Þjóðviljinn - 08.02.1967, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 08.02.1967, Qupperneq 2
2 SlÐA •— ÞJÓEJVTLJINN — Miðvikudagur 8. febrúar 1967. Hverjir eiga rétt til Garpsmerkis F.R.Í.? // Fyrir nokkrum árum sam- þykkti ársþing Frjálsíþrótta- sambands íslands sérstaka réglugerð. sem nefnd var „Réglugerð um Garpsmerki FRÍ“. en hugmyndin með henni var að veita þeim iþrótta- mönnum, sem hafa á íþrótta- ferli sínum unnið íþróttasigra eða afrek, sem gefa samtals 10 stig samkvæmt sérstakri töflu, afreksmerki. Reglugerð þessi hefur enn ekki komizt til framkvæmda, en mikill áhugi er nú fyrir því í stjórn FRÍ að hrinda þessu máli í framkvæmd og þá fyrst að kanna, hversu margir einstaklingar hafa unnið til þessara verðlauna. Stjórn FRÍ vill því beina þeim tilmælum til einstaklinga, félaga og héraðssambanda að þeir kanni, hverjir eigi rétt til Garpsmerkis FRÍ og sendi stjórninni upplýsingar um þetta. Hér fer á eftir reglugerðin: Frjálsíþróttasamband fslands veitir sérstaka viðurkenningu (garpsmerki) þeim íþrótta- mörtnum, sem hafa á íþrótta- ferli sínum unnið íþróttasigra eða afrek, er gefa samtals 10 stig samkvæmt eftirfarandi töflu: — (Fremri dálkurinn sýnir afrek í einstaklingsgrein- um, sá aftari afrek í boð- hlaupi). 1. fl. Ólympiuleikar: 1. verðlaun 10 stig 4 stig 2. verðlaun 7 stig 2 stig 3. verðlaun 4 stig 1 stig 4. —6. verðl. 2 stig Vi stig 2. fl. Evrópumeistaramót: 1. verðlaun 7 stig 2 stig 2. verðlaun 4 stig 1 stig 3. verðlaun 2 stig V2 stig 4. —6. verðl. 1 stig % stig 3. fl. Norðurlandameistara- mót (og hliðstæð mót): 1. verðlaun 4 stig 1 stig 2. verðlaun 2 stig % stig 3. verðlaun 1 stig V4 stig 4. fl. Landskeppni: 1, verðlaun 2 stig V2 stig 2. verðlaun 1. stig 5. fl. íslandsmeistaramót (utanhúss): 1. verðlaun (meistara- stig) 1 stig V4 stig 6. fl. Met: Heimsmet 10 stig 4 stig Ólympíumet 8 stig 3 stig Evrópumet 7 stig 2 stig Norðurlandamet 4 stig 1 stig íslandsmet 2 stig V2 stig Stig, sem nást eingöngu fyrlr boðhlaup, samkv. 4.—6 fl., koma því aðeins til greina, að hlutaðeigandi hafi unnið a.m.k. einn einstaklingssigur á fs- landsmeistaramóti eða í lands- keppni. Sé um margþætt met að ræða, t.d. Evrópumet, er sé jafnframt Norðurlandamet og íslandsmet, miðast stigatalan aðeins við æðsta metið. Félag hlutaðeigandi íþrótta- manns skal senda stjórn FRÍ greinargóða skýrslu ásamt um- sókn um merkið, en síðan sker stjórnin úr um það, hvort hluí- aðeigandi hafi unnið til merk- isins. Við úthlutun merkisins skulu gilda sömu reglur og um af- reksmerki FRÍ, þannig að til greina komi þau afrek, sem unnin hafa verið frá og með árinu 1920. Garpsmerki veitir; handhafa ókeypis aðgang að öllum. frjáls- íþróttamótum innan vébánda FRÍ. Bifvélavirkfar sko inguna AURA II í Ferðaskrifstofau Lönd & leið- ir skipuleggur fleiri vorferðir í ár en nokkru sinni fyrr og byggist það á því að fólk virð- ist vera að auka ferðir til út- landa á vorin í stað þess að ferðast eingöngu um hásum- arið. í fyrra voru farnar vorferð- ir með Kronprins Frederik og Gullfossi og komust færri að en vildu. Verða farnar sams- konar ferðir í vor og auk þess haldið áfram að fara í mán- aðarlegar hópferðír til London en þær ferðir hófust .