Þjóðviljinn - 15.12.1966, Blaðsíða 6
0 SÍÐA — ÞJÖÐVHjJINN — Fimmtudagur 15. desember 1966.
Margar og afdrifaríkar orustyr voru háð-
ar í síðari heimsstyrjöldinni, en vart leikur
á tveim tungum að það var orustan um
Bretland — háð síðsumars 1940 — sem var
afdrifaríkust allra.
Þetta verður greinilega ljóst af bók þeirri
um þetta efni — „Orustan um Bretland“ —
sem kemur út samtímis á íslandi og Bret-
landi. Höfundur er brezkur blaðamaður.'
Þegar orustan um Bretland hófst í ágúst
1940 virtust Þjóðverjar ósigrandi og Hitler
allir vegir færir. Flugher Þjóðverja átti að-
eins éftir að sópa brezka flughernum úr loft-
inu yfir Ermarsundi og Suður-Bretlandi, og
þegar því væri lokið, gæti innrás hafizt og
henni mundi ljúka með algerum sigri naz-
ista. Að sjálfsögðu töldu Þjóðverjar að þetta
mundi verða leikur einn. Slik afrek hafði
þýzki flugherinn unnið undanfarna mánuði
að ekki átti að vera miklum vandkvæðum
bundið að ganga á milli bols og höfuðs á
þeim litla flugher, sem Bretar áttu eftir.
Dag eftir dag sendu Þjóðverjar ótöluleg-
an grúa flugvéla af öllu tagi til árása á
Bretland, og alltaf var árásunum hagað
þannig, að sækjendur höfðu sólina í bakið,
en verjendur beint í augun. Slíkt yar væn-
legt til góðs árangurs.
En flugmenn Breta uxu með hverjum
vanda. Því fleiri sem árásirnar urðu, þeim
mun fleiri ferðir fór hver brezkur flugmað-
ur. Þess voru dæmi að einstakir flugmenn
færu átta flugferðir á dag, þegar mest gekk
á. Það var þess vegna ekki að furða, þótt
Churchill kæmist svo að orði um hetjuskap
brezkra flugmanna, að „aldrei hafa eins
margir átt eins fáum mikið að þakka“.
f bók þeirri sem hér er um að ræða, er
brugðið upp myndum af óteljandi hetjudáð-
um brezkra flugmanna, er þeir vörðust ofur-
eflinu, og hún er merkileg að því leyti, en
þó er hún enn eftirtektarverðari fyrir þá
Þorsteinn E. Jónsson flugmaður úr 111. flug-
sveit Breta stígur út úr Spitfireherflugvél
sinni eftir loftorustu.
sök, að í henni er í fyrsta skipti frá því sagt
hve nærri Bretar voru algerum ósigri.
Það er ekki ofsagt að þessi bók sé merki-
legt framlag til veraldarsögu síðustu ára-
tuga — mikilla umbrotatíma, sem enn eru
í deiglunni, og vist er, að mannkjmssagan
hefði ekki þróazt eins og raun ber vitni frá
1940 ef Bretar hefðu tapað „örustunni úm
Bretland".
, Aðeins einn íslendingur, Þorsteinn Jóns-
son, nú flugstjóri hjá Flugfélagi íslands,
barðist með RAF, brezka flughernum á
stríðsárunum. Hann. var í 111. flugsveit-
inni sem hafði m.a, aðsetur á flugvöllunum
í Northweald Kenley og Greavesend. Þekk-
ir Þorsteinn marga þá menn, sem um getur
í bókinni, og er án efá sá Islendingur sem
er kunnugastur þeim atburðum,' sem þár er
lýst.
Þorsteinn hefur eftirfarandi um bókina
að segja:
Ég hafði mikla ánægju af því að lesa
hana, sérstaklega vegna þess að ég þekkti per-
sónulega marga af þeim mönnum, sem við
sögu komá, þó að ég sjálfur hafi ekki lokið
orustuflugnámi fyrr en um það leyti er or-
ustunni um Bretland var að ljúka. Flugsveit
mín, 111. flugsveitin, kemur einnig viða við
sögu. Frásögn bókarinnar er í öllum þeim
atriðum, sem mér eru persónulega kunnug,
rétt.
Það sem gerir bókina fróðlega og skemmti-
léga til aflestrar er. að höfundurinn hefur
haft aðgang að heimildum frá báðum stríðs-
aðilum, og er ekki sízt fróðlegt að kynnast
málum frá hlið Þjóðverja, viðbrögðum flug-
manna þeirra og okkar“
Bókaútqófan Fífill
Bretland
Orustan
Hliómplötu-
útlón að hefj-
ast.í Firðinum
f dag, fimmtudag, hefst út-
lán á hljómplötum í Bæjar- og
héraðsbókasafninu í Hafnar-
firði.
