Þjóðviljinn - 31.12.1966, Side 4

Þjóðviljinn - 31.12.1966, Side 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 31. desember 1966. Otgelandi: SameinlngarfloKltur alþýðoi — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Suömundsson. Fréttaritstjóri: Siguröur V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 7.00. Að horía fram JJm þessi áramót hefur Þjóðviljinn eins og jafnan fyrr sérstaka ástæðu til þess að þakka lesendum sínum og stuðningsmönnum samvinnuna á liðnu ári. Undir árslok var leitað til lesenda blaðsins með happdrætti og þeir brugðust myndarlega við að vanda, en árið allt voru stuðningsmennirnir raun- ar beðnir um mikla og margvíslega aðstoð. Án þessa stuðnings hefði útgáfa blaðsins ekki getað haldið áfram; um leið og Þjóðviljinu þakkar styrktarmönnum sínum samskiptin á liðnu ári er hann að þakka tilveru sína. ^umum kann að virðast það furðulegt verkefni að gefa út blað af hugsjón, starfrækja fyrirtæki sem vitað er að muni verða rekið með reiknings- legum halla, leggja á sig þungar byrðar til þess að jafna þau met. Ekkert er fjær anda neyzluþjóðfé- lags og lífsþægindagræðgi, því viðhorfi að meta allt til fjár, telja svokallaðan gróða algildan mæli- kvarða. Mörgum hættir einnig við því á tímum þegar búksorgir eru ekki eins nærgöngular og endranær að týna niður félagslegum viðhorfum og hefja eftirsókn eftir vindi. En einstaklingar sem sökkva sér niður í þvílíka síngirni fá að sanna þá fornkveðnu speki að það stoðar lítið að eign- ast heiminn ef menn fyrirgera sálu sinni. Hverj- um einstaklingi sem vill lifa heilu og frjóu lífi er nauðsynlegt að eiga markmið, hugsjónir, utan þrengstu einkahaga sinna, og leggja nokkuð í söl- urnar fyrir þær — að öðrum kosti deyja menn andlega langt fyrir aldur fram. Á sama hátt er hverju þjóðfélagi sem ekki vill staðna nauðsynlegt að eiga harðsnúið lið þvílíkra vökumanna; annars getur tímabundin velsæld snúizt í hnignun á skömmum tíma. jþjóðviljinn tekur vissulega fullan þátt í dægur- baráttunni, en hann er jafnframt málgagn framtíðarinnar; hann bendir á verðmæti sem ýms- um kunna að virðast utan seilingar eins og nú standa sakir en eru þjóðfélagi okkar lífsnauðsyn ef það vill taka þátt í þróun þessarar aldar; hann boðar þjóðfélag samvirkra félagshátta, þekkingar og vísinda, samhjálpar og samvinnu. Hugsjónin um sósíalisma og hugsjónin um framtíð sjálfstæðs þjóðríkis á íslandi eru einnig nátengdar; hið litla samfélag okkar mun aldrei halda velli nema það hagnýti sér þjóðfélagsvísindi nútímans, nema sam- vinna og skipulag taki við af skammsýnni og sér- góðri gróðahyggju. Þjóðviljinn hvetur menn til að horfa fram á veginn og er jafnframt tæki til að ryðja þær brautir; hann boðar nýja þekkingu, og tilvera hans er sönnun þess að enn skilja nægi- lega margir að þekking kemur þá fyrst að gagni að henni fylgi vilji. jyýtt ár er að hefjast og enn sem fyrr á Þjóðvilj- inn tilveru sína undir þrótti stuðningsmanna sinna; blaðið býr yfir því einu afli sem samherj- arnir leggja því til. Því sendir Þjóðviljinn lesend- um sínum sérstakar baráttukveðjur á þessum tímamótum og árnar jafnframt landsmönnum öll- um heilla á nýju ári. — m. Valsmenn sigruðu Frumura óvænt, 16:13, í fyrrakvöld □ Með óvæntum sigri sínum yfir Fram 1 fyrrakvöld tókst Valsmönnum að skjótast upp í fyrsta sætið ásamt FH í fyrstu deildarkeppn- inni í handknattfeik... Leikur Vals og Fram var mjög skemmtilegur, spennandi og vel leikinn lengst af, bezti leikur Islandsmótsins til þes,sa. Yfirvegaður leikur Vals- manna. Valsmenn nádu þegar í -upp-' hafi góðum tökum á leiknum, léku yfirvegað og reyndu ekki marksskot nema í góðu .fseri. Tókst