Þjóðviljinn - 15.12.1966, Page 14
14 SlÐA — ÞJOÐVIUTNN — Fimmtudagur 15. desember 1966.
LEONARD GRIBBLE
29
völlinn. Setjum nú svo, að hann
hefð.i verið svo stálheppini7
að stinga sig ekki. Hefð/
morðinginn þá viljað eiga á
hættu að missa vopn sitt án
þess að vita það?
Lögreglustjórinn kinkaði kolli.
— Það þrengir sviðið óneitanlega
mikið . . . Og hann virðist hafa
haft nægar birgðir áf eitrinu.
— Ég býst ekki við að hapn
hefði endurtekið þennan drama-
tíska undirbúning, sagði Slade.
— Það er einhver sérstakur til-
finningasvipur á öllu þessu máli.
Ég er viss um, að hver svo sem
hluturinn hefur verið, þá hefur
hann haft ákveðna þýðingu fyrir
Doyce. t>að var eitthvað sem
skipti hann máli persónulega.
— Hvernig fáið þér þá hug-
mynd?
— Blaðaúrklippan gefur það
til kynna.
— Gerir það málið ekki flókn-
ara? andmælti lögreglustjórinn.
— >að finnst mér alls ekki.
Þvert á móti, myndi ég segja.
Þessi blaðaúrklippa þjónar á-
kveðnum tilgangi á sama hátt og
morðvopnið.
— Nú er ég ekki með á nót-
unum, Slade.
Lögreglufulltrúinn brosti- —
Ég ætlaði satt að segja að hafai
hljótt um þetta, þaf til málið
væri komið ögn lerigra. viður-
kenndi hann. — En ég sé nú
að ég verð að leysa frá skjóð-
unni- "
Lögreglustjórinn leit á hann
með undrun og áhuga á svipn-
um. — Þér eruð með einhverjar
ákveðnair hugmyndir?
— Já, svo mikið veit ég, að
Mary Kindilett trúlofaðist undir
dularfullum kringumstæðum.
Mér er sagt, að faðir hennar
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav. 18 III hæð (lyfta)
Sími 24-6-16
PERMA '
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 33-968
hafi ekki einu sinni vitað nafnið
á unnusta hennar. Trú3ofuninni
var slitið. Doyce fór með hana á
damsleik og hún kom ekki heim
aftur- ífún fannst drukknuð-
Við líkskoðunina lét unnustinn
ekki sjá sig. Fjórum árum síðar
er Doyce myrtur og áður er
honum sendur, pakki með blaða-
úrklippu scm vitnar til þessa
gamla harmleiks og hlut sem
verður honum að bana- Þessi
hlutur stendur í einhverju sam-
baodi við blaðaúrklippuna — ég
geri að minnsta kosti fastlega,
ráð fyrir því.
— Já, ég skil þetta, sagði hinn
maðurinn með hægð. — Og á-
lyktun yðar er rökrétt. En þér
hafið ekki sagt mér neitt nýtt.
— Mitt álit er, hélt Slade á-
fram, — að mörðvopnið hafi
verið hvorki meira né minna
en trúlofunairhringur Mary Kind-
iletts-
Lögreglustjórinn tók viðbragð
— Hvað segið þér, maður, hvers
vegna?
— Það er eina „vopnið“ sem
kemur heim við dramatískt bak-
svið morðsins. — Fyrsta keppni
Doyces hjá liði Kindiletts, blaða-
úrklippan, dauði hans úti á vell-
inum og enn eitt mikilvægt at-
riði.
— Látið það nú koma, Slade!
Lögreglustjórinn kipraði saman
augun. Hann fylgdist af áhuga
með röksemdum undirmanns
síns og honum var ljóst að hann
hafði mikið til síns máls. 1
fyrstu virtist þetta fráléitt,
hreinn og klár uppspuni, sem
byggðist á engu öðru en hug-
boðum, en nú sá hann hvemig
Sladé lét mannþekkingu sína
koma sér til góða.
