Þjóðviljinn - 31.12.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.12.1966, Blaðsíða 1
28 síður í dag — tvö 8 síðna blöð og eitt 12 síðna Nýtt ár til farsældar, friðar og starfs ■ Samkvæmt áætlun Fiskifélags íslands verður heildarafli landsmanna á árinu 1966 um 1.240.000 tonn, eða 50.000 tonnum meiri en í fyrra. Hér verð- ur því um nýtt aflamet að ræða og annað árið í röð, sem við íslendingar öflum meira en miljón tonn. Stöðva ótti alla togara- útgerð um áramótin Þjóðviljinn heíur fengið staðfestar fréttir, sem gengið hafa um að stöðva hafi átt alla togaraútgerð nú um .ára- mótin, en hætt er við áf ein- hverjum orsökum, sem blað- inu eru ekki kunnar. Útgerð- armenn munu hafa sent ríkis- stjórninni bréf eða erindi bess 5 efnis, að togaraútgerð yrði lögð niður um áramótin ef ekki yrði komið til móts við kröfur útgerðarmanna, en þær felast sem kunnugt er í því að togurunum verði hleypt inn í landhelgina, leiðrétting- ar fáist á ýmsum efnahagsleg- um atriðum varðandi rekstur- inn og að heimilað verði að fækka skipunum. Spumingin er því hvort ríkisstjórnin hefur fallizt á kröfur útgerðarmanna að ein- hverju eða öllu leyti. Togarar Bæjarútgerðar R- víkur búast nú á veiðar. Þannig eiga Ingólfur Amar- son og Jón Þorláksson að fara út á nýársdag, eða ann- an í nýári. Þormóður goði 03 Þorkell máni fara strax út og lokið verður viðgerðum á þeim, en Hallveig Fróðadóttir hefur verið í 16 ára flokkun- arviðgerð, jafnframt því sem unnið er að vandasamri við- gerð á aflvél skipsins. Reynt verður að senda ein- j hver af skipunum á Ný- ■®.*j Heildaraflinn á árinu 1965 varð alls 1.199.000 tonn. Þar af var síld 763.000 tonn, loðna 50.000 tonn, bolfiskur 381.000 tonn og krabb-jdýr (humar og rækja) 5000 tonn. ■ fundnalandsmið, þar sem j Hafnarfjarðartogarinn Maí 5 hefur fengið mokafla að u.fd- ' anförnu. ★j Á árinu sem nú er að líða er síldaraflinn áætlaður 775.000 tonn, loðna 125.000 tonn, bol- fiskur 335.000 tonn og humar og rækja 5000 tonn. ★) Búizt er við að aflinn í ár verði verðminni en í fyrra. Aflaaukningin megni ekki að vinna upp þá verðmætisrýrnun, sem felst í samdrætti þorskveið- anna. Þetta á þó eftir að koma betur í ljós við nákvæma út- reikninga. Ný s/on varpsendurvarpsstöð Sjónvarpsendurvarpsstöð fyrir Selfoss er komin til landsins og var unnið að því í gær og verð- ur haldið áfram í dag að setja hana upp á Eyrarbakka. Vonir standa til að uppsetningu ljúki fyrir kvöldið í kvöld svo Sel- fossbúar geti horft á gamlárs- kvöldsdagskrá sjónvarpsins en í gær varð það slys á Lauga- vegi á móts við hús nr. 61, að kona datt á hálku og varð að flytja hana á slysavarðstofuna. Ekki er kunnugt hve alvarleg meiðsl hennar reyndust. þeir hafa til þessa lílið eða ekk- ert getað náð útsendingum þess. Þjóðviljinn fékk þær upplýs- ingar hjá sjónvarpinu í gær að hér væri um að ræða smástöð sem einvörðungu yrði til gagns fyrir Selfoss og þá staði aðra sem eru í beinni s.tefnu geisl- ans frá stefnuloftnetinu á Eyr- arbakka. Þannig er vart við því að búast að stöðin verði að gagni fyrir íbúa Hveragerðis t.d. og heldur ekki fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri, en þar hafa send- ingar