Þjóðviljinn - 24.12.1966, Page 9

Þjóðviljinn - 24.12.1966, Page 9
Laugardagur 24. desember 1966 — ÞJÖÐVI'L.TIN'N' — SÍÐA 0 Um þetta leyti er okkur tamt að hugsa til þeirra, sem einhverra hluta vegna ne?yðast til að halda jólin fjarri heimilum sínum og er okkur þá gjarnan efst í huga sjómennirn- ir á hafi úti — fiskimennirnir við veiðar sín- ar og fatmennirnir á millilandaskipunum. En hvað um farmenn loftsins, flugliðana okkar? Einnig þeir verða stundum að halda jólin í annarlegu umhverfi, jafnvel uppi í loftinu. Eiginlega eru hvergi jól nema heima Viðtal við Jóhönnu Kristjáns- dóttur flugfreyju hjá Loftleiðum Jóhanna Kristjánsdóltir. (Ljósm. A.K.). Nú um þessar hátíðar verSa fimm af flugáhöfnum Loftleiða erlendis. Tvær í New York, tvær í Luxemborg ög ein í Helsinki. Jóhanna Kristjánsdóttir flug- freyja á nú í vændum önnur jólin á erlendri grand. Hún verður í Luxemborg, eða nánar tiltekið ekki nákvæmlega þar, eins og fram kemur í viðtalinu hér á eftir. Jóhanna er búin að vera flug- freyja hjá loftleiðum í hálft fjórða ár, en starfa hjá félag- inu í fimm ár. Fyrir tveimur árum eyddi hún jólunum á hót-<j>_ eli í New York: — I rauninni voru þetta eng- in jól. Bandaríkjamenn bruðla ekki með jóladagana. Aðfanga- dagurinn er líkastur Þorláks- messu hér heima og jóladagur- inn, sá 25. eina raunverulega hátíðin. Bg veit ekki hvemig jólin eru haldin á bandarískum heimilum, en við reyndum eftir beztu getu að gera okkur daga- mun barna á hótelinu. Við pkreyttum stærsta herbergið. keyptum smágjafir hvert handa Öðru og héidum hópinn. Loftleið- ir buðu okkur til kvöidverðar á hótelinu. Ég man ekki leng- ur hvað var á borðum, en að því loknu fórum við upp á her- bergið og sungum jólasálma. t raun og veru má .segja að þetta hafi verið yndisleg iól miðað : við aðstæður. Þetta var á að- fangadagskvöid, en daginn eftir, ‘á ióladaginn siálfan, hélt hótel- stiórínn smáboð fyrir allar ' flugáhafnir, sem þar voru ■ staddar. Sumir fóru í kirkju á iólanótt.ina Lítl iólastemning Samkvæmt áætlun á það eklci að koma fyrir að jólin séu hald- in á flugi, én út af þessu hefur samt brugðið og þá gcrir á- höfnin alit.: sem hún getur til að gera farþhgunum jólin raun- veruleg, en fyrir hana sjálfa verður bað erfiðið einbert og lítil iólaslémmning nema sú gleði sem véitist af því að gera eitthvað fyrir aðra. Eiginlega varð ég fyrir hálf- gerðum vonbrigðum með að vera send aftur núna, en við þvi er auðvitað ekkert að gera. Við höfum ekki hugsað okkur að eyða jólunum í Luxemborg. Þar er sannast að segja held- ur lítið um að vera um það leyti. Ekki veit ég af hvaða á- stæðum, en líkilega eru þær trúarlegar, eða sértrúarlegar rcttara sagt. Áhafnir, scm þar hafa verið um jól hafa haft fyr- ir reglu að fara til einhvers bæjar í Þýzkalandi eða Frakk- landi og halda jólin þar. Við förum til Þýzkalands núna. En við megum ekki gleyma öðru. Hjá okkur vinna allmarg- ar erlendar flugfreyjur eink- um finnskar og þýzkar. Stund- um veröa einhverjar þeirra að vera hér yfir jólin og efast ég ekki um að þeim sé svipað inn- anbrjósts og okkur. Það er reynt að senda þær sem flestar út. Flugfreyjurnar hjá okkur í þessari ferð eru t.d. allar þýzk- ar nema tvær og geta þær því farið heim til sín um hátíðina. Stundum hafa áhafnimar með sér hangikjöt, eða rjúpur og þá eru engin vandkvæði á að fá soðið og matreitt á hótel- unum sérstaklega fyrir þær. I Bandaríkjunum gilda einna strangastar reglur um innflutn- ig á matv.