verður næstu daga borið til
áskrífenda. Blaðið er stórt
að vanda, 104 síður, litprent-
að.
EFNI BLAÐSINS er fjöl-
breytt, innlent og erlent.
Má þar m.a. nefna: Svart
haf nefnist nýtt ljóð eft-
ir Guðmund skáld Böðvars-
son, en önnur kvæði í blað-
inu eru eftir Oddnýju Guð-
mundsdóttur, Jóhann J.
E. Kúld, og Jón í sveitinni,
og þýtt ljóð eftir Evert
Taube.
FRÁSAGNIR eru þarna
nokkrar: Árni Bergmann
, segir frá gyðingaslóðum í
Prag, Elías Guðmundsson
skrifar um meðalaferð til
Odds Jónssonar Iæknis,
snemma á þessari öld.
Þegar helstjarnan kom nefn-
ist frásögn Skúla Guðjóns-
sonar á Ljótunnarstöðum,
sænskur kennari, Inga
Johnson, segir frá banda-
rískum smábæ, Kristmar
Ólafsson skrifar um Drang-
ey í Skagafirði og lýsir
fuglveiði þar, og Benedikt
Gíslason frá Hofteigi ritar
um Re'nistaðamenn á Kili.
SMÁSÖGUR eru í jólablað-
inu eftir innlenda og er-
Ienda höfunda. Við Ieiðar-
enda nefnist saga eftir Frið-
jón Stefánsson og fylgja
henni teikningar Ragnars
Lár. Þá er saga eftir Jó-
hann Kúld, Róður, og fjórar
þýddar smásögur: Erkibisk-
up blessar vopn eftir Grah-
am Greene, Um ástina
veiztu ekkert eftir Evu Nil-
son Lund, Dómurinn eftir
Martin Buber og Morgun-
vindurinn eftir Bert Grin-
berg.
ÞESSU TIL VIÐBÓTAR er
svo ýmislegt smærra efni,
m.a. Ieikir og þrautir, skrítl-
ur, samtíningur úr öllum
áttum o.fl. o.fl. Og eru þá
ónefndar auglýsingarnar, en
til hagræðis fyrir lesendur
er birt skrá yfir alla aug-
lýsendur jólablaðsins aftast
í blaðinu. Forsíðumyndin er
tekin að vetri til í Hallorms-
staðaskógi af Sigurði Blön-
dal skógarverði.
JÓLABLAÐIÐ kostar í lausa-
sölu 30 krónur. — Myndin
er af forsíðu blaðsins.
Reykjavík að tveggja her-^
bergja íbúð er leigð á 10 þús-
und krónur á mánuði, sagði
Einar Olgéirsson á Alþingi
í gær, í framsögu fyrir frum-
varpi sínu og tveggja ann-
arra Alþýðubandalagsþing-
manna um byggingu leigu •
húsnæðis.
■ í frumvarpinu er ríkis-
stjórninni heimilað að láta
byggja á næsta ári 500 íbúð-
ir til að ráða bót á skortin-
um á leiguhúsnæði og skuli
það húsnæði leigt með kostm
aðarverði, þó aldrei hærra
en svarar 8% af verði ibúð-
anna, Frumvarpið og greinar-
gerð þess var birt í heild
blaðinu íyrir skemmstu
I framsöguræðu sinni deildi
Einar fast á óstandið í Reykja-
vík ög víðar. Segja mætti að í
Reykjavík væri orðin alger neyð
i þessum efnum. Fjöldi fólks
fær ekki leiguhúsnæði og verður
að flýja borgina eða koma sér
fyrir í íbúðum kunningja sinna
og skyldfólks. Og íbúðimar sem
leigðar eru eru venjulega á geypi-
verði, t.d. nefndi Einar að sér
væri kunnugt um tveggja her-
bergja íbúð serti væri leigð á
10 þúsund krónur á mánuði. Og
leigjendur neyddust til að greiða
alls konar aukagreiðslur, svo
sem hið alræmda lykilgjald og
miklu af leigunni væri stolið
undan skatti.
