Þjóðviljinn - 31.12.1966, Síða 7
Laugardasur 31. desember 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlDA J
Viðeyjarstofa og kirkjan — baksvipur húsanna og næsta umhverfis þeirra.
Fallin
Ég sé í blöðum að við 2.
umraeðu fjárlaga á Alþingi hef-
ur komið fram og verið felld,
ásamt öðrum breytingartillög-
um frá stjórnarandstöðunni, til-
laga frá Einari Olgeirssyni og
Gils Guðmundssyni um 500
þúsund króna framlag til við-
halds Viðeyjarstofu.
Ég býst við að það megi
teljast venja, að minnsta kosti
hér á landi, að þeir sem með
stjórn fara og fjárlög semja
hverju sinni leggist að öMum
jafnaði fast á móti hverri rösk-
un á því fjárlagafrumvarpi,
sem þeir hafa komið sér saman
um og tclji að tillögur, sem
ganga í þá átt að hækka áður
gerða áætlun um gjöld ríkisins
áv komandi ári, séu yfirleitt
komnar fram til þess að valda
ríkisstjóminni ófyrirsjáanlegum
erfiðleikum og flæma hana, ef
hægt væri, út á hinar geigvæn-
legu hamrabrúnir greiðsluhail-
ans.
Mér finnst að þetta ætti ekki
að vera aílgild regla, hvaða rík-
isstjórn sem í hlut á, það
mætti gera undantekningar,
sérstaklega þegar um virðingar-
verða hluti er að ræða og sýnt
að ekki myndi nú allt snarast
um þverbak, þó fram kæmu
iákvæð viðþrögð. Annars ætla^
ég mér ekki að fara að rök-
ræða neinar breytingatillögur
sem nú hafa komiö fram á Al-
bingi við fjárlagafrumvarp fyr-
ir árið 1967, utan þessa einu
athyglisverðu tillögu um lítið
framlag t' 1 viðhalds Viðeyjar-
stofu.
Hvarvetna þar sem Islending-
ur fei-ðast um menningarlönd
ber fvrir augu hans fornar
byggingar og mannvirki, sem
varðveitt eru sem helgir dómar
og sýnd með stolti framandi
mönnum. íslendingui'inn skoðar
bau með aðdáun og viðurkenmr
þar með þá erfðahelgi. sem
heyrir allri menningu.
I hinu margfróða ritverki
Þorsteins Jósepssonar. Landið
bitt, sem er fyrsta samantekt
um staðfræði þessa lands. pr
vitanlega Viðeyjar getið sem
sögustaðar. Þar segir. á bls.
390. eftir að lokið er umsögn
um Viðeyjarkirkju: „— Við-
eyjarstofa er hinsvegar í hinni
mestu niðurníðslu, umhirðu-
Iaus og hlýtur senn að verða
að falli komin.“ — Þetta cr
heilagur sannleikur og harmsár.
Þetta hús, sem er bað elzta
sem við eigum af steini gert,
og er nú um 212 ára gamalt,
reisti einn af öndvegismiinnum
fslenzkrar sögu, Skúli fógeti.
— ein af harðvítugum tilraun-
um hans til að hnekkja, ef
mögulegt væri. því orðspori
kotungsháttar, getuleysis og ó-
, mennsku. som ■'> hinðinni lá.
Ég kom í Viðey fyrir hálfu
þriðja ári og gekk þar um
garða. Ég kom þangað, eins og
svo margir aðrir, með hugblæ
sögunnar yfir mér og í góðri
trú á ræktarsemi þjóðar minn-
ar og ráðamanna hennar, við
þær fortíðarmenjar, sem menn-
ingarlegt gildi hafa fyrir nútið
og framtíö. Ég fór þaðan
hryggur og reiður. Ég skrifaöi
þá greinarkorn í þetta blað, um
það sem fvrir augu mín bar og
tel ekki þörf að endurtaka það
nú. En þegar Stefán Jónsson
fréttamaður tók málið fyrir í
útvarpsþætti af sinni alkunnu
dirfsku og hreinskilni, nú fyr-
verið felld aðeins vegna þess
að hún kom ekki frá réttum
aðilum, þ.e. ekki úr hópi þeirra,
sem nú skipa málum í þessu
litla þjóðfélagi? Uppi hafa þó
verið þau mál á okkar landi,
sem flokkar þurftu ekki að
bítast um. Vorum við ekki ein-
huga 1944? Áttum við ekki
einn vilja f handritamálinu?
