Þjóðviljinn - 24.12.1966, Side 3

Þjóðviljinn - 24.12.1966, Side 3
Laugardagur 24. desember 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J Borgaríhaldið gegn f járframlagi til orlofsheimila verkalýðsfélaga Framhlid nokkurra smáhýsanna, sem reist hafa vcriö í Ölfusborgum. ~k Meðal Jieirra breytingartil- lagna, sem borgarfulltrúar Al- þýðubandalagsins fluttu við fjárhagsáætlun Reykjavíkur árið 1967, var tillaga um að borgarsjóður legði fram 1 milj- ón króna í orlofsheimilissjóð Alþýðusambands íslands. Bentu Alþýðubandalagsmenn í því sambandi á að orlofsstarfsemi Alþýðusambandsins nyti fjár- stuðnings frá ríkinu en Reykja- víkurborg hefði ekkert fé lagt fram til þessarar nauðsynlegu starfsemi. ■k í þessu máli, eins og flestum öðrum sem fulltrúar Alþýðu- bandalagsins hreyfðu við af- greiðslu f járhagsáætlunarinnar, reyndust íhaldsfulltrúarnir rök- Laugavegi 38 Ikólavörðustíg 13 Snorrabraut 38 $ ao. ^ O o O' Ql %.% r rt & % '6* Irg* s* • heldir; þeir felldu allir sem einn tillöguna um stuðning við orlofsstarfsemi Alþýðusam- bandsins. k Jón Snorri Þorleifsson borg- arfulltrúi mælti fyrir tillögu Alþýðubandalagsins og veitti ýmsar athyglisverðar upplýs- ingar um hinar myndarlegu or- lofsbúðir verkalýðssamtakanna við Hveragerði í Ölfusi. Fara hér á eftir helztu atriði í fram- söguræðu Jóns Snorra. Fyrir nokkrum árum hófst vinna við undirbúning og fram- kvæmd byggingar orlofsheimil- is verkalýðssamtakanna í landi Reykja í Ölfusi en á þeim stað hafði ríkisstjórnin að beiðni Al- þýðusambandsins úthlutað sam- tökunum 12 hektara landi. Það landsvæði hefur siðan verið stækkað nokkuð. Þær framkvæmdir sem fyr- irhugaðar voru strax í upphafi á þessu svæði voru smíði 30^ smáhýsa og bygging stórhýsis, sem þjónað gæti því tvíþætta verkefni að vera hótel og að- setur fyrir fundi, ráðstefnur og námskeið og verkalýðsskóla samtakanna. Auk þess skyldu þar gerðir leikvellir, bæði fyrir börn og íullorðna, og reist sundlaug. Byrjað var á því að þurrka svæðið, því að mikill hluti þess var mýri og sendnir móar. Þá hefur verið borað eftir heitu vatni og hitaveita, vatnsveita og skolplagnir lagðar um svæð- ið og gerðar götur, bæði um svæðið sjálft og frá þjóðvegi heim að svæðinu. 22 smáhýsi í notkun Að lokinni nauðsynlegri und- irbúningsvinnu hófust sjálfar byggingarframkvæmdirnar og voru á sl. sumri komin í notk- un 22 smáhýsi, sem eru að grunnfleti um 40 fermetrar hvert. Eftir er að reisa a.m.k. 8 önnur hús samskonar, hótel- byggingu, sundlaug, auk leik- válla, svo og er eftir að koma upp annarri aðstöðu sem nauð- synleg er talin á slíkum stað. Það er því ljóst að mikils fjár er þörf til þeirra fram- kvæmda scm eftir eru á svæð- inu. Enda þótt smáhýsin séu fyrst og íremst orlofshús eru þau byggð þannig, að í þeim er engu að síður hægt að dvelja að vetri til, ef önnur nauðsyn- leg aðstaða væri fyrir hendi. Húsin eru mjög hentug til | stuttrar dvalar og í alla staði einstaklega vistleg. í hverju húsi er, auk stofu með húsgögn- um. eldhúskrókur með öllum nauðsynlegum eldhúsáhöldum, forstofa með rúmgóðu fata- hengi, salerni, þrjú svefnher- bergi lítil með alls 5 rúmum, en hverju rúmi fylgir sæng, koddi og ábreiða. Fá dvalar- gestir afhentan við komu hrein- an sængurfatnað. Eigendur bessara 22 húsa eru, auk Alþýðusambandsins, 11 verkalýðsfélög í Reykjavík, eitt í Hafnarfirði og eitt á Akranesi. Félögin hvert fyrir sig, út- hluta félagsmönnum sínum vikudvöl í einu og var viku- leigugjaldið fyrir húsið 1500 krónur á sl. sumri. Að sjálfsögðu myndu hin húsin einnig leigð til annarra en félagsmanna verkalýðsfélag- anna, en til þessa hefur hvergi