Það væri opinber kenrimg'
núverandi ríkisstjórnar að „einka-
framtakið" ætti að sjá fyrirþess-
um málum. En einkaframtakið
væri önnum kafið að byggja hús
til að selja þau á okurverði en
hirti ekki um að byggja hús-til
að leigja.
★ Kæruleysi á Alþingi.
Einar minnti á að hann hefði
flutt svipuð frumvörp á fjórum
síðustu þingum og þau hefðu
aldrei komið úr nefnd; rikis-
stjórnin sýnt málinu algert
kæruleysi. Það hefði þurft yfir-
vofandi verkfall og hnefa verka-
lýðssamtakanna í borðið til þess
að nokkuð væri byrjað að hlusta
a kröfumar um félagslega lausn
húsnæðismála, m|ð lánum á
80% fbúðarverðs og til dangs
tíma. Varaði Einar við þeirri
þróun að Alþingi yrði gert að
afgreiðslustofnun fyrir stjómar-
framvörp og þau sem verka-
lýðshreyfingin knýr fram með
afli sínu fyrir utan þings. Hitt
væri skynsamlegra að hlýttværi
á rök og góðum málum sinnt
innan veggja þingsins eins og
til væri ætlazt af löggjafarþingi
þjóðarinnar.
Undanþegin gróðabraskinu.
Húsnæðismálin yrði að undan-
Framhald á 3. síðu.
Miðvikudagur 14. desember 1966 — 31. árgangur — 286. tölublað.
Æt/a að knýja f/okkana ti/
að takaafstöðuí vegamálum
8 hæstaréttardómarar verða
að víkja — segir Christrup
Kristeligt Dagblad i Kaup- |
mannahöfn skýrði frá því á
dögunum, að G. L. Christrup
lögmaður stofnunar Árna
Magnússonar myndi krefjast
þess að átta af dómendum
hæstaréttar Danmerkur -vikju
sæti, er rétturinn fengi til
meðferðar skaðabótamál það
gegn danska ríkinu, sem
stjórn stofnunarinnar hyggst
stofna til.
Aage Lorenzen, forseti hæsta-
réttar, staðfesti í viðtali við
Information um helgina að
Christrup hefði fært slíka j
kröfu í tal við sig, en dóms- j
forsetinn vildi að öðru leyti j
ekki tjá sig um málið fyrr en
krafan yrði formlega tekin
fyrir. Þó taldi Aage Lorenzen
að lögmaðurinn byggði kröfu
sína á því, að átta hæstarétt-
ardómendanna viku að þeirri
hlið málsins, sem að skaða-
bótaskyldunni snýr, í forsend-
um dóms hæstaréttar um af-
hendingu íslenzku handrit-
anna.
■ Meðfylgjandi mynd og texta
birti Information, þegar Mað-
ið skýrði frá þessu á laugar-
daginn.
Tólf þusugd manna samtök á
íslandi, Félag íslenzkra bifreiða-
eigenda, sem i eru 40% allra bif-
reiðastjóra á landinu, hafa ný-
lega skrifað formönnum allra
stjórnmálaflokka landsins og
spurt um afstöðu þeirra til vega-
mála á íslandi. Hyggst F.Í.B.
birta svör stjórnmálaflokkanna
og eins hitt ef þeir telja ekki á-
stæðu til að svara.
Á landsfundi F.Í3., sem hald-
inn var 19.—20. nóv. sl. á Akur-
eyrí af stjórn félagsins og um
50 umboðsmönnum félagsins víða
um land voru aðalumræðuefni ör-
yggismál og végamál og voru það
einkum tvö atriði í ályktun fund-
arins um vegamál sem talið var
rétt að beina til stjórnmálaflokk-
anna:
í fyrsta lagi bent á að hægt
væri að afla nægilegs fjár til
aukins framlags til vega án þess
leggja á neina nýja skatta og
samtímis hægt að lagfæra margt
í skattlagningu bifreiða og rekstr-
arvara til þeirra. Var í þessu
sambandi bent á að á sl. ári hefði
ríkið lagt fram í beinan eða ó-
beinan styrk til landbúnaðarins
900 milj. kr. án þess að þessi
fjárframlög ykju verulega fram-
leiðslu þessa atvinnuvegar eða
byggðu í haginn fyrir komandi
kynslóðir. Rétt skipulagðar vega-
framkvæmdir bættu hinsvegar
kjör þeirra er við landbúnað
starfa og væri raunhæfari stuðn-
ingur við þenna grundvallarat-
vinnuveg og framtíð þjóðarinnar
í heild að verja 300—400 milj.
kr. af núverandi landbúnaðar-
styrkjum til vegamála.