Tónlistardeild safnsins var
stofnuð árið 1960 með tónlist-
argjöf Friðriks heitins Bjarna-
sonar. — Stuttu eftir stofnun-
ina var hafizt handa um inn-
kaup á hljómplötum og sér-
stök áherzla lögð á íslenzkt
efni. Aðallega eru þetta 78
snúninga plötur, sem ekki verða
til útlána, hafa margir einstak-
lingar gefið henni músíkbæk-
ur og nótnahefti, sem auð-
kenndar eru með sérstökum
miða (ex libris) með nafni gef-
andans.
Fyrst um sinn verða ein-
göngu lánaðar út svo nefndar
mono-plötur, 33% snúninga, og-
hefur safnið sett reglur varð-
andi meðferð og notkun þeirra.
Hér er um að ræða sinfóníur,
óperur, söngleiki, kammermús-
ík, einsöngva og kóra, þjóðlög,
jólalög, talplötur o.fl.
Útlánatími er, fyrst um sinn^
mánudaga og fimmtudaga kl.
6—7 síðdegis.
Félag ísl.
listdansara
Aðalfundur Félags íslenzkra
listdansara var haldinn laug-
ardaginn 5. nóvember 1966.
Sigríður Ármann baðst ein-
dregið undan endurkosningu,
en hún hefur verið formaður
félagsins í 15 ár samfleytt.
Ný stjórn var kosin og hana
skipa:
Ingibjörg Björnsdóttir, for-
maður; Edda Scheving, ritari;
Ingunn Jensdóttir, gjaldkeri;
Guðný Pétursdóttir og Sigrún
Ólafsdóttir, meðstjórnendur.
Meðlimir Félags islenzkra
listdansara eru nú 31.
Stjórnin.
Afríkuríki vilja
banna olíusölu
tii Rédesíu
NEW YORK 13/12 — Aíríku-
ríkin sem fulltrúa eiga í Örygg-
isráðinu, Malí, Nígería og Úg-
anda, fluttu í, dag breytingar-
tillögur við tillögu Breta um
refsiaðgerðir gegn Ródesíu.
Krefjast þau m a. að bönnuð
verði öll olíusala til Ródesíu og
lagt bann við kaupum á kolum
og iðnaðarvarningi þaðan. Jafn-
framt er brezka stjórnin gagn-
rýnd fyrir að hafa sýnt stjóm
Smiths linkind.
Til að gera mönnum kleift að gefa konum
sínum og dætrum í jólagjöf hina ,heims-
frægu BERNINA saumavél, sem að dómi
allra þeirra sem notað hafa er talin bezta
saumavélin á heimsmarkaðnum í dag, selj-
um vér BERNINA til jóla með aðeins
1.000,00 kr. útborgun og eftirstöðvarnar eft-
ir samkomulagi.
\
BERNINA-búðin
Lækjargötu 2.
Ásbjörn Ólafsson,
Grettisgötu 2.
Sími 24440.
Utgerðarmenn —
Vélstjórar
Vanti yður lensidælu, spúldælu, kælivatnsdælu,
eða dælu til annarra hluta í bátinn þá munið áð
Dœlurnar
með -'
gúmmí-
hjólunum ■-
eru vinsælustu dælurnar í flotanum. Mikið úrval.
Stærðir 3/8 — 2”. — Með og án kúplingar — Með
og án mótors. — Ódýrar, hentugar. Varáhlútir
jafnan fyrirliggjandi. e'
Sisli c7. éoRnsen Lf.
Vesturgötu 45. — Sími 12747.
JÁSSCC
FÍONA eftir Denise Robins
Eldheit ástarsaga, svo heit, að maður óttast
að kvikni í pappírnum. Ást sem öllu fórp-
ar og sigrast á öllu að lokum. — Óskabók
allra stúlkna, sem eiga rómantík í hjarta.
ÆGISÚTGÁFAN.
Kjötborg auglýsir!
Allt í jólamatinn.
Allt í jólabaksturinn.
, Allt til jólahreingeminga.
Úrval af nýjum, niðursoðnum. og
þurrkuðum ávöxtum. — Nýtt og •
niðursoðið grænmetL
Kjötborg hl.
Búðargerði 10. Símar 34999 og 34945.
Lopapeysur / úrvali
Litaðar pg sauðalitir. Allar stærðir,
gerðir. Hvergi meira úrval.
ÁLAFOSS, Þingholtsstræti %
margar
T