íslenzka sjónvarpsins hins vegar sézt allvel þótt þær hafi ekki náð til Selfoss. L - ...... ...., ....». ... velkomið með glæsilegu mat- aræði, ólöglcgum sprenging- um, alþjóðapólitískum grím- um, forneskjulegu firverkerii og öðrum stórum tilþrifum. ■ I*að er . því ekki úr vegi að bregða út af hefð með því að bjóða nýju ári til sætis á kurteislegan og hógværan háít óg í hægláíú jumhverfi: kyrrð, snjór, velkomin hvíld. | Velkomin næðisstund til að gcra upp þau dæmi sem sett hafa verið fram, til að safna úrræðum í nýjum og eilífum vanda. - (Ljósm. Þjóðv. A.K.) Undirbúningur a& v-h brcyt umferbinni er hafinn mgu 1 Eins og kunnugt er samþykkti síðasta Alþingi lög um hægri handar umferð- Samkvæmt þeim á að taka upp hægri umferð á Islandi vorið 1968. Undirbúning- ur er nú hafinn að þeirri breyt- ingu og hcfur Framkvæmda- nefnd hægri umferðar nú opnað skrifstofu að Sóleyjargötu 17, og annast Benedikt Gunnarsson tæknifræðingur, sem ncfndin hefur ráðið fyrir framkvæmda- stjóra, daglegan rekstur henn- ar. 1 höfuðatriðum verður verk- Nýtt hefti Tímarits Máls og Menningar Fundin fimm Ijóð Steins Steinars Mjólkurskortur vegna deilu um kostnað við snjómokstur Undanfarna daga hefur verið óíært á milli Grundarfjarðar og Stykkishólms vegna mikillar snjókomu. Venjan hci'ur verið sú að flytja mjólk frá Grundar- firði til Stykkishólms landleiðis en vegna ófærðarinnar hafa mjólk- urflutningarnir legið niðri þang- að til í gær að mjólkin var flutt með flóabátnum Baldri. Þjóðviljinn sneri sér i gær til Jenna Ólafssonar, sveitar- stjóra á Stykkishólmi til að fá frekari fregnir af þessu vanda- máli í dreifbýlinu. Sagði Jenni að umrædd leið hefði verið ófær frá jólum og enginn snjómokstur hefði farið þar fram. Ástæðan væri sú að ekki næðist samkomulag um hvcr ætti að greiða kostnaðinn af snjómoktsrinum. Vegagerð ríkisins vill greiða helming kostnaðarins en mjólk- ursamlagið í Grafarnesi, sem er deild úr Mjólkursamsölunni, hefur neitað að greiða á móti. — Það horfir ekkert i sam- komulagsátt í þessu máli, sagði sveitarstjórinn, hér í þorpunum hefur skapazt algert vandræða- ástand og víst er að kurr er f fólki. svið neíndarinnar að fjalla um breytingar, sem nauðsynlegt er að framkvæma á bifreiðum, breytingar á gatna- og vegakerf- inu, þar með taldar breytingar á umferðarljósum og umferðar- merkjum, og fræðsla og upplýs- ingastarfsemi til þess að koma í veg fyrir umferðarslys í sam- bandi við breytingu á umferð- inni. 1 Svíþjóð hefur eins og kunn- ugt er, verið ákveðið að hægri umferð verði tekin upp þar í landi sunnudaginn 3. september 1967. Til þess að kynna sér allan undirbúning þar hefur íslenzka framkvæmdanefndin farið til Stokkhólms ásamt framkvæmda- stjóra sínum. Hefur fram- kvæmdanefndin í Svíþjóð látið íslenzku nefndinni í té margvís- legar upplýsingar og aðstoð, sem mjög auðvelda allan undirbún- ing hér og má vænta þess að hið mikla starf, sem þegar. hef- ur verið unnið þar að undirbún- ingi umfcrðarbreytingarinnar muni mjög auðvelda undirbún- inginn hér á landi. Mun íslenzka framkvæmdanefndin leggja á- herzlu á að fylgjast sem bezt með öllu undirbúningsstarfi í Svíþjóð og færa sér í nyt eftir