ælum, en í því tilliti eru íslendingar í algerum sér- flokki. Hér er lítið um hættu- lega sjúkdóma í skepnum og þá ekki aðra en þá, sem landJægir eru annarsstaðar. Þetta, að geta haft með sér íslenzkan jólamat gerir hátíðahaldið að sjálf- sögðu nokkuð heimilislegra. Skemmtilegt — En hvernig stóð á því að þú gerðist flugfreyja, Jóhanna? — Það hefur verið minn draumur frá því ég var ung- lingur og afgreiddi gotterí. Út- lönd voru heillandi heimur og þetta var auðveldasta leiðin tii að sjá eitthvað af þeim — og fá kaup fyrir. Starfið er erfitt, en skemmtilegt. Maður kynnist ótalmörgu og ýmsum hliðum á mannfólkinu. Þannig er það iíka lærdómsríkt. Ég held að það sé rétt, að að- sókn í starfið fari minnkandi og ástæðurnar fyrir því tel ég ein- mitt þá, hve auðveldara er nú að komast til útlanda fyrir lit- inn pening. Annars vill raunin verða sú nð við sjáum lítið annað en borgirnar, sem við höfum áætl- un á. Þó að við stoppum kannski í nokkra daga, megum við ekki víkja frá, vegna þess að alltaf vcrður einhver að vera til taks ef forföll verða. Nú, en ef flugvöllurinn í New York er kannski lokaður vegna þoku, lendum við í Boston, Washing- ton, eða jafnvel í Halifax og ef Luxemborg er lckuð, lendum við kannski í Brussel eða Rott- erdam. En úr því verður he'dur lítið ,,sightseeing“. Við verðum helzt að halda okkur við hótel- ið og vera til taks strax og hægt er að leggia af stað aftur. Far])egarnir eru upp og ofan, myndi ég segja. Uppáhaldsfar- þegar okkar eru Bretar, en Þjóðverjar að líkindum lakast- ir. Ég vil alls ekki segja að Is- lendingar séu slæmir farþegar. Við fljúgum lítið með Islend- inga og þá sjaldan það er, er það sérstaklega ánægjulegt. Það er alltaf að aúkast. að farþegar hafi hér sólarhrings, eða tveggja sólarhringa viðdvöl. Við erum þeim samferða frá Keflavfk niður á Loftleiðahótel og það er skemmtiilegt að fylgi- ast með viðbrögðum beirra. Flestum lízt heldur illa á sig í Keflavík og leiðin til Reykja- víkur er heldur ömurleg. Minn- ir þá á auðn og eyðimörk. En svo fer að léttast á þeim brún- in. þegar við nálgumst Hafnar- fjörð og komum á þennan litla vinalega blett, sem nú á að leggja undir alúmínverksmiðju, Straum. Flestum firinst þetta sérkennileg vin í úfnu hraun- inu. Eitthvað sem gleður augað. Það verður eftirsjá að þessum stað. Svo verða þeir yfir sig hlessa þegar þeir sjá húsakosíinn hjá okkur. Fólk gerir sér yfirleitt ákveðnar fyrirfram hugmyndir um staði sem það heimsæk'r og bó ég segi kannski ekki að þeir haldi áð við búum í snjóhúsum, halda þeir flestir að húsakynni okkar séu heldur óhrjáleg, jafn- vel moldarkofar. Og svo sjá beir þessar nýtízku fbúðar- blokkir og fallegu einbýlishús. Það kemur þeim skemmtilega á óvart. Ef ég ætti að telja upp þá kosti, sem flugfreyja þarf að vera gædd, er málakunnátta númer eitt, en almenn þekking er einnig mjög mikilvæg. Far- þegar spyrja h’nna furðulegustu spurninga. bæði um landið og bjóðina og eiginlega um allt milli himins og jarðar og við verðum að reyna hvað við get- um að leysa úr þessu. Ég hef t.d. oft furðað mig á því hvað þekking Bandaríkjamanna á Is- landi er takmörku#, jafnvel hjá háskólamenntuðu fólki, sem ætti að hafa lært eitthvað í landafræði- En það er gaman að geta leyst úr spumingum þess og vandamálum, sem það ber upp. Ég myndi því ekki letja neina stúlku þess að gerast flug- freyja. Eins