Þjóðviljinn - 08.02.1967, Side 10

Þjóðviljinn - 08.02.1967, Side 10
Ný aðferí til að kindra veltíng skipa X/í! ’XKIAIYV*ÍÍ“ Ví.míí;'. /i fcyííí 2 í t'irnyr* >:< r - r.í r.v^r . . )7 f.í-rt. ★ Um þessar mundir eru hér á Iandi staddir tveir menn á vegum bandaríska fyrirtæk- isins John J. McMullen Ass- ociates til þess að kynna út- gerðarmönnum og fleiri að- ilum nýja aðferð sem fyrir- tækið hefur einkaleyfi á til þess að draga úr veltingi skipa. ★ Aðferð þessi er í því fólg- in að settur er tankur í skip- ið eins og sézt á efri mynd- inni sem fylgir hér með. Er tankurinn hólfaður sundur og lokur á hólfunum sem hleypa vatninu á milli þeirra ag verkar þessi útbúnaður þann- ig að vatnið í tanknum vegur á móti veltihreyfingu skips- ins. ★ Tankar þessir hafa verið settir í flutninga- og olíu- skip en nú hafa Norðmenn sett tank í eitt fiskiskip til reynslu. Sýna línuritin sem myndin er af hér til hliðar veltuhreyfingar tilraunaskips- ins (efra línurit) og annars skips er var á siglingu á sömu slóðum á sama tíma. ★ Útbúnaður þessi mun kcsta um 18 þúsund dollara og er kostnaður við að setja hann í skipin um 2000 dollarar. Mikið tjón af eldi hjá Stálvík í gœr Talsverðar skemmdir urðu af bruna í gær í skipasmíðastöð- inni Stálvík í Garðahreppi. Ger- eyðilagðist þakið á aðalbygging- unni, þar sem verið var að vinna að smíði tveggja fiskiskipa er eldurinn kviknaði. Eldurinn kom upp kl. 17,20, að því er talið er þannig, að neisti frá logsuðutæki hefur far- ið í báruplast í glugga á suð- vesturhorni byggingarinnar og borizt með tjörupappa í veggupp f þakið, sem varð alelda á svip- stundu. Þakið var tréklætt og einangrað með einangrunarplasti og tjörupappa. Slökkvistarfið tók um hálftíma og tókst að forða því að eldurinn breiddist frekar út en nokkuð tafði það starf slökkviliðsins að erfitt er að ná í vatn á þessum slóðum. Komu tveir slökfcviliðsbílar frá Hafnarfirði með um 4 tonn af vatni, en einnig var sótt vatn á vörubílum til Hafnarf jarðar, að því er Slökkvilið Hafnarfjarðar tjáði Þjóðviljanum í gærkvöld. Um 60 manns voru við vinnu í Stálvík er eldurinn kviknaði, m.a. voru margir niðri í skipun- um sem þama eru í smíðum, og er talin mesta mildi að ekki skyldi verða þarna stórslys. Forstjóri Stálvíkur hf. er Jón Sveinsson, tæknifræðingur. / dag á að hefjast vopnahlé / Vietnam Þjóðfrelsisherinn hefur lýst yfir viku hléi á vopnaviðskiptum vegna vietnamska nýársins SAIGON 7/2 — Á morgun, miðvikudag, á að hefjast vopna- hlé í Suður-Vietnam, en þá hefst hin svonefnda Tet-hátíð, vietnamska (og kínverska) nýárið. Óvíst er hve lengi vopnahléið mun standa. Þjóðfrelsisfylkingin átti frum- kvæðið að þessu vopnahléi, lýsti því yfir fyrir jól að hún myndi gera hlé á öllum vopnaviðskipt- um í eina viku um hið víet- namska nýár. Bandaríkjamenn og Saigonstjórnin hafa hinsvegar aðeins fallizt á fjögurra daga vopnahlé og búizt er við að hafnar verði hernaðaraðgerðir strax að þeim fresti loknum. Þetta er þriðja vopnahléið sem gert er i Vietnam á sjö vikum, hlé var gert á bardögum í tvo daga um