í hausf. Dagana 14.—22. febrúar verður farin hópferð til Kaup- mannahafnar og Gautaborgar og er sú ferð ætluð bifvéla- virkjum og öðrum í bílaiðnað- inum. Megintilgangur farar- innar er að sjá sýninguna AURA II., og einnig þykir á- stæða til að koma við í Gauta- borg og skoða verksmiðjur Saab og Volvo og gefst tæki- færi til að skoða ýmsar verk- smiðjur í Kaupmannahöfn. Fyrsta vörusýning á Norður- löndum, sem eingöngu sýndi riýjungar á sviði bílaviðgerða og viðhalds, verkfæri og verk- stæðisvélar af ýmsu tagi, var haldin í Forum sýningarhöll- inni i Kaupmannahöfn vorið 1965. AURA II., sem er önn- ur sýning þessarar tegundar, verður haldin dagaria 17.—26. febrúar. Til marks um stærð sýningarinnar má geta þess að gólfflötur alls sýningarsvæðis- ins er um 9000 fermetrar og mun taka nokkra daga að líta yfir sýninguna alla. Sönnun fyrir óstjórn Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson framkvæmdastjóri birtir í gær í Morgunblaðinu grein um vandamál frystihúsanna, og er þar að finna ýmsar at- hyglisverðar tölur um gengi þess mikilvæga atvinnuvegar. Meðal annars greinir Eyjólfur frá því að á undanförnum ár- um hafi frystiiðnaðurinn not- ið stöðugra og mjög verulegra verðhækkana á erlendum mörkuðum. Á framleiðsluár- inu 1962—1963 nam verð- hækkunin 6—7%; 1963—1964 var hún 5—6%; 1964—1965 var hún 13—14%; 1965—1966 var hún enn 6—7%. Á þess- um fjórum framleiðsluárum hefur verðlagið semsé háekkað svo stórlega að við fáum eft- ir það tímabil meira en þrið}- tmgi merri gjaldeyri fyriT ó- breytt útflutningsmagn. 1 krónum talið nemur þessi hækkun meira en 500 miljön- um króna á ársútllut.<ingi, og í því sambandi er athyglisvert að Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson greinir frá því að beinar launagreiðslur frystihúsanna séu nú rúmlega 500 miljónir króna á ári. Þannig hafa er- lendir viðskiptavinir okkar á nokkrum árum tekið að sér smátt og smátt að borga auka- lega allan launakostnað frysti- húsanna. Nú hefur sem kunnugt er orðið verðlækkun á frystum afurðum erlendis. Eyjólfur ís- feld Eyjólfsson segir að lækk- unin sé milli 11 og 12% frá meðalverðinu 1966. Verðlækk- unin nemur semsé þriðjungi þeirrar verðhækkunar sem orðið hefur um fjögurra ára skeið. Auðvitað er áfall að verða fyrir slíkri verðlækkun bæði fyrir frystiiðnaðinn og þfóðarbúið í heild, en ef allt væri með felldu ættu ekki að þ»rfa að hljótast af því nein meiriháttar vandræði. Þótt við missum þriðjunginn af 6- væntri aukagetu, er verðlag- ið engu að síður miklu hærra en það var í upphafi viðreisn- ar. Afkoma frystiiðnaðarins ætti samt að vera einkar traust og þjóðarbúskapurinn að standa vel fyrir sínu. En það er ekki allt með felldu. Óðaverðbólga viðreisn- arstjórnarinnar hefur jafnt og þétt skert verðgildi krónunn- ar eins ört og verðlagið á af- urðum okkar hefur hækkað. Þótt frystihúsin hafi í sí- fellu fengið fleiri krónur fyr- ir útflutning sinn, hafa þær krónur jafnharðan verið smækkaðar sem