Hvaða álagahnútur er það sem
höggva þarf til þess að Við-
eyjarstofu verði bjargað frá al-
Eftir Guðmund Böðvarsson
ir nokkrum múnuðum, þá hélt
óg-Æið- skriður væri að komast
á hlutina tiil þeirrar áttar að
bjarga nú því sem bjargað yröi.
En því miður, svo virðist ekki
vera, úr því að framlag af hálfu
íslenzka ríkisins, þessu sögu-
fræga húsi til verndar, fram-
lag, sem ckki gerir meira en
svara til vertíðarhýru sjó
manns, sem er sæmilega hepp-
inn á síldinni, þykir of mikið
þykir óþarft og varla umræðu
hæft. Eða á ég að hafa sem
gildan sannleika, að þessi til-
laga þeirra Einars og Gils hafi
gjörri eyðileggingu og okkur
frá sektardómi sögunnar? Ég
segi scktardómi, því ég sé enga
ástæðu til að afkomendur okk-
ar, sem nú lifum, fyrirgefi
okkur brot og yfirtroðslur á
menningarlögmálum.
Það er ef til vill vegna ó-
kunnugieika míns á hlutunum,
að ég fæ ekki séð hvað því
er til fyrirstöðu að ríkið taki i
sínar hendur, sem sína eign,
aðrar eins þjóðminjar og Við-
eyjarstofu, afmarki sér blett
lands í kringum Stofuna, kirkj-
una og kirkjugarðinn, svo sem
hófílegt væri og þurfa þætti, og
setti í umsjú okkar dugmikla
þjóðminjavarðar. Til hvers er
heimild um eignarnám ef ekki
má nota hana hér? Við frið-
lýsum, góðu heilli, staði með
fornum rústum, jarðlægum, sem
forvitnilegir þykja til nánari
athugunar; Reykjavíkurborg
kemur upp frábæru safni gam-
alla bygginga í Árbæjartúni,
undir stjórn hins hæfasta
manns, — en Viðeyjarstofa
grotnar niður i seilingarnánd
við aðsetur íslenzkra stjómar-
valda og horfir til lands brostn-
um augum.
Ég hef rætt við. marga um
þetta mál, meðal annarra vini
mína og kunningja, sem i
stjórnmálabaráttunni eru á-
kveðnir fylgismenn þeirra
floklia sem nú fara hér með
völd. Allir hafa þeir verið á
einu máli um að nú væru sein-
ustu forvöð að bjarga Viðeyjar-
stofu frá algerri og endanlegri
tortímingu. Og það er ekki sér-
hagsmunamál eins eða neins
flokks, það er mikill misskiln-
ingur ef nokkur rnaður heldur
að svo sé. Hins vegar myndi
hver sú rí-kisstjórn, sem bjarg-
aði Viðeyjarstofu, og sama
hverjir að henni stæðu, skrifa
þar meö í sögu sína kapítula
sem ekki yrði gleymt. — Við
erum mörg, mjög mörg, sem
spyrjum: Hvers vegna er það
ekki gert?
Og við bíðum eftir svari.
Guðniundur Böðvarsson.
IðnuBamannafélag
Norðfjarðar 30 ára
□ í haust voru liðin 30 ár frá stofnun Iðnað-
armannafélags Norðfjarðar. — Var afmælisins
minnzt í félagsheimilinu í Neskaupstað fyrr í
mánuðinum.
