Þjóðviljinn - 31.12.1966, Side 10
10 SÍÐA — Þ.TÓÐVILJINN — Laugardagur 31. desember 1966.
41
— Ekki sem slíkt, sagði full-
trúinn með hægð- — En kring-
umstæðumar gefa bréfinu visst
gildi- — Kringumstæðumar í
sambandi við töku Doyces í
klúbbinn — sem þér voruð
reyndar sjálfur andvigur.
— En það var að minnsta
kosti ekki af persónulegum á-
stæðum.
— Eruð þér nú alveg vissir
um það?
— Já, ég —
— í>að eruð þér reyndar ekki.
Þér vitið að ekki er óhugsandi
að persónulegar ástæður hafi átt
sinn þátt í því. Og það er ekki
nema eðlilegt. En hvað þá um
Kindilett? Hefði hamn ekki líka
getað haft persónulegar ástæð-
ur? Og þær mun sterkari en
yðar? Þegar á allt í litið —
— Æ, hættið þessu, hrópaði
Morrow og sneri sér undan- —
Þvi meira sem rótað er í þessu,
því andstyggilegra verður það.
Ég get ekki með nokkru móti
trúað því að Kindilett hafi myrt
hann. En nú skil ég vel, hvað
dómarinn átti við í morgun, Það
er þetta sem þér bjugguzt við að
finna!
Slade leiðrétti hann ekki.
Hann gaut augunum til Clintons.
Lögregluþjónninn brosti út í
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
Laugav. 18 III hæð (lyfta)
Sími 24-6-16
PERMA
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 33-968
annað munnvikið. Honum var
sýnilega skemmt- Hann hafði oft
áður sagt við Slade, að morð-
ingi sem lýgur ekki eða reynir
ekki að dylja sekt sína, er skelfi-
legur auli- Það er líklega ekki of
mikið að ljúga nokkrum sinnum
til að reyna að bjarga lífinu!
Slade velti fyrir sér, hvert væri
álit Clintons á málinu eins og
sakir stóðu. Viðbrögð Morrows
við þessu bréfi, sem gat orðið
stórkostlegt sönnunargagn, voru
athyglisverð.
Skerandi kvenrödd ómaði allt
í einu utanúr ganginum: — Hæ,
DorisíHvað gerðirðu afskrubbn-
um mínum? Þetta hlaut að vera
ein þvottakonan.
— Jæja, sagði Slade. — Þá
höfum við víst ekki meira hér að
gera.
Morrow leit ertnislega á hann.
— Þér virðizt vera svo viss í yð-
ar sök, fulltrúi.
Slade lagði skjölin aftur niður
í japönsku öskjuna. Hann lét
sem hann heyrði ekki athuga-
semd Morrows. — Seinna þarf
ég trúlega að fá bankabók Doyc-
es. Talaði hann annars nokkum
tíma við yður um frú Edwards?
— Edwards? Nei, ég kannast
ekkert við það nafn- Haldið þér
að hún hafi verið viðskiptavin-
ur?
— Tja, ekki í eiginlegum
skilningi.
Clinton hnussaði háðslega.
Morrow leit til hans í skyndi.
— Nú þannig lagað .... Nei,
ég kannast ekki við nafnið. Var
það annars nokkuð fleira?
— Nei, ekki í svipinn, sagði
Slade kæruleysislega. — Jú,
annars, kannizt þér við veitinga-
hús í Ryechester, sem heitir Fox
og Ferret?
— Já, þar er bezti barinn í
bænum-
— Komuð þér þangað stund-
um?
— Ég drekk ekki sérlega mik-
ið, en þó kom ég þangað einstöku
sinnum. Af hverju spyrjið þér?
— Þér munið ef til vill eftir
KÓPAVOGUR
Blaðburðarbörn vantar í
VESTURBÆ
ÞJÓÐVILJINN
frammistöðustúTku, sem hét
LHy?
— Ég skil ekki hvað þetta á
að þýða, sagði Morrow. — En
satt að segja man ég vel eftir
henni. Hún bar af hinum stúlk-
unum eins og gull af eiri. Og til
þess að spa<ra yður næstu spum-
ingu ætla ég að segja yður undir
eins, að hún var úrvals stúlka.
og ég held að ljósmyndarinn
hafi dálitið verið að draga sig
eftir henni.
— Prines?
— Já, það getur vel verið að
ha<nn heiti það. Ég man það ekki-
Ég þekkti hann aldrei neitt að
ráði. En segið mér nú í ham-
ingju bænum hvað þetta á allt
saman að þýða?
— Það þýðir það, sagði Slade
og brosti alúðlegas, að þér hafið
verið okkur til mikillar hjálpar.
Mér þykir leitt að ég skuli ekki
geta sagt meira á móti. Og nú
skulum við ekki tefja yður leng-
ur!
