Þjóðviljinn - 14.12.1966, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 14.12.1966, Qupperneq 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 14. desember 1966. Otgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: tvar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson. Sigurdur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigui'ður V. Friðþjófsson. AugIýsingB6tj.: Þorvaldur Jóhannesson. Síml 17-500 (5 línur). Askrifta<rverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 7.00. Kosningaflotholt yerðstöðvun fram yfir kosningar á naesta sumri, verðstöðvun sem kosningaflotholt fyrir hina óvinsælu ríkisstjóm Bjama Benediktssonar, fyrir Sjálfstæðisflokkinn og stuðningsflokk hans Al- þýðuflokkinn, — það er ætlunin með hinu svo- nefnda verðs'töðvunarfrumvarpi ríkisstjórnarinnar og áróðrinum kringum það. Þetta hefur orðið aug- ljóst mál við umræðurnar í neðri deild Alþingis um málið; ætti að vera orðið öllum ljóst. t>að er áber- andi að Bjami Benediktsson hefur mest verið lát- inn sprella í málinu af hálfu ráðherranna, og þó hann hafi haft sig allan vi,ð að gera málstað ríkis- stjómarinnar sem skaplegastan hefur það mis- tekizt, og loddaraleikurinn orðið klaufalegri með hverri ræðu hans. í öðru orðinu lýsa áróðursmenn stjómarinnar verðstöðvun sem fagnaðarboðskap, úr herbúðum ríkisstjómar sem hingað til hef- ur prédikað það sem heittrúaratriði að „alfrjáls“ verzlun, frelsi kaupmanna og braskara til að ráða sjálfir álagningu og verðlagi og innflutningi, hlyti að tryggja almenningi heiðarlegt og eðlilegt vöru- verð; ríkisstjórnar sem fram á þennan vetur hef- ur hrósað sér af því að hafa gefið meira og meira af innflutningsverzluninni frjálsa í þessum skiln- ingi, þeim afleiðingum sem nú eru kunnar. En þegar þrengt er að Bjarna Benediktssyni í um- ræðum á Alþingi lýsir hann yfir að hann trúi eft- ir sem áður á þessa viðreisnarkenningu um „frélsi“ verzlunarinnar, verðlagseftirlit geti þurft að hafa skamman tíma, grípa tii þess sem neyðarráðstöf- unar. Hvað er þetta annað en yfirlýsing um að verðlaginu verði aftur sleppt lausu og alræði brask- aranna í verðlagningu endurreist ef svo ólíklega skyldi vilja til að íhaldið og Alþýðuflokkufinn merðu meirihluta á Alþingi í sumarkosningunum? Og broslegar hafa sveiflumar verið í málflutningi Bjama um tilefni frumvarpsins. Fyrst var öll á- herzla lögð á verðhrunskenninguna, verðfall á síld- arlýsi og mjöli, en þegar Lúðvík Jósepsson og aðr- ir þingmen'n Alþýðubandalagsins höfðu sýnt með óhrekjandi rökum að vandi atvinnuveganna var bein afleiðing stjómarstefnunnar, hvarf ráðherr- ann snögglega frá þessari kenningu um verðhrun- ið sem aðaltilefni frumvarpsins. yið 2. umræðu málsins í neðri deild reyndi Al- þýðubandalagið að fá fram breytirígar a frum- varpinu, sem hefðu gert það mun líklegra til veru- legs árangurs. Þar var lágt til að Alþingi ákvæði verðstöðvun með lögum, og tekið yrði til meðferð- ar allt verðlag í landinu, til lækkunar þar sem ó- eðlilegt yrði að teljast. Ný verðlagsnefnd yrði kjör- in með ákveðnu verkefnj, skýr ákvæði um húsa- leigu yrðu sett í frumvarpið og 'tímatakmörk verð- stöðvunarinnar afnumin. Þá var lagt til að fyrir- skipuð yrði vaxtalækkun ásamt verðs'töðvuninni. gtjórnarflokkarnir féllu á þessu prófi. Þeir felldu breytingartillögur Alþýðubandalagsins, en héldu fast við sýndarfrumvarp sitt og sönnuðu með því enn frekar en orðið var, að þeirra hugmynd er ein- ungis kosningaverðstöðvun; þá vantar flotholt ó- vinsællar ríkisstjórnar fram yfir kosningar. — s. Veðrabrigði í íslenzkri gestrisni haustið 1966 Islenzkri gestrisni hei'ur lengi verið við brugðið. Útlendir menn sem