Hinn 24. okt. 1936 komu
saman til fundar í Neskaup-
stað flestir þeirra iðnaðar-
manna, sem þá voru starfandi
þar. Erindi þeirra á fundinn
var að ráða ráðum sínum um
sameiginleg hagmuna- og á-
hugamól iðnaðarmanna og ný
viðhorf, sem skapazt höfðu i
réttindamálum iðnaðarmanna.
Aðalhvatamaður fundarins
var Sigmundur Hannesson,
trésmiður, nú á Akureyri.
Á fundi þessum kom mönn-
um saman um að stofna iðn-
aðarmannafélag um næstu
helgi á eftir. Var sá fundur
haldinn 1. nóvember og þar
samþykkt að stofna félagið,
sem í skírninni hlaut nafnið
Iðnaðarmannafélag Norðfjarð-
ar og hefur heitið svo síðan.
Félagið varð því 30 ára 1. nóv.
síðastliðinn.
Stofnendur Iðnaðarmanna-
félagsins voru 17 og eru nú
11 þeirra látnir, en 6 eru á
lífi, þar af 3 enn búsettir í
Neskaupstað.
Fyrstu stjórn félagsins skip-
uðu:
Sigurður Ilannesson, tré-
smiður, formaður,
Teitur J. Hartmann, málari,
ritari,
Hinrik Hjaltason, járnsmið-
ur, gjaldkeri.
í varastjórn voru:
Helgi Jónsson, skósmiður,
varaformaður,
Engelhardt Svendsen, vél-
smiður, varagjaldkeri,
Halldór Einarsson, trésmið-
ur, vararitari.
Allir voru þessir menn
meistarar, hver í sinni iðn-
grein.
Inntökugjald var ákveðið kr.
3.00 og árgjald kr. 5.00.
í ársbyrjun 1937 gekkst fé-
lagið fyrir teikninámskeiði fyr-
ir þa, sem unnið höfðu að iðn-
aðarstörfum, en ekki aflað sér
iðnréttinda, en nýsett lög gáfu
mönnum sem þannig var hátt-
að um, kost á að afla sér
-<?>
Sjónvarpsannáll 1966
(Margur hefur komizt svo að orði um aðmírálsbréf
nokkurra Reykvíkinga, að það muni verða sögufrægt.
Bréfinu er hér breytt i bundið mál til hagræðis. Til
hliðsjónar er og útvarpssamtal, sem fór fram vegna
bréfsins).
í lýðræðis nafni vér ávörpum yður,
sem alheimsins göfgasta þjóð
sendi með her, svo að hér yrði friður
og hagsæld í yðar slóð.
En kærast af öllu í Keflavík suður
er kannske sjónvarpið þó.
Nú rjúka upp kommar með frekju og fuður.
Þeir fá ekki af einræði nóg.
Nýlega heyrðum vér hlálegar fréttir
um hérlenda alþingismenn.
Sú frekja er einstök og afleitir prettir,
sem afhjúpast vonandi senn.
Að einangra sjónvarpið suður á Velli!
Já, svoleiðis var þeirra bón.
Þá karla er líklegt, að kjósendur felli.
bað kommalið vanhelgar Frón.
Sem örþrifaráð til að friða þá fóla
vér finnum þó bærilegt ráð:
Lofum þeim íslenzku einum að góla
ákveðna tíma í bráð.
Og dátarnir loka þá daglega á meðan,
dálitla stund í senn.
Og eftir á getum vér hlustað héðan
á herinn sem frjálsir menn.
Vér lítum á Kana sem leiðtoga þjóða
í lýðfrelsi, göfgi og trú,
flytjandi mepningu, friðsæld og gróða.
Ó, frelsið oss, verndarar, nú
frá íslenzkrar menningar oki og pínu
og einræði þegar í stað.
Þó berjist hún tryllt fyrir sjónvarpi sínu,
sigrum vér óféti það.
I frelsisins nafni vér fastmælum bundum,
(í forustu Jakob og Sveinn,
viðreisnarkempur á vígdjörfum fundum.
Vignir og Ásgeir og Hreinn)
að minna þig á, hversu metorðastiginn
mætti nú verða þér háll,
þótt þú sért hermaður, hraustur og tiginn,
og háttvirtur aðmíráll.