— 16 —
Klukkan var orðin langt yfir
átta, þega<r Slade fór loks af
skrifstofu lögreglustjórans og
inn til sín. Clinton var farinn
heim. Fulltrúinn tók fram pípu
sína, tróð í hana og kveikti í-
Hann sat í um það bil stundar-
fjórðung og reykti í þungum
þönkum. Þetta hafði verið lang-
ur dagur fyrir hann eftir röð af
jafnlöngum dögum, en hann
fann ekki til þreytu. 1 rauninni
var hann léttur í skapi. Þetta
var allt að skýrast fyrir honum.
Lögreglustjórinn hafði rætt mál-
ið við deildarstjórann og báðir
voru sammála um að ákæran
gegn Morrow væri öruggust-
Deildarstjórinn hafði minnt hann
á að búizt væri við árangri hið
allra fyrsta- En Slade hafði ver-
ið veittur frestur til að útvega
fullnaðarsannanir, líkskoðuninni
hafði verið frestað, en nú ætl-
uðust blöðin til þess að Yardinn
sýndi hvað hann gæti. Það var
miðvikudagur á morgun — og nú
varð eitthvað að fara að gerast!
Slade hafði fengið þá hug-
mynd, að það væri allt undir
honum komið.
Hann rifjaði upp það sem á-
unnizt ha<fði um daginn, bar það
saman við það sem fyrir lá og
komst að raun um að hann var
á báðum áttum. Líkumar voru
enn sterkar gegn Morrow, þótt
hann væri persónulega sann-
færður um sakleysi knattspymu-
leika<rans. Málið sem hann hafði
byggt upp gegn Kindilett var
ekki eins sterkt og sýndist í
fljótu bragði, en kenningin
var sennilega í undirstöðuatriðum
byggð á staðreyndum. Samt var
hann ekki ánægður. Eitthvað í
því sem fyrir lá af sönnunar-
gögnum hefði átt að gera málið
ljósara.
Hsinn átti enn eftir að finna
morðvopnið, sem hann áleit vera
trúlofunarhringinn, sem eitt sinn
hafði prýtt vinstri höndina á
Mary Kindilett. Gæti hann notað
hann til að knýja fram lausnina?
Gæti hann beitt honum ásamt
þeim áhrifum sem ha<nn hafði
fengið fram við líksköðunina til
og þjarma að morðingjanum?
Og þvinga hann til að kom upp
um sig?
Möguleikar, líkur, óljósar
grunsemdir flögruðu um huga
hans — eins konar skuggamynd-
ir, sem hann gat ekki hent reið-
ur á.
Hann hafði mestan áhuga á
að fylgja þessari Kindilett-kenn-
ingu eftir. Hann vildi fá vissu!
Hann tók símann.
— Ég þarf að ná í Tom Whit-
taker, sagði hann við símastúlk-
una. — Reynið fyrst í íþrótta-
höll Arsenals.
Eftir nokkrar mínútur var
hann kominn í samband við fé-
lagsformanninn.
— .... Já, ég vinn dálítið
frameftir, sagði Whittaker. —
Þér skuluð bara koma hingað,
fulltrúi. Ég verð hér lengi enn.
Slade ók til Higbury og lagði
bílnum fyrir utan leikvanginn.
— Þér vinnið sjálfur eftir-
vinnu^ í dag!
— Ég er vanur því, ekki síð-
ur en þér, sagði Slade brosandi.
Whittaker rétti út höndina.
Slade settist og þáði sígaret.tu.
Formaðurinn ýtti til hans ösku-
bakka.
Mennirnir tveir hölluðu sér
afturábak í stólana. Það var eins
og þeir veigruðu sér báðir við
því að hleypa hinum ógnandi
veruleika inn í skrifstofuna.
Þeir reyktu og spjölluðu um
daginn og veginn langa stund,
unz Slade sagði:
— Ég kom reyndar til að
spjalla dálítið um Kindilett.
— Jæja .. ..sagði Whittaker
og kinkaði kolli.
Slade virti fyrir sér manninn
hinum megin við skrifborðið.
Whittaker var hár og sterkleg-
ur og augu hans skýrleg og vök-
ul bakvið gleraugun. Þetta and-
lit bjó yfir þreki og gamansemi,
hugsaði Slade. Broshrukkurnar
um munninn báru vott um
greind og umburðarlyndi. Þetta
var maður sem gat litið á málin
frá tveim hliðum og haldið eig-
in dómgreind óskertri.
— Hvemig get ég hjálpað
yður, herra Slade?
— Ég vil gjarnan sjá Kindi-
lett með augum vinar, herra
Whittaker. Mig langar til að
fræðast um eiginleika hans og
skapgerð.
— Og haldið þér að ég geti
frætt yður um það?