og ég hef áður sagt er starfið mjög skemmti- legt, þótt erfitt sé í skorpum. Og að kynnast öllu þessu fólki, það er nokkurs vert og hvergi auðveldara. ★ Við endum svo þetta spjall með þvi að óska öllum fluglið- um okkar, sem þurfa að dvelj- ast fjarri heimilum sfnum um hátíðina, gleðilegra jóla, hvort sem þeir eru í New York, Hels- , inki, Grænlandi eða einhvers- staðar í Þýzkalandi ems og hún Jóhanna og hennar áhöfn. G. O. Skúli Þorsteinsson sextugur Á kreppuárunum barst ný- skótastefnan sunnan úr Evrópu og fór sem vorþeyr um hjarn ítroðsluskólans á íslandi. Nýtt viðhorf kennarans til nemand- ans, breytt afstaða barnsins til námsefnisins var krafa hinna ungu uppeldisvísinda þess tíma. Frjálsu, sveigjanlegu kennslu- kerfi og starfrænu námi var teflt fram gegn steinrunnu valdsboðskerfi og utangama þululærdómi; leiknum sem þroskavænlegasta námshætti barnsins með óhugann að afl- vaka gegn lciðinlegu, þöglu þvingunarstriti undir svipu skólabjöllunnar. Kjörorðið var: barnið í sviðsljósið, vísind- in í þjónustu uppeldisins. Harðsnúinn flokkur nýskóla- manna með Aðalstein Sig- mundsson, Gunnar M. Magnúss og Jón Sigurðsson f broddi fylkingar tók upp ný og fram- andleg vinnubrögð í Austurbæj- arskólanum undirstjóm Sigurð- ar Thorlacius, einhvers mætasta uppeldisfrömuðar sem þjóðin hefur eignazt. Jafnframt hófu þessir menn öfluga baróttu fyrir hugsjónum stnum mcðnl kennara og foreldra. Auðvitað mættu þeir harðvítugri and- spymu, ekki sfzt frá trúmálaí- haldinu — og ekki mildaði það deilurnar, að nýskólamenn voru flestir róttækir í þjóðmálum. Þetta var menningarlcg um- brotatíð mitt i örbirgðinni — og vfst er um það. að ekki hefur reisn kennarastéttarinnar orðið meiri í annan tíma. En svo kom stríðið, auðfeng- inn gróði, hernám. Verðmæti Iífsins voru metin að nýju, og peningahyggjan skókaði menn- ingunni út í horn. 1 dansinum kringum gullkálfinn glutruðust niður hugsjónir nýskólamann- anna; það gleymdist að búa þannig að skólunum — ytra sem innra — að þær gætu orðið að veruleika. En það er önnur saga. Enn nýskólamannanna úr Austurbæjarskólanum, Skúli Þorsteinsson, er sextugur í dag. Hugsjónir nýskólastefnunnar hafa jafnan fýlgt Skúla í starfi hans að skólamálum, hvortsem hann hefur fengizt við kennslu, skólastiórn eða námsstjóm. Ég hygg að þessi viðhorf hafi líka mótað afstöðu hans til ýmissa félagsmála, en þar hefurSkúli lagt mikið verk að baki. Ung- mennafélagshreyfingin, Skóg- ræktarfélagið, Samvinnuhreyf- ingin og Rauði krossinn telja sig ugglaust enn eiga góðum liðs- manni á að skipa, þótt kenn- arastéttín hafi gert mestar kröfur til starfskrafta hons á síðari árum. Skúli hcfur verið formaður Sambands íslenzkra bamakennara síðastliðin 7 ár og gegnt því trúnaðarstarfi með miklum sóma. Þar sem annars staðar hafa hans góðu eðliskost- ir og löng félagsmálareynsln notið sín vel; við sem starfað höfum með honum að félags- málum kennara höfum reynt hann að dugnaði, heiðarleikn og drengskap í hvívetna. A bessum tfmamótum sendum við honum og fiölskyldu hans beztu árnaðaróskir oa bökkum sam- starfið. Megi okkm- auðnnst að njóta starfskrafta hans sem lengst. — Þorstcinn Sigurðsson. Skúli Þorsteinsson er sextug- ur í dag. Hann hefði gjarnan mátt vera yngri, en þó er þetta náttúrlega ekki mikill aldur á manni, sem er allra vísastur til að halda sálinni ungri 10—20 ár í viðbót. Einhvern tíma sagði kerling við aldraðan mann austur á Héraði: „Þú hefur aldrei ungur verið, aum- inginn.