N. N. frá Nesi.
þeirra að uppfylltum vissum
skilyrðum.
í október 1944 stofnaði Iðn-
aðarmannafélagið iðnskóla í
bænum og hefur hann verið
rekinn samfleytt síðan. Til
1950 rak félagið skólann, en þá
varð sú breyting á lögum um
iðnnám, að iðnskólarnir skyldu
reknir af sveitarfélögunum og
ríkissjóði. Síðan hefur iðnskól-
inn verið deild í gagnfræða-
skólanum.
Frá upphafi hafa skólastjór-
ar gagnfræðaskólans jafnframt
verið skólastjórar iðnskólans,
fyrst Oddur A. Sigurjónsson
til 1960, en síðan Þórður Jó-
hannsson.
Sá, sem þetta ritar, telur
framtak Iðnaðarmannafélags-
ins, er það stofnaði iðnskólann,
merkasta þátt starfs þess og
skulu hinir þó ekki vanmetn-
ir. Þetta er eini iðnskólinn um
austurhluta landsins, sem
starfræktur hefur verið sam-
fellt um langt árabil og er
ekki ólíklegt að það verði eitt
þyngsta lóðið á metaskálunum,
er það verður ákveðið hvar
iðnskóla Austurlands skuli val-
inn staður. Önnur þýðingar-
mikil mál hefur félagið látið
til sín taka og þá einkum sér-
mál iðnaðarins og iðnaðar-
manna.
Á þessu 30 ára tímabili hafa
8 menn gegnt formannsstörfum
í félaginu. Þar af hefur Val-
geir Sigmundsson, skósmiður,
langlengstan formannsferil að
baki, eða 18 ár og hefur hann
unnið félaginu vel allan þann
tíma. Einn maður hefur þó
setið lengur í stjórn félagsins,
Jón S. Einarsson, húsasmiður,
sem átt hefur sæti í stjórninni
i 19 ár.
Núverandi stjórn félagsins
skipa:
Valgeir Sigmundsson, skó-
smiður, formaður,
Jón S. Einarsson, húsasmið-
ur, ritari,
Erlingur Ólafsson, húsasmið-
ur, gjaldkeri,
Ólafur H. Jónsson, hús-
gagnasmiður, meðstjórnandi,
Þórður Sveinsson, húsasmið-
ur, varaformaður.
Félagið minntist 30 ára af-
mælis síns með veglegum
kvöldverði í félagsheimilinu 3.
des. sl. — Reynir Zoega setti
samkomuna og stjórnaði henni.
Hann sagði einnig frá tildrög-
um þess að félagið var stofnað
og rakti í stuttu máli starfsemi
þess. Er margt af því, sem hér
hefur verið sagt, þangað sótt.
Til skemmtunar var gaman-
vísnasöngur. Þorlákur Frið-
riksson, bóndi á Skorrastað
söng smellnar gamanvísur um
iðnaðarmenn, eftir Tryggva
Vilmundarson, sem nú er við
iðnnám. Undirleikari var Ólaf-
ur H. Jónsson, húsgagnasmið-
ur.
Höskuldur Skagfjörð, leikari,
las ljóð.
Höskuldur Stefánsson lék á
flygil á meðan menn sátu að
snæðingi. Hann lék undir al-
mennum söng, sem Reynir
Zoega stjórnaði. Fórst Reyni
það vel úr hendi, þó að hann
sé samt líklega meiri vélsmið-
ur en músíkant.
Ávörp og ræður fluttu
Bjarni Þórðarson, bæjarstjóri,
Jóhannes Stefánsson. fram-
kvæmdastjóri og Jóhann
Zoega, vélsmiður, sem flutti
kveðjur og árnaðaróskir Málm-
Og skipasrmfS'if'Mnwcins.
Eftir að borð voru upp tek-
in var stiginn dans af miklu
fjöri til kl. 3 um nóttina.
Öll fór samkoman hið bezta
fram.
(Úr Austurlandi).