— Já, ég held það! Þegar ég
talaði við hann sjálfur, barði ég
höfðinu við steininn. Ég get
ekki almennilega útskýrt þetta,
en ég fann það greinilega, —
það var eins og hann hefði um
sig varnarvegg. Við reyndum
báðir að láta sem svo væri ekki,
en það stoðaði auðvitað ekki. Ég
held að það hafi verið þessi
varnarveggur sem gerði hann —
já, tortrygginn.
Whittaker hallaði sér áfram.
— Það er ekki aðeins tortryggni,
herra Slade, ef mér leyfist að
segja það. Við Frank erum
gamlir vinir — við höfum
þekkzt árum saman, eins og ég
hef áður sagt yður. Hann hefur
alltaf átt sér draum, en aldrei
verið draumóramaður. Þér sjáið
muninn á því!
Slade kinkaði kolli. — Hann
dreymdi um að endurreisa
knattspyrnu áhugamanna á Eng-
landi.
— Já, einmitt. Hann lagði sig
allan fram og honum tókst það.
Þannig lítur það út í augum
blaðanna. já, í augum knatt-
spyrnuheimsins. En vinir hans
vita, að hann er maður með
brostið hjarta. Þetta er auðvitað
í trúnaði sagt, herra Slade.
Eftir stundarþögn sagði Slade:
— Þér eruð þá sammála því, að
hann hafi aldrei jafnað sig eftir
dauða_ dótturinnar?
— Ég veit að hann hefur ekki
gert það .... Er það nokkuð
undarlegt?
— Nei, það er það sjálfsagt
ekki. En ef við getum haldið á-
fram íi trúnaði, herra Whittaker
— hvernig haldið þér að hann
hafi tekið þetta með Doyce?
— Það fékk mjög á hann —
mjög mikið, sagði framkvæmda-
stjórinn sannfærandi. — Ég tal-
aði við hann í morgun eftir
réttarhöldin. Hann er alveg mið-
ur sín. Skýrslan um rannsókn-
irnar í Ryechester hefur rifið
upp gömul sár.
Slade fann að Whittaker var
fullkomlega einlægur. Hann var
að tala um mann sem hann dáð-
ist að og bar virðingu fyrir, auk
þess sem hann var vinur hans.
En Slade var utangátta að
þessu leyti. Hann hlaut að
spyrja sjálfan sig, að hve miklu
leyti Whittaker hefði á réttu
að standa.
Kindilett hafði sagt honum,
að dóttir sin hefði gengið með
trúlofunarhring í tvo daga, en
allt í einu var hún ekki með
hann lengur. Hún hafði bersýni-
lega deilt við unnustann og trú-
lega skilað honum hringnum
aftur. Eitt var Slade alveg viss
um: að hringurinn, sem varð
John Doyce að bana var sami
hringurinn og Mary Kindilett
hafði borið á fingri sér.
Allt benti í þá átt. Blaðaúr-
klippan, umslagið með litla gat-
inu og litli oddurinn sem beygð-
ur hafði verið upp úr fatning-
unni og smurður með aconitini
— var þetta allt liður í morð-
inu? Upprifjun á fortíðinni?
En ef gert var ráð fyrir að
Mary Kindilett hefði ekki skil-
að hringnum aftur — og faðir
hennar hefði síðar fundið hann
í herbergi hennar og skilað hon-
um aftur ...
— Þér eruð að brjóta heilann,
BÆKUR BÆKUR
í dag og næstu daga kl. 1—3 og 8—10 e.h. kaupi
ég gamlar og nýjar bækur, skemmtirit, og alls-
konar tímarit gömul.
BALDVIN SIGVALDASON
Hverfisgötu 59, (kjallara).
Kuldajakkar og úlpar
í öllum stærðum. Góðar vörur — Gott verð.
Verzlunin Ó. L.
Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu).
TRABANT EIGENDUR
Viðgerðarverkstæði
Smurstöð
Yfirförum bílinn
fyrir veturinn.
FRIÐRIK ÓLAFSSON, vélaverkstæði
Dugguvogi 7. Sími 30154.
enginn borðkrókur án
sólóhúsgagna!
BDLDHUBB 0 G N
S
Tlll
TYRKtEIKI
ŒNSKT
IWff
SKORRI H.F
< Iþrcltohölll t.mi 3as«5
ABYRGDARTRYGGINGAR
atvinnurekendur.
ÁBYRGDARTRYGGING
ER NAUÐSYNLEG
ÖLLUM ATVINNUREKSTRI
TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRS
LINDARGÖTU 9 • REYKJAVÍK SÍMI 22122 — 21260
Frá Raznoexport, U.S.S.R.
ittgæðagokka; .Ma|,STra!IÍnfli:®n'Panytí
Laugaveg 103
simi 1 73 73