Þjóðviljinn - 12.02.1967, Blaðsíða 1
Sunnudagur 12. febrúar 1967 — 32. árgangur— 36. tölublað.
Listavaka hernámsandstœSinga 1967:
Hefst með samkomu í
Lindarbæ / dag kl. 2
Listavaka hernámsandstæðinga 1967 hefst í dag
klukkan 2 eftir hádegi með dagskrá í Lindarbæ.
Ásgeir Blöndal Magnússon setur Listavökuna.
Þorsteinn Ö. Stephensen les úr „Tómasi Jóns-
syni — metsölubók“ eftir Guðberg Bergsson.
Pétur Pálsson kynnir nokkrar steflur.
Kristinn Jóhannesson flytur þætti um vamir
Íslands á fyrri öldum.
Kristinn Kristmundsson les úr ljóðabók Snorra
Hjartarsonar „Lauf og stjörnur“, sem nýlega
hlaut verðlaun frá Samtökum bókmennta-
gagnrýnenda dagblaðanna.
Á mánudaginn verða frumsýndir þrír leikþætt-
ir eftir Bertolt Brecht. Leikstjóri er Erlingur E.
Halldórsson. Hefst Brecht-kvöldið kl. 8.30 í Lind-
arbæ. — Aðgöngumiðar verða seldir í Lindarbæ
frá kl. 10.30 í dag og frá kl. 5 e.h. á morgun. —
Tekið á móti pöntunum í síma 21971.
Dagskrá Listavökunnar verður einnig til sölu
í Lindarbæ og flytur hún margvíslegan fróðleik
um verk, höfunda og flytjendur sem við sögu koma
á Listavökunni.
Á 10. síðu blaðsins í dag er viðtal við stjórnanda
Brecht-kvöldsins, Erling E. Halldórsson, um leik-
þættina sem sýndir verða á mánudagskvöld.
Ásgeir Blöndal
Þrír fræðslufundir
um vinnurannsóknir
□ Stjórnunarfélag íslands efnir til þriggja fræðslufunda
um vinnurannsóknir dagana 18. og 25. febrúar og 11. marz
og verða þeir haldnir í Leifsbúð að Hótel Loftleiðum.
Verkfall lyfja-
fræðinga í dag?
Enginn nýr sáttafundur hefur
verið haldinn í kjaradeilu lyfja-
fræðinga, en þeir höfðu boðað
verkfall frá kl. 4 í dag. Átti að
halda fund í Félagi lyfjafræð-
inga eftir að blaðið fór í prent-
un í gær og afráða hvort haldið
yrði við verkfallsákvörðunina.
flfmæli BSRB
Á þriðjudaginn, 14. febrúar, á
Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja 25 ára afmæli, og efnir
stjórn BSRB þá til móttöku í
Súlnasal Hótel Sögu kl. 15.30
til 18 og vonast til að sem flest-
ir meðlimir bandalagsins kom
til hennar.
Nánar verður sagt frá afmæli
BSRB í blaðinu á þriðjudag.
—® Fyrsti fundurinn verður hald-
inn laugardaginn 18. þ.m. kl.
2—5 e.h. Þar flytja erindi hag-
ræðingarráðunautarnir Ágúst
Elíasson hjá Vinnuveitendasam-
bandi íslands og Kristmundur
Halldórsson hjá ASÍ. Verða um-
ræður að erindunum loknum.
Umræðuefni er vinnuaðferða-
rannsóknir.
Næsti fundur er laugardaginn
25. þ.m. á sama stað og tíma.
Þar tala hagræðingarráðunaut-
arnir Guðbrandur Árnason hjá
Iðju í Reykjavík og Óskar Guð-
mundsson hjá Fulltrúaráði
verklýðsfélaganna í Rvík. — Er
umræðuefnið tafa-rannsóknir.
Síðasti fundurinn verður
haldinn laugardaginn 11. marz
og verður þar rætt um ákvæð-
is-rannsóknir. Erindi flytja hag-
ræðingarráðunautarnir Ágúst
O.idsson hjá Félagi ísl. iðnrek-
enda, Bolli B. Thoroddsen hjá
Verkamannasambandi íslands og
Böðvar Guðmundsson hjá Vinnu-
málasamb. Samvinnufélaganna.
Umræðufundur í dag um: |
BROTTFÖR HERSINS OG
A TLANZHAFSBANDALAGIÐ
■ í dag kl. 15.30 efna Æskulýðsfylkingin og Sam-
band ungra Framsóknarmanna sameiginlega til al-
menns umræðufundar um brottför hersins og Atlanz-
hafsbandalagið og er fundurinn haldinn að Hótel Borg.
Frummælendur á fundin-
um verða Ragnar Arnalds
Ragnar Stcfánsson, fundar-
stjóri af hálfu Æ.F.
alþingismaður og Ólafur
Ragnar Grímsson hagfræð-
ingur en að ræðum þeirra
loknum verða frjálsar um-
ræður. — Fundarstjórar
verða Ragnar Stefánsson
forseti Æskulýðsfylkingar-
innar og Baldur Óskarsson
formaður Sambands ungra
Framsóknarmanna.
Fundur þessi er haldinn að
frumkvæði Æskulýðsfylk-
ingarinnar en á þingi sínu
sl. haust samþykkti SUF
ályktun þess efnis að gerð
yrði 4ra ára áætlun um
brottför hersins og að ís-
Iendingar tækju sjálfir við
gæzlu mannvirkja Nato
hér á landi en aðild að
Nato taldi þingið eðlilega
að óbreyttum aðstæðum.