til íslands hafa kom- ið margvíslegra erinda hafa rómað höfðingsskap íslenzkra þjóðhöfðingja og mennta- manna, sem einkum hafa staðið fyrir allri fyrirgréiðslu. Oftlega hafa þessir útlendu ferðamenn fært okkar afskekktu eyju margan fróðleik um það sem allan heiminn varðar. Þessum gestum hafa staðið öll vegleg- ustu hús borgarinnar opin og veizluborð hafa svignað undan þunga dýrra veiga og gómeætra rétta- Hvernig er tekið á móti friðarsinna hér? Þessi höfðingsska'pur hefur að vonum mælzt mjög vel fyrir og gert sitt til að kynna þetta fagra land. Vinsamleg viðskipti á öllum sviðum miUi manna og þjóða er allra meina bót og vopnlaus friðelskandi þjóð er einmitt sá viti er skærast ætti að lýsa þjóðum heimsins út úr myrkviði ófriðar og striðs, sem er a'ðalorsök ailra hörmunga sem hæst bera í dag: tortím- ingar og hungursneyðar. Á þessu hausti hafa orðið minnisstæð veðrabrigði í tvenn- um skilningi- Hingað til lands- ins kom sænska skáldkonan Sara Lidman. Þessi konai hefur víða farið og séð hryHing stríðs- afleiðinga, hún hefur kynnt sér allar þær ólýsanlegu hörmung- ar sem stríð veldur. Þessvegna er hún friðarsinni. Hún er fræg fyrir þær bækur sem hún hefur skrifað; ein bóka hennar kom ut á íslenzku 1962: Mannlýsingar hennar í þeirri bók eru skarplegar og margar vægðarlsus lýsing á því sem sú þjóð má þola sem ánetjazt hef- ur, illum öflum. Þessi bók hennar, Sonur minn og ég, hef- ur orðið drjúgt umhugsunarefni öllum þeim sem hafa lesið hana. Ekki var þessi sænska skáld- kona búin að dvelja hér lengi þegar háskólanum var lokað fyrir henni. Þennan skóla á þjóðin en ekki fáir fyrirmenn, þjóðin hefur byggt hann með happdrætti. Morgunbláðið tók svo að sér síðasta þáttinn i gestrisni og út- flæmdi þesisa konu og bar á hana ótrúlegt safn af ósóma. En takið cftir: hún kom hingað í boði Menningar- og friðar- samtaka íslenzkra kvenna og þann félagsska.p óttast þeir en elska ekki. Ekki ætla ég að endurprenta orðbragö það er lesa mátti um þennan gest, mér hefur skilizt að margir lesend- ur þessa víðlesna blaðs hafi skammazt sín fyrir sína menn eins og oft áður — þó flestir þegi við þvf þegar íslenzkri þjóð er stórlega misboðið með framkomu fruntalegra, fávísra Og illgjamra blaðasnápa sem eru nokkurskonar hátalarar frá raéðustólum herdýrkenda. Þetta víðlesna blað mun hafa fært mörgum heim sanninn um það að enn skortir hemáms- merin töluvert á til að kunna mannasiði eða almennar kurt- eisisreglur og oft hafa þeir af þeim sökum unnið þjóð sinni tjón. Meðan Sara Lidman dvaldi hér lítinn tíma mun hún hafa kynnzt þeirri skrílmennsku sem hlýzt asf því að ánetjast her- veldi og gerast því um of háð- ur. Þessi sænska skáldkona hefur eflaust séð og skfllð hvað hefur gerzt hér á fslandi með hemámi, hersetu og stríðs- áróðri f voprrlausu landi Pílatusar-þvottur dugfar ekki Víð íslenzkar konur, sem höf- um vertð á mófi hersctu og ðtlu því afsiðunarkerfi sem hér ér starfrækt í sambandi við her- bandalög, erum ekki uppnæmar fyrir glefsi og gjammi umboðs- manna hins illa málstaðar stríðs og manndrápa. En þeg- ar þessir piltar taka til að bera á gesti okkar all.skonar óhróð- ur og svívirðingar í víðlesnasta blaði landsins þá duga þeim ekki munnlegar afsakanir. Þeir hafa ráð á víðlesnasta blaði landsins til að afsaka meiðyrði og níð er beir báru á þessa sænsku skáldkonu, er dvaldi hér lítinn tíma í boði M; F. í- K- Svo margir leseridur Morg- unblaðsins hafa stórhneykslazt á dólgslegu orðbragði bg að- dróttunum að þessari sænsku skáldkonu að þeim hjálpar eng- inn Pílatusar-þvottur. Það er sorgleg staðreynd að þetta útbreiddasta blað lands- ins setur sig sjaldan úr færi að níða það fólk sem vill