þeim að ná þegar á fýrstu 8-10 mínútum leiksins góðu forskoti, skoruðu fjögur mörk áður en fyrsta mark Framara sá dagsins ljós. Þessu drjúga forskoti héldu þeir á- fram og juku það reyndar; í leikhléi var staðan átta mörk gegn fjórum Val í vil. 1 byrjun síðari hálfleiks voru Framarar mjög virkir í sínum leik, ákveðnir og öruggir og skoruöu hvert markið af öðru. Var markastaðan orðin jöfn, 8-8, þegar um tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum og munu víst flestir áhorfendanna hafa búizt við að Framarar myndu síga fram úr og sigra. En á þýðingarmiklu augnabliki varði markvörður Vals víta- kast Gunnlaugs Hjálmarssonar. svo að það voru ekki Framarar heldur Valsmenn sem skoruðu níunda markið og náðu aftur forystunni. Valsmennirnir léku síðan af mikilli fyrirhyggju það sem eftir var leiksins, en að sama skapi vildi fátt eitt heppn- ast af sóknaraðgerðum Fram- ara og los myndaðist æ ofan í æ í vöm þeirra. V'alur jók því forskotið og þegar fjórar mínútur voru eftir af leiktíma og staðan 15—11 Val í vil voru úrslit leiksins ráðin. Framarar léku „maður gegn manni“ sið-' ustu mínútumar og söxuðu þá eilítið á f'orskot Vals; úrslit leiksins urðu 16 mörk gegn 13, en knötturinn var á leið í Valsmarkið þegar lúðurinn gaf til kynna að leiktíma væri lok- ið, Dýrmæt stig Víkinga. Síðari leikurinn í fyrrakvöld, milli Víkings og Hauka í Hafnarfirði, var jafn. Vikingar skoruðu fynsta markið, en síð- an skiptust liðin lengst af að skora- 1 leikhléinu var staðan átta mörk gegn sex Haufcum í vil. í síðari hálfleik reyndust Víkingar sterkari aðilinn, skor- uðu 11 mörk gegn 5 mörkum Hauka. Þannig lauk leiknum með 17-14 sigri Víkinga, — og þeir hafa hlotið tvö dýrmæt stig í 1- deild. Staðan í 1. deild er nú þann- ig: FH 2 2 0 0 4 51:26 Valur 2 2 0 0 4 42:31 Fram 2 1 0 1 2 39:30 Vík- 2 1 0 1 2 30:35 Hauk. 2 0 0 2 0 28:43 Árm. 2 0 0 2 0 31:66 Skákþáttur Paul Keres Eistneski stórmeistarinn Paul Keres fæddist í borginni Párnu í Eistlandi árið 1916. Hann fékk srtemma áhuga. á skák en ■ hafði 'þó fyrst í stað fáa til að tefla við aðra en bróður i sinn. Það var ekki fyrr en árið 1928 að hann sá í fyrsta skipti skákmeislara og var það landi hans Mikenas, sem þá var á 'Skákferðalagi um Eistland og tefldi m.a. fjöltefli í Párnu. Keres, sem ])á var aðeins tólf ára, var fyrsti maður á vett- vang og öllum á óvart tókst hinum unga pilti að leggja meistarann að velli. Aðeins ári seinna kom hann aftur mjög á óvart, er hann sigraði á skák- þingi Párnu og árið 1930 varð hann sigurvegari á „Skóla- meistaramóti" Eistlands. Keres taldi sig sem skiljanlegt er ekki hafa nægileg tækifæri til þess að tefla við sterka andstæð- inga í heimaborg sinni og hóf því að tefla bréfskákir af miklu kappi. Við skulum nú líta á eina bréfskák hans frá árunum 1932—33 en hún sýnir að hann ræður þá þegar yfir allmiklum styrkleika. HVÍTT: A. KARU. SVART: P. KERES. Albins-bragð. 1. d4 d5 2. c4 e5 3. Rc3 (Betra er hið venjulega dxe5). 3. — exd4 4. Dxd4 Rc6 5. Dxd5 Be6 6. Db5 (Bezt, eftir t.d. DxD, HxD ynni svartur peðið á c4 aftur vegna hótananna Rd4 og Rb6). 6. — a6 7. Da4 (Eftir t.d. Dxb7 — Rd4, 8. De4 — Rf6 yrði svarta sóknin of hættuleg). 7. — Bb4 8. Bd2(?) (Betra var hér e3). 8. — Bxc4 9. a3 b5! (Þar með er frumkvæðið tryggilega í höndum svarts). 10. Dc2 Rd4 11. De4f Be7 12. Rf3(?) (Hér var síðasta tækifæri hvíts til að leika e3. Eftir t.d. Rb3 Hdl — Bxf3 bjargar hann manpinum með Bcl). 12. — c5! 13. Hcl Rf6 14. Dbl Dd6 15. Rxd4 cxd4 16. Re4 Rxe4 17. Dxe4 0—0! (Ef nú 18. Bb4, þá Dh6, 19. Bd2 — Bg5). 18. Bf4 Dd8 19. Hdl ■ Bf6 20. Df3 He8 21. b3 d3! (Ef nú bxc4 þá 22. •— bxc4 t.d. 23. e4 '— Bc3, 24. 