“ Þessu mætti snúa við og heimfæra þannig upp á Skúla. Hann verður aldrei gamall í anda eða staður í hugsun, þótt árin hlaðist á hann. Skúli er borinn Stöðfirðing- ur, föðurætt úr Austur-Skafta- fellssýslu, en móðurætt ein helzta presta- og mennta- mannaætt í Múlasýslum. Um æskukjör hans veit ég ekki gjörla annað en það, að hann mun uppalinn við þær aðstæð- ur, sem tíðkuðust á bæjum hérlendis, þar sem bjargræði er sótt jöfnum höndum til sjós og lands. Hann hefur sjálfsagt leikið sér að hörpudiskum og hornum, eignað sér eða átt i alvörunni kind og fengið að skreppa á flot. Það er slík reynsla, sem speglast í nokkr- um ágætum barnabókum, sem hann hefur skrifað, og túlkun hennar er svo heið og sönn, að hún mætti eiga rætur að rekja til eigin reyndar eða hliðstæðu þess, sem hann þekkti sjálfur, „þar báran kyssir svalan sand“ og „smal- ar í hlíðum hóa“. Ég sá Skúla fyrst laust eftir 1930. Þá var hann í framboði fyrir Alþýðuflokkinn í Norð- ur-Múlasýslu og kom ríðandi ásamt öðrum frambjóðendum á þingmálafund á Borgarfirði. Um það leyti var það mikið prédikað af íhaldsmönnum, að jafnaðarstefnan gæti ekki með nokkru móti samræmzt ís- iendingseðlinu, íslendingar myndu aldrei sætta sig við að éta allir úr sömu skál eða þjóðnýta konur, eins og gert væri í Rúslandi, og fleiri álika vizkukornum var sáldrað yfir vitiborið fólk. Skúli flutti um þessi áróðursatriði hvassa og hressilega tölu. Málsenda hans man ég ekki svo glöggt, að ég megi með fara, en hitt er mér enn í fersku minni, hve þrótt- mikil mér þótti ræða hans og drengileg. í þetta sinn sá ég Skúla að- eins uppi á hesti og í pontu, sem var raunar gamla kenn- araborðið í barnaskólanum á Borgarfirði. Það var ekki fyrr en um 1940, að leiðir okkar tóku að liggja saman í kenn- arasamtökunum eystra og æskulýðssamtökum. Þá var Skúli búinn að læra margt og ferðast víða, hafði gist Norð- urlönd og Þýzkaland og haldið allt til Miklagarðs að hætti væringja, en þó án þess nokkru sinni að ganga á mála hjá út- lendum furstum í einum eða neinum skilningi eða fá í augu sín þær glíjur, að honum þætti allt lágt hér heima. Hann tók kennarapróf 1932 og kenndi næstu órin í Reykjavík, en 1939—1957 var hann skóla- stjóri barna- og unglingaskól- ans á Eskifirði, varði ungan- um úr starfsævi sinni til menntabóta og eflingar félags- hyggju þar og annars staðar á Austurlandi. Starf hans náði langt út fyrir ramma skóla- stjóraskyldunnar. Hann gerðist ötull og óþreytandi foringi í félagsmálum, starfaði að hreppsmálum á Eskifirði, skáta- félagsskap og unglingadeildum Rauða krossins þar, einnig að búnaðar- og skógræktarmálum. Ræktun lands og lýðs, það er hans hugsjón; hann vildi tengja skógrækt skólastarfi og skrifaði töluvert um það. Skúli er kvæntur rausnar- og ágætis- konu, Önnu Sigurðardóttur Þórólfssonar skólastjóra á Hvítárbakka og Ásdísar Þor- grímsdóttur. Þau áttu fallegt hús, hvítt með rauðu þaki, uppi undir hlíðinni ofan við bæinn, garð með mörgum trjám í hallanum kringum hús- ið og túnskák niður af. Þar voru gestir vel haldnir, og hef ég reynslu fyrir þvi. Ég var þar einu sinni í páska- fríi, og við Skúli lögðum okk- ur eftir matinn og fengum kaffisopann inn á dívan til hressingar. þegar nóg var sofið Skúli kom með anda og stefnu ungmennafélaganna að sunnan inn í dreifð ungmenna- Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.