Ragnar Arnalds, frummæl-
andi af hálfu Æ.F.
★ Allt áhugafólk um utanrík-
ismál Íslands er velkomið
á fundinn og er það hvatt
til þess að fjölmenna.
Bruni í HafnarfirSi:
Miklar skemmdir á veiðar-
færum í bruna í Firðinum
Kl. 22.45 í fyrrakvöld, fiistu-
dag, var slökkvilið Hafnarfjarð-
ar kvatt að bakhúsi Frystihúss-
ins Frosts h.f. við Reykjavíkur-
veg 48 í Hafnarfirði, en þar eru
til húsa verzlun, veiðarfæraverk-
stæði, veiðarfærageymsla og
kaffistofa Jóns Gislasonar s.f.
Húsið, sem er múrhúðað timb-
urhús, var allt í einu reykkófi,
er að var komið og illt að átta
sig á því, hvar eldurinn myndi
vera laus í því. Skömmu síðar
fór að loga upp úr þekju húss-
ins og voru notaðar 6 vatns-
lagnir við slökkvistarfið, og tókst
að slökkva eldinn á rúmri hálfri
klukkustund. Eftir það varð að
dæla vatni langan tíma á nætur
úr gervieínum. sem þarna voru
í háum stafla, til að slökkva í
glæðum, en í nótunum hafði
eldurinn verið. Gerviefnin runnu
saman í hellu við brunann og
hitann og því erfitt við að eiga.
Frá þessum gerviefnum stafaði
hið mikla reykkóf.
Skemmdir hafa orðið miklar
á síldarnótum, en þær munu
Kristinn Jóhannesson
Kvikmyndasýning
I kvöld klukkan 20.30 efnir
ÆFR til kvikmyndasýningar í
Tjarnargötu 20. Sýnd verður sov-
ézka kvikmyndin S'kanderbeg,
en hún fjallar um líf albönsku
þjóð'hetjunnar Georg Kastriota
er uppi var 1404—1468 og frels-
isstríð Albanai gegn Tyrkjum-
hafa verið þrjár, svo og öðrummun hafa sloppið við skemmdir
veiðarfærum. Vatns- og reyk-að mestu leyti, Ekki urðu telj-
skemmdir munu hafa orðið íandi skemmdir á húsihu sjálfu.
verzluninni, en netaverkstæðið— Eldsupptök eru ókunn.
Aldarafmæli Þórarins B. Þorlákssonar:
Yfirlitssýning i Listasafni
ríkisins opnuð á þriðjudag
□ Á þriðjudaginn kl. 4 verður opnuð í Listasafni rík-
isins yfirgripsmikil sýning á verkum Þórarins B. Þorláks-
sonar, en hann hefði orðið 100 ára þann dag, 14. febrúar.
Alls verða á sýningunni rösk-
lega 130 myndir komnar víðsveg-
ar að. Listasafnið á sjálft 20
þeirra, nokkrar á Þjóðminja-
safnið, en langflestar eru úr
einkaeign og þá einkum frá
dætrum Þórarins, Dóru Þórar-
insdóttur og Guðrúnu.
Aldrei hafa svona margar
myndir eftir Þórarin verið sam-
ankomnar á einum stað og
spanna þær allan listferil hans.
Elzta myndin er frá því fyrir
aldamót, en sú yngsta frá árinu
1924, en um það leyti lézt hann.
Þórarinn fór til náms í list
sinni til Danmerkur um alda-
mótin. Heimkominn sneri hann
sér að listinni og stofnaði skóla
í málaralist. Má því segja að
hann sé brautryðjandi og læri-
Vietnam fundurinn verður á þriðjudag
□ Þriðjudagskvöldið 14. febrúar efivr
Sósíalistafélag Reykjavíkur til almenns
fundar um Vietnammálið í samkomu-
húsinu Lídó.
DAGSKRÁ fundarins verður:
1. Stutt ávarp formanns félagsins,
Páls Bergþórssonar.
2. Upplestur. — Arnar Jónsson leik-
ari les kvæði eftir Hannes Sig-
fússon.
3. Kristinn E. Andrésson magister
flytur ræðu.
□ Leikið verður göngulag Þjóðfrelsis-
hreyfingar Vietnam í fundarlok.
faðir listamanna okkar á þessu
sviði.
Myndirnar á sýningunni verða
af öllum stærðum. Þar eru
landslagsmyndir í meirihluta, en
mikið af kyrralífs- og innimynd-
um.
Enn óvlst um
bri8]udags-
blaÓiS
1 fyrrinótt kom Dettifoss til
Reykjayikur og með honum
blaðapappírinn til Þjóðviljans.
Uppskipun hófst úr skipinu fyrir
hádegi í gær en ekki verður
unnið við það yfir helgina og því
enn allsóvíst hvort tekst að ná
pappírnum upp úr skipinu í
tæka tíð á morgun til þess að
hægt verði að prenta þriðjudags-
blaðið á hann, en pappírinn er
neðarlega í lestum skipsins.
Svo getur því farið að þriðju-
dagsblaðið falli niður af þessum
sökum.
Aðalfundur Dagsbrúnar
★ Aðalfundur Verkamannafé-
lagsins Dagsbrúnar verður hald-
inn annað kvöld, mánudag, kl.
8.30 í Iðnó, — sjá nánar í aug-
lýsingu inni í blaðinu.