3d2 — BxB, 25. Hxd2 — c3, 26. Hxd3 — c2 og svartur vinnur). 22. e4 Bc3t 23. Bd2 Dd4! 24. Bxc3. Dxc3t 25. Hd2 Hxe4t! 26. Gefið. (Ef 26. Dxe4 þá Dcl, 27. Hdl — d2 mát). Næstu ár voru ár mikils og glæsts frama á alþjóðavett- vangi. Þetta glæsilega tímabil hófst með Olympíumótinu í Varsjá órið 1935; þar tefldi Keres í fyrsta skipti á alþjóða- vettvangi og vakti mikla og verðskuldaða athygli, hlaut 12 vinninga af 19. Næsti stórár- angur var sigurinn í Bad Nau- heim 1936, ósamt dr. Aljechin fyrir ofan m.a. Bogoljubow, Stáhlberg og dr. Vidmar. Á Olympíuskókmótinu í Munchen 1936 hlaut Keres efsta sæti 1. borðsmanna og 15% vinning af 20 mögulegum. Árið 1937 hófst með sigri í' Margate, þá sigur í Prag og loks glæsilegur sigur í hinu mikla alþjóðamóti i Semering Baden fyrir ofan Fine, Capa- blanca, Reshevsky, Flohr, Elis- kasses, Ragosin og Petrow. Auk þessara móta tók hann þátt í allmörgum smærri mótum á þessu óri og var jafnan í efstu sætum. Fyrir hinn glæsilega sigur í Semering Baden hlaut Keres stórmeistaratitil og næsta stórátak var hið mikla AVRO-mót í Hollandi, en þar sigraði Keres ásamt ameríska stórmeistaranum R. Fine fyrir ofan m.a. Aljechin, Capablanca, Euwe og Botwinnik, og það sem meira var, hann hlaut nú rétt- indi til að skora á Aljechin í einvígi um heimsmeistaratitil- inn. Það fór þó ekki svo að það ætti fyrir Keres að liggja að fá að tefla um þennan eft- irsótta titil. — Heimsstyrjöld' in síðari skall á. Á stríðsárunum tefldi Keres á allmörgum mótum víðsvegar um Evrópu og jafnan var hann í fararbroddi. Auk þess sigraði hann dr. Euwe og sænska meistarann Folke Ekstrom í einvígum. Keres Við skulum nú líta á eina fallega skák frá þessu tíma- bili, skákina við dr. Aljechin í Margate 1937. Hvítt: P. KERES Svart: Dr. A. A. ALJECHIN. Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 d6 5. c4 Bd7 6. Rc3 g6 (Önnur _leið fer hér 6. — Bg4 og síðan Rg8 — f6 — d7 — c5). 7. d4 Bg7 (Hér er einnig leikið: 7. — exd, 8. Rxd—Bg7, 9. Rxc6—bxc6, 10. 0—0 Rf6 og svartur stendur allvel, sbr. Unzicker—Keres Hastings 1954—55). 8. Be3 Rf6 (Ónákvæmur leikur, betra var Rge7, eins og fljótlega kemur í ljós). Spasskí 9. dxe5! dxe5 (Betra var Rxe5, þótt hvítur haldi að vísu öllu betra tafli). 10. Bc5! (Með þessum leik kemur hvít- ur í veg fyrir að svartur geti stutthrókað). 10. — RÍ6-h5 11. Rd5 (Svartur reiknaði hér með 11. g3—b6, 12. Ba3—Rd4, þar sem hann stendur mjög vel; texta- leikurinn kemur í veg fyrir þessa áætlun, því að léki svartur nú b6 þá 12. Ba3—Rd4, 13. Rxd4—exd4, 14. g4). 11. — Rf4 12. Rxf4 exf4 13. e5!? g5? (Slæmur leikur, betra var að þiggja peðið, þótt hvítur fái vissulega sterka sóknarmögu- leika fyrir það). 14. Dd5! (Aljechin hafði algjörlega yf- irsézt þessi leikur, léki hann nú g4 þá 15. e6 — t.d. Bxe6, Framhald á 9. síðu. Tilkynning til innflytjenda. 23/1966. Vegna framkvæmda hinna nýju verðstöðvunarlaga er hérmeð lagt fyrir innflytjendur að gefa fram- vegis á verðútreikningi skýrar upplýsingar um eftirgreind atriði: 1. Hvort kostnaðarverð vörunnar og álagning sé óbreytt, miðað við síðasta innflutning sömu vöru fyrir 15. nóvember 1966. 2. Hafi viðkomandi vara ekki verið flutt inn áður, þá við hvað álagning sé miðuð. Upplýsingar þessar skulu undirritaðar af innflytj- anda eða ábyrgum starfsmanni hans Jafnframt eru innflytjendur áminntir um að verð- útreikningum yfir allar innfluttar vörur ber að skila til skrifstofu verðlagsstjóra innan 10 daga frá tollafgreiðslu, og er óheimilt að hefja sölu á vörunni fyrr en verðútreikningi hefur verið skilað. Reykjavík, 29. desember 1966 Verðlagsstjórinn.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.