— Hvernig gat morðinginn
verið viss um að Doyce myndi
ekki sýna félögum sínum hlut-
inn? Hann gat ekki treyst því,
nema því aðeins' að þetta væri
einhver hlutur, sem Doyce -tnyndi
ekki flíka — og nú er ég líka
að hugsa um blaðaúrklippuna.
Hann myndi þegja um hana, að
minnsta kosti þar til hann hefði
komizt að því hver ástæðan var
fyrir sendingunni-
— Já, þetta er býsna sannfær-
andi, ssgði lögreglustjórinn. —
Doyce hefði stungið slíkum
hring í vasann. En hann fannst
ekki?
— Nei, vegna þ^ss að morðing-
inn var búinn áð taka hann-
Það bendir aftur á lækningastof-
una. Þangað voru föt Doyce lát-
in.
— En lækningastofan var laest
eins og þér munið.
— Já. seinna. Það gerðist ekki
alveg strax. Whittaker hringdi
ekki undir eins. Og fðtin voru
flutt frá búningsherberginu bg
irm í lækningnstofuna. — Hver
sem var hefði getað fjarlægt
hringinn úr vasanum nema,
leikmenn Arsenals- Þeir voru í
sírra eigin búningsherbergi allan
tímann eftir leikinn. Og eins og
þér vitið, má ráða það af vitnis-
burði þvottamannsins og dyra-
varðarins að enginn hafi komið
inn f búningsherbergin frá leik-
htéi og fram að lefkslokum,
nema sá hafi farið af vellinum
og notað inngang leikmannan.na.
En það yfirgaf enginn vöilínn
nema Doyce.
Lögreghistjórinn neri á sér
hökuna- — Þetta er býsnai flókið,
þegar þetba er sett upp á þerm-
an hátt. viðurkenndi hann. — En
— og rödd hans varð hvassari,
— þér sögðuð rétt áðan, „ef
morðinginn er ernn af leikmönn-
unum“.... Hvað áttuð þér við
með því?
Slade hugsaði sig um andartak.
— Það er býsna margt sem leiðir
hugann að Kindilett, sagði hann
með hægð, — eftir ferð okkar
til Ryechester.
Lögreglustjórinn melti athuga-
semd hans andarta'k. — Já, satt
er það. Hann hallaði sér aftur
á bak í stólinn. — Og hvað legg-
ið þér lil?
— Ég sting upp á því að ég
heimsæki Kindilett í kvöld. Ég
segi honum frá blaðaúrklippun-
um, upplýsingunum frá likskoð-
uninni og myndinni, og athuga
viðbrögð hans. Ef hamn er ekki
sá sem við leitum að. bá lúrir
hann kannski á einhverjum upp-
lýsingum sem koma okkur að
haldi- Það getur verið að hann
þegi um eitthvað.
— Ilver.s vegria ætti hann að
gera það?
— Það kæmi mér ekki á óvart,
þótt hann hefði tortryggt Doyce-
Hann hlýtur að hafa hugsað
mikið um þennan dansleik síðan.
Það lítur helzt út fyrir að
Doyce hafi gert sitt til að eyði-
leggja hina dularfullu trúlofun
og setja grillur í kollinn á stúlk-
unni, Hún fór með honum á
þennan dansleik. Allt þetta gæti
gert það að verkum að einhver
sálræn viðbrögð fengjust.
— Og hvað um Merrow? sagði
lögreglustjórinn hvössum rómi-
— Aðstaða hanis er óbreytt.
— Ef hann hefur nú verið
unnusti Mary Kindilett?
— Þá verðum við að taka
ha>nn fastan, sagði Slade án þess
að andmæla eins og hann haföi
gert við Clinton.
Lögreglustjórinn andvarpaði og
fór að skoða á sér finguma-
Loks sagði hann: — Gott og vel,
Slade, þér haldið þessu áfram.
en farið varlega — þótt ég þurfi.
varla að minna yður á það.