fjölguninni nemur Því gerast þau undur að Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson telur að á árinu 1966 — þegr ar til höfðu komið nýjar verðhækkanir sem stóðu und- ir öllum vinnulaunakostnaði frystihúsanna — hafi heildar- tap þeirra samt numið 51 miljón króna. Og að sjálf- sögðu færir hann svo rök að þvi að atvinnufyrirtæki sem voru þannig á sig komin í lok mesta góðæristimabils í sögu þjóðarinnar séu þess ekki megnug að standast verð- lækkanir á framleiðsluvörum sínum, enda þótt lækkanirnar nemi aðeins þriðjungi af ó- væntum hækkunum á undan- fömum árum. Öllu skýrari sönnun var ekki hægt að fá fyrir því að vandi útflutningsatvinnuveg- an-na stafar ekki af verðlækk- erlendis, heldur af inn- íewfei óstjóm. ■— Austrl. Báðu um bandaríska herinn Framhald af 1. siðu. ingum oft finnast sem heimild- irnar um störf íslenzkra ríkis- stjórna og millirikjaviðskipti á fyrra helmingi tuttugustu aldar- væru ærið gloppóttar. Að vísu væri hægt enn að ná til all- margra sem hefðu komið við sögú, en annars mætti telja vist að deilt yrði um hvað raunveru- lega hefði gerzt ef samtímaheim- ildirnar vantar. Einar tók sem dæmi atburði frá árinu 1941. Hvað fór raun- verulega fram júnídagana 1941 milli ríkisstjórnar íslands og stjórna Bretlands og Bandaríkj- anna? Birt hefðu verið í Banda- ríkjunum gögn varðandi þessi skipti. Þar er m.a. skýrt svo frá að 25. júní 1941 hafi Halifax lávarð- ur, ambassador Breta í Wash- ington, komið með símskeyti í bandaríska utanríkisráðuneytið og lesið fyrir settum utanríkis- ráðherra Welles skilaboð varð- andi skýrslu sem brezki sendi- herrann á íslandi hafi sent brezka utanríkisráðuneytinu 24. júní. 1. Brezki sendiherrann hafði rætt við forsætisráðherra íslands um nauðsyn þess að ríkisstjórn Islands bæði ríkisstjórn Banda- ríkjanna að vernda ísland og setja í stað brezka hernámsliðs- ins bandarískan her. Forsætis- ráðherrann hefði svarað að margir einstaklingar í íslenzku stjórninni væru hlynntir því skrefi, en hann, forsætisráðherr- ann, væri því andvígur. 2. Forsætisráðherrann skýrði frá að hreyfing hefði verið uppi á íslandi sl. haust að bera fram slíka beiðni við Bandaríkja- stjórn, en þá hafi bandaríski konsúllinn, samkvæmt fyrirmæl- um frá Washington, verið því andvígur. 3. Brezki sendiherrann lét í ljós þá skoðun að hugsanlegt væri að forsætisráðherrahn eða ríkisstjórn hans kynnu að verða talin á að lýsa yfir opinberlega að ríkisstjórn íslands sætti sig við bandarískt hernám i stað brezka hernámsins en hann teldi efamál að islenzka ríkisstjórnin myndi „biðja um“ slíkt hernám. ★ „að sjá til þess“ Daginn eftir, 26. júní 1941, fer Halifax lávarður aftur á fund Sumner Welles í utanríkis- ráðuneytinu í Washington. Seg- ir í hinni bandarísku heimild að Welles hafi sent skeyti banda- ríska konsúlnum í Reykjavík varðandi skilaboð brezka amb- assadorsins daginn áður. Well- es lýsti yfir að Roosevelt krefðist þess að ekki yrði fækkað í brezka hernum á íslandi þar til ríkisstjórnirnar báðar teldu sig öruggar um að herstyrkur væri nægur til að mæta þýzkri árás. Svo segir: Halifax