nærri verið hægt að fullnægja eftirspurn félagsmanna mesta orlofstímann. Starfsemi til fyrirmyndar Um kostnað við þær fram- kvæmdir, sem ég hef hér lýst, og hvernig fjár til þeirra hefur verið aflað er það að segja, að framlag frá ríkinu kom fyrst til 1957, 2 milj. króna, og hefur síðan verið frá einni til 1,6 milj. kr. á ári. Verkalýðsfélögin hafa greitt 4 milj. 150 þús. kr. og lán hefur fengizt frá Atvinnu- leysistryggingasjóði að upphæð 6,9 milj. Alls eru þetta 19 milj- ónir. Alþýðusamband íslands hefur ekki sent beiðni til Reykjavik- urborgar um fjárframlag úr borgarsjóði. Hinsvegar er ljóst, að nauðsynlegt er að halda á- fram þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru, og hjá Al- þýðusamhandinu liggja beiðnir margra félaga, einkum héðan úr Reykjavík. um smáhýsi í Ölfusborgum. Og ég hygg að sú reynsla sem fengizt hefur á þeim stutta tíma, sem liðinn er síðan húsin voru tekin í notkun, sýni að hér er um mjög nauðsynlega starfsemi að ræða og starfsemi sem mjög er til fyrirmyndar. Reykvískt verkafólk í meirihluta Á það hefur mikið skort og skortir enn að almenningi sé séð fyrir nauðsynlegri aðstöðu til að njóta hollrar hvíldar í orlofi frá allt of löngum vinnu- degi. Frumkvæði verkalýðs- hreyfingarinnar í því efni ber því að fagna og á vissulega skilið að hljóta verðuga athygli og góðan stuðning. Eins og ég hef áður lýst, eru umrædd smáhýsi aðallega í eigu verkalýðsfélaga hér í I Reykjavík, eða 19 hús alls af 22. og þjóna því fyrst og fremst því hlutverki að veita. verka- fólki borgarinnar þá þjónústu sem þar er boðin og veita því tækifæri til að njóta orlofsdval- ar og hvíldar á góðum stað í fögru umhverfi, .jafnframt' þvi sem þau skapa reykvískum hús- mæðrum möguleika á frekari orlofsdvöl en þær hafa átt kost á til þessa, svo og börnum þeirra foreldra sem þar dvelja hverju sinni. Ég vænti þess því fasllega að borgarfulltrúar séu mér sammála um að það væri borg- inni heiður og sómi að Ijá svo þörfu og góðu máli lið með samþykkt á þessari breyting- artillögu okkar Alþýðubanda- lagsmanna, og trú mín er sú að vegur borgarinnar myndi vaxa í augum reykvískrar al- þýðu, ef samþykkt væri óum- beðið framlag til þessarar starf- semi, sem vitað er að frekara fjármagn vantar tiþ svo að fleiri Reykvíkingar geti notið þeirrar ánægju og þörfu hvíld- ar sem dvöl í Ölfusborgum er vissulega hverjum þeim sem þar dvelur. ★ Þaimig fórust Jóni Snorra Þorleifssyni m.a. orð, er hann mælti fyrir tillögu Álþýðu- bandalagsins. En ihaldsfulltrú- arnir felldu sem fyrr var sagt tillöguna — þeir sáu ekki nú fremur en svo oft áður ástæðu til að ljá þörfu máli lið og ekki mun vegur íhaldsins vaxa í aug- um reykvískrar alþýðu vegna þeirra málaloka. ve i t i ng a h ú s i ð KSKUK BÝÐUR vnru GRIKLAÐA KJÚKLINGA GLÓÐAR STEIKUR HEITAR& KALDAR SAMLOKUR SMURT BRAUÐ & SNITTUR KSKUK suðurlandsbraut 1$, sími 38550 BRAUÐHUSE) SNACK BAR Laugavegi 126. SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐTERTUR •* Sími: 24631 ^WWÁA/VVVVAAAAAAAAAA/VAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/VVVAAAAAAAAAAAAAAAAA/VVAAAAAAA/VAAAVlAAAAAAAAA/VA/VVAAAAA/VAAAAAAA/VVVAAAAAAA/VAAAAAAA/VVAAAAAAAVVVAAAAAA/VVVAAAAAAVVVVVVVAi Öskum samvirmufólki um land allt og öSrum landsmönnum GLEÐILEGRA JÓLA ARS og friðar SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA IÐNAÐUR - VERZLUN - SAMGÖNGUR ÚTFLUTNINGUR - INNFLUTN INGUR lAVAAAVAAAVVVVVVVVVVVAAAAVVVAAAAAVVVVVVAAVVAAAAAAVVVVA/VAAVVVVAVAAVVAAVVA/VVVVVVAAA^WAVVVVVVAAVAVAAVAAVAAVVVVAVVVAVVVVVVVVVAAVVVVVVVVVVVVVA/VAAAVAAAAVVVVVVVVVVVAVVAA

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.