Hættið yður ekki ýt á hálan ís.
— Ég skal vara mig á því,
sagði Slade. — Það freistaði
mín. í fyrstu að sýna Whittak-
er blaðaúrklippuna, ef hann
kynni að geta lesið eitthvað útúr
henni. En hann er góður vinur
Kindiletts- Það hefði komið hon-
um í óþægilega aðstöðu að ó-
þörfu.
— Ágætt En eins og ég segi
— farið varlega, hvað svo sem
þér gerið. Er , annars nokkuð
sérsitakt?
— Ég er með tillögu.
— Og hver er hún?
Ég held að morðinginn hafi
tekið aconitínið úr rannsóknar-
stofu Setchleys. Þegar ég veit
hver tók það, þá veit ég um leið
hver"morðiD'ginn er. En ég verð
að fá hann til að koma upp
um sig. Það er hægt með því
að minnast opinberiega á inn-
sigluðu lækningastofuna- Það
verður líkskoðun og yfirheyrslur
á morgun. Ég held við gætum
fengið dómarann til að koma
með yfírlýisingu um að handtaka
sé á næsta leiti og fresta síðan
.yfirheyrslunni í þágu hins opin-
bera.
— Af hverju á að minnast á
handtöku?
— Ég vil að morðinginn fái
um dálítið að hugsa. Ég vil
gjarnan að hann haldi að hann
hafí gert einhverja skyssu. Við
getum gefið það f skyn á þann
hátt að hann renni grun í hvað
er á seyði.
— Þér eigið við að hann rjúki
til lækningastofunnar eins og
eldibrandur.
— Fyrst ætla ég að fram-
kvæma nákvæmari leit — í
hverjum krók og kima — líka
í búningsherbergi gestanna-
— Þér eruð búnir að því nú
þegaa
Stór verðlækkun á
appelsínum
Ferskjur 38,00 og 42,00 kr. kílódósin.
Ananas 39,00 kr. kílódósin.
Ódýru niðursoðnu ávextimir eru beztu
matarkaupin í dag.
Ódýrt marmelaði og sultur.
Glæsilegt vöruval. — Sendum heim. —
Næg bílastæði.
Ma t vör u m i ðstöð i n
Lækjarveri, á horni Hrísateigs, Rauða-r
lækjar og Laugalækjar. Sími 35325.
Jölasaga barnanna
Eftir Walt Disney
BALLiTTVÖRUR
ÆFINGABOLIR OG SOKKABUXUR
í svörtu, hvítu, bleiku, rauðu, bláu og fjólubláu.
Allar stærðir.
— NÝJUNG —
Nýkomið lítið magn af
búningum með áföstum
stuttpilsum (Tutu).
Bleikir, hvítir rauðir,
gulir og bláir.
Einnig stök Tutu-pils
tn að festa á búninga.
N-E-T buxur í jass-
ballett, dausbelti,
kastanjettur.
Æfingaskór og táskór
frá
GAMBA í London
Nýtt - Nýtt
Tvíhólfa
ballett-
töskur
BÍLASTÆÐI VIÐ BtJÐÁRDYRNAR.
BALLETTBÚÐIK
eMrtwn
ch BR/EÐRABC
BR/EÐRAB0RGAB5TIG 22
í-so-ie.
SÍMI:
Tökum upp á morgun
nýja sendingu af
vetrarkápum
með og án skinnkraga.
Næg bílastæði við
verzlunina.
TÉzkuverzlunin
GUÐRÚN
Rauðarárstíg 1.
TU
Té'
1. Þau fara langt inn í námuna en 2.
finna enga glitsteina,
Hvað sagöi ég!
3- Ailt í einoi kemur minnsti dvergur-
tnn auga á glitstein!
Kuldajakk ar og úlpur
'i 'llum stærðum. Góðar vörur — Gott verð.
Verzlunin O L.
ij rraöarkotssundi ö unóti Þjóðleiknúsinu).