jólin og nýárið og átti Þjóðfrelsisfylkingin einnig frum- kvæðið að því. Bandaríkjamenn hafa einnig heitið þvf að gera hlé á loftárás- um á Norður-Vietnam meðan vopnahlé er í suðurhluta lands- ins. Slík loforð voru einnig geí- in um jólin og nýárið, en þ<5 héldu bandarískar flugvélar á- fram flugi sínu yfir Norður-Vi- etnam. Þegar í dag virtist sem dregið hefði úr hemaðaraðgerðum, nema hvað haldið var áfram loftárás- unum á Norður-Vietnam. I dag voru liðin rétt tvö ár síðan loft- hernaðurinn gegn Norður-Viet- nam hófst. I gær kom það hins vegar fyrir að fjórir ástraiskir her- menn létu lífið en þrettán særð- ust þegar stórskotalið Ný-Sjá- lendinga hóf skothríð á þá i f rumskóginum fyrir suðaustan Saigon. 1 Hanoi var sagt að fjórar bandarískar flugvélar hefðu verið skotnar niður yfir Norður-Viet- nam í gær, en Bandaríkjamenn segjast hafa misst tvær. Myndin er tekin af nýja húsinu hjá Stálvík í sumar er það var í byggingu. Þakið var þá komið á húsið en eftir að klæða það að utan. Sést vel á myndinni hvernig skipunum er komið fyrir inni í húsinu. Ákvæði tíl óþurftar i nýja orkuiagafrumvarpinu Nýja stjórnarfrumvarpið um orkulög var til 1. umræðu á fundi neðri deildar í gær og flutti Ingólfur Jónsson ráðherra framsögu. Einar Olgcirsson taldi ýmis- legt athyglisvert í frumvarpinu, en taldi þó að sum ákvæði þess væru til óþurftar. Hér væri dregið úr því einkavaldi sem ríkið hefði til að reisa orkuver samkvæmt núgildandi Iögum. Emifremur væri hér haldið áfram á þeirri braut sem hafin hafi verið með lögunum tun Lands- virkjun, þar sem enn værugcrð- ar ráðstafanir til að sundra Raforkumálastofnun ríkisins, með því að gcra Rafmagnsveitur rík- isins að sjálfstæðu fyrirtæki er heyri beint undir ráðherra. Ingólfur svaraði nokkrum orð- um og taldi aðfinnslur Einars ó- þarfar. Slasaðist talsvert Laust fyrir kl. hálf sjö i gær- kvöld varð það slys á Reykja- nesbraut á móts við Leynimýri að Haukur Einarsson, Hólmgarði 19, varð fyrir bíi. Slasaðist hann talsvert, að sögn lögreglunnar, og var fluttur á Slysavarðstof- una. Áfengisneyzlan árið 1966: Aldrei verið meiri á mann í yfir 80 ár ■ Þjóðviljanum hefur borizt yfirlit sem áfengisvarnarráð hefur tekið saman um áfengissöluna á sl. ári, Heildarsal- an á öllu landinu nam 502 miljónum króna og er það 25% hækkun frá árinu áður en í því sambandi er þó þess að gæta að talsverð verðhækkun varð á áfengi á árinu. Áfengissalan hjá einstökum útsölustöðum varð sem hér seg- ir: Reykj avík Akureyri Seyðisfjörður ísafjörður Siglufjörður 411,8 milj. kr. 48,3 milj. — 19,6 milj — 13,8 milj. — 8,8 milj. Sl. fjögur ár hefur áfengissal- an nær tvöfaldazt að krónutölu. Árið 1963 nam hún 277,6 milj- ónum króna, árið 1964 319,3 milj. kr., 1965 400,1 milj. kr. og 1966 502,3 milj. kr. Áfengisneyzlan hefur hins veg- ar verið sem hér segir á mann þessi fjögur ár: 1963 1,75 1. sterk vín og 0,18 1. létt vín eða alls 1,93 1. 1964 1,77 1. sterk vín og 0,20 1. létt vín eða alls 1,97 1. 1965 1,85 1. sterk vín og 0,22 1. létt vín eða alls 2,07 1. 