stuðia að friði og lætur í ljós viðbjóð á manndrápum og herbanda- lögum. nám Og merktur var með Rauða-kross merki. Öfugþróun íslenzks siðgæðis Allt þetta heyrum við dag hvern flutt í fréttum íslenzka rfkisútvarpsins, sem er víst ekki hægt að saka um róg eða níð á neinu sviði. Allur heim- urinn veit að stjórn Bandaríkj- anna fremur þessa siðlausu glæpi í skjóli NATÖ og fsland er hlekkjað við þessar hryðju- verkasveitir. Ef til vill er ís- lenzkum herbandalagsmönnum enn þá ekki Ijóst að þörf er á að höggva á hlekkinn sem bindur íslenzka þjóð við glæpa- lýð, áður en það er um_ seinan. Menningarleg og friðsamleg viðskipti þurfa íslendingar að hafa við allar þjóðir og varast að styðja málstað hins illa þó að vinir eigi í hlut. Margir þjóðhöfðingar hafa undrazt og átalið djöfulæði Bandaríkja- stjómar og merkustu menn Og vinir bandarisku þjóðaririliar hafa lagt fast að þeim að shua við á glæpabrautinni, þar á meðal Ú Þant, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna sem ef til vill hættir störfum vegna þess ástands sem er nú að sundrá öllu góðu samstarfi í heiminum; En ekki hefur heyrzt stuna né hósti frá ís- lenzkri ríkisstjóm um hneyksl- un hennár á þessu framferði bandamanna og það mun flest-. um finnast öfugþróun íslenzks siðgæðis og menningar. 27. lióv. 1966, Viktoria Halldó'rsdóttir, Sólbakki, Stokkseyri. Ritstjórar Morgunblaðsins kalla það níð um Bandaríkin ef í ræðu eða riti er minnzt á gíæpi þá sem herir Bandaríkj- anna fremja nú í Vietnam en hvað vilja þeir láta nefna það? Telst það ekki til glæpa og hryðjuverka að svíða í bensín- hlaupi og eitri vamarlaust fólk, kasta stálnálum og sprengjum yfir fólk, fénað og allt sem til næst: jarðargróður, öll matvæli og mannvirki, spítala og skálai þar sem saklaus börn stunduðu Unglingur óskast piltur eða stúlka, til sendiferða og inn- heimtustarfa, nú þegar. — Gott kaup. ÞJOÐVILJINN. UMTOLUÐ BOK - ■ xr, r u tpmm M DEI LD B 0 K Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka: LÁTTU LOGA, DRENGUR DAGAR FJARMÁLAMANNS Telkningar eftir Atki Mó. Þetta er skáldsaga; sem gretnfr frá döggm fjármátan\anns, Teija margir sig þekkja aöalpersónu sögunnar viÖ lestur bákar- innar. Þannig segir f ritdómum um bókina: I Árni Bergmann segir I ÞjótSviIjanum: „ÞaS hlýtur því aS vera forvifnilegt aS opna fcók þá, seni ber uridirtitilinn „dagar fjármálamanns". * . . ÞaS kemur híns vegar fljátt á daginn, aS viS höfum gert okkur rungar vonir, Ævidagar ekrara þess, sem er aSalpersóna sögunnar, eru svo sérstcnSir,..aS þeir eru í sjálfu sér hœpin heim- ild um það fyrirfcœri sem a8 ofan greinir". Þetta er bókin sem forvitni vekur og um.er rœtt. Ófofur' Jónsseri segir f AlþýSublaSinu: „SigurSur Berndsen var orðinn hálfgildings þjóðsöguporsóna þegar f lifanda lífi. Þéssari bák virðist œtlað að 'snúa þjóðsögunni upp í skáldskap, gera listrcena mannlýsingu úr efnivið hennar." Brlendur Jónssón segtr í MorgunblaSinu: „Þannig þykja mér eínna beztir fyrstú kaflar Láttu' loga, drengur, þar sem greinir frá bemsku og œsku söguhetjunnar. Erú þeir kaflar þá langt. frá aS vera barnalesefni. Beiskja söguhetju og söguþular Iogar þar heitar en svo, áS talizt geti barnagaman. Og víst má ségja hiS sama um alla bókina". Ciríkur Hreinn Finnbogason segír I Vísi: „Ytri frágangur bókarinnar er mjög góður og hefur Atli Már teiknað t hana nokkrar myndir af mestu prýSi. Vœni ég hann um að þekkja aðalpersánuna öllu betur en höfundur textans. Er drjúg persónu- Iýsing f sumum þessara mynda, jafnvel þó að ekki sjóist annað en.baksvipurinn og kemur þar fleira til en eintóm gceSin og sakleysið". S K U G G S J A

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.