Þá taldi fundurinn mikilvægt
að almenningur tæki ákveðna
aístöðu til vegamálanna og á-
taldi mjög að enginn stjórnmála-
flokkur hefði tekið ábyrgð af
stöðu til þessara mála og tekið
þau með skipulögðum hætti inn
á stefnuskrá sína. Taldi fundur-
inn að ef hægt væri að knýja
alla flokka til að taka ábyrga
afstöðu í vegaframkvæmdum
yrði unnt að afstýra skaðlégri
stjórnmálalegri togstreitu á þess-
um vettvangi.
Forstöðumenn F.Í.B. skýrðu
blaðamönnum frá þessu og fleiri
fréttum af ráðstefnunni í gær og
verður nánar sagt frá ýmsum at-
hyglisverðum atriðum er þar
komu fram i blaðinu einhvern
næstu daga.
Heimsókn-Lars
^ustafsonar
LARS GUSTAFSSON, sænskur .
rithöfundur og ritstjóri eins
helzta bókmenntatimaritsSvia,
BLM, , hélt erindi á vegum
Rithöfundasambands IslandB
á mánudagskvöldið. Gaf hann
í því skarplega skilgreiningu
á straumum og stefnum í
nýjum sænskum bókmennt-
um, svo og athyglisverðar hug-
Ieiðingar á tilveruskilyrðum
bókmennta í velferðarþjóðfé-
Iagi samtímans.
ERINDINU var ágætlega tekið af
fundarmönnum, aðallegra rit-
höfundum og sænskmenntuð-
um mönnum. Að því loknu
svaraði Lars Gustafsson nokkr-
um fyrirspumum.
Síldveiðín
Heildaraflinn, sem barst á
land í vikunni nam 7.850 lest-
um, þar af var saltað í 8.097
tunnur.
Heildaraflinn í vikulok var
orðinn 667.129 lestir og skipt-
ist þannig eftir verkunarað-
ferðum:
í salt 60.672 lestir
'í frystingu 16.443 lestir
í bræðslu 589.674 lestir
Flutt út ísað 340 lestir
Á sama tíma í fyrra nam
heildaraflin# 558.531 lest,
og skiptist þannig eftir verk-
unaraðferðum:
í salt 58.745 lestir
í frystingu 5.378 lestir
í bræðslu 494,408 lestir
Bonnstjómin býðst til að
brúa bil milli hluta Evrópu
/ Kiesinger boðar í stefnuyfirlýsingu fráhvarf frá
Hallsteinkenningu, lýsir Munchensáttmála ógildan
BONN 13/12 — í stefnuyfirlýsingu hinnar nýju samsteypu-
stjórnar Vestur-Þýzkaiands, sem Kurt Georg Kiesinger for-
sætisráðherra flutti þinginu í Bonn í cjag, kveðst hún vilja
vinna að sameiningu Evrópu og tekur sérstaklega fram
að hún vilji bæta sambúðina við rí-ki Austur-Evrópu.
— Þýzkaland hefur öldum
saman brúað bilið milli Vest-
ur-og Austur-Evrópu. Við verð-
um að reyna að vinna að því
einnig í dag, sagði Kiesinger, sem
tók fram að stjórn sín myndi
leitast við að ryðja úr vegi tálpa-
unum sem era fyrir fyrir góðri
s-amþúð við ríki A-Evrópu. Ef
hægt væri myndum við vilja að
þar kæmi að við skiptumst á
sendiherram við þau. sagði hann.
\
Hallstein-kenningin
Með þessu lýsti hann raun-
verulega yfir því að hin nýja
stjórn hefði sagt skilið við hina
svokölluðu Hallstein-kenningu
Áskorun frá Æskulýðsfylkingunni
Ekkert ungt fólk til sturfu hjá pósthásinu um jólin
Æskulýðsfylkingin, samband
ungra sósíahsta lýsir yfir stuðn-
I irigi sínum við póstmenn í kjara-
| baráttu þeirra og hvetur öll sam-
tök launþega og málgögn þeirra
að veita póstmönnum allan hugs-
anlegan stuðning.