föngum þá vinnu, sem þar er af hendi leyst, enda þótt augljóst sé að aðstæður séu að mörgu leyti ólíkar í löndunum- ferðar vonar að sem fyrst kom- ist á náin og góð samvinna við alla þá f jölmörgu aðila í landinu sem breytingin úr vinstri í hægri umferð snertir á einn eða ann- an hátt og mun í því sambandi snúa sér bráðlega til ýmissa samtaka og félagsheilda, sem sérstaklega má ætla að láti mál- ið til sín taka. Fnamkvæmdanefnd hægri um- ferðar skipa: Valgarð Brietn'hdl., formaður, Einar B. Pálsisón, verkfræðingur, Kjartan Jóhanns- son, læknir. tJt er koniið síðasta hefti tímárits Máls og menningar á þessu ári, hið fjórða í röð- inni, og flytur ýmislegt efni sem tíðindum sætir. Þar birtast til að mynda 5 ljóð eftir Stein Steinarr sem ekki hafa birzt áður svo vitað sé. Segir í athugasemd að þau hafi fundizt nýlega í hirzlum tímaritsins ásamt með öðrum handritum að kvæðum Steins, sem upphaflega birtust í TMM. Er talið að þau séu frá árunum 1942—43; þau heita Flóttinnfrá Dunkirk, Bretar hertaka Tobruk og Stalingrad; Mjólkurbú Flóa- manna og Skáldsaga. Loftur Guttormsson tekur í alllangri grein til meðferðar vandamól sem illu heilli hefur sjaldan borið á góma hérlend- is: verkalýðshreyfingin í Vestur- Evrópu andspænis nýkapitalisma. Sigfús Daðason skrifar um- sögn um forvitnilegasta skáld- verk ársins, Tómas Jónsson Metsölubók eftir Guðberg Bergs- son, og tveir aðrir ritdóm- ar eru í heftinu. Kristinn E. Andrésson á viðtal við dr. Kristj- Fylkingarfélagar Nýársfagnaður Fylkingarinnar verður i kvöld, eins og áður hefur verið sagt hér í blaðinu. Til-skemmtunar verð- ur meðal annars: Karl Guðmundsson, leikari, flytur gamanþátt. Pétur Pálsson, vísnasöngvari, syngur og leikur á gítar. Sigurður Búnar Jónsson fremur „kómískan fiðluleik" með undirspili. ’ ' ' . ♦. Auk þess verður almennur söngur. Fylkingarfélagar, fjöl- mennið og takið með ykkur gesti. Því fleiri sem koma, þeim mun meira verður fjörið. Hafið samband við skrif- stofuna og tryggið ykkur miða í tíma. Æskulýðsfylkingin. Stcinn Steinarr. án Eldjárn og birt er grein eftir Bergstein Jónsson um fyrstu ís- lenzku tímaritin. Saga er í heftinu eftir Jak- obínu Sigurðardóttur, ljóð eft- ir Jón frá Pálmholti og ljóðaþýð- ingar eftir Sigurð Þórarinsson og Vilborgu Dagbjartsdóttur. Fx-amkvæmdanefnd hægri um- — 1008 milj, kr. vöruskiptahalli SAMKVÆMT bráðabirgðayfirliti Hagstofu íslands um vöru- skiptajöfnuðinn i nóvember var hann hagstæður um 2,4 miljónir króna og er það sama útkoma og í nóvember- mánuði í fyrra. Út voru flutt- ar vörur fyrir 556.1 milj. kr. <518,7 í nóvember í fyrra) en innflutningurinn nam 553.7 milj. kr. (516.3). FRÁ 1. JANÚAR til 30. nóv- ember í ár hafa verið fluttar inn vörur fyrir samtals 6111.1 milj. króna (5168.9 milj kr. á sama tíma í fyrra) en út- flutningurinn hefur numið 5103.0 milj. kr. (4723.5). Hef- ur vöruskiptajöfnuðurinn þessa ellefu mánuði því verið óhagstæður um 1008.1 miij kr. en var á sama tíma í fyrra óhagstæður um 445.4 milj kr. MDÐtflUIHH Laugardagur 31. desember 1966 — 31. árgangur — 299. tölublað. Heildarafli aldrei verið meiri en / ár

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.