1966 2,08 1. sterk vín og 0.24 1. létt vín eða alls 2,32 1. Neyzla áfengis jókst um rúm- lega 12% árið 1966 eða um einn fjórða úr lítra á hvern íbúa. Hefur áfengisneyzla íslendinga ekki verið jafnmikil síðan á ár- unum 1881 til 1885. Afii Suður- eyrarbáta Suðureyri 6/2 — í janúarmán- uði var afli Suðureyrarbáta sem hér segir: Friðbert Guðmundsson 106,8 tonn í 17 róðrum. Sif 124 tonn í 17 róðrum. Ólafur Friðbertsson 28,6 tonn f 5 róðrum. Stefnir 73,3 tonn í 16 róðrum. Barði 79,9 tonn í 17 róðrum. Páll Jónsson 74.8 tonn í 15 róðrum. Ólafur Friðbertsson var á síld- veiðum fram eftir vetri og er hann nýbyrjaður róðra. Er hann með net. — G. Þ. Stjórn Iðju, Akur- eyri, sjálfkjörin AKUREYRI 7Í2. — Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks á Akurcyri, var haldinn sl. sunnu- dag og varð stjórn félagsins fyr- ir næsta kjörtímabil sjálfkjörin en hana skipa nú Jón Ingimars- son formaður, Helgi H. Haralds- son varaformaður, Hjörleifur Hafliðason, ritari, Þorbjörg Brynjólfsdóttir gjaldkeri og Ilallgrímur Jónsson meðstjórn- andi. I varastjórn eiga sæti Sveinn Árnason, Þóroddur Sæmundsson, Anna Brynjólfsdóttir og Kjart- an Sumarliðason, Trúnaðar- mannaráð félagsins er skipað eft- irtöldum mönnum: Stefáni Jóns- syni, Kjartani Sumarliðasyni, Gesti Jóhannessyni, Áma Ing- ólfssyni, Friðþjófi Guðlaugssyni og Adam Ingólfssyni. Til vara: Karles Tryggvason, Páll Ólafs- son, Skúli Sigurgeirsson og Guðbjörn Pétursson. Hagur félagsins er nú mjög góður og varð rekstrarafgangur á s.l. ári 810 þús-und krónur. Fundurinn samþykkti eftirfar- andi tillögu eim-óma: „Affalfundur Iðju, fclags verk- smiðjufólks á Akureyri, haldinn 5. febrúar 1967, vill minna á fyrri samþykktir fclagsins varð- andi hættu þá er stafar af eftir- litslausum innflutningi á fullunn- um iðnaðarvörum til landsins og telur að síaukinn innflutningur eigi mcsta sök á þcim erfiðleik- um sem íslcnzkur iðnaður býr við í dag samhliða hinni tilbúnu Iánsfjárkreppu sem flestar, ef ekki allar atvinnugreinar lands- manna ciga nú við að stríða. Vill fundurinn leyfa sér að benda á að ef lokað yrði að mcstu fyrir þennan ónauðsynlega innflutn- ing sköpuðust mögulcikar fyrir því að bæta verulega vinnukjör iðnvcrkafólks í Iandinu án þess að um vöruverðshækkanir yrði að ræða. Fyrir því skorar fund- Jón Ingimarsson, formaður Iðju á Akureyri urinn á stjórnarvöld Iandsins aff bcita áhrifum sínum til þess að íslenzkur iðnaður verði verndað- ur að verulegu Ieyti og honum sköpuð vaxtarskilyrði í samræmi við það sem þjónar bezt þjóðar- hagsmunum." Dýnum stolið ★ Einhverntíma í síffustu viku var brotizt inn í íbúðarhúsið að Fitjakoti á Kjalarnesi, en það hefur staðið autt og mann- laust í vetur, og var stolið það- an 18 rúmdýnum úr barnakoj- um og mun verðmæti þýfisins vera um 30 þúsund krónur. Húsið var í sumar notaðfyr- ir barnaheimili og voru dýn- urnar í kojunum frá þeim tíma. Eru þær 15x63 cm að stærð og 5 cm þykkar svonefndar lista- dúndýnur, ljósbláar að lit. Lög- reglan hafði upp á dýnunum síðdegis í gær.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.