lávarður skýrði Welles svo frá að fyrir- mæli hefðu verið send brezka sendiherranum á íslandi að „sjá til þess“ að íslenzki forsætisráð- herrann sendi „beiðni". Einar minnti á að hér hefði verið lögð áherzla á að íslenzka ríkisstjórnin hafi af frjálsum og fúsum vilja beðið um hervernd Bandaríkjanna 1941. Hann hafi hins vegar haldið hinu fram sem þ'arna sé staðfest, að gefin hafi verið fyrirskipun frá Lond- on um að knýja íslenzku ríkis- stjórnina til þess, raunverulegir úrslitakostir settir. Það álit hafi m.a. stutt greinargerðir ýmissa þingmanna, t.d. Sigurðar E. Hlíð- ars, þar sem frám korti • að þeir teldu sig tilneydda að greiða at- kvæði herverndarsamningnum. Mikilvægt væri að fá full- nægjandi heimildir um þessi mál einnig frá íslenzkum stjórnmála- mönnum. Var ágreiningur í þjóð- stjórninni um málið? Var það rétt að forsætisráðherrann Her- mann Jónasson hafi verið and- vígur þvi að biðja um banda- rískan her 1941 en hinir ráðherr- arnir með því? Sögunnar vegna þvrfti að upplýsa þessi mál. Einar minnti á að í neðri deild á einungis einn þingmaður sæti sem var ráðherra 1941, Eysteinn Jónsson; Eysteinn tók ekki til máls en hlustaði á umræðurnar. í hinum bandarísku heimild- um segir ennfremur svo um þessa daga að brezki-' sendiherr- ann í Reykjavík hafi 27. júní símað utanríkisráðuneytinu brezka: „Þrátt fyrir allar mínar rök- semdir og kröfur neitar íslenzka ríkisstjórnin að nota orðið „invite“. Hennar afstaða er að á síðasta Alþingi hafi mikill meiri- hluti allra flokka verið móti því að biðja Bandaríkin um vernd. Hún geti því ekki tekið ábyrgð á því að bjóða heim“ (bandarísk- ur her) „án þess að ráðgast við þingið, en þeim er annt um að fyrirætlunin verði ekki að engu. Eftir áherzlu þá sem vér 1-öf- um lagt á hernaðarþýðingu ís- lands neitar stjórnin að trúa því að brezkur her myndi í raun fara frá íslandi, ef Bandaríkja- menn kæmu ekki“. ' Einar benti á að með þessu hefði augsýnilega átt að hræða íslendinga en skömmu síðar hafi Churchill reynt að róa gagnrýn- endur sína með yfirlýsingu i brezka þinginu að auðvitað yrði brezki herinn kyrr á íslandi, ís- lendingar hefðu hins vegar sem sjálfstæð þjóð og að eigin frum- kvæði beðíð um bandarískan her! . ★ Átti að banna Sósíalista- flokkinn 1941? Annað atriði, einnig frá 1941, sem Einar vitnaði í var vegna frá- sagnar Stefáns Jóhanns Stefáns- sonar að til tals hefði komið í ríkisstjórninni að þrengja að prentfrelsi Þjóðviljans og hefði hann verið hlyntur því en aðrir andvígir, einkum Ólafur Thórs. Einar. sagði að orðrómur hefði verið uppi um það að þjóðstjórn- in hefði til athugunar að banna Þjóðviljann á fyrstu stríðsárun- um eða banna Sósíalistaflokkinnj Þetta þyrfti að koma skýrt fram, og það hefði legið ljóst fyrir ef reglan um gerðabækur ríkis- stjórnarinnar hefði þá verið lög- fest. Komu fram tillögur í þjóð- stjórninni um bann á Þjóðvilj- ann eða bann á Sósíalistaflokkn- um. og hver var afstaða ráðherr- anna til slíks? spurði Einar. Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra taldi það nauðsynlegt að ríkisstjórnir héldu gerðabæk- ur um fundi og eins að rituð væri niður samtöl utanríkisráð- herra við fulltrúa erlendra ríkja og þau geymd sem heimildir. Hefði síðustu tvö-þrjú árin verið haldin stöðug gerðabók um stjórnarfundi, svo hefði einnig verið gert áður, en aðeins öðru hvoru. Hann kvaðst einnig hafa ritað niður efni samtala við full- trúa erlendra ríkja meðan hann var utanríkisráðherra og teldi víst að það hefðu einnig aðrir utanríkisráðherrar gert og myndi það að finna í stjórnarráðinu. Hann taldi þó ekki þörf laga- setningar um þessi atriði, og leizt ekki vel á að skylda ætti að vera að birta slík plöee eftir 15 ár; hann hefði t.d. í b>’~a sam- töl varðandi lausn landhelgis- málsins sem hann teldi ekki rétt að enn væru birt. En hann talcH gott að málinu væri hreyft og það athugað. Um hin sögulegu atriði frá 1941 hélt ráðherrann því fram að um enga þvingun hefði verið að ræða varðandi ákvörðun ís- lenzku stjórnarinnar, og fráleitt að Hermann Jónasson forsætis- ráðherra hafi verið andvígur málinu eins og fram komi í orð- sendingunum sem Einar las. Einar minnti á heimild Alþing- istíðindanna frá 1941 þar sem þingmenn úr hópi Sjálfstæðis- flokksins hafi gefið yfirlýsingar sem ekki verði skildar öðru vísi en þvingun hafi verið beitt. Umræðu lauk um málið en at- kvæðagreiðslu var frestað. Emil Framhald af 1. síðu. þá leið að lokun þess sjónvarps væri á valdi útvarpsráðs. Þessir töluðu að lokinni ræðu ráðherrans: Ragnar Amalds, Ól- afur Ragnar Grímsson, Svavar ■ Géstsson, Helgi Helgason, Óláf- ur Einarsson, Vésteinn Ólasorn, Ómar Ragnarsson, Friðrik Sóf- usson, Jón Oddsson og Eggert Hauksson. Síðan svaraði ráðherra framkomnum fyrirspumum. Fundarstjóri á fundinum var Hjörtur Pálsson. Ýtarleg frásögn af fundinum verður birt í Þjóðviljanum ó morgun. Dregið hefur verið í happdrætti „Hjálparsjóðs æskufólks 11 Þessi númer hlutu vinning •: l 51 110 120 364 367 499 580 588 589 634 651 675 676 709 853 881 899 952 1106 1121 1138 1159 1299 1300 1317 1336 1547 1600 1636 1650 1707 1746 1819 1837 1937 2277 2376 2416 2539 2596 2747 2936 3038 3075 3152 3173 3271 3465 3521 3586 3639 3700 3749 3801 3805 3960 3961 4011 4026 4068 4319 4518 4522 4772 4776 4779 5001 5018 5065 5069 5164 5250 5415 5442 5495 5500 5501 5592 5659 5836 6225' '. 6239 6361 6365 6367 6387 6398 '6462 6556' 6922 7037 7045 7115 7336 7507 7511 7546 7583 7625 7783 7786 8128 8347 8357 9003 9145 9244 9267 9315 9317 93Ö0 9438 9470 9548 9580 9639 9647 9692 9705 9707 9721 11094 11467 11705 11760 12005 12364 12380 12745 .12995 1.2997 13846 13915 14037 14039 14258 14264 14370 14446 14854 15056 15151 15407 15491 15556 15590 15701 15939 15946 16162 16292 16346 16867 17055 17324 17453 17457 17463 17731 17745 18086 18118 18453 18570 18760 18773 18821 18878 18889 19066 19526 19805 20030 20088 20199 20269 20355 20493 20502 20681 20876 20912 21019 21663 21700 21888 21948 21958 22086 22472 22478 22672 22695 22891 22896 23026 23483 23550 23962. Vinninga sé vitjað 'til Magnúsar Sigurðs- sonar, skólastjóra Hlíðaskóla, fyrir apríllok.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.