Rétt er að vekja athygli 4
þeirri staðreynd, að eftirvinnu-
bann póstmanna var ákveðið til
að reyna að bæta kjör þeirra
póstmanna sem verst eru laun-
aðir. Krafizt er að bréfberar verði
í 10. launaflokki opinberra
starfsmanna í stað 7. launaflokks
eins og nú er. Nú eru hámarks-
laun bréfbera um 9000 krónur
á mánuði. Fastir bréfberar i
starfi eru nú um 16 en þyrftu
að vera um 40. Fleiri fást ekki
til starfsins vegna» lélegra launa.
Bætt kjör bréfbera eru því einn-
íg hagsmunamál alls almcnnings.
Einnig er krafizt að þeir fáu
póstafgreiðslumenn, sem era í 10.
launaflokki opinberra starfs-
manna, verði fluttir í 12. flókk,
tii samræmis við starfsbræður
sína. Flestir þeir póstafgreiðslu-
menn, sem eru í 10. Iaunaflokki,
starfa utan .Reykjavíkur,
Sá stóri hópur póstmanna, sem
nú neitar að vinna eftirvinnu, er
þannig ekki að krefjast almennra
kauphækkana fyrir sig sjálía,
heldur eru þeir í nafni stéttar-
samstöðu að heirnta bættan rétt
þeirra starfsbræðra sinna, sem
verst eru settir og gera því fyrr-
nefndar kröfur sem ríkisstjórn-
in hefur algjörlega vísað á bug.
Eins og öllum er kunnugthafa
opinberir starfsmenn ekki verk-
fallsrétt. Þeir verða þvi að grípa
til ráða eins og eftirvinnubanns
til að knýja fram rétt sinn. En
jafnvel hér er réttur þeirra verri
en annarra launþega. Hægt er
að f jölga svo ' starfsmönnum á
deildum Pósthússins að eftir-
vinnubannið getur að miklu leyti
misst þýðingu sína. Einkum er
mögulegt að fjölga starfskröftum
í desémber, þegar iólaleyfi skól-
anna hefjast.
Æskulýðsfylkingin skorar því
á allt ungt fólk að veikja ekki
aðstöðu póstmanna með því að
ráða sig til vinnu við Pósthúsið
í Reykjavík í jólaönninni. Að
hefja vinnu þar núna er í eðli
sínu ekkl óskylt verkfallsbroti.
Ungt fólk! Sýnið skilning á
hagsmunabaráttu Iaunþega, ljá-
ið ekki Pósthúsinu í Reykjavík
starfskrafta ykkar núna.
(Frá Framkvæmdanefnd Æ.F.l.
sem verið hefur hornsteinn utan-
ríkisstefnu Vestur-Þýzkalands
allt frá upphafi. Samkvæmt
þeirri kenningu hefur Veistur-
Þýzkaland ekki stjórnmálasam-
band við neitt ríki sem viður-
kennir stjóm Austur-Þýzkalands,
Framhald á 3. síðu.
Póstverkfallið
heldur áfraih
Ekkert nýtt hefur gerzt i
póstmannadeilunni annað en
það að póstmeistari, Matthías
Guðmundsson, lét hafa eftir
sér i gær að allt útlit, væri
nú fyrir að málið færi fyrir
Félagsdóm, en ekki er búizt
við að hann geti tekið málið
fyrir fyrr en eftir jól. Yfir-
vinnubannið hefur valdið því
að allar horfur eru á því að
mikill hluti jólapóstsins muni
ekki komast i hendur viðtak-
enda í tæka tíð. Póststjórnin
hefur reynt að ba§ta úr vand-
ræðunum með þvi að ráða
unglinga til vinnu, einnig
undir sextán ára aldri. Áður
mun það ekki hafa tíðkazt að
ráðið væri fólk til starfa við
•póstinn í jólaönnunum yngra
en 16 ára, enda hæpið að
slíkar ráðningar séu lögum
samkvæmt.
\